Morgunblaðið - 29.01.1987, Side 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1987
Pílukast:
Opna breska
meistaramótid
• Ægir Ágústsson og Tómas Bartlet tóku þátt í opna breska meist-
aramótinu í pílukasti fyrr í þessum mánuði.
UM TVÖ þúsund keppendur tóku
þátt í Breska opna meistaramót-
inu í pílukasti sem fram fór í byjun
janúar. Þarna voru samankomnir
margir af bestu atvinnumönnum
heimsins ásamt upprennandi
pílukösturum vfða að úr heimin-
um. Mót sem þetta verður að
ganga hratt fyrir sig og byggir
upp á hreinni útsláttarkeppni. í
fyrstu umferðum eru aðeins spil-
aðir 5 ieggir, sá vinnur sem fyrr
sigrar 3 leggi . Þegar nálgast úr-
slitin lengjast leikirnir í 3 lotur
(set) og hver lota eru 3 leggir.
Enginn vafi er á að Bretlandseyj-
ar hafa á að skipa jafnbestu
spilurum heims. Kannski ekki und-
arlegt þegar á það er litið hversu
gífurlegra vinsælda pílukastið nýt-
ur meðal almennings í Bretlandi.
Það er eitt vinsælasta sjónvarps-
efnið hvað snertir íþróttir, ásamt
billiard, og slær meira að segja
V knattspyrnuna út, og er þá mikið
sagt. Bestu atvinnumenn þessarar
greinar eru meðal tekjuhæstu
íþróttamanna heimsins, og sýnir
það glöggt hversu miklir peningar
eru í þessari íþrótt, enda er það
aðalástæðan fyrir því að pílukast
er ekki ólympíugrein.
íslendingar tóku nú í fyrsta sinn
þátt í þessu móti og mættu tveir
íslenskir keppendur til leiks. Ægir
Ágústsson drógst á móti John
Dunn, pílukastara frá Birmington
og vann sá breski 1:3
í fyrsta legg voru þeir nokkuð
jafnir að stigum og komast á sama
tíma í úttekt. Dunn er fyrri til að
hitta tvöföldun (double).
í öðrum legg fylgdust þeir einn-
ig að í stigum og komast í útgang
á svipuðum tíma. Taugar Ægis
virðast of þandar, honum mistókst
kast sem skili hann eftir með 14
stig (tvöfaldan 7), mjög óvenjulegt
hjá Ægi þar sem hann nær yfirleitt
að komast út á fyrstu þrem pílun-
um. Eftir nokkra erfiðleika náði
John Dunn tvöföldun og vann legg-
inn.
í þriðja legg náði Dunn nokkru
forskoti og komst fyrr í útgang.
Nákvæmni hans geigaði og Ægir
. náði honum og fékk strax tvöföld-
un.
Spennan virðist ná yfirtökum á
Ægi í fjórða legg, stigin urðu langt
fyrir neðan hans venjulega meðal-
skor. John Dunn komst fyrr í úttekt
og vann þar með leikinn.
Tómas Bartlett drógst á móti
Jeff Foster frá Bretlandi. Jeff Fost-
er er nokkuð þekktur pílukastari,
hefur skemmtilegan kaststíl og er
sterkur spilari. í fyrsta legg náði
hann 180 stigum og fylgdi því fast
eftir með góðum leik. Tómas var
yfirvegaður og kastaði mjög' vel,
náði m.a. 120, 140 og 100 stigum
niður og ekki að sökum að spyrja.
Hann fór út á fyrstu pílu.
Tómas spilaði alla leggina vel
• Sigurvegarinn í einliðaleik.
og fékk gott skor, en það dugði
hreinlega ekki gegn Jeff Foster.
Hann fór alltaf út á fyrstu pílu.
Efnilegur spilari sem gæti náð
langt.
[ parakeppninni drógust Ægir
og Tómas á móti atvinnumönnun-
um Bob Philipps og Alan Larkham
frá Englandi.
