Morgunblaðið - 15.02.1987, Page 1
96 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
38. tbl. 75. árg.__________________________________SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987_______________________________Prentsmiðja Morgimblaðsins
barátta
BARATTAN um fæðuna er
margvísleg. Stór selur er
daglegur gestur {
Reykjavíkurhöfn. í stað þess
að afla sér fæðu með
hefðbundnum hætti þiggur
hann líf sviðurværi sitt af
gjöfulum sjómönnum, sem
kasta að honum fiski á leið
til hafnar. Það eru hins vegar
fleiri, sem girnast fiskinn.
Mávinum þykir ekki verra að
fá glænýja, aðgerða ýsu i
gogginn og er því meðbiðill
selsins til matarins. Á
meðfylgjandi myndum má sjá
hvar mávurinn hefur fengið
vænan skammt í gogginn, en
selurinn horfir sorgbitinn og
svangur á „þjófinn".
Líbanon:
Vistir til flóttamanna
Mannskæð
átök í E1
Salvador
San Salvador, AP.
SKÆRULIÐAR kommúnista
kváðust í gær hafa fellt 25 her-
menn úr stjórnarher E1 Salvador
í bardaga um þorpið Delicias de
Concepcion um 1G0 kílómetra
norðaustur af höfuðborginni San
Salvador.
Talsmaður hersins staðfesti að
barist hefði verið af hörku um þorp-
ið í tæpar átta klukkustundir. Sagði
hann 150 skæruliða hafa freistað
þess að taka þorpið á sitt vald og
að herinn hefði hrundið árás þeirra.
Hann kvað sjö stjómarhermenn og
ellefu skæruliða hafa fallið í átök-
unum.
Skæruliðar kváðust á hinn bóg-
inn hafa fellt 25 hermenn og sært
24. Þá skýrðu þeir einnig frá því
að þyrla úr flugher landsins hefði
verið skotin niður.
Undanfarin sjö ár hafa skærulið-
ar átt í bardögum við stjómarher-
inn, sem nýtur stuðnings
Bandaríkjastjómar. Skömmu eftir
áramót blésu þeir á ný í herlúðra
og boðuðu stórauknar árásir á
stöðvar hersins.
Róm:
Ræningjar
myrða þrjá
lögregluþjóna
Róm, Reuter.
ÞRÍR lögregluþjónar voru skotn-
ir til bana i Róm í gær þegar
tilraun var gerð til að ræna
póstbíl.
Talsmaður lögreglu sagði að lög-
regluþjónamir hefðu verið í för með
póstbílnum. Tveir þeirra hefðu beð-
ið bana samstundis og einn látist
af sárum sínum á sjúkrahúsi.
Víðtæk leit er hafin að árásar-
mönnunum. Ekki er vitað hvað þeir
voru margir.
Grúsía:
80farastí
illviðrum
Moskvu, AP.
RÚMLEGA 80 manns hafa týnt
lífi í vetur í Sovétlýðveldinu
Grúsíu vegna snjóbylja, skriðu-
falla og flóða, að því er sagði í
Prövdu, málgagni sovéska
kommúnistaflokksins, í gær.
Tæplega 3000 fjölskyldur hafa
misst heimili sín.
í frétt blaðsins var ekki fjallað
ítarlega um veðurfar að undanfomu
en fram hefur komið að síðasti
mánuður var sá snjóþyngsti í
Kákasus í 50 ár. Borgir og bæir
einangruðust vikum saman af þess-
um sökum.
í frétt Prövdu sagði að rekja
mætti rúmlega 80 dauðsföll til veðr-
áttunnar og að flóð og skriðuföll
hefðu borið með sér íbúðarhús,
skólabyggingar og sjúkrahús. Einn-
ig sagði að 197.000 hektarar
ræktaðs lands hefðu spillst sökum
þessa.
Beirút, Reuter.
ÞREMUR vörubifreiðum með
15 tonn af hveiti og 300 kg af
mjólkurdufti var ekið inn í Bouij
al-Barajneh-flóttamannabúðimar
í Beirút skömmu eftir miðnætti
í gær, að sögn sjónarvotta.
Vopnaðar sveitir síta hafa setið
um búðimar síðan í haust og
Palestínumenn, sem þar dvelja,
hafa mátt líða hungur.
Mohammed Hassan Sattari,
pólitískur ráðgjafí í íranska sendi-
ráðinu í Beirút, var með í för þegar
vistimar voru fluttar inn í flótta-
mannabúðimar.
Talsmaður Frelsissamtaka Pal-
estínu (PLO) sagði að flutningamir
hefðu gengið snurðulaust og ekki
verið gerð tilraun til að stöðva
flutningabifreiðimar.
Læknir, sem starfar í búðunum,
hefur greint frá því að menn hafí
lagt sér rottu-, katta- og hunda-
kjöt til munns til að seðja sárasta
sultinn. „Næstum hver einasti
maður í búðunum hefur borðað
ketti eða hunda, asna eða rottur,"
sagði tólf ára gamall drengur, sem
laumaðist út úr búðunum í skjóli
myrkurs. Sítar hafa ekki hleypt
blaðamönnum inn í Bouij al-Bar-
ajneh til að staðfesta þessar
fregnir. Þar hafast við þijátíu og
fímm þúsund manns. Sítar hafa
setið um búðimar í sautján vikur.
Tilraunir vom gerðar til að flytja
vistir til búðanna á föstudag, en
þær fóru út um þúfur. Líbanskur
lífvörður í íranska sendiráðinu var
veginn þegar hann reyndi að ryðja
tveimur sjúkrabifreiðum hlöðnum
vistum leið inn í búðimar. Starfs-
menn Sameinuðu þjóðanna neydd-
ust til að skiija eftir tvær
flutningabifreiðir við inngangmn
að búðunum vegna þess að skotið
var í hjólbarðana undir þeim.
Samtökin Heilagt stríð (Jihad)
sendu vestrænni fréttastofu í Beir-
út tilkynningu í gær um að hætt
væri við að semja um skipti á §ór-
um gíslum, sem samtökin hafa í
haldi, og 400 arabískum föngum
í Israel.
í tilkynningu Jihad, sem berst
fyrir frelsun Palestínu, sagði að
þessi ákvörðun hefði verið tekin
vegna þess að Bandaríkjamenn
hefðu ekki sýnt minnstu viðleitni
til að bjarga lífi þriggja Banda-
ríkjamanna og Indveija, sem
samtökin hafa í haldi. Samtökin
hótuðu ekki að taka gíslana af lífí.