Morgunblaðið - 04.03.1987, Side 64

Morgunblaðið - 04.03.1987, Side 64
Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Rækjuverksmiðjan í Hnífsdal: Tvenn hjón taka við rekstrinum fsafirði. EIGENDASKIPTI að Raekjuverk- smiðjunni hf. í Hnifsdal verða í dag. Kristján K. Jónasson, forseti bæj- arstjómar ísafjarðar, kona hans, Hansína Einarsdóttir, Aðalbjöm Jóakimsson, skipstjóri á rækjutogar- anum Hafþóri, og kona hans, Sigríður Kristinsdóttir, taka þá við rekstrinum af Sigurði Sv. Guðmundssyni og fjöl- skyldu hans, sem rekið hafa verk- smiðjuna síðan 1959. Framkvæmdastjóri nýja fyrirtæk- isins verður Aðalbjöm Jóakimsson. Viðræður um sölu hlutabréfa í Granda DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, sagði i svari við fyrirspurn á við- skiptaþingi í gær, að það væri til athugunar að selja hlutabréf borgarsjóðs í Granda og hefðu óformlegar viðræður verið í gangi þar um. Davíð var spurður hvort borgin hygðist selja þessi hlutabréf og sagði hann slíkt hafa verið til athugunar, eins og að framan greinir. Hann sagði ennfremur, að hlutabréfin í Granda ættu áreiðanlega eftir að hækka verulega í verði á næstu tveimur til þremur árum. Borgin ætti auðvitað að hafa það til hliðsjónar og selja ^_j£réfin á sem hæstu verði. Sjá frásögn af viðskiptaþinginu á bls. 34. Short af- hent sig- urlaunin GUNNAR Hansson, forsfjóri IBM á íslandi, afhenti Nigel Short verðlaun fyrir sigur hans á skákmótinu í lokahófi sem haldið var á Kjarvalsstöðum í gær. Short var að vonum ánægður með frammistöðu sína, en hann tapaði aðeins einni skák á mótinu, gegn Jó- hanni Hjartarsyni. Næstir Short, í 2.-3. sæti, voru Mikhail Tal og Jan Timman og í 4. sæti var Viktor Korchnoi. Efst- ur íslensku skákmannanna á mótinu var Jón L. Arnason, sem hafnaði í 7. sæti. Morgunblaðið/Einar Falur Sjá frásagnir, samtöl og skákskýringar á bls. 35. Jóhann Bergþórsson forstjóri: Hvaleyri hf. rekiii með hagnaði á síðasta ári Úr 170 milljón króna taprekstri Bæj- arútgerðar Hafnarfjarðar árið 1984 HVALEYRI hf., fyrirtækið sem stofnað var við kaup einkaaðila á Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, var rekið með hagnaði á síðasta ári. Bæjarútgerðin var rekin með 170 milljón króna halla siðasta heila rekstrarár hennar, eða árið 1984. Þetta kom fram í svari Jóhanns Bergþórssonar for- sljóra við fyrirspurn á Viðskipta- þingi i gær, en Jóhann sagði þessa velgengni fyrst og fremst því að þakka, að einkaaðilar önn- uðust nú reksturinn og gættu fyllstu hagræðingar í rekstri. Hvaleyri hf. var stofnuð um mitt ár 1985, er einkaðilar, þar með talinn Jóhann Bergþórsson, keyptu fyrirtækið. Það sem liðið var ársins var tap fyrirtækisins rúmlega 60 milljónir króna en það tókst að ná tapinu niður í 10 milljónir síðari hluta þess árs og nú liggur fyrir að hagnaður er af rekstrinu á árinu 1986, þó tillit hafi verið tekið til fjármagnskostnaðar og afskrifta að sögn Jóhanns. Að sögn Jóhanns var heildarveita fyrirtækisins á síðasta ári yfir 400 milljónir króna. Hann sagði rekstur fyrirtækisins hafa gengið mjög vel, en það væri bagalegt, að því væri alfarið neitað um alla fyrirgreiðslu í bankakerfinu, þó svo að fyrir lægi jákvæð úttekt á rekstrinum, sem gerð hefði verið af Seðlabanka ís lands. Aðspurður um hveiju hanr vildi þakka hið góða gengi sagð Jóhann m.a.: „Það er fyrst of fremst hagræðing í rekstri. Bæjar útgerðin var að hluta rekin sen félagsmálastofnun. Þeir sem sjá un reksturinn hafa hreinsað þarna ti og nú er hreinlega búið að snúí dæminu við.