Ægir spilaði fyrst við Alan Lark-
ham og náði stórkostlegri byrjun,
180 stigum. Stigin voru sem hér
segir:
Ægir Larkham
180 121
41 46
100 100
60 120
45 66
4-75 eftir •i-48 eftir
Ægir átti 75 stig eftir og var
nálægt því að klára leikinn en
mistókst og skildi eftir 30 stig (tvö-
faldan 15).
Tómas spilaði við Bob Philipps.
Philipps var töluvert á undan í út-
tekt en lenti í erfiöleikum með að
hæfatvöföldun. Loks þegarTómas
var að komast í útgang kláraði
Philipps leikinn með tvöföldum 2.
Andstæðingar Ægis og Tómas-
ar voru ekki af lakari kantinum.
Þarna mættu þeir hreinlega ofjörl-
um sínum, sem sannast best á því
að þeir Philipps og Larkham höfn-
uðu í 9. sæti í parakeppninni.
Úrslit urðu þessi á meistaramót-
inu:
8 manna úrslit
1) Bob Anderson vannTommy Wilson 2—0
2) Mike Gregory tapar fyrir Cliff Lazarenko
1-3
3) Robert Widdows tapar fyrir Dave
Whitcombe ................... 0—2
4) Steve Cusick vann Jonathan Overton
2-0
1) Bob Anderson — Tommy
Wilson 2—0
Anderson vinnur fyrstu lotu
2—0. Fær m.a. 180 stig í fyrsta
legg og fer út á 17 pílum. í öðrum
legg nær Anderson mjög háum
stigum (skorum) og klárar á aðeins
12 pílum.
í seinni lotu nær Tommy Wilson
að vinna einn legg á móti tveimur
hjá Anderson (2—1). Nokkuð ör-
uggur og sanngjarn sigur hjá Bob
Anderson.
2) Mike Gregory — Cliff Lazar-
enko (Big Cliff) 1—3
Fyrstu lotu sigrar Gregory 2—1,
aðra lotu sigrar Lazarenko 2—0.
JOHN LOWE er einn af frægustu
pflukösturum heims, hefur staðið
í eldlfnunni í fjölda ára. Hann
hefur ólíkt mörgum öðrum at-
vinnumönnum viðrað þá skoðun
sína að alþjóðlegu opnu meist-
aramótin væru ekki byggð upp
með þarfir atvinnumanna i'huga.
Við náðum stuttu spjalli við
þennan margfalda meistara rétt
áður en keppnin byrjaði og spurð-
um hann hvert álit hans væri á
keppni sem þessari.
„Hreinskilnislega þá eru al-
þjóðamót eins og British Open og
aðrar opnar meistarakeppnir ekki
fyrir mig. Hérna eru um 1.400
áhugamenn og 100 atvinnumenn.
I mínum augum eru þetta ekki
keppnir heldur eins og happ-
drætti. Það hefur marg sýnt sig
að erlendar þjóðir komast varla
með tærnar þar sem við Bretarnir
höfum hælana.
í svo stórum keppnum höfum
við atvinnumennirnir ekki eins mik-
Þriðju lotu nær Lazarenko að sigra
glæsilega, fer út á aðeins 11 pílum
í seinni legg.
Stig
140
140
140
þref. 19 og tvöf. 12
(Snilldarlega leikið.)
Gregory veitti Lazarenko harða
keppni og var oft á undan á tvö-
földum (double) en eftir glæsilegan
lokakafla hjá Lazarenko átti hann
sigurinn skilinn.
3) Robert Widdows — Dave
Whitcombe 2—0
Fyrri lota fór 2—0 fyrir
Whitcombe. Seinni lotuna vann
Whitcombe einnig 2—1. Nokkuð
sanngjarn sigur Whitcombe, en
ekki eins léttur og hann lítur út
fyrir að vera því Widdows fylgdi
vel eftir í stigum.
4) Steve Cusick — Jonathan
Overton 2—0
Báðar loturnar vann Cusick ör-
ugglega 2—0. Jonathan Overton
vann það afrek að vinna sjálfan
meistarann, Eric Brostow, 3—1 í
milliriðlum og sló hann þar með
út úr keppninni. Þetta voru ein
óvæntustu úrslitin á mótinu því
Overton er unglingameistari og til-
tölulega óþekktur.
