Morgunblaðið - 04.03.1987, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 04.03.1987, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 mmmn Þá er rétt að leiðrétta veð- urfréttirnar frá því í gær. Með morgunkaffinu Ef ég gleymi að greiða henni hin lögboðnu gjöld geta lögin skyldað mig til að taka saman við hana aftur? Fengum ekki einu sinni að klára kaffið Ég fór inn á Café Hressó núna fyrir skömmu og hitti þar kunn- ingja minn sem var að drekka kaffí þar inni. Ég spurði hann hvort hann ætlaði ekki að bjóða mér upp á kaffisopa og fór hann þá og keypti meira kaffi. Við vorum búnir að vera þama í ca. 15 mínútur þegar tveir lög- reglubílar renna upp að dyrunum. Lögreglumennirnir gengu inn og sögðu okkur að fara út. Ég benti þeim þá á að við værum búnir að versla og værum þar að auki ekki með læti. Við vorum þá teknir inn í lögreglubíl og okkur ekið upp á stöð. Þar töluðum við við varðstjóra sem tilkynnti okkur að við værum ekki velkomnir þarna inni. Ég á svo- lítið erfitt með að átta mig á af hveiju þar sem við vorum þegar búnir að fá afgreiðslu. Við fengum ekki einu sinni að klára kaffið og það þykir mér ansi hart. Jón Filippusson Magnús H. Kristinsson telur það vera bráðsnjalla hugmynd sem sett var fram af Friðriki Á. Brekkan í Morgunblaðsgrein í janúar að veita alþjóðlega viðurkenningu sem tengist leiðtogafundinum. Bráðsnjöll hugmynd hjá Fríðríki Nokkur orð frá Spáni Ef til vill má svo vera að Morgun- blaðið sé fyrir suma eins og sólarolía er fyrir aðra þegar í suðurátt er haldið. Hér voru gestir á ferð frá íslandi og í einu þeirra blaða sem skilin voru eftir var grein sem mér gafst tækifæri til þess að lesa. Grein þessi er þess virði að þeir sem hafa með ferðamannamál að gera á ís- landi, sem og aðrir, lesi hana. Greinin ber heitið „Opið bréf til hlutaðeigandi yfirvalda, ríkis, borg- ar, ferða- og fjármála" og birtist 23. janúar sl.. Höfundurinn, Friðrik Ásmundsson Brekkan, sem starfar sem blaðafulltrúi hjá Menningar- stofnun Bandaríkjanna, kemur þama fram með, að mínu mati, ekki bara góða heldur bráðsnjalla hugmynd. Hann talar um að heppi- legt væri að athuga það hvemig best væri að nýta áfram þá gífur- legu athygli sem land og þjóð fengu meðan á leiðtogafundinum stóð. Hugmynd Friðriks er sú að stofnað- ur verði sjóður og úr honum afhent verðlaun árlega. Verðlaunin gætu verið í ýmsu formi en fyrst og fremst skyldi vanda til hugmyndar- innar og útfærsla hennar, virðuleiki og traust höfð í fyrirrúmi. Verðlaunahugmyndin yrði að komast til skila um allann heim sem nk. Nóbels-verðlaun sem menn myndu leggja sig fram við að hljóta. I þessu sambandi ætti að nota nöfn- in sem nú hafa farið um allan heim og enn má sjá í ijölmiðlum þó að mánuðir séu liðnir síðan leiðtoga- fundurinn var haldinn. Til dæmis mætti nota þekktustu þijú nöfnin og nefna verðlaunin „The Icelandic Reykjavíkur HÖFÐI Intemational Order of Merit". Hugmynd Friðriks er að mínum dómi ekki einungis góð heldur bráðsnjöll, sé það haft í huga hveiju mætti koma til leiðar ef vel er hald- ið á málum. En nú þyrfti strax að fara að undirbúa jarðveginn svo að fyrsta afhendingin gæti farið fram haustið 1987. En því miður eru ekki allir þeim góðu gáfum gefnir að þekkja góða hugmynd þegar þeir sjá hana, jafn- vel þó hún sé á nefbroddi þeirra. Ef viðkomandi hugmynd þarf nú að bíða eftir stuðningi