Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.01.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987 Blaöburðarfólk óskast! AUSTURBÆR VESTURBÆR Þingholtsstræti o.fl. Einarsnes Laugavegur frá 32-80 Aragata o.fl. Hverfisgata frá 4-62 o.fl. plínri0iWíl#feíílí> | Áskriftarsíminn er 83033 Vilborg Jóns- dóttir — Kveðja Fædd 26. september 1913 Dáin 22. janúar 1987 Villa amma er dáin. Það er erfitt að skrifa nokkur kveðjuorð, því margar eru endurminningamar um ömmu. Amma var kjólameistari, hún unni því starfi, þótt mikið annríki væri stundum við sauma lagði amma alltaf mikla vinnu í hveija flík, allt var svo samviskusamlega unnið, eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur. Oft leitaði ég til ömmu til að fá ráðleggingar um saumaskap. Amma var mikið fyrir nýjungar eins og heimili hennar bar vott um og lagði mikið til að hafa það fal- legt. Amma tók alltaf vel á móti mér og litlu dóttur minni, bæði þegar við vorum sem gestir hér á landi og eftir að við fluttumst heim. Ég vil þakka ömmu fyrir allar ánægjulegu samverustundimar sem við áttum saman. Ég kveð Villu ömmu með sökm uði og vona að henni líði vel. Anna Vilborg Aðfaranótt síðastliðins fimmtu- dags andaðist á Landspítalanum vinkona mín, Vilborg Jónsdóttir, kjólameistari. Hún hafði um nokk- urra mánaða skeið átt við vanheilsu að stríða. Daginn fyrir andlát sitt hafði hún útskrifast af spítalanum og var að búa sig undir að fara á heilsuhælið í Hveragerði, sér til hvfldar og hressingar er kallið kom. Mun hún nú njóta hvíldarinnar á öðrum stað en hún ætlaði. Vilborg fæddist í Hvammi í Dýra- firði en þangað höfðu foreldrar hennar, Helga Kristjánsdóttir og Jón Þórarinsson, flutt úr Þingeyjar- sýslu. Var Vilborgyngst 9 systkina. Hún stundaði nám við Gagnfræða- skólann á Akureyri og hóf sfðan Guðbrandur Olafs- son — Kveðjuorð Fæddur 9. maí 1903 Dáinn 18. desember 1986 Guðbrandur Ólafsson var fæddur 9. maí 1903 og lést 18. desember 1986. Foreldrar hans voru Anna Guðbrandsdóttir og Ólafur Jónsson bóndi í Sælingsdalstungu. Brandur, eins og hann var alltaf kallaður, var vinnumaður hjá afa mínum, Magnúsi Einarssyni, Mun- aðamesi í Borgarfirði, frá árinu 1939. Ég hef þekkt Brand alla mína ævi. Þegar ég settist niður og fór að rifja upp allar mínar minningar um Brand fann ég hve erfítt er að tjá með orðum mikilvægi þess sem }ft fer fram án orða. í samskiptum okkar Brands voru pað ekki orðin sem skiptu mestu æáli heldur væntumþykjan og það :raust sem ég átti í honum. Þó Brandur hafí verið vinnumað- ur í Munaðamesi var hann mun fremur eins og annar afí fyrir mig. Brandur var frekar fámáll en hann var hlýr og góður þeim sem honum þótti vænt um en hann var aldrei allra. Þegar ég var í sveit í Munaðar- nesi sem bam man ég best eftir honum raulandi vísur eftir sjálfan sig og alltaf með pípuna í munnin- um. Fyrst þegar ég kom í sveitina, eftir að hann hætti að reykja, sat ég lengi og virti hann fyrir mér og spekúleraði í því hvað vantaði á Brand þegar ég áttaði mig á að það var pípan. Nú em um það bil 10 ár síðan hann hætti að reykja. Samt sagði hann mér eitt sinn í haust að hann fyndi enn til löngunar í tóbak. En þrátt fyrir það sat hann fast við sitt. Þannig var Brandur, maður vissi að ef