Morgunblaðið - 04.03.1987, Síða 18

Morgunblaðið - 04.03.1987, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 Réttlátar lífeyristrygg- ingar öllum til handa eftir Guðmund H. Garðarsson Efling lífeyristrygginga mun verða eitt af megin viðfangsefnum íslendinga á næstu árum. Aukin hagsæld og almenn velmegun á meðal annars að fela það í sér að vel sé búið að lífeyrisþegum, öldruð- um og öryrkjum. Huga ber af gaumgæfni að þessum málum og sérhver ber að leggja sitt af mörk- um til þess að því markmiði verði náð að hinir öldruðu geti lifað áhyggjulausu lífi að starfsævi lok- inni hvað lífsafkomu og umönnun áhrærir. Við úrlausn þeirra mála dugar ekki endilega einhver ein ákveðin leið eða aðferð. Ýmsar leið- ir koma til greina að settu markmiði og að því verður að stefna í sam- ræmi við meirihlutavilja þjóðarinnar eins og hann birtist á hvetjum tíma. A því byggist lýðræðið. Mikilvægasti þátturinn í afkomu- öryggi aldraðra felst í ellilífeyris- greiðslum frá almannatrygginga- kerfinu og/eða úr lífeyrissjóðum. Hérlendis hefur almannatrygginga- kerfið verið starfrækt í áratugi með misjöfnum árangri. Lífeyrissjóða- kerfið í þeirri útfærslu er við búum við í dag var að meginstofni til vegna samninga aðila vinnumark- aðarins árið 1969. Áður höfðu opinberir starfsmenn, verslunar- menn, iðnverkafólk og nokkrir aðrir starfshópar tryggt sér þessi réttindi með samningum. Ýmsir ágallar hafa komið fram á þessu kerfi, sem hefur verið í stöðugri endurskoðun allt frá árinu 1976, eins og síðar verður nánar vikið að. Samræming trygg- ingakerfa Með tilliti til þróunar þessara mála á síðustu tveim áratugum og einkum þess að aðal áhersla hefur verið lögð á uppbyggingu lífeyris- sjóða á grundvelli uppsöfnunar en ekki gegnumstreymis fjár, verður sérhverjum ljóst, sem eitthvað þekkir til þessara mála, að brýna nauðsyn ber til að samræma þessi tryggingakerfi með sérstöku tilliti til ákveðinna lágmarkstrygginga- bóta öllum til handa með svipuðum hætti og sett var fram af sjálfstæð- ismönnum á Alþingi á sínum tíma í frumvarpi til laga um Lífeyrissjóð íslands. Til þess að það sé unnt er óhjákvæmilegt að með lögum á grundvelli samninga við handhafa lífeyrissjóðanna verði lífeyrisrétt- indi samræmd án þess að grundvall- arréttindi lífeyrissjóðsfélaganna séu skert á sama tíma sem lágmarks lífeyrisréttindi þeirra sem við skarð- an hlut búa eru hækkuð í gegnum endurskoðað almannatrygginga- kerfi. Eins og málum er nú háttað í íslensku þjóðfélagi hvað þróun lífeyrismála áhrærir er óhjákvæmi- legt að nálgast lausn þessara mála með framangreindum hætti. Að halda öðru fram væri vísvitandi blekking eða ófyrirgefanlegt óraun- sæi. Víkjum nánar að bakgrunnin- um. Sömu grundvallar- réttindin Á liðnum áratugum hefur skiln- ingur manna sem betur fer farið vaxandi á því_ að efla beri lífeyr- istryggingar. í þeim efnum hafa margir aðilar komið við sögu eins „Það er því mikiil mis- skilningur og beinlínis rangt þegar forustu- menn Alþýðuf lokksins halda því fram, og það á síðum Morgunblaðs- ins, sem er vandað blað, að fólkið í landinu hafi ekkert komið við sögu lífeyristrygginga í landinu. Hvað á svona blekking að þýða?