Morgunblaðið - 29.01.1987, Side 4

Morgunblaðið - 29.01.1987, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 Könnun á tómstundum unglinga: Meirihlutinn heldur sig heima um helgar Fimmti hver eyddi þar aldrei heilu kvöldi i KÖNNUN á frístundum og áhugamálum unglinga var gerð í apríl í fyrra á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og voru niðurstöður hennar kynntar í gær. Þá kom fram að meirihluti unglinga dvelur heima hjá sér eða hjá vinum eða vinkon- um á föstudags- og laugardags- kvöldum. Langflestir unglingar eru heima hjá sér um miðnætti bæði kvöldin. Spurningar voru Iagðar fyrir alla nemendur 7., 8. og 9. bekkjar grunnskóla Reykjavíkur hinn 14. apríl sl. og síðan var þriðji hver nemandi úr hverri bekkjardeild valinn. Sá þriðjungur myndaði úrtakið, eða rúmlega 1000 manns. Könnunin skiptist í fjóra þætti, tómstundir, tómstundir á föstu- dags- og laugardagskvöldum, áhugamál unglinga og þáttaka í starfi félagsmiðstöðva. Hvað fyrsta þáttinn varðar reyndust 80% ungl- inganna hafa einu sinni eða oftar verið mest allt kvöldið úti með vin- um eða vinkonum þá viku sem könnunin náði til. Tveir þriðju hlut- ar unglinganna var 1-5 sinnum úti og fímmti hver unglingur hafði aldrei eitt heilu kvöldi heima þessa viku. Þá hafði þriðjungur ungling- anna farið með foreldrum sínum í leikhús, kvikmyndahús, á skíði eða * annað 1-2 skipti í vikunni. Þriðjung- ur fór á æfingu hjá íþróttafélagi og voru strákar þar fleiri en stelp- ur. Þriðjungur stundaði vinnu utan skólatíma og þar voru stelpumar í meirihluta. Mestu ræður þar að stelpur stunda bamapössun oftar en strákar. Eins og áður sagði er meirihluti unglinga heima hjá sér eða vinum sínum á föstudags- og laugardags- kvöldum og meirihluti er heima á miðnætti bæði kvöldin. Strákar eru mun meira heima við en stelpur, en nær allir sem fóm á vínveitinga- hus eða krá vom stelpur og þær VEÐUR Heímild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) IDAGkl. 12.00: Morgunblaðið/Bjami Niðurstöður könnunar á tómstundum unglinga í Reykjavík voru kynntar í gær. Það gerðu m.a. þeir Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur og Gísli Arni Eggertsson, æskulýðsfulltrúi. A myndina vantar tvo starfs- félaga Einars við könnunina, þá Ómar H. Kristmundsson og Finnboga Gunnlaugsson. vom lengur úti en strákarhir. Þá var munur á árgöngum, því ungl- ingar í 7. bekk fóm oftar í bíó en eldri krakkar, sem á hinn bóginn stunda partý meira og dveljast leng- ur úti. Þegar spurt var um helstu áhugamál svömðu flestir að það væm íþróttir, eða 46,6%. Næst kom tónlistin, sem 32,2% merktu við. Nokkur munur er á áhugamálum eftir kynjum. Strákár merktu helst við íþróttir, kvikmyndir, myndbönd, vélhjól og tölvur, en stelpumar höfðu meiri áhuga á fötum og tísku, dansi, ferðalögum og útivist og gæludýrum. Tónlist og hesta- mennska höfða hins vegar jafnt til beggja kynja. Trúmál, stjómmál, skák og skátastarf eiga ekki upp á pallborðið hjá unglingum. Rúmlega helmingur unglinga sögðust sækja félagsmiðstöðvar að einhverju leyti. Þriðjungur kvaðst koma þangað hálfsmánaðarlega eða oftar og rúmur fimmtungur viku- lega eða oftar. Mikill munur var á aðsókn eftir fjarlægð frá félagsmið- stöðvum. Það kom fram að fasta- gestir félagsmiðstöðvanna em virkir í tómstundum. Auk þess að mæta a.m.k. vikulega í félagsmið- stöð reyndist þessi hópur tiltölulega mikið úti á kvöldin, hitta vini sína oftar í heimahúsum, stunda flestar íþróttir á eigin vegum, eyða frekar tímanum í leiktækjasal eða sjoppu og vera lengur úti en aðrir hópar. Það er þó tekið