Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987 33 Hús Leikfélags Akureyrar 80 ára HIÐ VIRÐULEGA og fallega hús, sem Leikfélag Akureyrar hefur starfsemi sína í, við Hafnarstræti, er 80 ára um þessar mundir. Húsið var vígt þann 20. janúar 1907, en það var byggt að forgöngu templara. Fyrsta leiksýningin í liúsinu var „Ævintýri á gönguför" eftir C. Hostrup. Þá kostaði miði 0,75 kr. og barnasæti 0,35 kr. A blaðamannfundi sem Pétur Einarsson leikhússtjóri boðaði til í tilefni af afmælinu kynnti Haraldur M. Sigurðsson brot úr sögu húss- ins, en hann vinnur að ritun sögu leikhúss á Akureyri og leikfélaga, en Leikfélag Akureyrar á einnig stórafmæli á þessu ári. Það var stofnað 19. apríl árið 1917. Hús leikfélagsins gekk fyrst und- ir nafninu Good-templarahúsið, síðar Samkomuhúsið, eða Leikfé- lagshúsið. Á lóðinni, sem húsið stendur á, Hafnarstræti 57, byggði Góðtemplarareglan fyrst samkomu- hús árið 1902. Það var einlyft með lágu risi og inngngi á suðurhlið. Mikið hrun í Ólafs- fjarðar- múla um helgina Rennifæri um allt í betri sæti 1 kr., í almenn sæti Árið 1906 var templurum heimilað að byggja nýtt hús á sömu lóð, og var stærð hússins ákveðin 24x16 álnir með þverbyggingu við norð- ur-enda 21x10 álnir og annarri við suðurenda 16x10 álnir. Guðbjörn Björnsson og Guðmundur Olafsson smiðir keyptu gamla húsið og fluttu það norður á Torfunef. Þeir tóku einnig að sér að byggja nýja húsið fyrir 21.500 krónur. Smíði hússins gekk vel, var það vígt hinn 20. jan- úar 1907 og hafði þá veríð rúmt hálft ár í smíðum. Síðar eða í desembermánuði árið 1916 keypti bæjarstjómin húsið fyrir 28.000 krónur. Húsið var áfram notað til leiksýninga og sam- komuhalds, en nú voru auk þess bæjarstjórnarfundir haldnir þar. í kjallaranum var húsvarðaríbúð og auk þess bókhlaða, póstafgreiðsla og skrifstofur. Hér að ofan eru smábrot úr 80 ára sögu þessa húss, sem er mið- stöð leiklistarinnar í höfuðstað Norðurlands. Pétur Einarsson sýndi blaðamönnum húsið og innviði þess í lok blaðamannafundarins nýverið. Hann sagði að húsið væri að flestu leyti óhentugt sem leikhús, en vissulega hefði það þjónað lengi og dyggilega. Aðspurður í lokin, hvað gert yrði fyrir eða við húsið á afmælisárinu sagði hann að ráðgerður væri fund- Morgunblaðið/Fríða Proppé Pétur Einarsson leikhússtjóri fyrir framan hús Leikfélags Akureyrar. i ur með stjóm leikfélagsins og bæjaryfirvöldum þar sem framtíð hússins yrði rædd, en eins og Morg- unblaðið hefur skýrt frá, liggja frammi hugmyndir um breytingar og lagfæringar á Samkomuhúsi Akureyrar, sem Þorsteinn Gunnars- son hefur teiknað. Skólanefnd Akureyrar: Kynnisfundir vegna skiptíngar í skólahverfi kjördæmid VEGIR eru greiðfærir um allt kjördæmið, samkvæmt upplýs- ingum hjá Vegagerðinni. Mikið hrun var í Ólafsfjarðarmúla um síðustu helgi en lagaðist nokkuð í gær. Vegir em í góðu lagi hér í um- dæminu og hefur ís svo til alls staðar tekið upp, nema á einstaka hliðarvegum. Mikið hmn var úr Ólafsfjarðarmúla um helgina, eins og ætíð í hlýindum og roki. Engin óhöpp urðu, en samkvæmt upplýs- ingum frá Vegagerðinni er full ástæða