Morgunblaðið - 29.01.1987, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987
©1986 UmverMl Pres* Syndicate
mv -AFBREIPíSLA
Reglusemi. Já, svipað og
heima hjá . . .
Ákveðnar reglur sem gilda?
— Já eiginlega þær sömu og
heima hjá þér ..
Með
morgimkaffinu
HÖGNI HREKKVISI
// pAPBR. Svo <SA/WAN þEGAR H ANN RE'KST A
VBSG/Mn! "
Eflum umræðuna um eyðni
- burt með tepruháttinn
Ég er fyrrverandi nemandi í Fjöl-
brautarskólanum í Breiðholti og er
tengd nokkuð sterkum böndum við
hann. Það snart því streng í brjósti
mínu þegar sýnt var í sjónvarpinu
um daginn að nemendur hefðu upp
á sitt einsdæmi selt smokka með
miðum á busaball. Þetta fannst mér
svo góð áminning til okkar um að
nota smokkinn að vart hefur verið
hægt að gera betur. Ég varð því
verulega hissa þegar skólameistari,
í fréttatilkynningu í Morgunblaðinu
á þriðjudaginn síðasta, lýsti yfir
vanþóknun sinni á þessu athæfi.
Þröngsýni hans var slík að hann lét
úthýsa nemendum úr hátíðarsal
skólans með fræðslufund. Hann
lætur í veðri vaka að hann hyggist
setja skemmtinefndina af og jafnvel
að fella niður „Sæludagana".
Ég er vægast sagt þrumulostin.
Þetta finnst mér lýsa slíkri þröng-
sýni skólameistara að ég á engin
orð yfir. Ég hef alltaf haldið að
umræðan um eyðni ætti að eflast
en ekki að vera þögguð niður af
yfirvöldum.
Felix
Fyrir ekki alls löngu gaf landlæknisembættið út bækling um
eyðni, hann bar nafnið, veijumst eyðni notum smokkinn. Nemendur
Fjölbrautarskólans í Breiðholti vildu minna á þetta en yfirvöld skól-
ans virðast ekki alveg sátt við aðferðina sem notuð var. Að minnsta
kosti staðhæfir bréfritari að skólameistari fjölbrautarskólans hafi
tekið illa i þetta framtak.
Smitast eyðni þá ekki
einkum við samfarir?
Eyfirðingar
athugið
Athygli Eyfirðinga, skal vakin
á því, að ritstjórnarskrifstofa
Morgunblaðsins, Hafnarstræti 85,
Akureyri, tekur við bréfum og
fyrirspurnum í Velvakanda.
Kæri Velvakandi.
Ég heyrði í útvarpinu um daginn
að meinatæknar við Borgarspítal-
ann byggðu launakröfur sínar
meðal annars á því að þeir ættu
að fá áhættuþóknun vegna hættu
á að smitast af eyðni.
Nú hafa sérfræðingar upplýst að
eyðni smitist einkum við samfarir.
Mig langar bara að spytja hvað
gengur eiginlega á þarna í Borg-
arspítalanum?
- ót
Víkverji skrifar
Iþessum dálki hefur í nokkur
skipti verið rætt um veit-
ingahús, sem vakið hafa
athygli umsjónarmanna hans.
Astæða er til að bæta í þann
hóp veitingahúsinu Pottinum
og pönnunni við Nóatún.
Víkverji borðar þar alloft og
ætíð farið ánægður á braut
enda matur og þjónusta til
fyrirmyndar. Mikil aðsókn er
að staðnum og ekki óalgengt
að gestir þurfi að bíða eftir
borði. Það er heldur hvimleitt
fyrir gestina, bæði þá sem bíða
og þá sem eru að borða. Ge-
stirnir geta fengið það á til-
finninguna að fólk bíði eftir
því að þeir klári matinn! Blað-
aúrklippa úr Chicago Times,
sem Víkverji hefur undir hönd-
um, gefur til kynna að útlend-
ingar hafi einnig hrifist af
þessum veitingastað. Þar ritar
blaðamaður að nafni Marwin
Weinstein um ísland og hælir
Pottinum og pönnunni fyrir
matinn. Segir blaðamaðurinn
að ef Gorbachev og Reagan
vilji fá ekta sjávarrétti sé þetta
staðurinn!
xxx
orinn er genginn í garð.
Nú til dags þykir enginn
maður með mönnum ef hann
situr ekki eitt eða fleiri þorra-
blót. Þorramaturinn og blótin
voru enduivakin í veitingahús-
inu Nausti fyrir meira en 30
árum. Að þessu sinni er engan
þorramat að fá í Nausti, þar
hefur engin starfsemi verið í
marga mánuði. En aðdáendur
Naustins ættu að geta tekið
gleði sína aftur því ungir veit-
ingamenn hafa keypt staðinn
og opna hann nú í vikunni.
Vonandi hefja þeir þetta fræga
veitingahús til vegs og virðing-
ar á ný.
Nýlega sendi Hagstofa ís-
lands frá sér fréttatilkynningu
um mannfjölda á íslandi 1.
desember. Þar er ennfremur
rakin sú byggðaþróun, sem
orðið hefur undanfarin ár. Til-
kynningin birtist í heild í
Morgunblaðinu 10. janúar.
Þriðjudaginn 20. janúar
skrifar Sigurður Guðmundsson
forstöðumaður þróunarsviðs
Byggðastofnunar mjög athygl-
isverða grein hér í blaðið, þar
sem hann túlkar tölur Hag-
stofunnar og setur þær í
samhengi svo að fólk geti gert
sér grein fyrir því hvert stefnir.
Og þróunin er augljós. Allt frá
árinu 1981 hafa fleiri flutt frá
landsbyggðinni til höfuðborg-
arsvæðisins en flutt hafa
þaðan út á landsbyggðina. í
fyrra var þessi tilfærsla til
höfuðborgarsvæðisins um
1100 manns og samtals frá
árinu 1981 er tilfærslan tæp-
lega 5500 manns eða sem
samsvarar öllum íbúum Ár-
bæjarhverfis eða öllum íbúum
Akraness, ef dæmi er tekið af
landsbyggðinni.
I Reykjavíkurbréfi Morgun-
blaðsins, sem birtist sunnu-
daginn 25. janúar, er íjallað
ítarlega um grein Sigurðar.
Víkveiji ætlar ekki að fjalla
frekar um þetta málefni hér
en vill ítreka að þetta er mál
sem allir áhugamenn um
byggð á íslandi mega ekki láta
fram hjá sér fara. Allar upplýs-
ingar fá þeir með því að lesa
þær greinar, sem drepið er á
hér að framan.
XXX
A
Igrein í Morgunblaðinu s.l.
sunnudag er vakin athygli
á þörfu máli, þ.e. að Alþingi
móti á yfirstandandi þingi
heildarstefnu í umhverfismál-
um.
Síðan 1978 hefur þetta mál
verið til meðferðar þingsins án
þess að það hafi tekið á sig
rögg og afgreitt málið. Meng-
unarhætta fer vaxandi og
umferð um helstu ferða-
mannastaði er þegar komin í
hámark og hætta á óbætanleg-
um spjöllum á landi ef ekki
verður spyrnt við fótum, eins
og Birgir Þorgilsson ferða-
málastjóri og fleiri hafa
rækilega bent á.