Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1987 43 Sigurður F. Ólafs- son — Minning Fæddur 26. janúar 1920 Dáinn 12. desember 1986 Fimmtudaginn 18. desember síðastliðinn var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför Sigurðar Finns Olafssonar, verslunarmanns, sem löngum var kenndur við Lokastíg 2 hér í borg. Þórir Stephensen dóm- kirkjuprestur jarðsöng. Oft ber það við er maður fréttir skyndilegt fráfall góðs vinar að manni bregður óþægilega. Svo fór fyrir mér þegar mér barst sú fregn, að morgni 12. desember, að Sigurður hefði lát- ist á heimili sínu þá um nóttina. Enda þótt Sigurður æiti við vanheilsu að stríða síðastliðið ár vegna alvar- legs áfalls, hafði hann náð sæmilegri heilsu aftur og hafíð störf að nýju hjá Rafmagnsveitunni þar sem hann starfaði sem innheimtumaður síðast- liðin ellefu ár. Ég hitti Sigga tveimur dögum fyrir andlát hans og var hann þá reifur að vanda. Sigurður fæddist 26. janúar 1920 á Njálsgötu 6 hér í borg, sonur Ólafs Péturssonar, skipstjóra, og Þórunnar Sigurfinnsdóttur, konu hans. Sigurð- ur flutti með foreldrum sínum á þriðja aldursári að Lokastíg 2 ásamt Ólöfu systur sinni þar sem hann átti heima alla tíð. Á unglingsárum gerðist Sig- urður skáti og tók þá virkan þátt í mótum og félagsstarfí skátahreyfing- arinnar. Einnig sótti hann skátamót erlendis. Að loknu hefðbundnu námi innritaðist hann í Verslunarskóla Ís- lands og lauk þar námi 1938. Þótti hann ágætisnemandi og var vinsæll af skólasystkinum sínum. Sigurður hélt utan til framhaldsnáms í verslun- arfræðum. Var hann við nám í Lúbeck í Þýskalandi og kom heim rétt áður en seinni heimsstyrjöldin skall á. Eftir heimkomuna starfaði Sigurður um tíma hjá Sveini Egils- syni, bílasala, við bókhaldsstörf. Um nokkurra ára skeið vann hann hjá Agli Árnasyni, heildsala, þá starfaði hann við verkstjórn hjá Álafoss- verksmiðjunni og nú síðast sem innheimtumaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur eins og fyrr segir. Sigurður var starfsamur maður og vann öll verk sem hann tók að sér af sérstakri vandvirkni enda var hann grandvar og heiðarlegur til orðs og æðis. Hinar gömlu góðu dyggðir, að standa við orð sín, að vera trúr í hveiju því verki sem að var unnið og að bregðast ekki skyldum sínum var eitt af því sem prýddi hans lífsstíl. Alla tíð var Sigurður sama prúðmenn- ið, hæglátur í fasi og viðkynningar- góður maður, sem kynnti sig í hvarvetna vel þar sem leið hans lá. Hann var mikill greiðamaður. Stuðn- ing hans og hjálpsemi við vini sína og náin skyldmenni var einstakt í fari hans. Sigurður var mikill listunnandi og safnari í eðli sínu svo stundum nálg- aðist hreina ástríðu að manni fannst. Mikið yndi hafði hann af munum frá eldri tímum og var þá sama hvort það var gamall kistill, reiðtygi, bók eða myndverk eftir meistarana. Þá eyddi hann oft miklum tíma og íjár- munum til að lagfæra gamla muni til fyrra horfs og þá ekki síst ef þeir höfðu verið í eigu foreldra hans eða niðja. Slíkir menn vinna menningunni ómetanlegt gagn því þeir eru björg- unarmenn í varðveislu gamalla muna. Sigurður hefur varðveitt vel minn- ingu ættmenna sinna. Fyrir rúmu ári afhenti hann Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð að gjöf eintak af Guð- brandsbiblíu í ljósprentaðri viðhafn- arútgáfu, til minningar um afa sinn, Sigurfmn Árnason, og afabræður, Árna og Einar Árnasyni. Sigurður var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Sigríður Axelsdóttir, áttu þau einn son sem heitir Ólafur og nú býr í Danmörku. Þau slitu HildurH. Þorfinns- dóttir—Minning f * Fædd 20. júní 1925 Dáin 17.janúar 1987 I