Morgunblaðið - 04.03.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.03.1987, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 Persaflóastríðið: Harðir bardag- ar nærri Basra Nikósíu, AP. IRANIR kváðust hafa unnið Basra í írak í hörðum bardögum ingu IRNA, hinnar opinberu glæsta sigra nærri borginni á mánudag og i gær. í tilkynn- fréttastofu írana, sagði að 1.200 írakar hefðu fallið eða særst. Iranir kváðust hafa náð hernað- arlega mikilvægu svæði suðvestur af Fiskivatni, sem er stöðuvatn gert af manna höndum, um 10 kíló- metra austur af Basra. í tilkynn- ingu IRNA í gær sagði að bardagar geisuðu enn og að hersveitir þeirra hefðu yfirhöndina. Herstjórn íraka gaf ekki út tilkynningu um átök. Þetta er önnur stórsókn Irana nærri Basra frá því á fimmtudag er þeir skýrðu frá því að sókninni „Karbala 5“ sem hófst fyrir sex vikum vaeri lokið. Um síðustu helgi sögðust íranir hafa brotist í gegn- um varnir íraka við Basra til að hindra hugsanlega gagnsókn þeirra. Vestrænir leyniþjónustumenn telja að 25.000 íranskir hermenn og um 10.000 írakar hafi fallið í „Karbala 5“, sem hófst 9. janúar síðastliðinn. Spænskir embættismenn óttast aukin hryðjuverk SPÆNSKIR embættismenn kváðust í gær óttast að dauði eins leiðtoga aðskilnaðarhreyf- ingar Baska myndi leiða til valdabaráttu innan samtak- anna og aukinna hryðjuverka. Domingo Abasolo, helsti leið- togi aðskilnaðarhreyfingar Baska lést í bílslysi í Alsír þann 27. febr- úar. Abasolo hafði dvalist þar í útlegð um nokkurt skeið. Hann tók við stjórn vopnaðara sveita Baska árið 1975. Abasolo átti vísan stuðning eldri manna innan samtakanna en margt þykir benda til þess að hann hafi misst tökin á ungliðunum á síðustu mánuðum. Dagblaðið El País sagði í frétt í gær að spænskir embættismenn óttuðust nú mjög að dauði Aba- solo myndi leiða til valdabaráttu innan hryðjuyerkasamtaka Baska milli ungliða og eldri manna. Aðskilnaðarhreyfing Baska hefur myrt um 600 manns, eink- um her- og lögreglumenn, frá því samtökin hófu vopnaða baráttu árið 1968. Grænland: Hjólreiðamenn virða fyrir sér sprunguna, sem myndaðist í jarð- skjálftanum mikla á Nýja-Sjálandi á mánudag. Eins og sjá má, er vegurinn sundurskorinn af sprungunni, sem var um 2 km löng. Eigna- tjón af völdum jarðskjálftans er metið á 300-400 millj. ísl. kr. Thule-búar krefjast bóta Kaupmannahöfn, frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgfunblaðsins. SVEITARSTJÓRN Thule á norðvesturhluta Grænlands hefur ritað Poul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, bréf þar sem þess er krafist að skipuð verði nefnd til að skera úr um ágreining varðandi bandaríska herstöð þar. Herstöð Bandaríkjamanna í ekki verið svarað. Thule var reist árið 1953. íbúar Árið 1959 gerðu íbúar Thule þá Jarðskjálftarnir á Nýja-Sjálandi: svæðisins voru neyddir til að flytj- ast frá heimkynnum sínum. Bandarikjamenn reistu hús fyrir fólkið 180 kílómetrum norðar en þau reyndust hin mesta hráka- smíð. Þess hefur verið farið á leit við Bandaríkjamenn að þeir reisi ný hús en þeirri bón hefur enn kröfu á hendur Banadríkjamönn- um að þeir greiddu bætur vegna nauðungarflutninganna. Þetta mál er einnig óleyst. Arið 1985 féllust Bandaríkjamenn á að minnka her- stöðvarsvæðið og fengu þá íbúarnir hluta sinna fornu veiðisvæða til baka. Nær tveggja km löng sprunga klauf jörðina Wellington, Reuter, AP. JARÐSKJÁLFTAR héldu enn áfram á norðurhluta Nýja-Sjá- lands í gær í kjölfar jarðskjálft- ans mikla þar í fyrradag. Sá skjálfti mældist 6,25 stig á Rich- ters-kvarða og olli tjóni á Danny Kaye látinn Los Angeles, AP. BANDARÍSKI skemmtikraft- urinn Danny Kaye, sem um langt skeið var „sérlegur sendi- herra barnahjálpar Sameinuðu þjóðana", lést snemma í gær 74 ára að aldri. Hann fékk hjartaáfall. Kona hans Sylvia og dóttir hans Dena voru með honum við andlátið. Greint var frá því á mánudag að Kaye lægi fyrir dauðanum. Honum var leyft að fara af sjúkra- húsi í síðustu viku eftir þriggja vikna legu. Kaye fæddist í New York og kom hann fyrsta sinni fram á þriðja áratugnum í hlutverki trúðs. Skrípalæti hans vöktu at- hygli og lék hann á Broadway, fékk hlutverk í Hollywood og hélt tónleika. Meðal kvikmynda