Morgunblaðið - 29.01.1987, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987
55
Reykbindindisnámskeið
Er ekki of
langt gengið?
Þið í top 10 finnst ykkur ekki
of langt gengið?
Það var auglýst í Morgunblaðinu
að það ætti að vera svaka skemmt-
iatriði í „top 10“ á gamlárskvöld.
Meðal annarra áttu að koma fram
Ragnhildur Gísladóttir, Egill Ólafs-
son, leynigestur, tíksusýningarfólk
og einnig átti að vera flugeldasýn-
ing. Þetta plataði mig og fleiri til
að koma en ekkert af þessu var
nema tveir dansar.
Ætlið þið að nota þetta sama
bragð í lok þessa árs? Hugsið ykkur
um tvisvar áður en þið auglýsið
eitthvað sem ekki er staðið við.
Arnheiður Hjálniarsdóttir
Þakklæti
Krabbameinsfélagsins
Fyrrum reykingamaður skrif-
ar:
Ég er einn þeirra fjölmörgu sem
hafa orðið þeirrar ánægju aðnjót-
andi að sækja námskeið Krabba-
meinsfélagsins í reykbindindi. Ég
var einn af 25 sem byijuðu á nám-
skeiði fyrir rúmu ári. Við höfum
haldið sambandi síðan og héldum
upp á ársafmæli hópsins fyrir
nokkru. Af þeim 25 sem hófu leik-
inn mættu 15 í afmælishófið og 2
boðuðu lögleg forföll. Þetta þýðir
með öðrum orðum að 17 stóðu uppi
en það gerir 68% og geri aðrir bet-
ur. A afmælisfundinum var mér
falið að skrifa þessar línur og þakka
Krabbameinsfélaginu hjálpina og
hvetja aðra sem enn reykja til að
sækja þessi námskeið. Þau eru
bæði fróðleg og skemmtileg og
koma ótrúlega víða við. Baráttu-
kveðjur.
„Fáðu þér lögfræðing“
í bók sinni íslenzkur aðall segir
Þórbergur Þórðarson frá manni
nokkrum, sem þekktur varð í átt-
högum rithöfundarins fyrir eftirfar-
andi „afrek“: „Hann vann
Einarsmálið fyrir Suðursveitunga
gegn Mýramönnum, og litlu síðar
vann hann þetta sama Einarsmál
fyrir Mýramenn gegn Suðursveit-
ungum“.
Þetta minnir mig á mál, sem
mjög var til umræðu á síðasta ári,
þ.e.a.s. endurteknar hækkanir
tannlækna á gjaldskrám stéttarinn-
ar, og voru þó taxtar þeirra ærnir
fyrir. Þarna keyrði svo úr hófi, að
opinberir aðilar, — t.a.m.
Reykjavíkurborg — neyddust til að
grípa í taumana, og urðu tannlækn-
ar þá að geifla á saltinu og endur-
greiða fúlgur fjár.
Um þessar mundir höfðu margir
Gott lagaval
á Bylgjunni
Ég er mikill aðdáandi Bylgjunn-
ar. Eg hlusta á hana alla virka
daga stanslaust frá kl. 17 til kl. 24
á miðnætti. Hallgrímur Thorsteins-
son er frábær. Það er gaman að
heyra hjá honum lög með Woody
Guthric o.fl. sem aldrei heyrast í
ríkisútvarpinu. Þorsteinn J. og Vil-
borg eru líka með gott lagaval.
Sérstaklega vil ég þakka Vilborgu
fyrir lögin með Easterhouse, lmper-
ial o.fl. rokkurum sem aðrir spila
ekki í sínum þáttum.
Ég er viss um að þessi góða
breidd í lagavali Bylgjunnar á sinn
þátt í því að Bylgjan er fimmfalt
vinsælli en rás 2 sem spilar sömu
Iögin allan daginn. Þess vegna
finnst mér skrýtið að Bylgjan sé
allt í einu farin að ráða til sín á
færibandi þá skallapoppara á rás 2
sem minnst er hlustað á þar miðað
við Bylgjuna, skv. hlustendakönn-
un. Ég er dauðhræddur um að það
eigi eftir að minnka bilið milli rásar-
innar og Bylgjunnar.
S.E.
einstaklingar borgað tannlæknum
samkvæmt hærri töxtunum, og því
voru tannlæknar spurðir, hvort þar
yrði ekki um endurgreiðslur að
ræða. Eftir margítrekaðar fyrir-
spurnir til lögfræðinga þeirra, sem
tannlæknar sögðust hafa haft
samráð við, og til siðanefndar tann-
lækria (hvorugur svaraði) og síðan
til stjórnar Tannlæknafélagsins,
svaraði síðastnefndi aðilinn og svar-
ið var, að viðkomandi skyldi fá sér
lögfræðing (?). (Innan sviga mætti
raunar skjóta því hér að, að þetta
var sama svarið og kona nokkur
fékk, sem hlunnfarin hafði verið af
fasteignasölu, (sbr. grein í dálkum
Velvakanda) sem sagt: fáðu þér
lögfræðing). — Kannski við sem
borguðum hækkuðu reikningana
hjá tannlæknum ættum að leita til
Guðmundar Yngva Sigurðssonar?
