Morgunblaðið - 15.02.1987, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987
Punkturínn
°pin?bst
KRISTINN GUÐNASON HF.
Suðurlandsbraut 20. Sími 686633.
Kathryn Jewel Thorne, Katie Webster.
Þungavigtarblús
Blús
Árni Matthíasson
í árdaga blúsins varð til eitt
afbrigði hans sem fékk heitið
barrelhouse eða boogie woogie
blús.
Upprunann rekur þetta blúsaf-
brigði til hóruhúsa og svertingja-
knæpa, þar sem mestu máli skipti
að hafa uppi einhverja tónlist,
þótt ekki væri hún ætíð fögur.
Þeir sem léku á píanóin, því ótækt
þótti að notast við gítar, voru
margir af fremstu jass- og blús-
spilurum þessara ára, enda gaf
þetta spilirí oft vel í aðra hönd.
Nefna má menn eins og Jelly
Roll Morton, Big Maceo Merry-
weather, Roosewelt Sykes, Little
Brother Montgomery o.fl. o.fl.
Tónlistin var oft töluverður
grautur, enda tóku menn upp al-
þýðustef og viðlíka sem gekk
manna á milli og suðu saman úr
því ýmist blús eða jass, eftir því
sem við átti.
Boogie Woogie varð heiti á
einskonar píanóspili sem ekki
verður reynt að lýsa hér, en þeir
eru margir sem segjast spila og
spila boogie woogie blús Ein
þeirra er Katie Webster.
Katie Webster er rétt innan við
fimmta tuginn og hefur spilað á
píanó með mörgum stómúmerum
í blús og soul. Þar má nefna
Lightnin’ Slim, Slim Harpo og
Otis Redding.
Rætur hennar erú því þar og
það heyrist vel á Charly plötunni
Pounds of Blues, sem mér barst
í hendur fyrir skömmu. Þar er þó
píanóið stutt af þéttri rythmasveit
og góðum gítarleik (gustuk hefði
verið að geta gítarleikarans, því
hann á það til að stela senunni
einstaka sinnum).
Blúsinn er góður, hvort sem
um er að ræða lög annarra eða
hennar eigin. Katie er óbangin
við að takast á við fræg lög eins
og The Things That I Used To
Do sem var e.k. vörumerki Guitar
Slim (menn muna kannski frekar
eftir útgáfu Stevie Ray Vaughan
á plötu hans Couldn’t Stand the
Weather) og gerir það vel. Píanó-
leikur hennar er fyrsta flokks og
stundum vel það. Laginu gefur
og gildi að hún er ófeimin við að
flétta inn í lagið textabrotum sem
heyrst hafa víðar, þ. á m. eitt sem
Slim Gaillard tók upp með Charlie
Parker hjá Savoy forðum. Best
eru þó þau Iög sem hún annað-
hvort semur eða útsetur frá
grunni, enda leggur hún mest af
sér í þau. Bestu blúsamir eru
Worry My Life No More og
Pounds of Blues. Stórskemmtilegt
er líka lagið Katies Blues, þar sem
hún tekur fyrir blúskarla ýmsa,
þá Johnny Taylor, B.B King,
Bobby Blue Bland, Jimmy Reed
og John Lee Hooker, hermir eftir
þeim, en allt í góðu.
Ekki get ég stillt mig um að
nefna Trouble Blues eftir Charlie
Brown, sem hún spilar einkar
skemmtilega. Þar einmitt kemur
fram þróunin frá j'ump" blúsnum
og boogie woogie yfir í hálfgerðar
soul-ballöður.
T\ö
NYÞREP
úr beinhöröumperimgum
Kjörbókin hefur tryggt sparifjáreigendum
hæstu ávöxtun sem fáanleg hefur verið
af óbundnu sparifé. Og nú bætum
við enn um betur. Þegar innstæöa
hefur legið á Kjörbókinni í 16
mánuði hækka vextirnir allt frá
innleggsdcgi í 20,9% og aftur að
loknum 24 mánuðum í 21,5%.
Vaxtaþrepin gilda frá 1. jan. 1987.
Við minnum á aðra helstu kosti
Kjörbókarinnar:
Háir vextir lagðir við höfuðstól
tvisvar á ári.
lnnstæöan cr algjörlega óbundin.
Ársfjóðungslegur samanburður við
ávöxtun 6 mánaða verötryggðra rcikninga
tryggir hagstæðustu kjör. Ef ávöxtun
verðtryggðu reikninganna reynist hærri
er greidd uppbót. Hún greiðist einnig
ofan á 16 og 24 mánaða vaxtaþrepin.
Vaxtaleiðrétting við úttekt reiknast
eingöngu af úttektarupphæðinni,
þó ekki af vöxtum síðustu
tveggja vaxtatímabila.
Úttektir lækka ekki vextina
á þeirri fjárhæð sem eftir
stendur.
í Landsbankanum er stöðugt haft
auga með öllum hræringum á
vaxtamarkaðnum. því að Kjörbók-
inni er ætlaö að vera í fararbroddi.
Ársávöxtun á Kjörbók varð 20,62%
árið 1986, sem jafngildir verðtryggð-
um reikningi með 5,51% nafnvöxtum.
Taktu næstu tvö skref í beinhörðum
peningum. jy Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
siu ivo míi
L