fram í niðurstöðun- um að auðvitað séu ekki allir þeir sem koma seint heim um helgar á glapstigum, þótt þessi hegðan þyki vera hættumerki. Það megi draga þá ályktun að félagsmiðstöðvar nái að verulegu leyti til þessa áhættu- hóps. Einar Gylfí Jónsson sálfræðing- ur, samdi spumingalista könnunar- innar í samvinnu við starfsmenn íþrótta- og tómstundaráðs. Yfirum- sjón með frumúrvinnslu og inns- lætti gagna á tölvu hafði Finnbogi Gunnlaugsson, en frekan tölvuúr- vinnsla var í höndpm Ómars H. Kristmundssonar. I lok skýrslu sinnar segja höfundar að aimennt sýni könnunin fremur jákvæða mynd af meginþorra unglinga. Samkvæmt henni séu unglingar í Reykjavík iðnir við að sinna áhuga- málum sínum, íþróttum, tónlist og fjölmiðlum. Þeir séu mikið út á við á virkum kvöldum og þá sé algeng- ast að þeir séu að hitta félaga sína í heimahúsum, fari í kvikmyndahús eða dvelji á stöðum þar sem boðið er upp á aðsöðu til tómstundaiðk- ana. Fjörutíu prósent eru heima hjá sér á föstudags- og laugardags- kvöldum og meirihlutinn er kominn heim á miðnætti. Þessar niðurstöð- ur séu vissulega nokkuð á skjön við þá neikvæðu umfjöllun sem ungl- ingar hafí fengið í fjölmiðlum og meðal almennings undanfarin ár. VEÐURHORFUR IDAG: Milli íslands og Skotlands er minnkandi 1016 millibara hæft en milli Jan Mayen og Grænlands er heldur vaxandi 1000 millibara lægö, sem þokast austur. Hiti breytist lítið. SPÁ: í dag lítur út fyrir hæga suövestan- og vestanátt á landinu, skýjað og lítilsháttar súld suðvestanlands, smáél á annesjum norð- anlands en annars léttskýjað. Hiti verður nálægt frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR OG LAUGARDAGUR: Vaxandi suðaustanátt, víða slydda eða rigning sunnan- og vestanlands, en þurrt að mestu í öðrum landshlutum. Hlýnandi veður. TÁKN: Q Heiðskírt aLéttskýjað Hálfskýjað Skýiað Alskýjað ^ Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -J0' Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur fT Þrumuveður Vj m r * W' F V' *. VEÐUR IfÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma hitl vefiur Akureyri -2 léttskýjað Reykjavík 1 þokalgr. Bergen -3 snjóél Helsinki -20 léttskýjað Jan Mayen -4 alskýjað Kaupmannah. -7 lóttskýjað Narssarssuaq -5 snjókoma Nuuk -5 snjókoma Osló -10 skýjað Stokkhólmur -12 léttskýjað Þórshöfn 1 alskýjað Algarve 16 skýjað Amsterdam 3 úrk. ígr. Aþena 18 hélfskýjað Barcelona 15 mlstur Berlln 0 snjóél Chicago -2 alskýjað Glasgow 1 skýjað Feneyjar þokumóða Frankfurt -1 snjókoma Hamborg 1 léttskýjað Las Palmas vantar London 6 léttskýjað Los Angeies 13 skýjað Lúxemborg -2 þokumóða Madríd 13 súld Malaga 17 súld Mallorca 15 súld Miami 8 heiðskfrt Montreal -15 snjókoma NewYork -9 léttskýjað Parls -1 alskýjað Róm 17 skýjað Vín -1 skafrenn. Washington -13 þokumóða Wlnnipeg -14 fsnálar Morgunblaðið/Bjami, Geymslur Vöruflutningamiðstöðvarinnar eru að fyllast. Vömflutningar á landi aukast dag frá degi Vöruflutningar á landi hafa aukist mjög mikið und- anfarnar vikur vegna verk- falls háseta á kaupskipum. Jóhann Ingimundarson hjá Vöruflutningamiðstöðinni segir að þessi aukning nemi að minnsta kosti 30-40% og í sumum tilfellum upp undir helmingi samanborið við flutninga áður á sama árstíma. Jóhann sagði að vöruflutning- arnir virtust aukast dag frá degi. Mesta aukningin væri á flutn- ingum til Aust- og Vestfjarða, en nú væri búið að loka vegum á Vestfjörðum vegna aurbleytu. Hann sagði að flutningar til Norður- og Suðurlands hefðu aukist minna til þessa, en væru nú í örum vexti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.