Morgunblaðið - 04.03.1987, Síða 3

Morgunblaðið - 04.03.1987, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 4. MARZ 1987 3 Garður: Nýtt fyrirtæki sem sérhæf ir sig í end- urvinnslu á pappír Garði. ÞESSA dagana er nýtt fyrirtæki að hefja starfsemi hér í þorpinu. Er þetta endurvinnslufyrirtæki á pappír og ef að likum lætur eitt sinnar tegundar hérlendis. Fyrirtækið heitir ísold hf. og eru eigend- ur þrír, Karl Helgason, Jóhannes Eggertsson og Jón Kristinsson. Gert er ráð fyrir að þetta nýja fyrirtæki vinni um 2500 tonn á ári og að hráefnið verði fengið af Stór- Reykjavíkursvæðinu og Suðurnesj- um. Fyrirtækið er í leiguhúsnæði og er með tvo bíla til að afla hráefn- is. Stofnkostnaður liggur ekki fyrir en hann mun vera á bilinu 8—10 milljónir. Segja má að endurvinnsla sé kannski ekki rétta orðið yfir vinnsl- una því hér er aðeins um að ræða að notaður pappír er tættur niður og pressaður í alsjálfvirkri pappirs- pressu sem skilar frá sér böllum sem eru milli 400 og 500 kíló sem síðan eru fluttir utan. Aðallega er stefnt á að selja hráefnið til Þýzka- lands þar sem fæst bezt verð, en það hefir verið í lágmarki að und- anförnu en fer hækkandi. Búist er við að 8—10 starfsmenn vinni við verksmiðjuna þegar fram- leiðslan er komin á fulla ferð. — Arnór Morgunblaðið/Amór Eigendur hins nýja fyrirtækis ísoldar hf. Talið frá vinstri: Jón Kristinsson, Jóhannes Eggertsson og Karl Helgason. I bakgrunni má sjá nokkra balla sem bíða tilbúnir til sendingar á erlendan markað. ÞaÚsitur enginn einn aúnýja fyllta SíríussúkkuMinu Það hefur fjölgað í súkkulaðifjölskyldunni hjá Síríus og Nóa: Hreint Síríussúkkulaði með piparmyntu- og karamellufyllingu er I komið í sælgætishillurnar. Náðu þér í stykki og deildu því með besta vini þínum. MneJirfas SVONA GERUM VIÐ Gott fyrir tvo!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.