fyrir vegfarendur að huga að aðstæðum þarna þessa dagana. Jón Erlendsson, sem bú- settur er á Akureyri, hlaut fyrstu verðlaun í smásagna- samkeppni Ríkisútvarpsins á Akureyri og Menningarsam- taka Norðlendinga. Smá- sögur Kristjáns G. Arngríms- sonar og Guðmundar L. Friðfinnssonar hlutu einnig viðurkenningu. Tuttugu smásögur bárust í keppnina, en frestur til að senda inn sögur rann út um áramótin. Dómnefndin, skipuð Einari Kristjánssyni rithöfundi, Jóni Má Héðinssyni menntaskóla- kennara og Hólmfríði Jónsdóttur bókaverði, kvað upp úrskurð sinn í gær, þriðjudag. Verðlaunasaga Jóns Erlends- sonar heitir „Nótt“ og verður hún lesin í svæðisútvarpinu, í þættinum Trönum, innan skamms. Jón hlaut 15 þúsund SKOLANEFND Akureyrar hefur staðið að kynningu á gögnum vegna vinnu við áætl- anir um skiptingu í skóla- hverfi í bænum. Þegar hafa kr. í verðlaun. Hann hlaut einnig viðurkenningu í ljóðasamkeppn- inni sem sömu aðilar gengust fyrir fyrr í vetur. Tvær aðrar smásögur hlutu viðurkenningu og verða lesnar í gögn þessi verið kynnt fyrir starfsfólki grunnskólanna og sums staðar hafa fulltrúar foreldraráða eða félaga fylgst með. Nú hefur verið ákveðið svæðisútvarpinu. Það eru sagan „Urður“ eftir Kristján G. Arn- grímsson og „Sívalningurinn" eftir Guðmund L. Friðfinnsson, en hann býr á Egilsá í Skaga- firði. að standa að tveimur kynning- arfundum fyrir almenning. Hugmyndin að fundunum er tilkomin vegna þess að fram hafa komið óskir um að bæjarbúum almennt gefist kostur á að kynna sér umrædd gögn og taka þátt í umræðum um þessi mál. Því hafa tveir fundir verið ákveðnir. Sá fyrri er í kvöld, miðvikudagskvöld 28. janúar, í húsnæði KFUM og K í Verslunarmiðstöðinni við Sunnuhlíð og hefst kl. 20.30. Sá síðari verður nk. mánudagskvöld, 2. febrúar kl. 20.30, í húsnæði tæknisviðs Verkmenntaskólans við Þórunnarstræti, sem er gamla Iðnskólahúsið. Helstu gögn, sem kynnt verða á fundunum eru: Spá um mann- fjölda og fjölda skólabama á Akureyri tímabilið 1987 til 2004. Valkostir um röð framkvæmda við ný íbúðahverfí og áhrif þeirra á dreifíngu skólabama. Yfirlit yfír fjarlægðir frá núverandi gmnn- skólum miðað við mismunandi forsendur fyrir heimangöngu- skóla. Kynning á mismunandi valkostum um skipulags- og bygg- ingarmál fyrir grannskólana á Akureyri út frá ofannefndum for- sendum. í fréttatilkynningu frá skóla- nefnd segir að að lokinni kynningu sé gert ráð fyrir fyrirspurnum og umræðum um þessi mál. Enn- fremur hvetur nefndin alla sem áhuga hafa til að nota tækifærið, kynna sér stöðu mála og koma sínum skoðunum á framfæri. Akureyringar heilsuhraustir AKUREYRINGAR eru heilsuhraustir um þessar mundir og virðast hafa hrist af sér víruspestir, sem tals- vert var um eftir áramótin. Hjálmar Freysteinsson læknir á Heilsugæslustöðinni sagði að heilsufar væri gott og virtust bæjarbúar nú lausir undan þeim víraspestum sem gengu hér eftir áramótin. Að- spurður kvaðst hann ekki hafa orðið var við inflúensutilfelli. Smásagnasamkeppni Ríkisútvarpsins og Menningarsamtaka Norðlendinga: Jón Erlendsson hlaut fyrstu verðlaun fyrir smásöguna „Nótt“ Ráðherra