Morgunblaðið - 15.02.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1987
59
syni, blikksmið, Óskari heitnum í
Sæbjörgu og Vilhjálmi Heiðdal.
Þetta var öflugur kvintett, en dugði
samt ekki til að ráða við vandamál
vandamálanna. Það þurfti fræðsluna
og félagsandann. Og Steinar nam
fræðin jafnt og þétt — og honum
óx ásmegin í orrustunni. Hann veitti
Víðinesi, hjúkrunarheimilinu, for-
stöðu á fjórða ár og kom mörgum út
í lífíð, sem var talið vel af sér vikið
á þeim tíma. Það var sérstakt tíma-
bil þar í Víðinesi — með blæ, segja
þeir, sem þar gistu. Og þá hlaut
Steinar reynslu ofan á persónulega
reynslu — hafði fyrir framan sig öll
flölbreytilegustu afbrigði alkóhól-
isma daginn út og daginn inn eins
og í tilraunaglasi. Steinar er afar
nákvæmur maður í hugsun, minnir
á háakademískan mann frá Heidel-
berg, en þó ekki bundnari þessari
nákvæmni sinni en svo, að mannleg-
ur skilningur vegur mest á vogar-
skálunum. Og enda þótt hann sé
harðlínumaður málefnalega og láti
engan komast upp með moðreyk,
hvorki eftirrennara sína hjá SAA
né viðmælendur né fífl, sem eru að
vandlæta og skrifa í blöðin af ill-
gimi, vanalega nafnlaust, er hann
gróflega víðsýnn. Hann er með víðan
sjóndeildarhring — smbr. það, að
hann afskrifar engan alkóhólista.
Hann hefur glögg dæmin til að styðj-
ast við frá Víðinesi forðum daga.
Eftir að Víðinesi sleppti hélt hann
áfram sporgöngunni í orðsins fyllstu
merkingu, smbr. reynslusporin tólf
plús erfðavenjumar tólf. Blái kross-
inn var á hans vegum — einkafram-
tak — hann var leiðbeinandi, skrifaði
ótal bæklinga, gaf úr blaðið Snepil-
inn og hann hafði áhrif sem fræðari
og leiðbeinandi. Þetta var töluvert
áður en SÁÁ kom til skjalanna, en
fyrir þá átti hann eftir að starfa um
hríð, m.a. á Sogni — og hann þótti
þar eins og alltaf hörkutól, en í góðri
merkingu — hann meira að segja
rak tvo kollega sína, leiðbeinendur,
fyrir leti og sérhlífni og eitthvað
annað — ekki í ósvipuðum stíl og
gerðist er Sverrir ráðherra (að vest-
an) rak fræðslustjórann, píslarvott-
inn í Norðuramtinu. Það skapaði
aðhald sem betur fer — að minnsta
kosti á tímabili. Steinar er enginn
patentlausnarmaður og rekur enga
aumingja-pólitík ellegar ástundar
listina að þóknast eins og sumum
stjómendum og leiðbeinendum er
tamt að gera. Hann Ieggur áherzlu
á karlmennskuna í andlegum skiln-
ingi — mannmennsku — eins og
Kjarval meistari nefndi svo, og gild-
ir slíkt jafnt fyrir konur sem karla,
sem eru að leitast við að gera sig
að skítskárri manneskjum eftir að
þau eru hætt að drekka. Slíkt gerist
aldrei — næstum aldrei — nema með
skilyrðislausri hlýðni við prógramið,
þ.e. sjálfsögun og ræktun sjálfvirð-
ingar, sem er eitt aðalatriði í
mannræktinni.
Steinar fór á sjálf sín vegum til
Birmingham í Englandi og þaðan til
Skotlands til að kanna og kynna sér
meðferðarstofnanir — og ennfremur
var hann í skóla fyrir leiðbeinendur
í Minnesota í Bandaríkjunum. Hann
hefur yfimáttúrulega kunnáttu í
galdrafræðum, sem fjalla um alkó-
hólisma — og trúlega er hann alltaf
að læra meira og meira eins og all-
ir, sem era í prógramminu af lífí og
sál. Einhver nefndi þessa kunnáttu
hálfgerð djöflafræði. Og þá er gott
að minnast orða Galdra-Lopts, sem
sagði: „ ... en ef maður kynni nógu
mikið, þá hefði djöfullinn ekki lengur
vald yfír manninum". Þekking er
eitt af einkunnarorðunum innan AA
að viðbættum hugtökum eins og
þroski og bati, svo að nokkuð sé
nefnt.