Þá kæmi kannski upp sama staða
og hjá manninum, sem Þórbergur
Þórðarson sagði frá forðum.
Vinsamlegast,
Sigríður Jónsdóttir,
Æsufelli 2, Rvík.
Ég má til að rita á blað þakk-
læti mitt fyrir þáttinn „í dagsins
önn“ sem fluttur var af Hildi
Torfadóttur í ríkisútvarpinu 12.jan.
sl.. Mér finndist gott ef hann yrði
endurtekinn til dæmis á Bylgjunni
þar sem unga fólkið hlustar mest
á hana. En þessi þáttur er mjög
góður fyrir unga fólkið sem lifir
bara fyrir hraða og nútíð og má
varla Vera að því að vera til.
Bréfin frá pabba til dóttur sinnar
voru alveg frábær og góð til um-
hugsunar, reyndar fyrir flesta
aldurshópa. Svo vil ég þakka
ríkisútvarpinu fyrir gott dagskrár-
efni yfírleitt.
Bylgjunni næ ég ekki og á rás 2
er of mikið af lögum spilað nema
þegar Svavar Gests sér um þætti.
Honum ber að þakka sitt framlag.
Svo mætti Jónas koma aftur, hans
þættir voru líka frábærir.
Sveitakona úr Olfusi
s.o.s.
Getur þú hjálpað mér? Ég er að
leita að fötum, sem ég sakna frá
því um miðjan nóvember síðastlið-
inn. Ég skildi þau eftir i húsi við
Langholtsveg, í kjallara, en þau eru
þar ekki lengur. Ég er að leita að
hvítum einföldum kjól, svörtu silki-
hálsbindi og bleiku dressi; buxum
og jakka, sem er fóðrað. Ég fékk
þessi föt að láni, og vil skila eigand-
anum þeim aftur. Ég væri þér
þakklát ef þú veist hvar þessi föt
eru niðurkomin eða gætir gefið mér
einhveija vísbendingu um þau. Eg
er í síma 71238.
Kolfinna
Rímnatal er stór-
merkilegt rit
í Velvakanda sunnudaginn 18.
janúar er minnst á að Soffía nokk-
ur hafí hringt og viljað komast í
samband við einhvern sem kynni
rímurnar um Þorstein uxafót. Ég
held að ekki séu margir nú orðið
sem kunna rímur utanað, og ekki
kann ég snefil af þessu, en vil beina
Soffíu svolítið áleiðis, ef hana lang-
ar að kynna sér þessar rímur. Árið
1966 gaf Rímnafélagið út Rímna-
tal, sem að ég tel stórmerkilegt rit
og hlýtur að hafa kostað gífurlegan
undirbúning. Þar er gerð grein fyr-
ir öllum rímum sem hafa borist til
Landsbókasafnsins, að mér skilst
einnig þær sem aldrei hafa náð því
að vera prentaðar.
Þessum greinargerðum er raðað
í stafrófsröð eftir söguhetjum
rímnanna og lendir Þorsteinn Uxa-
fótur að sjálfsögðu nokkuð aftar-
Iega. Rímurnar um hann eru ortar
af Árna Böðvarssyni sem útskrifað-
ist úr Hólaskóla 1732, gerðist síðan
bóndi og bjó lengst af á Ökrum á
Mýrum. Hann orti margar fleiri
rímur.
Rímurnar af Þorsteini hafa tvisv-
ar verið prentaðar, í bæði skiptin í
Kaupmannahöfn, fyrst 1771 og svo
1858. Þær eru sjálfsagt til á Lands-
bókasafninu.
Kveðja,
Magnús Jónsson
r r
A GOÐU VERÐI - VIFTUREIMAR
AC Delco
Nr.l
BÍLVANGUR SF
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
KROSSVIÐUR
T.d. vatnslímdur og
vatnsheldur - úr grenl,
birki eða furu.
SPÓNAPLÖTUR
T.d. spónlagðar, plast-
húðaðar eða tilbúnar
undir málningu.
Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket.
Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu
Verðl' SPARIÐ PENINCA!
- Smíðið og sagið sjálf!
Pið fáið að sníða niður allt plötuefni
hjá okkur I stórri sög
- ykkur að kostnaðarlausu.