Morgunblaðið - 29.01.1987, Síða 42

Morgunblaðið - 29.01.1987, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANUAR 1987 Mirming: Rann veig Þorsteinsdóttir hæstaréttarlögmaður Fædd 6. júlí 1904 Dáin 18. janúar 1987 Rannveig Þorsteinsdóttir hæsta- réttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður er látin. Hún var mjög sterkur persónuleiki sem ávann sér traust, vinsemd og virð- ingu þeirra sem hún átti samskipti við. Það er því sjónarsviptir að þess- ari gáfuðu dugnaðarkonu, en minningarnar munu lifa. Árið 1985 brast þrek og heilsa Rannveigar og var hún búin að dvelja liðlega eitt og hálft ár á Reykjalundi er hún lést. Hún mun því hafa verið hvíldinni fegin. Rannveig Þorsteinsdóttir til- heyrði aldamótakynslóðinni síðustu þegar þröngt var í búi hjá flestum Islendingum. Hún lét samt ekki aftra sér að brjótast til mennta tæplega tvítug í Samvinnuskólan- um og lauk þaðan námi með ágætum. En kjarkurinn og löngunin til æðri mennta bjó áfram með henni og varð að óstöðvandi afli. Eftir um tuttugu ára skeið hélt hún því áfram að mennta sig og lauk lögfræðiprófi 1949 og varð síðan hæstaréttarlögmaður 1952. Það var fátítt í þá daga að konur hæfu æðra nám og lykju því á full- orðinsaldri. Til þess þurfti góðar gáfur, áræði og úthald þar sem vinna varð fyrir sér með náminu. En Rannveig var einstök dugnaðar- kona bæði í námi og starfi. Rannveig vann mikið að félags- málum. Hún var mjög félagslynd að eðlisfari og starfsöm, og vegna vinsælda og dugnaðar valdist hún til fjölmargra trúnaðarstarfa. Hún hóf störf sín á þessu sviði í ung- mennafélagshreyfingunni og var mörg ár í stjórn Ungmennafélags íslands. Hún var í stjórn og síðar formaður Ungmennafélags Islands. Hún var í stjórn og síðar formaður Kvenfélagasambands íslands, formaður Félags framsóknar- kvenná, formaður í Félagi íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafé- lags íslands. Rannveig sat á Alþingi 1949—1953 en áður var hún búin að gegna starfi þingritara um ára- bil. Hún var dómari í verðlagsdómi Reykjavíkur, sat sem varafulltrúi á Ráðgjafaþingi Evrópuráðsins. Þá sat hún í happdrættisráði Háskóla Íslands, útvarpsráði, yfirskatta- nefnd o.fl. sem hér verður ekki upp talið. Rannveig var mjög áhugasöm um félagsmál og réttindi kvenna og var þar sem sjálfskipuð til for- ustu. Á málflutningsskrifstofu hennar áttu konur vísan stuðning, enda vann hún að málefnum kvenna af sínum alkunna dugnaði. Ég á því láni að fagna að hafa þekkt Rannveigu í nærfellt þijátíu ár eða frá því að hún gekk til fylg- is við samtök soroptimista. Þegar soroptimistahreyfingin barst hing- að til lands árið 1959 gerðist hún stofnfélagi í Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur sem var formlega stofnaður það ár. Það var áreiðan- lega engin tilviljun að Rannveig gerðist félagi í Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur, fyrsta soroptimista- klúbbnum hérlendis. Þjónustuhug- sjónin við þá sem eru minnimáttar féll vel að skapferli hennar. En sem kunnugt er tilheyra soroptimista- klúbbarnir hinum svonefndu þjón- ustuklúbbum, hverra meginmark- mið er að láta gott af sér leiða og veita stuðning þeim sem verr eru settir í þjóðfélaginu. Rannveig var mjög virk innan soroptimistasamtakanna