Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 21
21 Kristjáns níunda á Alþingishúsinu. Eg á erfítt með að skilja það hvers vegna beri að svipta húsið fanga- markinu kóngsins okkar. Það má segja að það sé óaðskiljanlegur hluti hússins, enda færi hið fagra yfír- bragð þess við slíka aðgerð. En Alþingishúsið mun sem betur fer friðað í flokki A, þannig að við því verður ekki hreyft. Ef fara ætti út í slíkar hreinsanir líkt og í frönsku stjómarbyltingunni 1789, þegar ekkert mátti vera eftir sem minnt gæti á fyrri tíð, hvort sem það hafði sögu-, fagurfræðilega eða enga þýðingu yfírleitt, þá mætti víst víða taka til hendinni. Byija mætti á að höggva skjaldarmerki Moltke greifa af tumi Bessastaðakirkju, taka nið- ur málverkin af Danakóngum á sal Menntaskólans í Reykjavík o.s.frv. Ja, þvílíkt, eins og nemendumir eiga ekki fullt í fangi með að inn- byrða þar lærdóminn svo ekki sé verið að sliga þá með kóngamynd- um að auki? Virðing- Alþingis Þá er mér ómögulegt að vera GHG sammála í að það gæti orðið til að auka virðingu Alþingis frá því sem nú er við það að taka niður fangamark Kristjáns kóngs og setja í stað þess annað. Nei, ætli að veiti nokkuð af kraftaverki til þess. Hitt væri nær að skrifstofustjóri Al- þingis fengi menn með hreinsilög og þvottakúst til að hreinsa fanga- markið og lágmyndimar, því það er hin mesta hneisa að sjá hversu mikil óhreinindi eru þar saman komin á jafn fáa fersentimetra. Vilji menn vera með dálitia þjóð- rembu, þá væri ekki úr vegi að heíja til vegs og virðingar á ný hið góða, gamla skjaldarmerki með þorskinum. Það mætti t.d. prýða hið fyrirhugaða Alþingishús með því og inni í einhveijum salnum mætti hengja myndir af skjaldar- merkjum forseta lýðveldisins frá stofnun þess. Hvað varðar skjaldarmerkið með þorskinum, þá eiga flestir hinir er- lendu menn sem rita um skjaldar- merkjafræði erfítt með að skilja því í ósköpunum við létum af notkun þess. Skjaldarmerki sem á uppruna sinn að rekja til miðalda. Höfundur á sæti í stjórn Societas Heraldica Scandinavia, sem er féiag um skjaldarmerkjafræði. Vinstrisósíalistar: Áhugi á framboði „Það kom fram talsverður áhugi á því að bjóða fram, enda telja menn pólitíska þörf á því. Hins vegar komu fram efasemdir um framkvæmdina, þ.e.a.s. hvort við höfum árangur sem erfiði. Framboð er mikið fyrirtæki og það er óljóst með hljómgrunn við framboði vinstra megin við Al- þýðubandalagið og við munum ekki fara i framboð nema af full- um krafti,“ sagði Soffía Sigurðar- dóttir, sem á sæti í stjórn félags Vinstrisósialista. Félagið boðaði til ráðstefnu á laugardaginn var, þar sem fram- boðsmál voru til umræðu. A fundinn mættu um 50 manns og ákvað fund- urinn að fela stjóm félagsins að kanna betur grundvöllinn fyrir fram- boði og boða aftur til fundar um framboðsmálin innan skamms. í ályktun sem fundurinn samþykkti segir: Miðað við ástandið í þjóðfélag- inu, undanhald í verkalýðshreyfing- unni og sókn stuðningsmanna hersins og NATO, telur ráðstefnan mikilvægt að unnt verði að skipu- leggja framboð til vinstri við Alþýðubandalagið. Ráðstefnan telur þó að ekki sé rétt að leggja út í slíkt framboð nema að það sé raunhæft að ætla að koma a. m. k. einum manni á þing. Það er alls ekki ljóst á þessu stigi hvort skipulagslegur styrkur sé fyrir árangursríku framboði til Alþingis. Ráðstefnan felur stjórn Vinstrisó- síalista að kanna betur undirtektir annarra vinstrimanna við þáttöku í kosningabaráttu og boða til annars fundar innan skamms". MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987 Iceland Seafood Ltd.: 62,8% aukning sölu milli síðustu ára FYRIRTÆKIÐ Iceland Seafood Ltd, dótturfyrirtæki Sambandsins i Hull í Englandi, seldi frystar sjávarafurðir á síðasta ári fyrir 31 milfjón punda, 1,9 miljjarða króna. Alls voru seídar 16.800 lest- ir og er aukning i magni 30,8% frá fyrra ári og f verðmætum ta- lið