Þau hjónin Jósíana og Steinar
hafa búið á nokkram stöðum í borg-
inni og nú síðast á Lindargötunni í
gamla hverfínu þeirra og una sér
þar með ágætum. Þau bjuggu áður
upp til flalla í Breiðholti og með
fullri virðingu fyrir því umhverfí
virðast þau njóta sín enn betur við
þessa gömlu eðalgötu, Lindargöt-
una.
Steinar er völundur og leikur allt
í höndunum á honum. Hann hefur
breytt íbúðinni í litla paradís, smíðar
og smíðar og lagfærir. Og ekk má
gleyma tölvunni hans, sem hann sit-
ur við lon og don og skrifar sínar
bækur á, svo að þær koma nálega
fullskapaðar úr heila höfundar og
tölvunnar. Hann hefur ritað nokkrar
t KJ /I W I
bækur um þessi viðkvæmu mál,
alkóhólismann. íslenzkir vesalingar
kom út 1972, Furðuheimar alkóhól-
ismans kom út 1984, en við lestur
þeirrar bókar er óhætt að segja, að
rejmslusporin tólf plús erfðavenjum-
ar tólf skýrist að mun og íklæðist
holdi og blóði og taugakerfí, jafnvel
hormónum, sem að sjálfsögðu gefa
kraft. Þetta er bók þrangin lífi, en
vandlesin á köflum og minnir sum-
staðar á töframátt þann, sem felst
í mötram Indveija. Og nú er komin
út bókin 365 afréttarar fyrir almenn-
ing, afskaplega elskuleg bók, og það
skemmtilega við bókina er, að hún
er sérkennileg. Og nú í dag, sem
er fímmtándi febrúar, er ekki úr
vegi að birta kafla úr bókinni, til-
einkaðan deginum. Fyrirsögn: Von
og trú: „Ég hélt ég gæti hætt að
drekka hjálparlaust. En það tókst
ekki. Þá kom AA inn í líf mitt og
flutti mér von. AA flutti mér líka
neista trúar á eitthvað annað en
sjálfan mig.
Verið gat, að þama hafí lausnin
legið — ég fór að vona í aðra átt
en áður, ég fór að vona, að kannski
gæti guð hjálpað mér. Lengra náði
trú mín ekki. Hún var bara von.
Þess vegna fór ég á hvem AA-fund-
inn eftir annan. Vonin dró mig
þangað. Ég var orðinn þreyttur á
sjálfum mér, en þóttist vera þreyttur
á einhveiju öðra.
Smám saman opnaðist það svo
fyrir mér, að ég var eitthvað meira
heldur en bara fyllibytta. Ég átti
framtíð. Von mín hafði orðið að vera-
leika. Án þess að ég tæki eftir því.
Von mín var orðin að vissu, vissan
að trú."
Ef til vill era viðbótarorðin neðst
á sfðunni athyglisverðust í þessum
kafla úr nýjustu bók Steinars, sem
var að koma út, en þau era svohljóð-
andi: „Þegar ég gerði mér Ijóst, að
guðsneistinn er samofinn mannin-
um, þá fann ég trú.“
Og það er guðsneisti í verkum og
athöfnum Steinars. í vændum er enn
nýrri bók eftir hann, sem heitir: „Þú
getur hætt að drekka", og sú bók
geymir lausnarstein fyrir margan í
bardaganum við sjálfan sig. Sjálfur
segir hann í „Leyndardómar alkóhól-
ismans": „Þegar af mér rann eftir
þessa vikudvöl á Bláa bandinu taldi
ég mig hafa sigrað flöskuna. En
eftir eins eða tveggja ára vera í
AA-samtökunum fór ég að skilja,
að til lítils væri barizt, ef ég ekki
sigraði sjálfan mig. Það tók mig
mörg ár að skilja, að flaskan væri
saklaus, en ég sá seki."
