Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987 Sláturfélag Suðurlands 80 ára: Hér eru yfirmenn allra deilda SS ásamt forstjóra og fulltrúa hans samankomnir á fundi. F.v.: Matthias Gíslason fulltrúi forstjóra, Ásgeir Nikulásson forstöðumaður sútunarverksmiðju SS, Auður Hvanndal deildarstjóri erlendra viðskipta, Samúel Steinbjörnsson deildarstjóri tæknideildar, Jón H. Bergs forstjóri, Vigfús Tómasson sölustjóri búvöru, Hjalti H. Hjaltason skrifstofustjóri, Steinþór Skúlason framleiðslu- stjóri og loks Teitur Lárusson starfsmannastjóri. Á myndina vantar Jóhannes Jónsson forstöðumann vörumiðstöðvar SS og SS-búðanna. Erfitt að gera upp á milli margra góðra áfanga — segirJónH. Sláturfélag Suðurlands er í dag 80 ára og er ferillinn í senn litríkur og sögulegur. „Þegar ég leit á dagatölin um áramótin hrökk ég nokkuð við er ég sá að ég átti þar með að baki 30 ára feril i forstjórastólnum. Vissulega hafa náðst áfangar í starfinu, en það er erfitt að gera upp á milli þeirra. Mig setur hljóðan ef ég á að tina út eitt- hvað sem kalla mætti minnis- stæðast. Ég held ég sleppi þvi og horfi frekar með þér fram á veginn,“ sagði Jón H. Bergs for- stjóri SS í samtali við Morgun- blaðið fyrir skömmu. Síðan lýsti hann byggingarf ramkvæmdum fyrirtækisins i Laugarnesi. „Það eru fimm ár síðan að byijað var þar á framkvæmdum og fyrsti áfanginn er langt kominn og við erum rétt að byrja á öðrum áfanga. Öll okkar starfsemi mun flytjast þangað í fyllingu tímans og allt nema skrifstofumar eftir svona 2—3 ár. Það er ekki seinna vænna að standa í þessu, það hefur lengi staðið til að byggja nýja verksmiðju á þessu mesta markaðssvæði okk- ar, enda er orðið mjög þröngt um alla okkar starfsemi hér í kjölfarið á vaxandi kröfum um fullvinnslu vörunnar. Borgin úthlutaði okkur þessari ágætu lóð, en sjálf hefur hún hugsað sér mikil stórhýsi þar sem húsnæði okkar við Skúlagöt- una er nú. Þetta eru því verðmætar lóðir," sagði Jón H. Bergs ennfrem- ur. En ætlar SS að marka áfangann með einhveijum sérstökum eftir- minnilegum hætti, koma fram með róttækar breytingar eða nýjungar í starfeemi sinni og framleiðslu? Jón H. Bergs: „Við erum náttúrlega Bergs forsijóri alltaf að koma með nýjungar í vöruvali, við erum með mörg hundr- uð vöruflokka og þar er stanslaus þróun í gangi. Hins vegar er mjög ákveðin og vaxandi eftirspum eftir fullunninnivöru eins og ég sagði áðan. Nú er svo algengt að bæði heimilisfaðir og húsmóðir vinni úti, að tíminn sem fólk hefur til að elda heima fyrir er lítill. Á þessu sviði höfum við ekki hvað síst reynt að herða okkur og svara þessari eftir- spum. Annars hefur SS haldið þeirri stöðu í gegnum áratugina sem til stóð. Megináhersla hefur verið lögð á fullkomnar vinnslustöðvar, allar stöðvar okkar á Suðurlandi uppfylla ýtmstu kröfur um hreinlæti, að- stöðu og öryggi. Öll okkar sláturhús hafa hlotið löggildingu og hefur engu verið til sparað til þess að þetta hafí mátt heppnast. Þá höfum við reynt að fylgjast með markaðs- málum eins náið og frekast hefur verið kostur og hefur SS raunar verið í fylkingarbijósti frá upphafí, því strax árið 1908 var fyrsta SS- búðin opnuð, kjötbúð í Haftiarstræt- inu.