Morgunblaðið - 04.03.1987, Side 46

Morgunblaðið - 04.03.1987, Side 46
46 MORG.UNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 Rétt röð Héma em nokkrar myndir. Röðin á þeim hefur eitthvað ruglast. Getur þú raðað þeim upp á nýtt þannig að úr því verði rétt atburðarás? Hvert er Guðjón að fara? Guðjón vinur okkar er að fara í ferðalag. Veistu hvert hann fer? Þú getur fundið það út með því að nota stafina sem vantar í stafróf- ið hér og raðað þeim rétt saman. 4 'K ö c D Ð í f H I 1 K L Á \o C p a r u á \j 14/ Z z P S i Úti í bæ á öskudag í dag er öskudagur. Þá er frí í skólum og það færist í vöxt að böm klæði sig í alls kyns skrýtin föt og sprelli þennan dag. Bolludagur og sprengidagur eru dagamir fyrir öskudag. Þá þekkjum við best á því að bollur, fiskibollur, kjötbollur, rúsínuboll- ur, krembollur eða rjómabollur, eru etnar af bestu list og reynir hver að troðoa í sig eins miklu og mögulegt er. í kjölfar bollu- dagsins siglir svo sprengidagur- inn. Þá borðum við Islendinga saltkjöt og baunir. Þetta eru skemmtilegir siðir. Veistu af hveiju þessir dagar eru tilkomnir? Hér áður fyrr vissu menn gjarna meira um þessa Lagðirðu heilann í bleyti? Á síðustu bamasíðu var smá reikningsþraut: Rétt svar var 37 + 28 + 34 = 99. daga, en við gemm nú. Ástæðan fyrir því var sú að í kjölfar þeirra fylgdi fastan og þá neituðu menn sér um ýmislegt sem annars þótti sjálfsagt. Öskudagurinn er reynd- ar fyrsti dagur í föstu. Það er ekki oft sem við hugsum um föstu, en þó getum við nefnt jólaföstuna, aðventuna, tímann þegar við undirbúum jólin. Fastan sem byrjar á öskudag er undir- búningstími fyrir páskana. í Biblíunni er askan tákn sorgar Guðjón vinur okkar er hér mættur til leiks. Hann er búinn að baka bollur. Flengja með bolluvendinum og nú er hann búinn að búa sig uppá til að fara niður í bæ á öskudaginn. og iðrunar. Áður fyrr neituðu menn sér um kjöt eða annan mat fram að páskum. Þess vegna not- uðu þeir tímann fyrir öskudag og borðuðu eins mikið og þeir gátu. Þið hafið eflaust heyrt talað um kjötkveðjuhátíðar, sem haldnar eru á þessum tíma víða um lönd. I kirkjum eru oft notaðir litir til að minna á ákveðinn tíma kirkjuársins. Litur föstunnar er fjólublár. Þið hafíð e.t.v. tekið eftir því að á föstunni er lesið úr Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar í útvarpinu. Myndagátan 23 Hluti af myndinni sem birtist síðast virðist ekki hafa nægt til að þið fynduð út af hverju myndin er. Nú fáið þið annan hluta til viðbótar. Ég endurtek að þetta er teikning. Hver fær bolluna Allir krakkar vilja fá sem flestar bollur á bolludag. Hérna varð ein bolla afgangs. Eitt barnanna fær hana. Getur þú fundið út hvert þeirra það er?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.