Þetta er sá lífstónn, sem felst í
hugsanalínu Steinars Guðmundsson-
ar og er rauði þráðurinn í skrifum
hans og ræðum.
í tilefni af afmælinu era Steinari
og konu hans og fjölskyldu sendar
hugheilar kveðjur og hamingjuóskir
vegna dagsins. Böm þeirra hjón-
anna: Hansína á ísafirði, gift Krist-
jáni Jónassyni, forstjóra Djúpbátsins
og forseta bæjarstjómar; Margrét,
sem lézt í fyrra, var áður gift Ein-
ari Magnússyni frá Búðum á
Snæfellsnesi, en sfðari maður hennar
er Baldur Pálmason, rafvirki frá
Akureyri; þau bjuggu úti í Kaup-
mannahöfn; Anna, gift Gísla Snorra-
syni frá Ésjubergi á Kjalamesi;
Magnús, deildarstjóri hjá Samvinnu-
tryggingum í Hafnarfirði, giftur
Eygló Guðjónsdóttur frá Dalvík;
Þórdís, sem lézt ársgömul.
Ef til vill hefði sumum þótt til
hlýða nú að sæma Steinar heiðurs-
merki eða orðu eða einhverskonar
vegtyllu vegna afreka hans. Til fróð-
leiks er freistandi að geta þess vegna
þess hve oft er talað um frama í
ræðu og riti, að þá er til stóð, að
Bill Wilson skyldi sæmast doktors-
tign við Princeton-háskólann,
afsagði hann það með ölhi. Hann
lagði til þær forsendur, að hann teldi
það óráð og það mundi skaða hug-
sjónina að líta á hana sem leið til
frama og aðstöðu, sbr. það, að ætla
sér að verzla með dygðina og að
verzla með vináttuna. Ef hann þæði
doktorsnafnbótina, stóð hann fast á
því, að slíkt yrði sér og AA til minn-
kunnar.
Steinar hugsar eflaust nákvæm-
lega eins og Bill, hvað þetta atriði
varðar. Og á meðan Steinar og fleiri
slíkir gefa þennan tón innan samtak-
anna, má góðs vænta af áhrifum
hugsjónarinnar i samfélaginu.
Að Hæðardragi,
Steingrímur St.Th. Sigurðsson.
Gl'vl íJi ALÍ
WIWD
TÁKN ÁSTARINNAR - DULÚÐ AUSTURLANDA - ÖNNUR VERÖLD.
Við skoðum eitt af sjö undrum veraldar; Taj Mahal grafhýs-
ið — tákn ástarinnar — grafhýsi Ghandis, Rauða
virkið o.fl. o.fl. undir frábærri fararstjórn Sigurðar A.
Magnússonar.
m
3
‘V?
Prjár vikur. Brottför 30. mars. Helstu viðkomustaðir:
Delhi, Sriangar, Jaipur, Agra, Varansi, Calcutta og Kashmir héruðir
Fá sæti laus
Ferdaskrifstofan
arandi
Vesturgötu 5. Reykjavík.
s. 17445.
Útsalan hefst á morgun
í Sportval
Þeir sem til þekkja vita hvað við meinum með útsölu
Vörulækkun sem vekur athygli
Upphitunarbuxur kr. 350, Sundbolir kr. 990,- Sundskýlur kr. 290,- Verð áður kr. Nú
Úlpa 2.490,- 990,-
Skíðabuxur 3.675,- 1.990,-
Skíðagallar 4.510,- 2.990,-
Skíðagallar 6.900,- 4.900,-
Skíðagallar 10.175,- 6.900,-
Skíðapeysur 6.990,- 5.995,-
Henson-galli 3.490,- 1.990,-
Adidas-skór 1.490,- 990.-
Don Cano 5.670,- 2.990,-
Gönguskíði 2.580,- 1.890,-
Henson-galli 3.300,- 990,-
Don Cano-anorakkur 5.960,- 3.990,-
Moon Boots 1.250,- 890,-
Skíða-stretch-buxur 3.789,- 2.490,-
Sendum í póstkröfu
HHHSportvalh
\v Laugavegi 116 við Hlemm,
Símar 26690 og 14390