Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 23
punkturinn var þó að sjálfsögðu „sá feiti“ við píanóið, brosmildur og geðþekkur og engum duldist að þarna var kominn einhver mesti skemmtikraftur sem komið hefur hingað til lands.“ Kynleg’ur kvistur I daglegri umgengni utan sviðs þótti Fats fremur einkennilegur í háttum. Það var nánast útilokað að ræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Fyrir utan tónlistina virtist hann ekki hafa áhuga á öðru en fötum og mat. I svítunni hans á Hótel Loftleiðum var komið fyrir eldunartækjum þar sem Domino eyddi flestum stund- um á milli tónleika við að malla „Jambalaya-mat“, eða það sem heimamenn í New Orleans kalla „cajun“, sem byggir á franskri matargerðarlist. Um þetta syngur Domino m.a. í laginu „Jambalaya", þar sem hann lofsyngur „catfish pie filled with gumbo“. En þótt Domino hafi lítt blandað geði við innfædda á meðan á dvöl hans stóð tók hann engu að síður slíku ástfóstri við land og þjóð að hann hét því að koma hingað aftur við fyrsta tækifæri. Hefur þar eflaust ráðið mestu um þær stórkostlegu viðtökur sem hann fékk á tónleik- um sínum. Félagar hans í hljómsveitinni urðu ekki síður hrifnir af íslandi enda eignuðust margir þeirra góða kunningja hér á landi. I viðtali, sem blaðamaður Morgunblaðsins átti við þá þtjá í hljómsveitinni, sem hafa verið með Domino frá upp- hafi, hljómsveitarstjórann Dave Bartholomew og saxafónleikarana Herb Hardesty og Lee Allen, áttu þeir fá orð til að lýsa ánægju sinni með Islandsheimsóknina. „Það hefur verið farið með okkur eins og kónga“, sagði Bartholomew. í viðtalinu vildi hann koma á fram- færi sérstöku þakklæti til Björg- vins Halldórssonar, sem hann sagði að hefði verið allur af vilja gerður til að gera þeim dvölina hér sem ánægjulegasta. „Fínn strákur, Björgvin", sagði Dave og bætti því við að hið sama væri að segja um allt það fólk sem þeir félagar hefðu kynnst á íslandi. „Þegar Björgvin kom til okkar, þar sem við vorum að spila í London, og fór að tala um möguleikana á að við kæmum til íslands hugsaði ég með mér: Fjandinn hafi það, hvern langar að fara til íslands. - Þetta hefur síðan reynst vera eitthvað það heimskulegasta sem ég hef hugsað um ævina. Nú vil ég snúa þessu við og spyrja: Hvern langar ekki að fara til Islands? Alla vega vona ég svo sannarlega að ég eigi eftir að koma hingað aftur,“ sagði Bart- holomew og honum og félögum hans hefur nú orðið að ósk sinni. Er ekki að efa að landinn tekur vel á móti þeim félögum eins og raunin varð í fyrstu heimsókn þeirra. Sv.G. Gunnlaugur Rögnvaldsson kepp- ir ásamt Tékkanum Pavel Sedivy í rallkeppni í Tékkóslóvakíu í lok mánaðarins á vegum Chemopetr- ol-keppnisliðsins. ár fæ ég líklega 130 hestafla Skoda, Sem er öflugri að öllu leyti. Markmið- ið er að ná frambærilegum árangri og verða landinu til sóma. Það tókst ekki vel síðast, þá velti ég. Nú klikk- ar vonandi ekkert," sagði Gunnlaug- ur. MORGUNBLAÐIÐ, MiÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987 Húsið við Fannborg sem hýsa mun Félagsheimili Kópavogs. Morgunbiaðið/Þorkeii Kópavogur: Félagsheimilið tekið í notkun í haust NÝTT félagsheimili við Fannborg í Kópavogi verður tekið í notkun í haust. Félagsheimilið verð- ur á neðstu hæð í húsi Bæjarskrifstofu Kópavogs. Að sögn Guðjóns Magnússonar, menningarfulltrúa Kópavogsbæjar, er hér verið að breyta gömlu hús- næði og byggja það upp. Kvað hann félagsheimilið búið að vera lengi í lagfæringu og myndi það skapa ný tækifæri fyrir Leikfélag Kópavogs til að halda starfsemi sinni áfram. Auk þess yrði þar pláss fyrir ýmsa félags- og menningarstarfsemi í bænum, svo sem tónleika, árshátíðir