og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum bæði inn- an klúbbsins og hjá Soroptimista- sambandi íslands. Það var mjög gott að vinna með Rannveigu og notalegt að vera í návist hennar. Hún var gædd þeim góða hæfileika að eiga auðvelt með að átta sig á kjarna hvers máls. Hún var fljót að setja sig inn í málin og fundvís á farsæla lausn en þetta kom sér vel í erilsömu lög- mannsstarfi. Rannveig naut álits bæði innan lögmannastéttarinnar sem og hjá þeim sem nutu starfa hennar á lögmannsskrifstofunni sem hún rak um árabil. Á gleðistundum var hún hrókur alls fagnaðar og lét oft hnyttiyrði fjúka. Nú þegar hún er horfin yfir móðuna miklu leita margar góðar minningar á hugann. Hennar aðal var drengskapur og heiðarleiki. I dag kveðjum við systurnar i Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur Rannveigu Þorsteinsdóttur hinstu kveðju. Við þökkum henni af alhug samfylgdina, öll störfin í þágu sam- taka okkar, ógleymanlegar sam- verustundir í starfi og leik á liðnum árum og holl ráð í hveiju máli. Við sendum systkinum hennar, ættingjum og vinum hugheilar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Rannveigar Þorsteinsdóttur. Halldóra Eggertsdóttir Kveðja frá Kvenfélaga- sambandi Islands í dag kveðja vinir og samferða- menn Rannveigu Þorsteinsdóttur hæstaréttarlögmann, sem lést 82 ára gömul þann 18. janúar sl. eftir langa vanheilsu. Með henni hverfur af sjónarsvið- inu svipmikil atorkukona, braut- ryðjandi íslenskra kvenna í sókn þeirra til aukinnar menntunar og þátttöku í þjóðmálum. Það taldist til stórtíðinda árið 1946 að rúmlega fertug skrifstofu- stúlka lauk stúdentsprófí við Menntaskólann í Reykjavík, hafði raunar tekið gagnfræðapróf ári fyrr, sem líka var óvanalegt. Þessi kona var Rannveig Þorsteinsdóttir. Hún hvarf þá frá öruggu starfi sem bréfritari hjá Tóbaksverslun Is- lands, en þar hafði hún unnið í 12 ár. Á þessum árum voru námsskil- yrði fyrir fullorðið fólk allt önnur en þau urðu síðar og eru nú, þegar ESAB Rafsuðutæki vír og fylgihlutir Nánastallt til rafsuöu. Forysta ESAB ertrygging fyrirgæðum og góðri þjónustu. Allartækni- upplýsingar eru fyrirliggjandi ísöludeild. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SELJAVEGI 2, SlMI24260 ESAB svo er búið í haginn, að flestir, sem hug hafa á, geta hafið langskóla- nám fram eftir öllum aldri og námið er lagað að þeirra aðstæðum, að vinnu og jafnvel búsetu. Þessu var ekki til að dreifa árið 1946. En Rannveig lét ekki sitja við stúdents- prófið eitt. Hún lauk embættisprófi í lögum árið 1949. Ein kona hafði áður lokið því prófi hérlendis, frú Auður Auðuns. 10 árum síðar fékk Rannveig réttindi til málflutnings fyrir hæstarétti, fyrst íslenskra kvenna. Lögmannafélag Islands gerði hana síðar að fyrsta heiðurs- félaga sínum. Hún rak málflutn- ingsskrifstofu í Reykjavík árin 1949—74, en þá var heilsu hennar mjög farið að hraka. Svo aftur sé vikið að námsárum Rannveigar er athyglisvert, að ein- mitt á þeim annasama tíma gerist hún mikilvirkur þátttakandi í fé- lagsmálum kvenna og það á fleiri en einum vettvangi. Fyrir þennan tíma hafði hún starfað mikið í ungmennafélögun- um, þeim góða skóla félagshyggju og mannræktar. Hún var m.a. fé- lagi í Umf. Velvakanda hér í Reykjavík, en það