Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987 Ríkissjóður fékk 450 milljónir kr. úr búrekstrinum ÞAÐ ER mat fjármálaráðu- neytisins, að tekjur ríkisins af rekstrar- og fjárfestingar- vörum I búrekstri nemi 450 milljónum króna á árinu Kvenna- listinn með fyrir- spurnir Guðrún Agnarsdóttir, þingmaður Samtaka um kvennalista, hefur borið fram eftirfarandi fyrirspurnir til einstakra ráðherra: 1) Til utanríkisráðherra: Um hvaða mál hafa Norðurlanda- þjóðimar fimm verið ósammála í atkvæðagreiðslum á þingi Sam- einuðu þjóðanna á sl. 10 árum. 2) Til heilbrigðisráðherra: Hvenær skipaði heilbrigðisráð- herra nefnd til að endurskoða og samræma löggjöf um smit- sjúkdóma og sóttvarnir? Hvað líður störfum nefndarinnar? 3) Til forsætisráðherra: Hvað líður störfum framkvæmda- nefndar ríkisstjómarinnar sem forsætisráðherra skipaði 25. mai 1986 til þess að samhæfa að- gerðir í baráttunni gegn út- breiðslu og notkun ávana- og fíkniefna? Hvenær hyggst nefndin skila áfangaskýrslu eða ljúka störfum? 4) Til forsætisráðherra: Gerir framkvæmdanefnd ríkisstjóm- arinnar um ávana- og fíkniefni ráð fyrir áframhaldandi rekstri hjálparstöðvar Rauða kross Is- lands fyrir böm og unglinga við Tjamargötu 35 í Reykjavík? Mun ríkisstjómin tryggja nægilegt fé til rekstrar stöðvarinnar á þessu ári? 1985. Sú upphæð skiptist þannig, að 80 milljónir króna eru vegna aðflutningsgjalda, 280 milljónir vegna uppsafn- aðs söluskatts og 90 milljónir vegna fóðurgjalds. Þessar upplýsingar komu fram í svari Þorsteins Pálsson- ar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn frá Áma Johnsen (S.-Sl.) á Alþingi í gær. Fj árm ál aráðherra upplýsti jafnframt, að uppsafnaður sölu- skattur af landbúnaðarvörum í heild nam á árinu 1985 380 milljónum króna nettó. Skipting- in er sú, að uppsafnaður sölu- skattur vegna rekstrarkostnaðar er 280 milljónir kr. og 100 millj- ónir kr. vegna slátrunar, kjöt- og mjólkurvinnslu. Pyrirspyijandi sagði, að þess- ar upplýsingar leiddu í ljós að landbúnaðurinn hefði ekki að- eins í för með sér útgjöld fyrir ríkissjóð heldur gæfi hann af sér tekjur. Þetta taldi hann sýna mikilvægi atvinnugreinarinnar. Á síðasta ári var 575 milljónum króna varið til aðstoðar húsbyggjendum og íbúðarkaupendum, sem lent höfðu í greiðsluerfiðleikum. Aðstoð við húsnæðiskaupendur í erfiðleikum: Heildarfyrirgreiðsla 1400 milljónir króna 1983-1986 Skýrsla um ráðgjafastöð Húsnæðisstofnunar veff“a greíðsiuerfiðieíka hús- byggenda og íbúðarkaup- Félagsmálaráðherra hefur ráðgjafastöðvar Húsnæðis- enda. Samkvæmt skýrslunni lagt fram skýrslu um störf stofnunar ríkisins og lán var heildarfyrirgreiðsla af Nýbirta skýrslan frá OECD er ógnvekjandi - sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir SIGRÍÐUR Dúna Kristmundsdóttir (Kl.-Rvk.) sagði á Alþingi í gær, að nýbirt skýrsla OECD um íslensk menntamál væri „ógn- vekjandi.“ Hvatti hún menntamálaráðherra til að kynna sér efni hennar nákvæmlega og láta síðan hendur standa fram úr ermum og taka á þeim á vanda, sem skýrslan vekur athygli á. Það var Stefán Benediktsson menntamálaráðherra, sagði, að (A.