Morgunblaðið - 28.01.1987, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1987
Bretland
Eldur
slökktur í
olíuflutn-
ingaskipi
Rotterdam, Flushing, Hollandi. AP.
Reuter.
SNEMMA í gærmorgun tókst
að slökkva eldinn um borð í
gríska olíuflutningaskipinu,
„Olympíudraumurinn", sem er í
eign Onassis-skipafélagsins.
Var þá búið að draga skipið um
Norðursjó í tvo daga, á meðan
barist var við eldinn sem upp
kom er skipið lenti í árekstri við
flutningaskipið August Thyss-
en, sem skráð er í Líberíu.
Olíuflutningaskipið virtist ekki
mikið skemmt og átti að færa
það til hafnar í Rotterdam.
Austur-Þjóð-
verji flýr land
Hanover, Hamborg, AP. Reuter.
AUSTUR-þýskum karlmanni
tókst að flýja heilum á húfí til
Vestur-Þýskalands snemma í
gærmorgun. Komst hann yfír
hin rammgerðu landamæri ná-
lægt Osterode, um 300 km
suð-austan við Hamborg. Hefur
þá átta Austur-Þjóðveijum te-
kist að flýja til Vestur-Þýska-
lands frá áramótum.
Reykinga-
bann í Belgíu
Briissel. AP.
Ríkisstjóm Belgíu er að láta
semja frumvarp til laga, þar sem
reynt verður að draga úr
reykingum á almannafæri, frá
og með 1. febrúar 1988. Emb-
ættismenn sögðu í gær að
frumvarpið yrði lagt fram á
næstu mánuðum og yrðu þar
taldir upp þeir staðir þar sem
bannað yrði að reykja.
Bankarán
í Dubiin
Dublin. Reuter.
ÞRÍR vopnaðir menn rændu í
gær 1,5 milljónum punda (um
90 millj. ísl.) úr brynvarinni bif-
reið, er þeir náðu á sitt vald
fyrir utan banka nokkurn í Du-
blin, höfuðborg írska lýðveldis-
ins. Er þetta hæsta fjárhæð er
bankaræningjar hafa komist
yfír, að sögn írsku lögreglunnar.
Ræningjarnir hafa ekki náðst,
en bifreiðin er þeir notuðu á
flóttanum fannst yfírgefín og í
henni nokkrir peningapokar.
Ove Rainer
lést í gær
Frá Erik Liden, fréttaritara Morgun-
biaðsins í Svíþjóð. Reuter.
FYRRUM dómsmálaráðherra
Svíþjóðar, Ove Rainer, lést í gær
eftir skamma sjúkdómslegu.
Rainer, er var dómsmálaráð-
herra í stjóm Olof Palme, varð
að segja af sér árið 1983, eftir
að í ljós kom að hann hafði kom-
ið sér undan því að greiða
skatta. Þótti athæfí hans sið-
laust, þó ekki varðaði það við
lög og olli miklu íjaðrafoki með-
al Jafnaðarmanna.
Jarðskjálfti
í Alsír
E1 Cheliff, Alsír. AP.
UNGABARN lét lífíð og sjö
manns slösuðust er jarðskjálfti
er mældist 5,1 stig á Richter-
kvarða reið á mánudag yfír
bæinn EI Cheliff í Aisír, þar sem
120.000 manns búa. Bærinn er
240 km fyrir vestan Algeirsborg
og er eitt mesta jarðskjálfta-
svæði í heimi og hafa 4.000
manns misst þar lífíð í tveimur
jarðskjálftum, nú nýlega, árin
1956 og 1980.
Níu ára aðskilnaður
Reuter
Sovézki andófsmaðurinn og mannréttindafrömuð-
urinn Andrei Sakharov sést hér heilsa stjúpsyni
sínum, Alexei Semyonov, er sá siðarnefndi kom til
Moskvu á laugardaginn var. Þeir höfðu þá ekki
sést í 9 ár.
Aftenposten:
Íslendíngar hindra nefndarskipun
um kjarnorkuvopnalaust svæði
ISLENDINGAR kunna að leggja stein í götu þess, að komið verði
á fót norrænni embættismannanefnd til að gera sameiginlega út-
tekt á hugmyndinni um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndun-
um. Að því hefur verið stefnt til þessa að skipa slíka nefnd á fundi
utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem verður haldinn hér í
Reykjavík 25. og 26. mars næstkomandi.