leist vel á Sverri Menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, sagði eftir fund sinn með Sverri Thorsteinsen, skólastjóra á Stórutjörnum, í gær, að honum hefði litist vel á hann og gæti vel hugsað sér að setja hann í embætti fræðslu- stjóra til bráðabirgða. Sverrir Thorsteinsen tók sér umhugsun- arfrest til dagsins í dag. Þeir nafnar ræddu á fundi sínum titlögu fræðsluráðs Norðurlands eystra þess efnis, að Sverrir Thor- steinsen gegni tímabundið starfí fræðslustjóra, eða þar til nýr fræðslustjóri verður skipaður. Sverrir Thorsteinsen tók sér frest til dagsins í dag, eins og fyrr seg- ir, til að gefa ákveðið svar. Ráðherrann sagði ennfremur um fundinn, þegar rætt var við hann í gær: „Það fór vel á með okkur og mínum mönnum hér í ráðuneytinu. Mér líst vel á piltinn en hann tók sér umhugusunarfrest til morguns. Hann er með áríðandi kennslu í sínum skóla, sem hann vill sinna. Ég vil setja hann í starfíð tímabund- ið, til dæmis í febrúar og marz, en auðvitað heldur hann sínu skóla- stjórastarfi á meðan að Stórutjörn- um.“ Sverrir kemur norður á fímmtu- dag, eins og skýrt var frá í gær, og verður með opinn fund um fræðslumál og fleira í Sjallanum á fimmtudagkvöld og á Hótel Húsavík á föstudagskvöld. SJONVARP AKUREYRI DAGSKRÁ Sjónvarps Akur- eyrar í kvöld, miðvikudag’s- kvöld, er svohljóðandi: Kl. 18.00 Teiknimynd. Mikki mús og Andrés önd. Kl. 18.25 Bjargvætturinn (Equ- alizer). Róttækur óaldaflokkur veldur ungum lækni og heilu íbúð- arhverfi mikilli skelfingu með hótunum um að loka heilsugæslu- stöð nokkurri. Læknirinn leitar hjálpar hjá Bjargvættinum. Kl. 19.15 Los Angeles Jass. 2. þáttur. Þættir þessir sem era fjórir eru teknir upp í elsta jass-klúbbi í Bandaríkjunum (Lighthouse Café, Hermosa Beach California) og þar koma fram hinir bestu í jass-tónlist- inni í dag. KI. 19.45 Leiktímabilið ($1.000.00 Infield). Bandarísk sjón- ■ varpsmynd með Rob Reiner, Bob Constanzo, Christopher Guest og Bruno Kirby í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um eitt leiktímabil hornaboltaleikmanna, störf þeirra og mislánsamt einkalíf. Kl. 21.15 Hardeastle og McCormic. Bandarískur mynda- flokkur. Hardcastle (Brian Keith) er fyrrverandi dómari. Þegar hann lætur af störfum ákveður hann að gæta MacCormick (Daniel Hugh Kelly), sem var fundinn sekur en hefur verið látinn laus og fengið skilorðsbundinn dóm. I sameiningu reyna þeir að fara ofan í ýmis lög- reglumál, sem voru afgreidd með sama hætti. Kl. 22.05 í leit að Guði (God Universe and The Hot Fudge Sundays). Mynd þessi íjallar um stúlkuna Algie og leit hennar að sannleikanum um Guð og tilverana. Algie er stúlka sem á móður í sér- trúarsöfnuði og systur sem er í hjólastól og er í sífellu að leita eft- ir einhvetjum táknum til þess að fullvissa sig um trúna á Guð. Kl. 22.50 Hið yfirnáttúrulega (The Keep) Bandarísk kvikmynd frá 1983. Myndin gerist í síðari heims- styijöldinni. Hún íjallar um mið- aldavirki í fjöllum Transylvaníu. Innan veggja virkisins eru ævafom öfl sem búa yfir ógnvekjandi krafti. Kl. 00.20 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.