Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 36
MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28; JANÚAR 1987 Hneyksli — eftirÓskarD. * Olafsson Kæri lesandi! „Of seint er að byrgja brunninn þegar bamið er dottið ofan í hann.“ Þetta ber mönnum að hafa í huga er þeir fíkra sig áfram í lífsbaráttunni nú á þessum síðustu og hröðustu tímum. Hraði, tækni- framfarir og lífsgæðakapphlaupið er nokkuð sem einkennir þann heim sem við þekkjum. Þjóðfélag- ið okkar er búið heilmiklum kostum sem stjómvöld hveiju sinni hampa af miklu kappi en þá vilja lestir þjóðfélagsins oft verða útundan. Mætti þar helst kenna um aft- urhaldssemi, stöðnun, þröngsýni og heimsku sem svo aftur birtist í viðhorfum manna eins og hjá Oddi Ólafssyni aðstoðarritstjóra Tímans. Hann lýsir því yfír af miklum siðferðishug í greinardálk sínum „Vítt og breitt" þann 21. jan. ’87 að Nemendafélag ungl- ingaskóla í Breiðholti hafí innleitt nýjung í skemmtanalífíð, þ.e. að gefa smokk með hverjum ballmiða á böllin hjá sér. Einnig segir hann orðrétt: „Vonandi er búið að kenna krakkanum sem setti til- kynninguna saman árangursríkari tÚburði til að nota smokkinn sinn en tekist hefur að troða í hann um meðferð á móðurmálinu." Þar á hann við fréttatilkynningu sem Nemendafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti sendi blöðum þar sem prentvillupúkinn margfrægi skaut tvisvar upp kollinum. Að öðru leyti tel ég pistil Odds neikvæðan og mjög svo ómálefnalegan að ótal- inni Iítilsvirðingu og einskærum ruddaskap sem nemendum fjöl- brauta- og menntaskóla er sýndur með þess konar málfari sem Odd- ur setur á blað fyrir alþjóð. Einnig má skýrt sjá það að hann er ekki bam síns tíma þar sem tónar for- dóma og stöðnunar berast frá honum. Hann er nefnilega bara einn af mörgum, sem rakka niður málefnalega umræðu um hluti sem þvi miður er alltof lítið rætt um. Því má líkja við bam sem alltaf er lokað inni í dimmum kústaskáp þegar minnst er á „við- kvæm“ málefni. Þar í myrkrinu blómstrar vanþekking, feimni og blekking sem svo smitar út frá sér, smitar þjóðfélagið með heimsku sinni, afturhaldssemi og síðast en ekki síst úreltum og gamaldags hugsunarhætti. Kjarni málsins Og þar erum við komin að kjama málsins: Eru e.t.v. hin ýmsu málefni rökkuð niður af kústaskápsbömum sem ólust upp í heimi vanþekkingar og leyndar- dóma, leyndardóma sem snúast um kynferðismál almennt, ofbeldi á heimilum og hin ýmsu mál sem almennt eru talin vera feimnismál hin mestu. Ef afturhaldsseggir þessa þjóðfélags hyggjast halda fram sjónarmiðum sínum án þess að skammast sín hið minnsta þá gott og vel. En eitt vil ég benda þeim á, það er að við lifum og hrærumst á níunda áratug 20. aldarinnar, þar sem nútíminn ræð- ur ríkjum með öllu sínu ágæti og agnúum. Að þjóðfélagið þarfnast stöðugrar endurnýjunar og hlúa þarf vel að æsku landsins og sann- ast þá hið fornkveðna að upp- fræðsla og menntun eykur innri þroska og síðast en ekki síst að það erum við, æska landsins, sem erfum það með öllum sínum fél- agslegum gæðum og göllum. Þannig hlýtur það að vera skýlaus krafa okkar, erfínpja landsins, að við fáum að taka virkan þátt í því að móta framtíð okkar og skapa heilbrigt andrúmsloft þegar rætt er um hin svokölluðu feimnismál. Eða erum við ekki dómbærir þjóð- félagsþegnar? Því skora ég á alla að líta raun- hæft á þessi mál og vera hrein- skilnir og draga allt „óhreint“ út úr hinum illræmda dimma kústa- skáp. Að lokum En til hvers? Já til hvers öll þessi læti um smámál eins og eða eyðni? Óskar D. Ólafsson heilbrigðisstofnunin og yfír höfuð öll heilbrigðisstéttin mælt með notkun smokksins. Hvað varðar siðferðilegu hlið- ina þá er alls ekki verið að hvetja til lauslætis eins og fjöl- miðlamenn hafa verið að benda á, heldur er verið að taka á miklu feimnismáli, sem er einna við- kvæmast hjá þeim hópi sem talinn er vera í mestri hættu að mati