dag verður til moldar borin Hildur Hulda Þorfinnsdóttir, til heimilis í Hátúni 10, Reykjavík. Hildur eða Hulda, eins og hún var oftast nefnd, var dóttir hjónanna Svanhildar Kristjánsdóttur og Þor- finns Hanssonar vélstjóra. Hildur fæddist á Akranesi og var hún sjö- unda í röðinni af systkinum sínum. Þau voru Lára, Fríða, Sjana, Stella, Ester, Hörður, Hildur Hulda, Anney og Þorfinnur. Nú eru þijár af þeim systrunum látnar, Fríða, Stella og nú Hildur Hulda. Hulda kynntist snemma sorginni er hún missti móður sína, sem var aðeins 42 ára er hún lést frá stórum barnahópi. Þorfinnur reyndi eftir bestu getu að halda barnahópnum saman, og unnu hjá honum nokkrar ráðskon- ur, en þær stóðu stutt við, enda um stórt heimili að hugsa. Fór svo að þær systur Hulda og Anney fóru í sveit til þeirra heiðurshjónanna Sig- urðar bónda og kjamakonu Vigdís- ar á Oddsstöðum, Lundarreykja- dalshreppi i Borgarfirði. Tóku þau hjónin þær systur að sér og ólu þær upp sem sínar dætur. Síðan liggur leið Huldu til Reykjavíkur, þá 18 ára gömul. Vinnur hún þá sem kaupakona og við hin ýmsu störf er til féllu, enda ekki mikið um at- vinnu á stríðstímum. Árið 1944 eignaðist Hulda dóttur sína, Kristínu. En síðar kynnist hún Sveini Jónssyni, og gengu þau í hjónaband árið 1947. Eignuðust þau fjögur börn, Guðrúnu, sem er elst, Magnús, Samúel, en hann drukknaði árið 1972, og Huldu, sem er yngst. Sveinn og Hildur Hulda slitu samvistir árið 1958. Eftir það vann Hulda við hin ýmsu störf, þó mest við fiskvinnslu, og var hún rómuð hvarvetna fyrir dugnað þar sem hún starfaði. Hulda var mjög trúuð kona og ræktaði hún trú sína af mikilli festu, og hjálpaði það henni mikið að eiga safnaðarsystk- ini sín í Fíladelfíu, sem styrktu hana í veikindum hennar. Sérstakar þakkir á Guðrún, dóttir Huldu, fyr- ir sínar tíðu heimsóknir og umönn- un á Vífilsstaðaspítala. Huldu kynnist ég árið 1973, en síðar varð hún tengdamóðir mín. Fljótlega tókust með okkur sterk vináttu- bönd, sem héldust þar til yfir lauk, því alltaf gat ég leitað til hennar jafnt í gleði sem sorg, eins og svo margir aðrir, enda miðlaði hún af reynslu sinni, þekkingu og trú. Nú hefur dregið ský fyrir sólu, en minn- ingin um góða tengdamóður lifir. „Nú legg ég augun aftur, ó Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ virzt mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt.“ Ég bið Guð að styrkja börnin hennar í sorg þeirra og megi minn: ingin um góða móður geymast. I Jesú nafni amen. Annie Kjærnested Steingrímsdóttir samvistir. Eftirlifandi kona hans er Sigríður Sigurðardóttir og eiga þau eina dóttur, Þórunni, snyrtisérfræð- ing, sem gift er Árna Eyjólfssyni framreiðslumanni. Börn þeirra eru Sigríður Anna og Eyjólfur. Sigríður Sigurðardóttir, kona hans, átti tvo drengi frá fyrra hjóanbandi en þeir eru Sigurður Blomsterberg, hús- gagnasmiður, og Sveinn Blomster- berg, símaverkstjóri, sem báðir eru búsettir hér í borg. Sigurður reyndist börnum Sigríðar frá fyrra hjónabandi vel, enda virtu þau hann og elskuðu sem föður sinn. Sambúð þeirra hjóna var ástúðleg, skilningur og friður ríkti milli barna og foreldra. Sigurður og Sigríður bjuggu þröngt fyrstu búskaparárin, en þau innréttuðu sér íbúð í kjallara hússins á Lokastíg 2, þar sem móðir hans átti heima síðustu æviárin. Árið 1966 byggðu þau íbúðarhæð ofan á húsið og stóra forstofu, sem bætti eignina °g gjörbreytti inngangi í húsið sem var áður áveðra. Allt var þetta varan- legt og vandað eins og best mátti verða. Fyrir um sautján árum eignuðust hjónin sumarhús sem þau fluttu í land Kaðalstaða í Stafholtstungum í Borgarfirði. Einnig höfðu