opinberra aðila, sem margir íslendingar hér á ferð kalla „kerfið", þá getur það vel farið svo að biðin verði einum of löng, öllum í óhag. „Kerfið“ virð- ist vera orðið svo þunglamalegt að tækifærið til þess að nýta þessa hugmynd verður eflaust úr greipum gengið þegar einhveijar hreyfingar fer að gæta. Því miður, þar sem hugmyndin var góð. Og ekki bara það. Hún var bráðsnjöll. Magnús H. Kristjánsson Hostal Hekla (Costa Brava) Spáni Víkverji skrifar Bannsett veðurblíðan (!) var umræðuefni Víkveija á þriðju- daginn. Hann skoðaði þennan einstaka vetur frá sjónarhomi skíðamanna og vetrarvörukaup- manna og sjálfsagt vildu þessir hópar hafa heldur meiri snjó. Sömu sögu er væntanlega að segja um þá sem selja snjókeðjur og slíkt. Þeir hljóta þó að vera fleiri sem þakka mildi vetrarins og Raufar- hafnarbúi, sem Víkveiji talaði við í vikunni, er í þeim hópi. Hann átti ekki orð yfir veðurblíðunni og sagð- ist hafa ekið í vorveðri frá Raufar- höfn til Reykjavíkur á níu tímum. Hann sagðist ekki hafa ekið mjög greitt, tekið tillit til aðstæðna og niður Norðurárdalinn hefði hann takmarkað sig við „aðeins" 50 kíló- metra hraða vegna hálku á vegin- um. Hann sagði færð á Norðaustur- hominu hafa verið með ólíkindum í vetur og myndu menn vart annað eins. XXX IReykjavík hefur saltaustur og snjómokstur verið í lágmarki til stórkostlegs spamaðar fyrir skatt- borgara. Saltaustrinum fylgir ryð í bílunum og er Víkveija minnisstætt er hann bjó fyrir nokkmm ámm við „strætógötu". Frost og snjó- koma skiptust á einn veturinn og á tímabili var hægt að stilla klukkuna eftir saltbílnum, sem byijaði að dreifa saltinu nokkm áður en strætó fór í sína fyrstu ferð. Um vorið uppgötvaði Víkveiji að vinstri hlið bíls hans var illa farin af ryði, nán- ast úr bílnum, en hægra megin sá vart á honum. Vinstri hliðin hafði snúið út á götuna á bílastæðinu og fengið vænan skammt af saltinu. Leigubílstjóri, sem Víkveiji ferð- aðist með á dögunum, sagði það ólíku saman að jafna hversu miklu auðveldara hefði verið fyrir þá starfsstétt að stunda vinnu sína nú í vetur en oft áður. Nefndi hann ýmis dæmi; stórhættulega bakka og mðninga í hjólförunum í snjón- um, ófærar gangstéttir, illa útbúnar og stórhættulegar bifreiðir svo dæmi séu tekin. Fleira tíndi hann til og klykkti út með að fullyrða að geðheilsa manna væri allt önnur og betri í árferði eins og núna. essum bflstjóra fannst eiga að nota þá peninga sem sparast hafa i vetur til þess að mála merk- ingar á götur borgarinnar. Nefndi hann sérstaklega Breiðholtsbraut og Kringlumýrarbraut þar sem komnar em þijár akreinar. Sagði hann marga ökumenn ekki hafa áttað sig á þessu og tefðu þeir af þessum sökum fyrir umferð. I vetur hefði verið hægt að nota marga daga til þessa verkefnis. XXX Að lokum nokkur orð um tillits- semi í umferðinni. Víkveiji ekur oft Vatnsmýrarveginn í aust- urátt og síðan inn á Skógarhlíðina. Á mestu álagstímum em langar raðir á þessum götum og bílalestim- ar rétt mjakast áfram. Skógarhlíðin á réttinn, en Víkveija finnst það til mikils sóma hversu margir þeirra sem aka Skógarhlíðina hliðra til og er það nánast regla að inn í röðina fara til skiptis bílar af Vatnsmýrar- vegi og Skógarhlíð. Hvers vegna þetta mikla álag er á Skógarhlíð og Bústaðavegi er hins vegar efni í heila grein.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.