Morgunblaðið - 15.02.1987, Side 49

Morgunblaðið - 15.02.1987, Side 49
-' MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 16.’ FBBRÚAR 1987 °49 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Framkvæmdastjóri Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum, vill ráða framkvæmdastjóra til starfa. Leitað er að aðila með viðskiptamenntun ásamt reynslu í stjórnunar- og bókhaldsstörf- um. Æskilegt að viðkomandi hafi þekkingu á þessari atvinnugrein. Húsnæði fylgir. Laun samningsatriði. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu okkar fyrir 20. febr. nk. _ Gudniíónsson RÁÐCJÖF &RÁÐN1NGARÞJÓNUSTA TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322 JL-húsið auglýsir eftir: 1. Starfskrafti í kjöt- og fiskborð. 2. Stúlkum í matvörumarkað. Umsóknareyðublöð á staðnum. Jón Loftsson hf Hringbraut 121 Ingólfs Apótek Viljum ráða lyfjatækni, snyrtifræðing og af- greiðslustúlku til starfa hálfan eða allan daginn. Upplýsingar veitir yfirlyfjafræðingur virka daga á milli kl. 09.00-10.00 og 17.00-18.00. Ingólfs Apótek. Óskum að ráða starfskraft í varahluta- og íhlutaverslun okkar Sætúni 8 við pökkun og ýmis önnur störf. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar gefur Jóhannes Skarphéðinsson á staðnum, þriðjudaginn 17. febr. og mið- vikudaginn 18. febr. milli kl. 10.00 og 12.00. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Heimilistæki hf Varahluta- og íhlutaverslun, Sætúni 8. RÍKISSPÍTALAR LAUSAR STÖÐUR Aðstoðarlæknar (3) óskast við Barnaspítala Hringsins í 1 árs námsstöður frá 1. júní nk. Aðstoðarlæknar (2) óskast við Barnaspítala Hringsins í 6 mánaða stöður sem eru lausar frá 1. maí og 1. júlí nk. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna ásamt tilheyrandi vottorðum og meðmælum sendist skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 15. mars nk. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir forstöðumaður Barnaspítala Hringsins í síma 29000. Meinatæknir óskast í hálft starf á rannsóknastofu Vífils- staðaspítala. Upplýsingar veitir deildarmeinatæknir í síma 42800. Fóstra eða starfsmaður óskast nú þegar á dagheimili ríkisspítala Stubbasel við Kópavogsbraut. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimil- isins í síma 44024. Aðstoðarmaður óskast í þvottahús ríkisspítalanna Tunguhálsi 2. Upplýsingar veitir forstöðumaður þvotta- hússins í síma 671677. Deildarþroskaþjálfi og þroskaþjálfar óskast við Kópavogshæli. Skrifstofumaður óskast á Kópavogshæli í hálft starf fyrir eða eftir hádegi. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir framkvæmdastjóri Kópavogshælis í síma 41500. Skrifstofumaður óskast við rannsóknadeild Landspítalans í blóðmeinafræði. Um fullt starf er að ræða. Upplýsingar veitir deildameinatæknir Blóð- meinafræðideildar í síma 29000. Skrifstofumaður óskast til tímabundinna sérhæfðra starfa á geðdeild Landspítalans. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri geðdeildar Landspítalans í síma 29000-637. Reykjavík, 15. febrúar 1987. Lausar stöður heilsugæslulækna Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður heilsugæslulækna: 1. Þingeyri H1( staða læknis frá 1. ágúst 1987. 2. Blönduós H2, ein staða læknis frá 1. ágúst 1987. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist ráðu- neytinu á sérstökum eyðublöðum, sem fást í ráðuneytinu og hjá landlækni fyrir 4. mars nk. í umsókn skal sérstaklega koma fram hvenær umsækjandi getur hafið störf. Nánari upplýsingar veita ráðuneytið og land- læknir. Heiibrigðis- og tryggingamáiaráðuneytið, 4. febrúar 1987. Markaðsfulltrúi Tölvur Við viljum ráða markaðsfulltrúa til starfa í tölvudeild okkar. Við höfum í huga mann: Sem hefur reynslu í sölu eða notkun fjölnot- endakerfa. Sem getur unnið sjálfstætt og skipulega. Sem skilar árangri. Sem hefur háskólamenntun á sviði við- skipta eða verkfræði. Starfið: Þú munt vinna við markaðssetningu á tölvu- búnaði frá Digital Equipment Corp. Þú munt þurfa að sækja þér viðbótarmennt- un á vegum fyrirtækisins, bæði erlendis og innanlands. Þú munt vinna með ungu og áhugasömu fólki í einu stærsta tölvufyrirtæki landsins. Þú munt þurfa að leggja hart að þér, en á móti eru góð laun í boði. Ef þetta starf vekur áhuga þinn, hafðu þá samband við Gísla Má Gíslason, í síma 24120, og fáðu nánari upplýsingar. mmm KRiSTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HR Slml 24120 Hólmaslóð 4 Box 906 121 Reykjavik Læknar — Tannlæknar Hjúkrunarfræðingur leitar eftir vinnu virka daga. Hefur langa og fjölbreytta starfsreynslu. Nánari fyrirspurnir sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „T — 1777“ fyrir 20. febrúar. Ritstjóri Ferðablaðið Land óskar að ráða ritstjóra. Um er að ræða starf í 2-3 mánuði. Viðkom- andi þarf að hafa þekkingu og áhuga á ferðamálum. Upplýsingar í síma 687868. Sölumaður óskast Viljum ráða góðan sölumann til starfa strax. Þekking á símkerfum æskileg. Upplýsingar á staðnum. PÓST- OG SiMAMÁLASTOFNUNIN Rafeindavirkjar Póst- og símamálastofnunin óskar eftir að ráða rafeindavirkja til starfa í hinum ýmsu deildum stofnunarinnar. Við leitum að duglegum og áhugasömum mönnum með full réttindi sem rafeindavirkjar og sem eru reiðubúnir að tileinka sér nýjustu tækni á sviði nútíma hátækni: • Símstöðvatækni. • Fjölsímatækni. • Radíótækni. • Notendabúnaðar. Við bjóðum fjölbreytt framtíðarstörf hjá einu stærsta fyrirtæki landsins. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Laun samkvæmt launakjörum viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir starfsmannadeild í síma 91-26000. Umsóknareyðublöð fást á póst- og símstöðv- um og hjá starfsmannadeild. Póst- og símamálastofnunin. Ljósmæður með hjúkrunarfræði- menntun Ljósmóður með hjúkrunarfræðimenntun vantar til starfa við mæðraeftirlitið á Heilsu- gæslustöðinni á Akureyri. Staðan veitist frá 1. maí nk. eða eftir samkomulagi. Auk starfa við mæðraeftirlit þarf viðkomandi að sjá um námskeið fyrir verðandi foreldra. Nýtt og glæsilegt húsnæði verður tekið í notkun með haustinu. Starfshlutfall og vinnutími fer eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1987. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, Konný K. Kristjánsdóttir, daglega milli kl. 11.00 og 12.00 í síma 96-22311 eða 96-24052.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.