Morgunblaðið - 28.01.1987, Síða 21

Morgunblaðið - 28.01.1987, Síða 21
21 Kristjáns níunda á Alþingishúsinu. Eg á erfítt með að skilja það hvers vegna beri að svipta húsið fanga- markinu kóngsins okkar. Það má segja að það sé óaðskiljanlegur hluti hússins, enda færi hið fagra yfír- bragð þess við slíka aðgerð. En Alþingishúsið mun sem betur fer friðað í flokki A, þannig að við því verður ekki hreyft. Ef fara ætti út í slíkar hreinsanir líkt og í frönsku stjómarbyltingunni 1789, þegar ekkert mátti vera eftir sem minnt gæti á fyrri tíð, hvort sem það hafði sögu-, fagurfræðilega eða enga þýðingu yfírleitt, þá mætti víst víða taka til hendinni. Byija mætti á að höggva skjaldarmerki Moltke greifa af tumi Bessastaðakirkju, taka nið- ur málverkin af Danakóngum á sal Menntaskólans í Reykjavík o.s.frv. Ja, þvílíkt, eins og nemendumir eiga ekki fullt í fangi með að inn- byrða þar lærdóminn svo ekki sé verið að sliga þá með kóngamynd- um að auki? Virðing- Alþingis Þá er mér ómögulegt að vera GHG sammála í að það gæti orðið til að auka virðingu Alþingis frá því sem nú er við það að taka niður fangamark Kristjáns kóngs og setja í stað þess annað. Nei, ætli að veiti nokkuð af kraftaverki til þess. Hitt væri nær að skrifstofustjóri Al- þingis fengi menn með hreinsilög og þvottakúst til að hreinsa fanga- markið og lágmyndimar, því það er hin mesta hneisa að sjá hversu mikil óhreinindi eru þar saman komin á jafn fáa fersentimetra. Vilji menn vera með dálitia þjóð- rembu, þá væri ekki úr vegi að heíja til vegs og virðingar á ný hið góða, gamla skjaldarmerki með þorskinum. Það mætti t.d. prýða hið fyrirhugaða Alþingishús með því og inni í einhveijum salnum mætti hengja myndir af skjaldar- merkjum forseta lýðveldisins frá stofnun þess. Hvað varðar skjaldarmerkið með þorskinum, þá eiga flestir hinir er- lendu menn sem rita um skjaldar- merkjafræði erfítt með að skilja því í ósköpunum við létum af notkun þess. Skjaldarmerki sem á uppruna sinn að rekja til miðalda. Höfundur á sæti í stjórn Societas Heraldica Scandinavia, sem er féiag um skjaldarmerkjafræði. Vinstrisósíalistar: Áhugi á framboði „Það kom fram talsverður áhugi á því að bjóða fram, enda telja menn pólitíska þörf á því. Hins vegar komu fram efasemdir um framkvæmdina, þ.e.a.s. hvort við höfum árangur sem erfiði. Framboð er mikið fyrirtæki og það er óljóst með hljómgrunn við framboði vinstra megin við Al- þýðubandalagið og við munum ekki fara i framboð nema af full- um krafti,“ sagði Soffía Sigurðar- dóttir, sem á sæti í stjórn félags Vinstrisósialista. Félagið boðaði til ráðstefnu á laugardaginn var, þar sem fram- boðsmál voru til umræðu. A fundinn mættu um 50 manns og ákvað fund- urinn að fela stjóm félagsins að kanna betur grundvöllinn fyrir fram- boði og boða aftur til fundar um framboðsmálin innan skamms. í ályktun sem fundurinn samþykkti segir: Miðað við ástandið í þjóðfélag- inu, undanhald í verkalýðshreyfing- unni og sókn stuðningsmanna hersins og NATO, telur ráðstefnan mikilvægt að unnt verði að skipu- leggja framboð til vinstri við Alþýðubandalagið. Ráðstefnan telur þó að ekki sé rétt að leggja út í slíkt framboð nema að það sé raunhæft að ætla að koma a. m. k. einum manni á þing. Það er alls ekki ljóst á þessu stigi hvort skipulagslegur styrkur sé fyrir árangursríku framboði til Alþingis. Ráðstefnan felur stjórn Vinstrisó- síalista að kanna betur undirtektir annarra vinstrimanna við þáttöku í kosningabaráttu og boða til annars fundar innan skamms". MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987 Iceland Seafood Ltd.: 62,8% aukning sölu milli síðustu ára FYRIRTÆKIÐ Iceland Seafood Ltd, dótturfyrirtæki Sambandsins i Hull í Englandi, seldi frystar sjávarafurðir á síðasta ári fyrir 31 milfjón punda, 1,9 miljjarða króna. Alls voru seídar 16.800 lest- ir og er aukning i magni 30,8% frá fyrra ári og f verðmætum