“ Matthías Gíslason fulltrúi for- stjóra hjá SS hefur tekið saman ágrip af sögu fyrirtækisins og gef- um við honum nú orðið: Á þessu ári minnumst við merkis- atburðar, sem gerðist fyrir áttatíu árum og markaði tímamót í mark- aðsmálum sunnlenskra bænda. Atburður þessi var ávöxtur af stór- hug þeirra bænda, sem gengust fyrir stofnun Sláturfélags Suður- lands. Fullyrða má, að Bogi Th. Melsted, sagnfræðingur í Kaup- mannahöfn, hafí verið einn af aðalhvatamönnum að stofnun þess. Eftir hvatningarræðuna, sem hann flutti á fundi á Þjórsárbrú 30. júlí 1905, var að hans tillögu kosin þriggja manna nefnd til að gangast fyrir stofnun einhverskonar sam- vinnufélagsskapar um slátrun búfjár og sölu sláturafurða. For- maður nefndar þessarar var Ágúst Helgason í Birtingarholti. Nefndin tók það ráð að skrifa ýmsum mönn- um á fyrirhuguðu félagssvæði bréf og mæítust nefndarmenn til að full- trúar yrðu kosnir í sýslunum til þess að ráðgast um og undirbúa stofnun sameignarsláturfélags. Þessu var vel tekið og voru fulltrú- ar kosnir, sem kvaddir voru til fundar í Reykjavík 26. marz 1906. Þar mættu fulltrúar úr V-Skafta- fellssýslu, Rangárvallasýslu, Ámessýslu, Kjósarsýslu og Borgar- fjarðar- og Mýrasýslu. Fundurinn samdi frumvarp til laga fyrir vænt- anlegt sláturfélag á Suðurlandi. Síðan var hafíst handa um söfnun stofnfjárloforða. Lágmarksverð stofnbréfa var ákveðið kr. 10.00. Til stofnfundarins var síðan boð- að og hann haldinn við Þjórsárbrú 28. janúar 1907 og sóttu hann bændur úr Ámes- og Rangárvalla- sýslum. Þá höfðu safnast stofnfjár- loforð sem námu rúmlega 11 þúsund krónum og félagsmenn voru orðnir 565. Þar var fyrirgreint laga- frumvarp samþykkt sem fyrstu lög Sláturféíags Suðurlands. Á stofnfundinum vora kosnir fulltrúar úr Ámes- og Rangárvalla- sýslum í stjóm félagsins; tveir úr hvorri sýslu. Síðar um veturinn vora haldnir fundir í öðram sýslum, er sent höfðu fulltrúa á undirbún- ingsfundinn í Reykjavík árið áður. Fyrsta stjóm félagsins var full- skipuð síðla vetrar. Hana skipuðu: Páll Ólafsson á Heiði fyrir Vestur- Skaftafellssýslu, Eggert Pálsson á Breiðabólsstað og Þórður Guð- mundsson í Hala fyrir Rangárvalla- sýslu, Ágúst Helgason í Birtingar- holti og Vigfús Guðmundsson í Haga fyrir Amessýslu, Bjöm Bjamason S Grafarholti fyrir Gull- bringu- og Kjósarsýslu, Hjörtur Snorrason á Skeljabrekku fyrir Borgarfjarðarsýslu og Guðmundur Ólafsson á Lundum fyrir Mýra- sýslu. Ennfremur átti fyrsti forstjóri félagsins sæti í stjóminni sam- kvæmt fyrstu lögum félagsins, en hann var Hannes Thorarensen. Hannes var forstjóri til 1924. Þá tók við forstjórastarfínu Helgi Bergs og gegndi því til 1. janúar 1957, og var sonur hans, Jón H. Bergs, ráðinn forstjóri frá þeim degi að telja og hefur gegnt starf- inu_ síðan. Ágúst Heigason var kosinn fyrsti formaður félagsins og var það sam- 1 •j * ' ' ’*Á í'-a '<v/" ' ' ■ Fyrri áfanga hins nýja húsnæðis i Laugamesi er að ljúka, annað eins mannvirki og hér sést verður svo reist fyrir aftan bygginguna á myndinni. Hvort hús verður 4.800 fermetrar á þremur hæðum og í fyllingu tímans verður öll starfsemi SS þama til húsa að slátruninni undanskilinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.