hann sagðist mundu gera eitthvað þá gerði hann það og stóð við en sleppti að tala um hlut- ina að öðmm kosti. Síðbúin kveðja: Hremn Bergþórs- son frá Viðey Fæddur 24. maí 1931 Dáinn 14. júlí 1986 Hreinn Bergþórsson fæddist í i Viðey, sonur hjónanna Rögnu Bjömsdóttur frá Neskaupstað og Bergþórs Magnússonar frá Mos- felli. Fyrstu árin ólst Hreinn upp með fjölskyldu sinni í Viðey en fluttist þaðan únglingspiltur í Hjarðarholt, sem þá hét, við Lang- holtsveginn í Reykjavík. Árið 1949 flyst fjölskyldan síðan í nýbyggt hús við Nökkvavog 1 í Reykjavík og hélt Hreinn heimili á þeim stað til hinsta dags. Hreinn lauk námi í trésmíði og starfaði við þá iðn þar til hann hóf rekstur eggjabús sem hann rak um langt skeið. Síðustu árin vann hann störf er snertu hans fyrri iðn hjá afkomendum Snorra heitins Hall- dórssonar í Húsasmiðjunni. Hreini frændi eins og hann var alltaf nefndur innan fjölskyldunnar er þeim sem þetta skrifar um margt minnisstæður og ber þá hæst hans einstæða ljúfa lundar- far. Hann var mjög lífsglaður maður og var Iaginn við að miðla glaðværð sinni og kæti á sitt nán- asta umhverfi. Frá fyrstu minning- um og fram á fermingaraldur fékk ég notið þess að alast upp í návist þessa barngóða frænda og ekki síður vinar míns. Fyrir fjölskylduna og þá sérstak- lega afa, sem sér á bak syni sínum. nám í þeirri iðngrein ér hún starf- aði við upp frá því, sem var kjóla- saumur. Nám sitt stundaði hún hjá Sólveigu Bjömsdóttur, er rak saumastofuna Dyngju í Reykjavík. Öðlaðist Vilborg síðar meistararétt- indi í þeirri iðngrein. Hún starfaði við iðn sína samhliða því er hún annaðist heimili «itt og uppeldi bama. Hún giftist árið 1935 Jónasi Hallgrímssyni og eignuðust þau þijú böm, Hrafnhildi, Hallgrím og Ásgerði. Þau Vilborg og Jónas slitu samvistir. Árið 1962 giftist Vilborg Kristjáni H. Jónssyni, en hann and- aðist árið 1971. Frá þeim tíma bjó Vilborg ein og stundaði sjálfstætt iðn sína allt til dauðadags. Vinkona mín var vel greind kona. Hún hafði til að bera mikinn vilja- styrk og einstaka þolinmæði. Komu þessir eðliskostir vel fram í verkum hennar, er einnig einkenndust af einstakri_ verkhyggni og listrænum hagleik. í heimi tízkunnar er breyti- leikinn ör. Þeir er þar starfa þurfa að hafa til að bera fijótt ímyndunar- afl og vera opnir fyrir öllum nýjungum. Vilborg staðnaði ekki í sínu fagi. Hún tileinkaði sér nýjung- ar auk sinna eigin hugarsmíða. Hún var mikill hönnuður. Hinn stóri hópur fastra viðskiptavina í gegn- um árin ber vott um vinsældir hennar. Nú þegar leiðir skiljast vil ég þakka Vilborgu fyrir kynni okkar er staðið hafa í meira en þijá ára- tugi. I mínum huga verður þessi dula en um leið skapfasta kona, er ekki bar tilfínningar sínar á borð, ætíð hin mikla listakona. Ég kveð' hana með söknuði. Ég og fjölskylda mín vottum aðstandendum hennar samúð. Sigríður Eggertsdóttir Með þessum orðum vil ég kveðja Brand. Við sem þekktum hann munum sakna hans þrátt fyrir að við vitum að hann var hvfldinni feg- inn. Hildur Halldóra Karlsdóttir er mikill missir að Hreina þar sem hann lést svo óvænt og langt um aldur fram. Hjá okkur lifir minningin um góðan dreng. Við þökkum sam- fylgdina. Bergþór Atlason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.