Fréttaritari Morgunblaðsins í
Noregi, Jan Erik Lauré, segir, að
í gær hafí birst frétt um neikvæða
afstöðu íslendinga til tillögunnar
um embættismannanefndina í
síðdegisútgáfu Aftenposten.
Blaðamaðurinn Morten Fyhn skrif-
ar fréttina en hann er fyrrum
starfsmaður norska utanríkisráðu-
neytisins og þykir hafa haldgóðar
upplýsingar um, hvað gerist þar
innan dyra.
í apríl síðastliðnum voru Norð-
menn og íslendingar andvígir því
á fundi utanríkisráðherra Norður-
landanna í Stokkhólmi, að nefnd
háttsettra embættismanna yrði
skipuð til að fjalla um hugmyndina
um kjarnorkuvopnalaust svæði.
Næsti fundur ráðherranna var
haldinn í Kaupmannahöfn í ágúst
s.l.. Þar var forstöðumönnum
pólitísku deilda utanríkisráðuneyta
landanna falið að ræða um það í
sinn hóp, hvort skipa ætti sérstaka
embættismannanefnd. í ágúst
hafði stefna Norðmanna breyst,
þar sem Verkamannaflokkurinn
var kominn í stjóm í stað borgara-
flokkanna. Norska stjórnin er nú
hlynnt skipun embættismanna-
nefndar.
Blaðamaður Aftenposten segir,
að það hafi komið í ljós á fundi
forstöðumanna pólitísku deilda ut-
anríkisráðuneytanna fyrir
skömmu, sem Ólafur Egilsson
sendiherra sat fyrir Islands hönd,
að Islendingar teldu ekki enn ekki
neina þörf á sameiginlegri úttekt.
Þetta mál væri ætíð ofarlega á
dagskrá meðal annars á norrænum
utanríkisráðherrafundum. Þá hefði
•orðið víðtæk samstaða um það á
Alþingi vorið 1985, að kjarnorku-
vopnalausa svæðið ætti ekki að
miðast við Norðurlönd ein heldur
svæðið frá Grænlandi að Úral-
fyjlium. Jafnframt hafí fulltrúi
Islands bent á, að þingkosningar
stæðu fyrir dyrum hér á landi og
við þær aðstæður væri þess ekki
að vænta, að utanríkisráðherra og
ríkisstjómin vildu stíga afdrifarík
skref að því er varðar stefnumótun
í utanríkismálum.
5400 millj.
fyrir British
Airways
London, Reuter.
STJÓRNIN á Bretlandi hyggst
afla 900 milljóna sterlingspunda
(um 5400 millj.isl.kr.) með sölu
flugfélagsins British Airways í
febrúar, að því er talsmaður við-
skiptabankans, sem sér um að
koma hlutabréfum í félaginu á
markað, segir.
720,2 mi'.ljónir venjulegra hluta-
bréfa verða boðnar upp fyrir 125
pens hvert og greiðist hvert hluta-
bréf í tveimur áföngum. Fyrri
greiðslan verður af hendi reidd þeg-
ar sótt er um kaup á hlutabréfi, en
sú síðari 18. ágúst. Umsóknarfrest-
ur um hlutabréf rennur út 6.
febrúar og hefjast viðskipti með þau
á verðbréfamarkaðnum í London
11. febrúar.
Sala flugfélagsins er síðasti liður-
inn í áætlun Margrétar Thatcher.
um að selja ríkisfyrirtæki einkaað-
iljum. Ætlun stjómarinnar er
tvíþætt. Annars vegar að afla fjár
í sjóði ríkisins, hins vegar að leiða
til þess að litlir hópar hlutafjáreig-
enda myndist.
Jaques Chirac, forsætisráðherra
Frakklands, fylgir svipaðri stefnu.
Hann hefur hleypt af stokkunum
fimm ára áætlun um að selja um
65 ríkisfyrirtæki.
Fyrirtækið British Gas var sett
á markað í desember fyrir 5,25
milljarða sterlingspunda og voru þá
64 prósent hlutabréfa seld almenn-
ingi. Sala British Airways fer fram
á annan hátt. Ákveðið hefur verið
að bandarískir, kanadískir, japansk-
ir og svissneskir fármagnseigendur
eigi þess kost að kaupa tuttugu
prósent hlutabréfa og starfsmenn
flugfélagsins tíu prósent. Sextíu
prósent hafa verið tekin frá handa
breskum peningastofnunum og þau
tíu prósent hlutabréfa, sem eftir
eru, getur almenningur keypt.