-Rvk.), sem spurðist fyrir um það, hvernig menntamálaráðherra ætlaði að kynna skýrsluna og hvaða áform hann hefði uppi um að bregðast við ábendingum höf- unda. Benti hann á, að í skýrslunni væri farið mjög hörðum orðum um ýmsa þætti íslenskra mennta- mála af sérfróðum mönnum. Sverrir Hermannsson, skýrslan hefði borist í lokahand- riti í miðjum þessum mánuði og hefði síðan verið unnið að því að fjöldfalda hana og dreifa á ensku, en jafnframt væri unnið að þýð- ingu hennar á íslensku. I síðari hluta skýrslunnar væri að finna viðbrögð íslenskra stjórnvalda við athugasemdum og aðfinnslum höfunda og þar kæmi fram að Umhverfismál í eitt ráðuneyti: Skipulagsmál - friðun- armál - mengunarmál Tillaga átta framsóknarmanna „Alþingi ályktar að yfirstjórn helztu þátta umhverfismála skuli sameinuð innan eins ráðuneytis. Til umhverfismála teljist mengun- armál, friðunarmál og skipulagsmál. Yfirstjórn þessa málaflokks verði í höndum sérstakrar skrifstofu innan félagsmálaráðuneytis sem eftir það nefnist umhverfis- og félagsmálaráðuneyti...“. Þannig hefst tillaga til þings- ályktunar um samræmda heildar- stjóm umhverfísmála, sem Páll Pétursson (F.-Nv.) og sjö aðrir þingmenn Framsóknarflokks hafa lagt fram í sameinuðu þingi. Tillagan gerir ráð fyrir að „um- hverfis- og félagsmálaráðuneyti" taki við tveimur málaflokkum frá öðrum ráðuneytum: 1) mengunar- málum, það er lög um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit (að hluta), lög um alþjóðasamninga um mengun sjávar, lög um eitur- efni og hættuleg efni og lög um geislavarnir, 2) friðunarmálum, þ.e. lög um náttúruvernd, lög um veiðar og vemdun dýra, lög um eyðingu meindýra og lög um land- græðslu. „Obein stjóm umhverfis- mála verði styrkt með því að koma á föstu samráði umhverfis- og félagsmálaráðuneytis og annarra ráðuneyta er fara með málefni sem snerta umhverfísmál. I greinargerð kemur fram að Geir Hallgrímsson, þá forsætis- ráðherra, skipaði níu manna nefnd í marzmánuði 1975 til að vinna að heildarlöggjöf um stjóm um- hverfísmála. Nefndin samdi frumvarp til laga um umhverfís- mál sem lagt var fyrir Alþingi vorið 1978, en það hlaut ekki af- greiðslu á því þingi. Það var endurflutt 1980-81 og aftur 1983-84, lítið breytt. Fyrr á þessu þingi lagði Gunnar G. Schram og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokks fram tillögu til þingsályktunar um stefnumótun í umhverfismálum. I greinargerð segir ennfremur að „tregðu gæti hjá einstökum ráðuneytum og stofnunum varð- andi endurskipulagningu" á yfírstjórn umhverfismála. „For- sætisráðherra hefur því gert ítrekaðar tillögur innan ríkis- stjórnar til þess að skera á hnútinn en án árangurs, þar sem einstak- ir ráðherrar' Sálfstæðisflokksins hafí lagst eindregið gegn öllum hugmyndum til breytinga í þessu efni. Flutningsmenn sjái sig því til þess knúna að leggja fram þessa tillögu til þingsályktunar þannig að leiða megi í ljós afstöðu þingsins til þess, hvaða málafloka telja beri til umhverfísmála...