ta- lið er aukningin 62,8%. Á fyrsta starfsári fyrirtækisins, 1981, var selt fyrir 3 milljónir punda alls, og hefur salan þvf tífaldazt á starfstfmanum. Sölusvæði Iceland Seafood er auk Bretlandseyja, Frakkland, Holland, Belgía og Vestur-Þýzkaland. Sala söluskrifstofunnar í Hamborg er þó ekki talin með í tölunum, sem til- greindar eru hér að framan. í byijun síðasta árs var sala sjávarafurða, sem skrifstofa Sambandsins í Ham- borg hafði annazt um árabil, færð undir skrifstofuna í Hull og er hún rekin þaðan. Á siðasta ári seldi skrif- stofan í Hamborg frystar sjávaraf- urðir fýrir um 10,2 milljónir marka, um 221 milljón króna. Það er í verð- mætum talið rúmlega helmingi meira en árið áður. Alls voru seldar 2.265 lestir eða 57,6% meira en árið áður. Salan í Evrópu á síðasta ári hefur einkennzt af hækkandi markaðs- verði, aukinni neyzlu og skorti á físki. Ekki var hægt að fullnægja eftirspum og engar brigðir voru óseldar um áramót ef frá er talin fryst síld. Mest aukning í sölu var í þorski og rækju. Nú um áramótin urðu fram- kvæmdastjóraskipti hjá Iceland Seafood Ltd. Benedikt Sveinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri fyrirtækisins síðast liðin 6 ár, lét af því starfí og gerðist aðstoðarfram- kvæmdastjóri í Sjávarafurðadeild Sambandsins. Við starfí Benedikts - tók Sigurður Á. Sigurðsson, sem áður stýrði skrifstofu Sambandsins í London. (Úr fréttatilkynningu) Áfangahækkun iðgjalda til lífeyrissjóða SAL. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og VSÍ frá 26. febrúar 1986 skulu iðgjöld til lífeyrissjóða aukast í áföngum á næstu 3 árum, þar til 1. janúar 1990 að starfsmenn greiða 4% af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjalda- skyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Sérstakar reglur gilda þó um iðgjaldagreiðslur sjómanna. Umsamið hlutfall iðgjalda af öllum launum er sem hér segir: Árin 1987 - 1989: a) Starfsmenn: 4% iðgjald skal greiða af öllum tekjum starfsmanna á mánuði hverjum, hverju nafni sem nefnast, þó skal ekki greiða 4% iðgjald af hærri fjárhæð, en sem svarar til iðgjalds fyrir 1731/3 klst. miðað við tímakaup hlutaðeigandi starfs- manns í dágvinnu, að viðbættu orlofi. Atvinnurekendur: 6% iðgjald af sömu fjárhæð. b) Ef launatekjur eru hærri, en sem nemur tekjum fyrir 1731/3 klst. að viðbættu orlofi, sbr. a-lið, skal greiða til viðbótar sem hér segir: Árið 1987 Starfsmenn: 1 % iðgjald af þeim hluta tekna, sem ekki var tekið iðgjald af, samkvæmt a-lið. Atvinnurekendur: 1.5% iðgjald af sömu fjárhæð. c) Hinn 1. janúar 1988 aukast framangreindar greiðslur, samkvæmt b-lið þannig, að starfsmenn greiða 2% og atvinnurekendur 3% og frá 1. janúar 1989 greiða starfs- menn 3% og atvinnurekendur 4.5%. Frá 1. janúar 1990 greiða starfsmenn 4% iðgjald af öllum launum og atvinnurek- endur með sama hætti 6%. Nauðsynlegt er að starfsmenn og atvinnurekendur geri sér grein fyrir þessum nýju reglum um iðgjaldagreiðslur af öllum launum til lífeyrissjóða í áföngum. Munið að nýju regiurnar tóku gildi 1. janúar s.L! SAMBAND ALMENNRA LlFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild • Lsj. ASB og BSFÍ • Lsj. byggingamanna • Lsj. Dagsbrúnar og Framsóknar • Lsj. Félags garðyrkjumanna • Lsj. framreiðslumanna • Lsj. málm- og skipasmiða • Lsj. matreiðslumanna • Lsj. rafiðnaðarmanna • Lsj. Sóknar • Lsj. verksmiðjufólks • Lsj. Vesturlands • Lsj. Bolungarvíkur • Lsj. Vestfirðinga • Lsj. verkamanna, Flvammstanga • Lsj. stéttarfélaga í Skagafirði • Lsj. Iðju á Akureyri • Lsj. Sameining, Akureyri • Lsj. trésmiða á Akureyri • Lsj. Björg, Húsavík • Lsj. Austurlands • Lsj. Vestmanneyinga • Lsj. Rangæinga • Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi • Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurnesjum • Lsj. verkafólks í Grindavík • Lsj. Hlífar og Framtíðarinnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.