Steve Cusick átti ekki í miklum
vandræðum með Overton og vann
eins og áður segir nokkuð örugg-
lega.
4 manna úrslit
1) Bob Anderson vann Cliff Laz-
arenko 2—1.
2) Dave Whitcombe tapar fyrir
Steve Cusick 0—2
1) Bob Anderson — Cliff Lazar-
enko 2—1. Fyrstu lotu vann
Lazarenko 2—1, aðra lotu vann
Anderson 2—0, þriðju lotu vann
Anderson 2—1.
Lazarenko byrjaði mjög vel og
vinnur sanngjarnt fyrstu lotu þrátt
fyrir að Anderson hafi tekið einn
legg á aðeins 15 pílum.
í upphafi annarrar lotu nær Laz-
arenko einnig forystu og er fyrr á
úttekt en Anderson gerir sér lítið
fyrir og fer út á 121 stigi. (Þref.
17, einf. 20 og kýraugað (Bulls
Eye).) Alltaf jafn glæsilegt að sjá
menn klára leiki á miðjunni.
Þriðja lota er hnífjöfn. Lazar-
enko nær að vinna einn legg. Hann
inn tíma til upphitunar fyrir leiki
eins og áhugamennirnir. Við þurf-
um að gera svo margt annað en
að spila pílukast. T.d. að árita millj-
ónir eiginhandaráritana, stilla
okkur upp fyrir þúsundir af mynda-
tökum og helst að tala við flesta
á staðnum. Ef maður vill ekki gefa
eiginhandaráritun eða tala við fólk
þá er maður talinn ómerkilegur
eða hreinlega leiðinlegur. Hér er
fólk sem er að bóka okkur um allan
heim, í sýningar, boð og ýmislegt.
Stóru, opnu meistaramótin eru
meiri auglýsing og atvinnutæki-
færismarkaður fyrir mig heldur en
keppni.
Hvort sem ég vinn eða verð
sleginn út úr þessari keppni skipt-
ir ekki máli, því ég geri mér ekki
háar vonir um sigur. í raun geri
ég mér aldrei neinar vonir um sig-
ur í mótum fyrr en ég er allavega
kominn í 16 manna úrslit, þá fyrst
sé ég möguleika og get farið að
einbeita mér fyrir alvöru.
reyndi að fara út á kýrauga en
mistókst og hitti ytri miðjuna (25
stig). Ekki virtist þetta hafa mikil
áhrif á þennan stórvaxna spilara
því hann tók létt einfaldan 9 og fór
út á tvöföldum átta.
Með góðum og einbeittum leik
nær Anderson að tryggja sér sæti
í úrslitaleiknum.
2) Dave Whitcombe — Steve
Cusick 0—2.
Báðar loturnar nær Cusick að
vinna 2—1. í fyrri lotu nær
Whitcombe að sigra fyrsta legg á
15 pílum. Seinni tvo leggina vinnur
Cusick og klárar þann síðari með
útgöngu á 100 stigum (þref. 20
og tvöf. 20). Seinni lotan var mjög
jöfn og gat farið á hvorn veginn
sem var. Steve Cusick kom á óvart
í þessari keppni með frábærum
árangri. Þess má geta að Dave
Whitcombe er 6. stigahæsti pílu-
kastari í heiminum og því ekki svo
lítið afrek að vinna hann.
Lokaúrslit
Bob Anderson frá Surrey, Eng-
landi vann Steve Cusick frá
Lancashire, Englandi 2-1. Fyrstu
iotuna vann Anderson 2—0, aðra
lotu vann Cusick 2—1, þriðju lotu
vann Anderson 2—0.
Fyrstu lotuna vinnur Anderson
nokkuð örugglega. Cusick fylgdi
þó vel á eftir, veitti góða sam-
keppni.