“. unnið væri að lausn á þeim vanda- málum, sem á væri bent. Ráðherra lagði á það áherslu, að mennta- málanefnd OECD hefði ekki ætlað sér að segja íslendingum fyrir verkum, heldur koma fram með ábendingar um það sem betur mætti fara. Hann upplýsti, að höfundar skýrslunnar, sem eru þrír, hefðu komið hingað til lands s.l. vor og aðeins haft viðdvöl í sex daga. Þá sagði hann, að skýrslunni hefði þegar verið dreift til alþingismanna. Stefán Benediktsson (Afl,- Rvk.) sagði, að skýrsla OECD hefði upphaflega borist ráðuneyt- inu í maí í fyrra og því nokkur tími gefist til að gaumgæfa efni hennar. Hann áréttaði að hér væri ekki á ferð álit ókunnugra gesta, heldur mat sérfróðra manna á efni, sem þeir hefðu mikla þekkingu á. Þingmaðurinn lét í ljós áhyggjur af því, að svo virtist sem ráðherra brygðist ekki rétt við skýrslunni. Kvað hann það vekja sér furðu, því ráðherrann væri orðinn alþekktur sem mesti kerfisbani á Islandi. Gunnar G. Schram (S.-Rn.) kvaðst fagna því, að OECD skýrsl- an kæmi til umræðu á Alþingi og sagði, að nauðsynlegt væri að þær umræður yrðu mun ýtarlegri og einskorðuðust ekki við fyrirspurn- atímann. Þingmaðurinn sagði, að í umfjöllun nefndarinnar, sem samdi skýrsluna, um Háskóla Is- lands væri bent á tvö alvarleg umhugsunarefni. Annars vegar, að 50% innritaðra nemenda hætta námi eftir eitt ár og aðeins 25% af þeim sem innritast útskrifast frá skólanum. Hins vegar, að rannsóknir við skólann væru á lágu stigi og árangur og gæði ekki eins og ástæða væri til að ætlast til. I því sambandi hefðu höfundar skýrslunnar vakið sér- staka athygli á því, að um helmingur allrar kennslu í skólan- um er leystur af hendi af stunda- kennurum. þessu tagi 1400 milljónir króna á tímabilinu 1983-1986 á núverandi verðlagi. Á síðastliðnu ári (1986) var 575 m.kr. varið úr Byggingar- sjóði ríkisins til aðstoðar hús- byggendum og íbúðarkaupend- um í greiðsluerfiðleikum. Árið áður (1985) var 250 m.kr. varið í þessum tilgangi. Frá því í febr- úar 1985 hefur því um 825 m.kr. verið varið úr Byggingarsjóði til fólks í greiðsluerfiðíeikum vegna húsnæðis. Árin 1983 og 1984 vóru veitt rúmlega 4200 við- bótarlán, samtals að íjárhæði 550 m.kr. á núverandi verðlagi. Heildarfyrirgreiðsla 1983-1986 nemur því um 1400 m.kr. Jafnframt sérstökum lánum úr Byggingarsjóði var lánum hjá bönkum og sparisjóðum breytt (lánatími Iengdur). Áætlað er að um 100 m.kr. hafi þannig verið skuldbreytt 1985 og svipuð upp- hæð 1986. AIMnGI Skammstafanir í stj órnmálaf r éttum í stjórnmálafréttum Morgunblaðsins eru þessar skammstafanir notaðar. Fyrir flokka: A.: Alþýðuflokkur Abl.: Alþýðubandalag Bj.: Bandalagjafnaðarm. F.: Framsóknarflokkur Kl.: Kvennalisti Kf.: Kvennaframboð S.: Sjálfstæðisflokkur Fyrir kjördæmi: Rvk.: Reykjavík VI.: Vesturland Vf.: Vestfirðir Nv.: Norðurland vestra Ne.: Norðurland eystra Al.: Austurland Sl.: Suðurland Rn.: Reykjanes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.