þau svolít- inn landskika til ræktunar. Var þetta upphafið að miklum og traustum kynnum við systkinin á Kaðalstöðum, þau Þorstein, Ólaf og Ástríði Jóns- böm, sem aldrei bar skugga á. Vegna greiðvikni og hjálpsemi þessara systkina var það löngum viðtekin regla að til þeirra var leitað fyrr en flestra annarra. Þar gat verið um aðstoð að ræða í veikindatilfellum, eða haga hönd þeirra bræðra við smíðar hvort sem vera skyldi úr tré eða járni. Sigurður tók miklu ást- fóstri við þennan stað enda var hann þar öllum stundum þegar hann gat því við komið. Staðinn nefndi hann Þverárbakka. Bústaðinn bætti hann og lagfærði stórum með aðstoð systk- inanna á Kaðalstöðum og vina sinna. I landið, sem er á bökkum Þverár, gróðursetti hann hundruð tijá- plantna. Er þar nú vaxinn upp myndarlegur birkiskógur sem sker sig úr landslaginu. Þar hefur á seinni árum verið griðland smáfugla, sem hafa gert sér þar hreiður og aukið lífríki staðarins. Ekki lét Sigurður hér staðar numið. Fyrir tæpum þrem- ur ámm gerði vinur hans, Einar Hákonarson, listmálari, skúlptúr úr járni sem stendur á stóm grettistaki sem var aðflutt. Verkið heitir Lífskraftur. Fellur það vel að lands- lagi sveitarinnar með skóginn í bakgmnni. í sumar bætti Sigurður öðm listaverki við eftir Einar sem heitir Dagmál, svo aðkoman að Þver- árbakka er gestum og gangandi augnayndi. Ég og kona mín áttum margar ánægjustundir á Þverárbakka. Það var skemmtilegt að heimsækja Sigurð og Sigríði frænku mína þar. Sigurður var léttlyndur að eðlisfari og gaman við hann að ræða auk þess sem hann naut þess vel að fá heimsókn vina. Það vom því allir aufúsugestir sem í hlað komu. Þá var fræðandi að ferð- ast með Sigurði um Borgarfjörðinn. Hann þekkti alla bæi og vissi deili á flestu fólki, sem þar bjó og hafði búið á liðnum áratugum. Sigurður var slyngur úrræðamaður og því ávallt gott að leita til hans í vanda. Auk þess hafði hann skemmtilega kímnigáfu og kunni vel að segja frá spaugilegum atvikum. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og átti létt með að tjá hugsanir sínar í orðum og oft hef ég farið fróðari af hans fundi, bæði fyrr og síðar. Ég þakka Sigurði innilega öll hin gömlu kynni og óska eftirlif- andi frænku minni, Sigríði, og niðjum þeirra farsældar og blessunar. Guðmundur Egilsson ErlendurD. Valdi- marsson - Minning Fæddur 13. desember 1933 Dáinn 19. janúar 1987 Ég undirritaður kynntist Erlendi Degi Valdimarssyni fyrir nokkmm ámm. Þá átti hann virkilega bágt. Hann var hijáður og undirokaður af andstreymi lífsins og heilsa hans brostin. Á þeim tíma kynntist hann Jesú Kristi sem gerði líf hans betra, og síðustu ár ævinnar naut hann friðar og hvíldar í trúnni á Guð og frelsarann. Erlendur var ekki allra, en fyrir sumum gat hann opnað hug sinn og hjarta. Ég sá hvemig trúin og bænin lyftu lífi hans á hærra plan. Hann fékk ásamt eiginkonu sinni að reyna hvernig Kristur get- ur breytt lífi manna úr eymd og fjötmm til sigurs og farsældar. Bóbó, eins og hann var ávallt kallaður, var sérstaklega góður við eiginkonu sína, ef hún var eitthvað óánægð sagði Bóbó: „Ég treysti Jesú.“ Þannig var hugur hans ætíð haldinn æðmleysi og umburðar- lyndi. Dánarorsök Erlendar var hjarta- sjúkdómur, sem hann þjáðist af síðustu þijú ár ævinnar, og að síðustu leiddi til dauða hans. Góður Guð blessi minningu hans og veiti eiginkonu hans og öðmm ástvinum styrk sinn og huggun. Jóhann Pálsson Húsgagna í fullum gangi Opið kl. 9-19 það hefur alltaf borgað sig að versla á Vörumarkaðinum Vörumarkaðurinn hl. 1 Nýjabæ-Eiðistorgi Sími 622-200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.