er aukningin 62,8%. Á fyrsta starfsári fyrirtækisins, 1981, var selt fyrir 3 milljónir punda alls, og hefur salan þvf tífaldazt á starfstfmanum. Sölusvæði Iceland Seafood er auk Bretlandseyja, Frakkland, Holland, Belgía og Vestur-Þýzkaland. Sala söluskrifstofunnar í Hamborg er þó ekki talin með í tölunum, sem til- greindar eru hér að framan. í byijun síðasta árs var sala sjávarafurða, sem skrifstofa Sambandsins í Ham- borg hafði annazt um árabil, færð undir skrifstofuna í Hull og er hún rekin þaðan. Á siðasta ári seldi skrif- stofan í Hamborg frystar sjávaraf- urðir fýrir um 10,2 milljónir marka, um 221 milljón króna. Það er í verð- mætum talið rúmlega helmingi meira en árið áður. Alls voru seldar 2.265 lestir eða 57,6% meira en árið áður. Salan í Evrópu á síðasta ári hefur einkennzt af hækkandi markaðs- verði, aukinni neyzlu og skorti á físki. Ekki var hægt að fullnægja eftirspum og engar brigðir voru óseldar um áramót ef frá er talin fryst síld. Mest aukning í sölu var í þorski og rækju. Nú um áramótin urðu fram- kvæmdastjóraskipti hjá Iceland Seafood Ltd. Benedikt Sveinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri fyrirtækisins síðast liðin 6 ár, lét af því starfí og gerðist aðstoðarfram- kvæmdastjóri í Sjávarafurðadeild Sambandsins. Við starfí Benedikts - tók Sigurður Á. Sigurðsson, sem áður stýrði skrifstofu Sambandsins í London. (Úr fréttatilkynningu) Áfangahækkun iðgjalda til lífeyrissjóða SAL. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og VSÍ frá 26. febrúar 1986 skulu iðgjöld til lífeyrissjóða aukast í áföngum á næstu 3 árum, þar til 1. janúar 1990 að starfsmenn greiða 4% af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjalda- skyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Sérstakar reglur gilda þó um iðgjaldagreiðslur sjómanna. Umsamið hlutfall iðgjalda af öllum launum er sem hér segir: Árin 1987 - 1989: a) Starfsmenn: 4% iðgjald skal greiða af öllum tekjum starfsmanna á mánuði hverjum, hverju nafni sem nefnast, þó skal ekki greiða 4% iðgjald af hærri fjárhæð, en sem svarar til iðgjalds fyrir 1731/3 klst. miðað við tímakaup hlutaðeigandi starfs- manns í dágvinnu, að viðbættu orlofi. Atvinnurekendur: 6% iðgjald af sömu fjárhæð. b) Ef launatekjur eru hærri, en sem nemur tekjum fyrir 1731/3 klst. að viðbættu orlofi, sbr. a-lið, skal greiða til viðbótar sem hér segir: Árið 1987 Starfsmenn: 1 % iðgjald af þeim hluta tekna, sem ekki var tekið iðgjald af, samkvæmt a-lið. Atvinnurekendur: 1.5% iðgjald af sömu fjárhæð. c) Hinn 1. janúar 1988 aukast framangreindar greiðslur, samkvæmt b-lið þannig, að starfsmenn greiða 2% og atvinnurekendur 3% og frá 1. janúar 1989 greiða starfs- menn 3% og atvinnurekendur 4.5%. Frá 1. janúar 1990 greiða starfsmenn 4% iðgjald af öllum launum og atvinnurek- endur með sama hætti 6%. Nauðsynlegt er að starfsmenn og atvinnurekendur geri sér grein fyrir þessum nýju reglum um iðgjaldagreiðslur af öllum launum til lífeyrissjóða í áföngum. Munið að nýju regiurnar tóku gildi 1. janúar s.L! SAMBAND ALMENNRA LlFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild • Lsj. ASB og BSFÍ • Lsj. byggingamanna • Lsj. Dagsbrúnar og Framsóknar • Lsj. Félags garðyrkjumanna • Lsj. framreiðslumanna • Lsj. málm- og skipasmiða • Lsj. matreiðslumanna • Lsj. rafiðnaðarmanna • Lsj. Sóknar • Lsj. verksmiðjufólks • Lsj. Vesturlands • Lsj. Bolungarvíkur • Lsj. Vestfirðinga • Lsj. verkamanna, Flvammstanga • Lsj. stéttarfélaga í Skagafirði • Lsj. Iðju á Akureyri • Lsj. Sameining, Akureyri • Lsj. trésmiða á Akureyri • Lsj. Björg, Húsavík • Lsj. Austurlands • Lsj. Vestmanneyinga • Lsj. Rangæinga • Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi • Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurnesjum • Lsj. verkafólks í Grindavík • Lsj. Hlífar og Framtíðarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.