félag starfaði af krafti framundir 1940 og stóð t.d. fyrir svonefndum farfuglafundum með skemmtidagskrá og dansi í Kaupþingssalnum. Margir rosknir ungmennafélagar minnast þeirra funda með ánægju og þar með þeirra systkina Rannveigar og Ól- afs. Rannveig var einnig félagi í skíðadeild Ármanns, en þar var Ólafur bróðir hennar formaður í mörg ár. Á þeirri tíð var rudd braut í Jósefsdal og byggður þar skíða- skáli Ármanns. Þar stjórnaði Rannveig eldhúsinu í nokkur ár af dugnaði og skörungsskap. Hún unni óbyggðum og útilífi, ferðaðist mikið á yngri árum og var gagn- kunnug landi sínu og þjóð. Rann- veig átti sæti í stjórn Ungmennafé- lags Islands í mörg ár og þingskrifari var hún á alþingi árin 1942—48, svo að reynsla hennar í félagsstörfum var staðgóð þegar hún hóf fyrir alvöru afskipti af fé- lagsmálum kvenna. Hún var ein þeirra, sem undirbjuggu stofnun Félags framsóknarkvenna í Reykja- vík árið 1945, var þar í laganefnd og síðar mikil driffjöður þess félags og formaður þess í 13 ár. Þá var hún formaður Kvenstúdentafélags íslands og Félags háskólakvenna frá 1949-57. Vorið 1947 vann hún fyrstu störf sín fyrir Kvenfélagasamband ís- lands, var ritari á landsþingi þess. Hún átti síðan sæti í stjórn sam- bandsins frá því ári og til 1963, var formaður frá 1959—63. Þegar skoðuð er saga Kvenfé- lagasambandsins frá þessum árum fer ekki milli mála, að Rannveig hefur gengið þar að verki af dugn- aði, ósérhlífni og atorku, en þeir eiginleikar voru jafnan áberandi í fari hennar. Jafnframt var hún frá- bærlega glöggskyggn og fljót að átta sig á aðalatriðunum í ólíkustu málum. Auk stjórnarstarfanna hjá KÍ tók hún að sér skrifstofuhald samtakanna og afgreiðslu Hús- freyjunnar allmörg ár. Skrifstofan var raunar til húsa hjá lögfræði- skrifstofu hennar allt til 1967, þegar húsakynnin á Hallveigarstöð- um voru tekin í notkun. Má með sanni segja að grunnurinn að skrif- stofunni, svo og að Leiðbeininga- stöð húsmæðra, hafi verið lagður á stjómar- og formannsárum Rann- veigar. Á þessum árum samþykkti Al- þingi lögin um orlof húsmæðra, en þar kom Kvenfélagasambandið mjög við sögu. Fleiri lagabálkar voru sendir stjórn sambandsins þá sem oftar, má þar til nefna frv. til laga um launajafnrétti og breyting- ar á lögum um almannatryggingar. Kom lögfræðiþekking og skarp- skyggni Rannveigar þar að góðum notum. Um þetta leyti var einnig unnið að samræmingu á lögum og starfsháttum aðildarfélaga KÍ og samdi Rannveig þá ásamt Svövu Þórleifsdóttur handbókina Félags- mál og fundarstjórn, sem KÍ gaf út og enn er í góðu gildi og mikið notuð. Á þessum árum hófst líka það góða samstarf, sem enn er milli KI og krabbameinsfélaganna á landinu og á þessum árum jókst KCLLatex TAKTU HLUT1NA FÖSTUM TÖKUM KCL Latex gúmmíhanskarnir eru afar hentugir þar sem hreinlætið er í fyrirrúmi. Þeir eru þunnir en sterkir og verja hendurnar gegn skrámum, óhreinindum, sterkum efnum og annarri óáran sem þær geta komist í tæri við í daglegu az eldhúsamstri, við hreingerningar o.þ.u.l. KCL Latex hanskarnir eru búnir sérstökum gripfleti í lófanum sem gerir þér kleift aö taka hlutina föstum tökum. Farðu vel með hendurnar þínar - notaðu KCL Latex gúmmí- hanska. K.RlCHTERhf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.