“ Fyrri grein og vera ber í lýðftjálsu þjóðfélagi. Fyrst ber að nefna tugi þúsunda lífeyrissjóðsfélaga, launafólk sem vinnuveitendur, sem hafa í ftjálsum samningum komið á fót lífeyrissjóð- um í öllum helstu starfsgreinum og landshlutum. Þá ber að nefna stjórnmálamenn, einstaka, sem hafa látið sig þessi mál nokkru varða. Ennfremur fjöldi einstakl- inga sem hafa fjallað um þessi mál í ræðu og riti á grundvelli þekking- ar og áhuga fyrir framþróun heil- brigðra og réttlátra lífeyristrygg- inga í landinu. Lífeyristrygginga sem tryggja öllum sama grundvall- arréttinn. Ákvarðanir fólksins Það er því mikill misskilningur og beinlínis rangt þegar forustu- menn Alþýðuflokksins halda því fram, og það á síðum Morgunblaðs- ins, sem er vandað blað, að fólkið í landinu hafi ekkeit komið við sögu lífeyristrygginga í landinu. Hvað á svona blekking að þýða? Alþýðu- flokksforustan strikar yfir þá staðreynd að almenna lífeyrissjóða- kerfíð byggist á víðtækum samn- ingum sem hafa verið svo til árlega til umfjöllunar í verkalýðsfélögun- um og samtökum vinnuveitenda allt frá árinu 1969. Er þetta ekki fólk í augum krataforustunnar? Fólkið í verkalýðshreyfingunni, tugþúsundir verkamanna, verka- kvenna, verslunarmanna, iðnverka- fólks, sjómanna o.s.frv. er ekkert forréttindafólk eða fulltrúar þess í stjórnun sjóðanna einhveijir „sjóða- kóngar". Kratar geta sparað sér ómerkileg stóryrði um trúnaðar- störf manna í þágu annarra. Hins vegar hlýtur verkalýðshreyfingin og samtök vinnuveitenda að fela einhveijum ákveðnum fjölda félaga sinna að fýlgjast með því með lög- formlegum hætti að jafnveigamikill þáttur í samningunum eins og lífeyrisréttindin eru, sé fram- kvæmdur í samræmi við gerða samninga. Lánleysi krata í lífeyrismálum Það er hörmulegt fyrir Alþýðu- flokkinn að pólitískir forustumenn hans skuli hafa fjarlægst svo verka- lýðshreyfinguna, að þeir skuli ekki taka gildar ákvarðanir fólksins sjálfs í hreyfíngunni, hvað þá að gerðir samningar séu marktækir. Staðreynd málsins er sú að hin pólitíska forusta Alþýðuflokksins hefur ekki lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn á grundvelli gegn- umstreymis í samræmi við ævitekj- ur. Þeir hafa hins vegar lagt fram tillögu til þingsályktunar um þjóð- aratkvæðagreiðslu um afstöðu manna til þessara mála. Mannsæmandi lífeyrir Þetta er sýndartillaga á því herr- ans ári 1987. I þessum efnum eins og svo mörgum öðrum hafa kratamir fallið á tímaskekkju um framkvæmd þessara mála. Á ára- tugnum 1970—1980 var hún framkvæmanleg en núna verður vegna þróunar lífeyrissjóðakerfisins að leita nýrra leiða að upprunalega markmiðinu sem er mannsæmandi lífeyrir öllum til handa. Það felst í samræmingu lífeyrissjóðakerfisins um ákveðin grundvallarréttindi samkvæmt samningum þar um og löggjöf sem aðilar koma sér saman um. Jafnframt og samhliða verður að endurskoða allt almannatrygg- ingakerfið vegna þeirra sem ekki njóta fullra og fullnægjandi réttinda úr lífeyrissjóðunum eða samkvæmt núgildandi lögum um almanna- tryggingar. Höfundur skipar 6. sæti á fram- boðslista Sjáífstæðisflokksins í Reykjavík. Reiðubúinn