Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 16
RAGNAR 16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987 4" Ameríkubikarinn: Conner er talínn sigur- stranglegri TEPPA- og gardínusalinn Dennis Conner er talinn sigurstranglegri í úrslitakeppninni um Ameríkubikarinn í siglingum. Lokasprettur keppn- innar, sem staðið hefur í fjóra mánuði, hefst við Perth á vesturströnd Ástralíu á laugardaginn. Mætast þá skúta Conner, Stars & Stripes, og ástralska skútan Kookaburra III, sem 28 ára Ástrali, Iain Murray, stjórnar. Sú sem fyrri verður til að vinna fjórar kappsiglingar telzt sigurvegari. Conner vann Amerikubikarinn 1977 og 1980, en er þó frægastur fyrir að hafa tapað honum árið 1983. Það var í fyrsta sinn sem bandarísk skúta tapaði keppninni frá upphafi, en hún fór fyrst fram árið 1851. Vinni Conner nú yrði hann jafnframt fyrsti maðurinn, sem endurheimtir bikarinn fyrir Bandaríkjamenn. Dennis Conner er 44 ára og mjög reyndur sjómaður. Hann hóf siglingar á unglingsárum hjá siglingaklúbbi borgarinnar San Diego í Kaliforníu, en skúta hans í Ameríkubikamum, Stars & Stripes, siglir undir merkj- um þess klúbbs. Conner keppti fýrst í Ameríkubikamum árið 1974. Er þetta því fimmta keppnin hans og nú siglir hann fjórða sinni til úrslita. Hann er sagður mjög leikinn keppn- ismaður og til marks um reynslu hans hefur Conner að baki 10.000 sjóstundir við stjómvölinn á 12 metra skútum. Fara miklar sögur af skip- stjómarhæfileikum hans og er mjög eftirsótt að komast í skiprúm hjá honum. Hefur Conner því úrvalsliði á að skipa. Hámenntuð áhöfn í áhöfn hans em að mestu sjálf- boðaliðar, sem fómað hafa auðæfum og frestað frama á öðmm sviðum í þeirri von að hreppa siglingaverð- launin eftirsóttu. Tíu skipverjar em langskólagengnir. Seglamaðurinn er til dæmis með meistaragráðu í fög- mm listum, vindumaðurinn er sameindalíffræðingur en auk þeirra em sálfræðingur, tveir skipaverk- fræðingar, hagfræðingur, ensku- fræðingur og veðurfræðingur í áhöfninni. Einu laun þessara manna í rúmlega tvö ár hafa verið 10 doll- ara vasapeningur á dag. Frítt fæði hafa þeir haft svo og fatnað. Ferða- lög í sambandi við keppnina og undirbúning hennar hafa þeir fengið greidd. Conner gerir miklar kröfur til áhafnar sinnar og reynir mjög á lagni og þolinmæði hennar því hann er sagður erfiður við að lynda vegna óþrjótandi sigurlöngunar. Fyrirgang- urinn í honum er í réttu hlutfalli við líkamsstærðina, en hann er 1,91 metrar á hæð. Sigur er honum allt, annað'sætið ekkert. Ósigurinn 1983 var mikið áfall fyrir Conner, enda heitir ævisaga hans „Ekkert afsakar ósigur“. í leit að fullkomnun Conner hefur verið lýst sem manni í stöðugri leit að hinu fullkomna. Hann segir siglingar vera áhugamál sitt, en í raun hafa þær verið hans aðalstarf frá árinu 1979. Hann er viðskiptafræðingur frá San Diego State-háskólanum og á teppa- og gluggatjaldafyrirtæki þar í borg. Hann hefur lítið komið nálægt rekstri þess í átta ár. árabil. Talsvert hefur gustað um hann Associated Press Bandaríska skútan Stars & Stripes „plægir“ báruna undan vesturströnd Ástralíu í einni kappsiglingunni í ameríkubikarnum. Dennis Conner skipstjóri, með hvítan hatt, stendur við stýrið. síðustu mánuði í Fremantle, útborg Perth, þar sem bækistöðvar kepp- enda í Ámeríkubikamum hafa verið. í fyrstu hélt hann því fram að nýsjá- lenzka skútan New Zealand væri ólögleg þar sem hún væri smíðuð úr trefjagleri, en allar hinar skútum- ar vom úr áli. Var það liður í taugastríði, sem hann hefur háð við mótheija sína. New Zealand tapaði aðeins einni kappsiglingu af 38 í forkeppninni en beið síðan lægri hlut, 1-4, fyrir Stars & Stripes í undanúr- slitakeppninni. Síðan reyndi Conner að dreyfa athygli keppinauta sinna með því að tilkynna að grópuð plastfílma, sem notuð er á flugskeyti og eldflaugar til að draga úr núningsmótstöðu, hefði verið límd á skrokk skútu sinnar til að auka hraða hennar. Seglið minnir á konu- brjóst Á mánudag beitti hann sömu brellu með því að láta út spyijast að hann hefði orðið sér úti um nýtt belgsegl fyrir úrslitakeppnina. Á því ofanverðu væm 36 blöðmlaga „vas- ar“ sem eiga að auka lyfti- og þarmeð togkraft seglsins. Minna vasamir útblásnir á konubijóst og sagðist Conner kalla seglið „Dolly“ til heið- urs barmastóm bandarísku þjóðlaga- söngkonunni Dolly Parton. Belgseglið er notað á siglingu þegar beitt er undan vindi og belgist þá út fremst á skútunni. Sagt var að fregnin um seglið hafi komið áhöfninni á Kookaburra III, mótheijum Conners, í opna skjöldu. Hafi þeir hins vegar reynt að bera sig vel með því að halda fram að lítill ávinningur væri í segli af þessu tagi nema við alveg sérstök veðurskiljrrði. Taugastríð Taugastríðið í Ameríkubikamum hefur brotizt út með ýmsum hætti. Vart hafði fregnin um nýja seglið spurzt út er reynt var að hrella Conn- er með því að afhenda skipveijum á Kookaburra III lukkugrip. Var það veifa sem Australia II, skúta auðkýf- ingsins Alan Bond, sigldi með til Metbfllinn Lada Samara er til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Lada Samara 4ra gíra: 247 þús. Lada Samara 5 gfra: 265 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.