Morgunblaðið - 29.01.1987, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987
23
UM SKBPASÖLUR
eftir Björn Dag-
bjartsson
Verðlag á gömlum skipum, sem
gengið hafa kaupum og' sölum að
undanförnu hér innanlands, hefur
verið nokkuð til umræðu að undan-
förnu. Umræðan hefur einkum
snúist um tvö atriði málsins þ.e.
að þegar skip er selt frá ákveðnu
svæði þá minnkar alla jafna sá afli
sem landað er á svæðinu og svo
hitt að verðlag á þessum skipum
er mun hærra en verið hefur. Orsök-
ina fyrir hvoru tveggja telja sumir
vera kvótakerfið svokallaða og
finna því nú enn meira til foráttu
Laugar-
gerðisskóli:
Brunavarnir
í besta lagi
Borg í Miklaholtshreppi
EITT AF því sem skylt er að
hafa í fullu lagi á stóru og mann-
mörgu heimili eru brunavarnir.
í Laugargerðisskóla hafa verið
gjörðar þær endurbætur á húsa-
kynnum skólans sem Brunamála-
stjórn hefur óskað eftir að gjörðar
væru. A þriðjudag komu menn frá
Brunamálastjórn í Laugargerðis-
skóla og kynntu nemendum og
starfsfólki þau viðbrögð sem fólk
þarf að sýna ef eldur kemur upp í
slíku húsi. Gekk þetta allt ljómandi
vel og voru komumenn ánægðir
með viðbrögð fólks og aðbúnað í
skólanum siálfum.
Páll.
Borgarráð:
Kirkjugarðs-
gjald2,l%
SAMÞYKKT var á borgarráðs-
fundi í gær að kirkjugarðsgjald
yrði 2,1% af aðstöðugjaldi og
útsvari. Það mun vera sama hlut-
fall og í fyrra.
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
SérhæfÓ þjónusta.
AÓstoÓum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
Vökvamótorar
= HÉÐINN =
VÉLAVER2LUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRPANTANIR- ÞJÓNUSTA
en áður. Á undanförnum vikum eru
það einkum Suðurnesjamenn sem
bera sig illa undan skipasölum, áður
voru það Snæfellingar, þar áður
Skagamenn o.s.frv. Annars staðar
á landinu fjölgar skipum og útgerð
virðist blómstra. Á þessu er sjálf-
sagt engin einhlít skýring en það
er ekki víst að allir séu sammála
um það hvar hennar sé að leita.
Suðurnesj avandinn
Því er ekki að neita að töluverð
tilfærsla hefur orðið á skipum milli
landshluta að undanfömu. Suður-
nesjamenn munu hafa séð á eftir
einum 5 togurum á fáum misserum
en fiskveiðifloti Norðurlands eystra
hefur stækkað um 3.500 tonn á
svipuðu tímabili. Það er alltof mikil
einföldun að kenna eða þakka
kvótakerfinu um þessar tilfærslur,
þó að núgildandi fiskveiðistefna
hafi e.t.v. valdið því að einstakir
útvegsmenn hafi hætt útgerð fyrr
en ella.
Einhvern veginn finnst mér að
vandi sjávarútvegs á Suðurnesjum
sé ekki alveg ný bóla. Árið 1979
var fiskiðnaður á Reykjanesi í sér-
stakri gjörgæslumeðferð hjá
Framkvæmdastofnun. í þá daga
voru 24 frystihús á Reykjanesskaga
sunnan Hafnarfjarðar og vanda-
málið var sem fyrr og nú hráefnis-
skortur eða vöntun á skipum. Skip
voru útveguð með ýmsu móti, m.a.
Júlíus Geirmundsson sem var á leið-
inni til Noregs en stöðvaðist hjá
Kaupfélaginu í Keflavík.
Þrátt fýrir allar björgunarað-
gerðir hefur nokkuð sigið á
ógæfuhliðina fyrir fiskiðnaði Suður-
nesja síðan þetta var, sem m.a. má
rekjatil áranna 1980—'83. Ogþrátt
fyrir samdrátt í sjávarútvegi verða
menn ekki mikið varir við atvinnu-
leysi á þessu svæði, sem er hið eina
svæði þar sem fólki fjölgar fyrir
utan Reykjavík.