að fara í bíltúr með Davíð og Steingrími eftirPéturMa Jónsson Þessa dagana berast bifreiðaeig- endum í hendur gluggaumslög með innheimtuseðlunum vinsælu vegna iðgjalda bifreiða sinna. Eins og oft áður mun eflaust mörgum bíleig- andanum finnast þessir reikningar æði háir. Séu bílar fleiri en einn í fjölskyldu geta iðgjöldin skipt veru- legri upphæð. Það er því mikilvægt fyrir þjóðfélagið að þessum kostn- aði sé haldið niðri eins og frekast er kostur. í ár reyndist það tryggingarfé- lögunum nauðsynlegt að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga um 19% frá iðgjöldum fyrra árs sem er nokkuð umfram verðlagsþróun. Þessi hækkun mun skila um 15% hærri íjárhæð til félaganna vegna bónusbreytinga. Orsök þessarar hækkunar er sem fyrr léleg afkoma bifreiðatrygginga, en léleg afkoma í þessari grein vátrygginga stafar eingöngu af miklum tjónum. Tjón- um virðist fjölga stöðugt milli ára. Það er því mikil nauðsyn að þjóð- in taki nú höndum saman — já að það verði einhvers konar vakning meðal okkar — og að gert verði árangursríkt átak til þess að bæta umferðarvenjur okkar. Þar verða allir að leggjast á eitt. Ef umferðar- slys kosta okkur um 2,5 milljarða króna á hveiju ári og okkur tekst að lækka þá upphæð um 20% þá sparast um 500 milljónir króna á ári. Ljóst er að til mikils er að vinna. Vátryggingarfélögin hafa eins og kunnugt er ákveðið að veija 1% af andvirði iðgjalda bifreiðatrygg- inga til sérstaks átaks sem gefið hefur verið nafnið Fararheill. 1% þýðir 12-14 millj. króna á ári. Það er svipað fjármagn og Umferðarráð hefur haft til ráðstöfunar. Þannig tvöfaldast það Qármagn sem varið verður til áróðurs fyrir betri akst- ursvenjum. Fararheill mun hafa samráð við Umferðarráð um þenn- an áróður. Fararheill mun hafa uppi áróður í sjónvarpi, hljóðvarpi, blöðum, bíóum og skólum. Vonandi leiðir þetta átak til færri slysa og árekstra, sem gæti síðan skilað sér aftur til bifreiðaeigenda í formi lægri iðgjalda. Um umferðarmál hefur margt verið rætt og skrifað á liðnum árum. Einhvemveginn hefur sú bylting sem verða þarf aldrei komist á. Það hefur aldrei verið gert varanlegt átak sem skilað hefur nauðsynleg- um árangri sé litið til lengri tíma. Ég tel að nú séu að skapast þær aðstæður í þjóðfélagi okkar að við séum loks reiðubúin til að samein- ast og gera raunverulegt átak í umferðarmálum. Nú er lag. Mikil- vægt er að fylgja þessu lagi vel eftir. Fararheill kemur á hárréttum tíma. Umferð felst í samhæfingu margra þátta, gangandi, hjólandi og akandi fólks, bifi’eiða og hjóla svo og umferðarmannvirkja. Sem betur fer gengur langoftast vel að samhæfa alla þessa þætti. Verði árekstur eða slys má oftast kenna um röngu mati mannsins á aðstæð- um. Gott gatna- og vegakerfi hjálpar hins vegar manninum að bregðast rétt. Það gerir einnig góð ökukennsla. Því miður er margt Pétur Már Jónsson „Það er því mikil nauð- syn að þjóðin taki nú höndum saman — já að það verði einhvers kon- ar vakning meðal okkar — og að gert verði árangxirsríkt átak til þess að bæta umferðar- venjur okkar.