“ Jóhann kvaðst ekk geta gefið upp endanlega tölu un afkomu fyrirtækisins á síðasta ár að sinni, en fyrir lægi að hagnaðui væri á reikningunum. Starfsmannafélag Kópavogs: Samið um 21-22% launa- hækkun að meðaltali Hækkunin tilkomin vegna nýs starfsmats Starfsmannafélag Kópavogs hefur samið við Kópavogsbæ um Æl-22% kauphækkun að meðaltali á árinu fyrir hönd félagsmanna sinna, en Launanefnd sveitarfélaga sá um samningagerðina fyrir hönd bæjarins. Kópavogsbær er fyrstur hinna stærri sveitarfélaga til þess að ganga frá samningum við starfsmenn sína eftir að ramma- samningur á milli Launanefndarinnar og starfsmannafélaga sveitar- félaganna, annarra en Reykjavíkur, var gerður á Akureyri fyrir tæpum mánuði. Starfsmannafélag Kópavogs samþykkti samningana á fundi á fimmtudaginn var, en fundur hefur ennþá ekki verið í bæjarstjórn Kópavogs, þar sem samningarnir hafa verið teknir fyr- ir. Gert er ráð fyrir fundi bæjarstjórnar 10. þessa mánaðar. Að sögn Kristjáns Guðmundsson- ar, bæjarstjóra í Kópavogi, er þessi hækkun til starfsmanna bæjarins tilkomin vegna endurmats á störf- ■'«m þeirra, en slíkt starfsmat hefur farið fram í mörgum sveitarfélög- um. í kjarasamningunum á síðasta ári voru ekki gerðar neinar breyt- ingar á launaröðun, að sögn Kristj- áns, en samkomulag varð um að láta fara fram starfsmat á samn- ingstímanum, sem er að koma til framkvæmda nú. Kristján staðfesti aít launahækkunin á árinu væri á bilinu 21-22%, þegar allt væri talið, en sagði að ennþá væri ekki full- ljóst hvað þessi launahækkun kostaði sveitarfélagið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er launahækkun starfs- manna Kópavogsbæjar vegna starfsmatsins á bilinu 11,8-12,6%. Samkvæmt rammasamningnum nemur hækkun vegna breytinga á launatöflum 2,5% og 0,4% hækkun er vegna minniháttar breytinga á samningnum sjálfum. Þá koma sömu áfangahækkanir á árinu og um samdist á milli ASÍ og VSÍ í desember. Samningurinn gildir til þriggja ára, en er með uppsagnará- kvæðum, ef verðbólgan fer fram úr ákveðnum mörkum. Reiknað er með 7% verðbólgu á næsta ári og 5% verðbólgu árið 1989. Jón Gauti Jónsson, formaður Launanefndar sveitarfélaga, sagði að rammasamningurinn, sem gerð- ur var á Akureyri í byijun febrúar, hefði falið í sér samrærningu á kjör- um starfsmanna sveitarfélaganna og þeir sem hefðu verið lægstir fyrir, fengju mest út úr samningn- um. Nú væri unnið að því að útfæra samninginn fyrir hvert sveitarfélag fyrir sig. Sú útfærsla hefði þegar verið gerð fyrir Qögur smærri sveit- arfélög. Starfsmannafélög og sveitarfélög á hveijum stað þyrftu síðan að samþykkja samninginn. Hann sagði að samkvæmt útreikn- ingi Launanefndar væri launa- kostnaðarauki sveitarfélaganna vegna samninganna 3,6%. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Brúarhandriðið gekk inn í bílinn miðjan þegar hann skall á því. Handriðið gekk inn í bílinn miðjan BILL skemmdist mikið þegar hann skall á handriði brúarinn- ar yfir Búrfellsá á sunnan- verðri Holtavörðuheiði um kl. 15 í gær. Okumaður var einn í bílnum og sakaði hann ekki. Bíllinn, sem er af Datsun-gerð, hafði bilað á heiðinni. Velviljaður jeppaeigandi bauðst til þess að draga bifreiðina til byggða, en nokkuð krap og hálka var á veg- um. Þegar að brúnni kom rann bíllinn til og skall á brúarhandrið- inu, með þeim afleiðingum að handriðið gekk inn í bílinn fyrir aftan ökumannssæti. Þegar óhappið varð slitnaði taugin sem var á milli bílanna tveggja og kom ekkert fyrir jeppann. Greiðasemin gæti reynst jeppa- eigandanum dýr, því sá sem hefur bíl í togi er ábyrgur fyrir skemmd- um sem verða á taglhnýtingnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.