Samkeppni um vinnuafl virðist
töluverð á Suðurnesjum og and-
rúmsloftið ekki sérlega vinsamlegt
fiskvinnslu. Það var t.d. eftirtektar-
vert að beitingamenn á þessu svæði
einu fóru í verkfall um daginn ein-
mitt þegar línuafli var að hálfu utan
kvóta. Fjölmiðlaglamrið í kringum
þennan sérstaka vanda sjávarút-
vegs Suðumesja leysir hann ekki.
Þeir sem í greininni starfa verða
að hafa trú á framtíðinni. Ef betri
störf bjóðast og annar atvinnu-
rekstur gefur meira af sér þá
er ekkert við því að segja. Þessu
er ekki þannig varið á Norður-
landi. Þar hefur fólk trú á
sjávarútvegi og á auk þess ekki
í mörg önnur hús að venda.
En það, að Suðurnesjamenn hafi
farið eitthvað ver út úr kvótakerfinu
en Norðlendingar er einfaldlega
ekki rétt.
Verðlag á
gömlum skipum
Fyrir nokkmm misserum var
ekki óalgengt að skuldir, sem hvfldu
á fiskiskipum, væm yfir trygginga-
verðmæti og hugsanlegt söluand-
virði væri svo langt þar undir.
Dæmið hefur nú heldur betur snú-
Björn Dagbjartsson
„Samkeppni um vinnu-
af 1 virðist töluverð á
Suðurnesjum og and-
rúmsloftið ekki sérlega
vinsamlegt fiskvinnslu.
Það var t.d. eftirtektar-
vert að beitingamenn á
þessu svæði einu fóru í
verkfall um daginn ein-
mitt þegar línuaf li var
að hálfu utan kvóta.“
ist við. Þannig er söluverðmæti
gamalla skipa ótrúlega hátt um
þessar mundir, oft miklu hærra en
tryggingaverðmætið.
Fyrir þessu em nokkrar ástæður.
I fyrsta lagi em nýir aðilar að kaupa
sér aðgang að fiskimiðunum, menn
sem ekki hafa átt skip áður em að
kaupa kvóta með skipum. Það er
bannað að flytja inn skip nema
önnur jafnstór fari út í staðinn og
í þriðja lagi er það því miður enn til
í dæminu að lánafyrirgreiðsla til
byggðarlaga og einstakra fyrir-
tækja sé ekki í takt við raunvemleg
rekstrarlögmál.
Allt þetta hleypir verði á skipum
upp. Ef menn græða á skipasöl-
um er sjálfsagt að skattleggja
þann gróða að fullu, en ég fæ-
ekki séð að nein voðaleg óhæfa
sé á ferðinni þó að verð skipa
hækki. Það er vottur þess að öll-
um er ljóst að frjáls og óheftur
aðgangur að íslandsmiðum er
ekki lengur fyrir hendi.
Þrátt fyrir allar þessar bremsur
og hindranir heldur fiskiskipastóll-
inn áfram að stækka þó að hægt
hafi vemlega á hin allra síðustu ár.
Það er eins og menn geti ekki skil-
ið það að endumýjun flotans verður
að gerast með því að gömlu skipin
hverfi úr veiðunum og að nýju skip-
in eigi ekki að vera stærri en hin.
Það er alveg sama hvaða kerfi
við hefðum til fiskveiðistjórnun-
ar ef við viðurkenndum bara að
flotinn mætti ekki stækka þá
hækkar það verð á skipum eitt
sér.
Höfundur er annar af alþingis-
mönnum Sjálfstæðisflokks fyrir
Norðurlandskjördæmi eystra.
Höfum opnað eftir breytingar
glæsilega og rúmgóða verslun
...og í dag
verður Erla Ásgeirs-
dóttir milli kl. 15 og
18 með kynningu á
Husqvarna saumavélum, þar á meðal nýj-
asta undrinu í saumavélalínunni Prisma
990.
Á sama tíma verður sýni-
kennsla í notkun
Husqvarna og Sanyo
örbylgjuofna. Komið og
smakkið á Ijúffengum mat úr örbylgjuofni.
PC/XT
Kynnum einnig hina frábæru einkatölvu
sem hentar jafnt í heimilisbókhaldinu sem
fyrirtækinu.
Verð aðeins frá krónum 39.500,- stgr.
Ferðafæki
IW-9711.
.......
MW-705.
MW-211
1......
MW-250
■■•7.443,-
-8.397,-
■10.522,-
■17.078,-
VHR-1100..
HágæðamyndbándsVækj:'07'315’'
>.s.
-löfum ávallt heitt á könnunni.
Verið velkomin.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 Sími 91 35200