“ sem finna má að þessum þáttum hjá okkur. Til þess að ná varanlegum árangri þarf að ráðast skipulega til verka. Ný umferðarlög ættu að skapa góðan grundvöll nauðsyn- legra umbóta. Guð gefi að alþingis- menn okkar beri gæfu til að hafa þau skynsamleg. Einnig verður verulegt gagn í þeim upplýsingum sem verkfræðingar hjá Reykjavík- urborg hafa nú safnað saman í tölvu um helstu árekstrastaði í Reykjavík. Slíkt þyrfti að gera fyrir landið allt. Eitt af því sem þarf að byija á að laga eru merkingar eða málning gatna. Góð og rétt merking gatna er mjög mikilvæg. Því miður stönd- um við okkur illa hvað þetta varðar. Sem betur fer er tiltölulega auðvelt og ódýrt að bæta úr þessu. í dag er ástandið þannig að slíkar merk- ingar eru nánast ekki til. Ég vil taka eitt dæmi. Ég ek um Suður- landsbrautina daglega. Ég hef aldrei séð Suðurlandsbrautinga málaða og merkta af fullri alvöru. Stundum einstaka kafla. Ég held raunar að þessj gata sé táknræn fyrir ástandið. Ég skora á umferð- aryfirvöld að gera myndarlegt átak í þessum efnum sem fyrst. Ef máln- ing endist stutt þá verður bara að mála oftar já tvisvar eða þrisvar á ári. Það mætti iíka láta sér detta í hug að styrkja einhvem aðila til þess að fínna upp betri málningu heldur en virðist vera til í dag. Hér í Reykjavík eru götumar nefnilega auðar mest allt árið og því nauðsyn- legt að hafa þær alltaf vel málaðar. Erlendis er mun betur staðið að þessum málum. Ég fullyrði að myndarlegt átak í þessum efnum þarf ekki að kosta verulegt fjár- magn og mun skila sér strax í fækkun árekstra. Þessi orð mín eiga ekki bara við Reykjavík. Þau eiga við alls staðar á landinu. Ég er reiðubúinn til að fara í bíltúr með Davíð og Steingrimi til að sýna þeim hvað ég á við. Ég hef látið mér detta í hug að hér í Reykjavík yrði t.d. sett á fót samstarfsnefnd skipuð fulltrúum frá umferðarnefnd, lögreglu, trygg- ingarfélögum og bifreiðaeigendum sem hefði umsjón með framkvæmd þessara mála. Vegfarendur ættu þess kost og yrðu hvattir til þess að koma fram með hugmyndir sínar. Þá vil ég einnig minnast hér á hönnun gatna og hef þá sérstaklega í huga hönnun gatnamóta. Við sem búum hér í Reykjavík verðum oft vitni að breytingum á gatnamótum. Þær eru sjálfsagt oft nauðsynlegar vegna þess að ekki var rétt frá gengið í upphafí. Sem betur fer eni þessar breytingar oftast til hins betra. Gallinn er bara sá að alltof oft er ekki gengið nógu langt í þessum lagfæringum. Það sem raunverulega þarf að gera er ekki gert nema að hluta, sjálfsagt í spamaðarskyni. Síðan er komið nokkrum árum seinna og breytt á ný. Á endanum verður þetta örugg- lega miklu dýrara. Oft virðast þessar breytingar ekki nógu vel hannaðar eða bara alls ekki hannað- ar. Tökum enn annan þátt fyrir: Þjálfun ökumanna. Ég las nýlega erindi sem stjórnarmaður í Öku- kennarafélagi Islands flutti á ráðstefnu um umferðarmál. Þar kom fram að kröfur hérlendis til náms ökukennara eru í engu sam- ræmi við þær kröfur sem gerðar eru í nágrannalöndum okkar. Brýnt er að herða mjög kröfur sem gerðar eru til ökukennara. Þeir leggja gi-undvöllinn. Hann verður að vera góður. Höfundur er lögfræðingur og deildarstjóri bjá Brunabótafélagi fslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.