hans eru „Eftirlitsmaðurinn“ frá 1948, „Leyndarlíf Walters Mitty“ frá 1946, „Hans Christian Andersen“ frá 1952 og „Hvít jól“ frá 1954. Margrét Danadrottning aðlaði Kaye árið 1983 fyrir leik hans í hlutverki H.C. Andersens í söng- leik frá Hollywood. Sagði Dana- drottning að rauðhærði, rauðbirkni leikarinn hefði fært börnum um allan heim gleði og hamingju. Kaye fékk Emmy-verðlaun fyr- ir sjónvarpsþátt sinn „The Danny Kaye Show“ árið 1963 og besta bamaþáttinn árið 1975. Honum voru veitt sérstök Óskarsverðlaun í viðurkenningarskyni árið 1954. Danny Kaye. Hann var einnig sérlegur sendi- herra bamahjálpar Sameinuðu þjóðanna í þijátíu ár og fékk fyr- ir það viðurkenningu árið 1984. Hann stjómaði mörgum helstu symfóníuhljómsveitum heims, söng eitt sinn fyrir Elísabetu II Bretadrottningu og var honum veittur hinn gullni tónsproti bandarískra symfóníuhljómsveita fyrir störf sín í þágu tónlistarinn- ar. Kaye lærði aftur á móti aldrei að lesa nótur. Árið 1981 kom hann fram með fílharmóníuhljómsveitinni í New York. Gekk hann inn á sviðið með Rputcr fangið fullt af tónsprotum og sagði fiðluleikurum fyrir verkum með því að sveifla fæti. Hann stjómaði „Býflugunni" eftir Rimsky Korsakov með flugna- spaða. Kaye fæddist 18. janúar árið 1913. Hann giftist konu sinni Sylvia Fine árið 1940 og eignuð- ust þau dóttur, Denu, árið 1946. Sylvia Fine Kaye, framleiðandi, textahöfundur og tónskáld, samdi mörg af lögum manns síns og tók hún einnig þátt í að framleiða kvikmyndir hans og sjónvarps- þætti. mörgum stöðum. Mikill ótti greip um sig á meðal fólks á þessum slóðum og 3000 íbúar bæjarins Kawerau sáu þann kost vænstan að yfirgefa heimili sín að sinni. Tveggja manna er saknað og 25 manns að auki slösuðust meira eða minna í jarðskjálftanum. Lýst var yfir neyðarástandi þegar í stað og er það enn við lýði. Jarð- skjálftarnir í gær fundust á all stóru svæði og mældust fjórir þeirra um 4,5 stig á Richter. Svo mikil er jarð- skjálftavirknin þarna samkvæmt frásögn sérfræðinga, að allt að fimm jarðskjálftar mældust þarna í gær á hveijum 10 mínútum. Líklegt þykir þó, að jarðskjálfta- virknin verði með svipuðum hætti og oftast gerist, þegar stórir jarð- skjálftar eiga sér stað. Þá má gera ráð fyrir, að jarðskjálftar haldi áfram á þessu svæði í eina eða tvær vikur en úr þeim dragi á þeim tíma bæði að því er varðar tíðni og styrk. Það er þó alls ekki unnt að útiloka, að annar jarðskjálfti jafn harður eða jafnvel enn harðari en sá fyrsti eigi sér stað. Það er harðasti jarð- skjálfti, sem komið hefur á Nýja- Sjálandi í 19 ár. Gengi gjaldmiðla London, AP. GENGI Bandaríkjadollars hækk- aði gagnvart öllum helstu gjald- miðlum Evrópa að enska pundinu undanskildu. Gullverð breyttist litið. í London kostaði sterlingspundið 1,5613 dollara (1,5558) en annars var gengi hans þannig að fyrir hann fengust: 1,8310 vestur-þýsk mörk (1,8290), 1,5415 svissneskir frank- ar (1,5380), 6,0950 franskir frankar (6,0885), 2,0680 hollensk gyllini (2,0650),1.301,50 ítalskar lírur (1.300,25), 1,33375 kanadískir dollarar (1,3310) og 156,60 jen (153,42). Óveður í Hollandi Amsterdam, Reuter. VEÐUR kólnaði skyndilega í Holl- andi á mánudag, rafmagnslaust varð víða og samgöngur riðluðust. Allt flug lá niðri þ.á m. þyrluflug til olíuborpallanna í Norðursjó. Mik- ið var um óhöpp vegna veðursins og sagði lögregla að þrír hefðu lát- ist í umferðaslysum er ættu rætur að rekja til ísingar á vegum. Am- stel áin flæddi yfir bakka sína skammt frá Amsterdam og olli nokkrum skemmdum. í allan gær- dag var unnið á viðgerðum á rafmagni og því að koma sam- göngum í venjulegt horf. Frakkland: Bændur hertaka skrifstofur Pontivy, Frakklandi, Reuter. UM 300 franskir svínaræktabænd- ur, er voru að mótmæla lækkandi verði á svínakjöti, lögðu undir sig bæjarskrifstofumar í bænum Pon- tivy í vesturhluta Frakklands, í nokkrar klukkustundir í fyrrinótt. Lögregla var kölluð á staðinn, en ekki kom til átaka. Eftir viðræður yfirvalda og bænda yfirgáfu þeir síðarnefndu skrifstofumar og eng- inn var handtekinn. í síðustu viku efndu svínaræktabændur á þessu svæði til mótmæla og trufluðu þá samgöngur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.