Filippseyjar:
Reuter
Aquino í ávarpi til þjóðar sinnar:
Corazon Aquino ræðir við ráð-
herra í stjórn sinni áður en hún
flutti sjónvarpsávarp sitt til þjóð-
arinnar í gær. Aquino fullvissaði
landsmenn um að stjórnin væri
trygg í sessi.
sem hrópaði lof um Marcos og kast-
aði það bögglum með matvælum
yfir girðinguna til þeirra sem voru
inni.
í fyrstu virðist efasemda hafa
gætt innan stjórnarhersins, hversu
víðtæks stuðnings uppreisnarhóp-
urinn nyti. Einnig segja fréttaskýr-
enaur, að menn hafí viljað forðazt
blóðsúthellingar í lengstu lög, eftir
það sem gerðist um helgina. Eftir
nokkurra klukkutíma umsátur var
einsýnt, að uppreisnarmenn myndu
engan liðsauka fá og gáfust þeir
þá upp. Talið er að einn hafi fallið,
„Nú verður engín línkind sýnd“
Manila. Rcuter, AP.
SÍÐDEGIS á þriðjudag leit út fyrir, að uppreisnartilraun hermanna,
sem voru hliðhollir Ferdinand Marcosi, fyrverandi forseta, hefði
verið endanlega bæld niður. Furðu lengi sátu Marcos-sinnar þó um
sjónvarpsstöð nokkra í Manila og hörfuðu ekki í brautu fyrr en að
mörgfum klukkustundum liðnum. I fréttaskeytum frá Manila undir
kvöldið, var sagt, að þar gengi lífið sinn vanagang.
Corazon Aquino, forseti, sagði í
ávarpi til fílippínsku þjóðarínnar á
þriðjudagsmorgun, að þeir sem
hefðu staðið að þessari uppreisnar-
tilraun væru „villuráfandi aðilar
innan hersins". Aquino sagði, að
þeir sem að hefðu staðið yrðu að
gera sér grein fyrir að stjóm henn-
ar hygðist sitja, og henni yrði ekki
bylt. Hún sagði að langlundargeð
sitt væri þrotið. Þegar uppreisnar-
tilraun var gerð frá Manilahóteli sl.
sumar, hefði hún og aðrir ráðamenn
verið sáttfús en nú yrði engin lin-
kind sýnd lengur. Aquino lofaði
mjög viðbragðsflýti og snöfurleika
hermanna, sem hefðu kveðið rösk-
lega niður uppreisnartilburði við-
komandi hermanna.
Það var í aftureldingu á þriðju-
dagsmorgun, að hópur hermanna,
ýmist sagðir 100 eða 300, undir
foiystu herforingja, eins eða fleiri,
gerði áhlaup að fjórum herstöðvum.
Atlagan að Vilamoura-herstöðinni,
skammt frá flugvellinum í Manila,
var einna harðskeyttust. Nokkm
síðar létu hermenn einnig til skarar
skríða við sjónvarpsstöð. Hópur
óbreyttra borgara þusti á svæðið,
þegar fréttir bárust út. Þá hafði
stjórnarhermönnum tekizt að yfir-
buga uppreisnarmennina í her-
stöðvunum. Hermennirnir
innandyra hikuðu við að ráðast til
útgöngu. Fidel Ramos, yfírmaður
herafla landsins, kom fljótlega á
vettvang. Hann hvatti uppreisnar-
mennina til að gefast upp, því að
málstaður þeirra væri vonlaus. í
fréttum segir, að í biýnu hafí sleg-
ið milli manna Ramosar og fólksins,
en ekki er ljóst, hvernig dauða hans
bar að höndum.
Corazon Aquino, forseti, kvaddi
stjórnina saman til fundar nokkru
eftir að hún flutti ávarpið til þjóðar-
innar. Eftir fundinn greindi Salv-
ador Laurel, varaforseti, frá því,
að kosningarnar 2. febrúar færu
að sjálfsögðu fram, eins og fyrir-
hugað hefði verið.
I fréttum frá Filippseyjum kemur
fram, að menn óttast mjög að at-
burðir af þessu tagi geti endurtekið
sig, nánast hvenær sem er. Verði
Aquino forseti að taka mun af-
dráttarlausar af skarið, ef hún ætli
að gera sér vonir um, að sitja á
valdastóli áfram.