í fyrsta legg annarrar lotu byrjar
Cusick á 177 stigum. Hann er ótrú-
lega viss á þreföldum 19. í stað
Kannski er rangt af mér að segja
þetta, en ég efast um að margir
af bestu atvinnumönnunum nái að
komast í 16 manna úrslitin í þessu
móti. Því við erum svo vanir að
vera valdir/raðaðir í úrslitin.
Vanalega höfum við heilan dag
til að undirbúa okkur og einbeita
fyrir einhvern ákveðinn leik og til-
tekinn mótherja. Þá getum við
gengið að hlutunum vísum og gert
okkar áætlanir. í alþjóðakeppnum
er þessu ólíkt háttað. Ég get ná-
kvæmlega ekkert undirbúið mig.
Maður fær að vita með mjög stutt-
um fyrirvara við hvern á að leika.
Ef þú vinnur þann leik þarftu
kannski að bíða í fimm tíma eftir
næsta leik, sem er óhentugt fyrir
mig miðað við hvernig ég byggi
mig upp fyrir og í keppnum. Hér
þurfum við að byrja í fyrstu umferð
og fara í gegnum allar umferðir til
að komast í úrslit. Persónulega
kysi ég að vera settur í 32 manna
úrslit og byrja þar. Af hverju ætti
þess að reyna við 180 kastar hann
síðustu pílunni á þrefaldan 19.
Hann nær töluvert á undan Ander-
son í úttekt og klárar á tvöf. 9.
Annan legg vinnur Anderson, fer
út á 62 stigum (10, 20 og tvöf. 16).
Bob Anderson vinnur síðustu
lotuna nokkuð örugglega og lýkur
seinni leggnum á aðaeins 13
pílum.
Bob Anderson sýndi stórgóða
takta í þessari keppni og átti skilið
að taka við MFI — British Open-
bikarnum. Hann er íþróttamaður
sem heldur góðu jafnvægi og er
laus við sveiflukenndan árangur.
Hann vann t.a.m. Winmau World-
keppnina í desember sl. og er nú
oröinn stigahæsti atvinnumaður-
inn í heiminum, er kominn fram
úr kempunni frægu Eric Bristow.
(BDO Men's British Ranking Syst-
em).
Steve Cusick kom á óvart með
því að komast þetta langt í keppn-
inni. Cusick er atvinnumaður sem
hefur ekki látið mikið á sér bera
til þessa. Hann er mjög rólegur
spilari og virðist eiga við litla
taugaspennu að stríða.
Englendingar hafa í dag á að
skipa fjölda ungra og stórefnilegra
pílukastara og mega gömlu meist-
ararnir hafa sig alla við til að halda
sínu striki. Það kemur best í Ijós
á því að hinir heimsþekktu spilarar
Eric Bristow og John Lowe voru
slegnir út í milliriðlum af lítt þekkt-
um efnilegum pílukösturum.
Greinarhöfundur er form.
ÍPF, Óðinn Helgi Jónsson.
ég, eftir 15 ára atvinnumennsku,
að þurfa að fara í gegnum allan
skóginn aftur? Ég hef þegar gert
það margsinnis.
Ég er ekki að kvarta heldur að-
eins að gefa í skyn að við getum
alls ekki ábyrgst að við verðum enn
inni í myndinni þegar kemur að 16
manna úrslitunum. Ég er aðeins
að tala fyrir mig persónulega og
engan annan. Þessi keppni hefur
líka sína kosti. Keppendur koma
alls staðar að úr Evrópu og fá
tækifæri til að sanna sig. Þessi
keppni er bara ekki byggð upp eins
og ég vil spila pílukast.
— Hvern telur þú eiga mögu-
leika á að sigra British Open?
„Það er erfitt að geta sér til um
það, en Bob Anderson hefur verið
að gera góða hluti undanfarið. Það
kæmi mér ekki á óvart að hann
næði efsta sætinu yfir stigahæstu
pílukastara heimsins eftir þetta
mót.“
Grein: Óðinn Helgi Jónsson
Svona mót ekki fyrir mig