Morgunblaðið - 29.01.1987, Page 3
+
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987
3
skilmálum margra aðila sem keppast um
sparifé þitt má oft sjá í smáa letrinu útskýringar
á mikilvægum atriðum. Séu þessi atriði ígrund-
uð vandlega koma kostir spariskírteina ríkis-
sjóðs ótvírætt í Ijós hvað varðar öryggi, einfald-
leika og góða ávöxtun. Tökum nokkur dæmi um
atriði sem hafa áhrif á raunverulega ávöxtun
sparifjár þíns.
Eignaskattur:
Spariskírteini ríkissjóðs eru eignaskattsfrjáls hjá
fólki utan atvinnurekstrar, en það eru önnur
verðbréf ekki. Eignaskattur er nú á bilinu
0,95% til 1,2%.
Stimpilgjald:
Spariskírteini ríkissjóðs eru stimpilfrjáls en ef
þú kaupir bréf ávöxtunarsjóða þá greiðir þú í
reynd 0,5% stimpilgjald.
Innlausnargjald:
Ef þú selur spariskírteini þitt fyrir gjalddaga
greiðir þú söluaðilum þóknun, sem getur lægst
verið 0,75%. Hjá flestum ávöxtunarsjóðum
greiðir þú innlausnargjald þegar þú innleysir
verðbréf þín sem getur verið allt að 3% en þú
greiðir ekkert innlausnargjald þegar þú innleysir
spariskírteini ríkissjóðs á gjalddaga. Auk þess
getur þú selt spariskírteini ríkissjóðs hvenær
sem er í gegnum Verðbréfaþing íslands, en
ávöxtunarsjóðir áskilja sér rétt til að fresta inn-
lausn telji þeir ástæðu til.
Viljir þú finna út raunávöxtun sparifjár þíns
skaltu ekki gleyina að taka tillit til þessara þátta.
<
‘cn
—i
2
t
Spariskírteini ríkissjóðs:
Að vandlega athuguðu máli er augljóst að spari
skírteini ríkissjóðs eru um margt vænlegasti
kosturinn. Ríkissjóður tryggir þér góða raun-
ávöxtun og öryggi spariskírteina ríkissjóðs er
ótvírætt því að baki þeim stendur öll þjóðin.
Sala spariskírteina ríkissjóðs stendur nú yfir í
Seðlabanka íslands og á öðrum hefðbundnum
sölustöðum.
RIKISSJOÐUR ISLANDS