landlæknis (þ.e. 15— 24 ára). Þegar þessi aldurshópur hefur opinberlega lagt örlítið innlegg í umræðumar um hin svoköiluðu „viðkvæm" málefni, hvað á sér stað? Jú, það liggur við að allt ætli að keyra um þverbak aftur. Nemendafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti gefíir smokk með hveijum ballmiða og er þar með stimplað sem óþverra lauslætis- pakk af hinum þröngsýnu aftur- haldsseggjum, sem sjá ekkert annað í aðgerðum þessum. Minna lauslæti og breytt hugar- far er besta vömin. En er þetta vöm sem dugar í þessu tilviki. Ekki til stutts tíma litið. Einhvers staðar verður að byija og þá verður að vera til staðar umræðugrundvöllur. Þar sem hægt er að tala og tjá sig án for- dóma og neikvæðra stimpla. Umræðan um smokkinn hefur vakið upp umræðu sem kannski á eftir að þróa opnari og skemmti- legri umræðugrundvöll, þar sem hægt er að talast við af alvöm en ekki fyndni og feimni. Á íslandi býr fámennt og forvit- ið samfélag sem ekki þorir og þegir of oft. En þorir þú, lesandi góður? Höfundur er nemandi við Fjöl- brautaskólann íBreiðholti. „Því skora ég á alla að líta raunhæft á þessi mál og vera hreinskilnir og draga allt „óhreint“ út úr hinum ill- ræmda dimma kústaskáp.“ eyðni? Eða er þetta smámál og eitthvað sem hægt er að breiða yfír og gleyma? Nei, það hlýtur hver heilbrigður maður að gera sér grein fyrir að eyðnina verður að stöðva, hvemig sem farið verð- ur að. Að undangengnum rannsókn- um hefur verið komist að því að smokkurinn gefi 95% vöm gegn eyðni og þess vegna hlýtur það að vera sjálfgefið að hann verði innleiddur til þess að hefta út- breiðslu eyðni. Annað er að aukin notkun smokks hefur undantekn- ingalaust leitt til ört fækkandi kynsjúkdómatilfella. Að minnsta kosti hefur landlæknisembættið, borgarlæknisembættið og alþjóða Blaðburóarfólk óskast! AUSTURBÆR KÓPAVOGUR Þingholtsstræti o.fl. Hávegur Laugavegur frá 32-80 og T raðir Hverfisgata frá 4-62 o.fl. VESTURBÆR Aragata o.fl. Einarsnes smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. □ Helgafell 59871287IV/V -.2 I.O.O.F. 9 = 1681288’/? = □ Glitnir 59871287 = 1. Kvenfélag Langholtskirkju boðar aðalfund þriðjudaginn 3. feb. kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosinn gjaldkeri. Kosið um 1 sæti i varastjórn. Önnur mál. Slegið á létta strengi. Kaffiveitingar. Stjórnin. Hörgshlíð 12 Samkoma í kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 20.00. Málstofa Málstofa í kvöld kl. 20.30 að Amtmannsstig 2b. Umræðuefnið verður: Boðun fagnaðarerindis- ins í dag. Framsögu flytur sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir og siðan verða umræður. Allt áhugafólk er velkomið. Góóandoginn! raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar | ísafjörður Sjálfstæðisfélag ísafjarðar heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 5. febrúar 1987 kl. 20.30 i húsnæði félagsins Hafnarstræti 12. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. Stjórnin. Féjag sjálfstæðismanna f Árbæjar- og Seláshverfi og Grafarvogi heldur almennan félagsfund i félagsheimil- inu að Hraunbæ 102b, fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.30. Efni fundarins: 1. Kjör fulltrúa á landsfund. 2. Gestur fundarins er Sólveig Péturs- dóttir lögfræðingur. 3. Önnur mál. Félagar hvattir til að mæta. Stjórnin. Þorrablót — þorrablót Sjálfstæðisfélögin í Árnessýslu og á Sel- fossi halda sameiginlegt þorrablót sitt i Inghóli, Selfossi, föstudaginn 6. feb. kl. 20.00. Heiðursgestur: Þórunn Gestsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðis- kvenna. Þingmennirnir Þorsteinn Pálsson, Eggert Haukdal og Árni Johnsen verða á staðnum. Skemmtiatriði og dans. Húsið opnaö kl. 19.00. Þátttaka tilkynnist fyrir miðvikudaginn 4. febrúartil Öldu s: 4212, Margrétars: 1530, Ágústu s: 1376 og Njáls s: 2488. Sjálfstæðisfélögin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.