og þorrablót. Ennfremur sagði Guðjón að húsið myndi taka 400 manns í sæti ef setið er í sætaröðum, en 200 manns ef setið er við borð. 23 Athugasemd ATHUGASEMD frá konu sem viðtal var við vegna þátttöku hennar í frumkönnun Krabba- meinsf élagsins: Nokkurs misskilnings gætir í viðtali við mig, sem birtist í Morg- unblaðinu 27. janúar sl. Ég óska þess að eftirfarandi komi fram: Ég tel mig ákaflega lánsama að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í frumkönnun Krabbameins- félagsins vegna leitar að krabba- meini í ristli og endaþarmi. Mér hefði aldrei dottið í hug að fara í svona próf ótilkvödd þar sem ég fann ekki til neinna óþæginda. Það var fyrir- höfn að taka sýnin en ekki vandræðalegt. Ranghermt er að ég hafi þurft að bíða lengi eftir niðurstöðum og var ég ristilspegluð tveimur dögum eftir að hringt var í mig. Að lokum vil ég ítreka þakk- læti mitt til Krabbameinsfélagsins og hvet þá sem eiga þess kost að taka þátt í þessari könnun að notfæra sér það. & Flugrekstarleyfi til dótturfyritækis Arnarflugs enn 1 skoðun: * Ymislegt sem ráðuneyt- ið vill fá að vita frekar - segir Matthías Bjarnason samgönguráðherra „ÞAÐ liggja fyrir ákaflega sterk meðmæli frá þeim stöðum sem Arnar- flug hefur flogið til, um að dótturfyrirtæki Arnarflugs fái þessi flugrekstrarleyfi. Þó er ýmislegt sem ráðuneytið vill fá að vita frekar um fyrirhugaðan flugrekstur og þá með hvaða hætti fyrirtækið ætlar að anna þessu flugi, með hve mörgum vélum, hvaða gerðar og svo framvegis. Þetta er samt ekki svo aðkallandi og breytir engu um það að flugrekstrarleyfið er nú í höndum Arnarflugs og það hefur engin áhrif á reksturinn," sagði Matthías Bjarnason samgönguráðherra þeg- ar hann var spurður að því hvað liði umsókn Arnarflugs um að fyrirhugað dótturfyrirtæki félagsins yfirtæki innanlandsflugið. Matthías sagði aðspurður að ember um að fyrirhugað dótturfyrir- nokkur flugfélög vakið athygli ráðu- neytisins á því að þau væru reiðubúin að taka að sér flug á leiðum þeim sem Arnarflug hefur verið með ef flugrekstrarleyfi losnar en sagðist Matthías telja að það hafi fyrst og fremst verið verið vegna umtals um að Arnarflug ætli að hætta innan- landsflugi. Arnarflug lagði inn umsókn hjá samgönguráðuneytinu í byijun des- tæki Arnarflugs yfirtæki innan- landsflug félagsins, og undanfarið hafa ráðuneytinu borist stuðnings- yfirlýsingar við þessa fyrirætlun frá hreppsnefndum og íbúum á stöðum sem Arnarflug hefur flogið til. í samtali við Morgunblaðið sagði Kristinn Sigtryggson framkvæmda- stjóri Arnarflugs að engar fyrir- spurnir hefðu komið frá samgöngu- ráðuneytinu vegna þessarar umsóknar félagins. Fræðslufundur hjá Fáki FRÆÐSLUFUNDUR hjá hesta- mannafélaginu Fáki verður haldinn fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.30 i félagsheimilinu á Víði- völlum. A þessum fundi verður fjallað um ýmislegt er lýtur að vetrarþjálf- un og vetrarfóðrun reiðhesta, svo og um sitthvað er varðar útreiðar í skammdeginu og varúðarráðstaf- anir sem gera þarf. Brynjólfur Sandholt dýralæknir, Bergíind Hilmarsdóttir fóðurfræð- ingur og Haukur Árnason læknir á slysadeild Borgarspítalans munu flytja erindi og í lok fundarins verð- ur sýnd kvikmynd frá sýningu spænska reiðskólans í Vín. BÍUUNNÁP^ • Lítill, sætur og ótrúlega rúmgóöur. • Léttur og lipur í bænum. • Eyöir næstum engu. • Hægt að leggja honum hvar sem er. Skutlan kostar nú frá aðeins gengisskr. 14.1.87 BÍLABORG HF Smiðshöfða 23sími 6812 99 266 þúsund krónum. Skutlan er flutt inn af Bíla- borg h/f. Það tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öll- um sem til þekkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.