Morgunblaðið - 20.03.1987, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.03.1987, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Ketill Sigurjónsson við orgelið þar sem það stendur nánast full- búið í vinnustofu hans. ur koma þá með jöfnu millibili og hljóðfærið er greitt að 2/s við af- hendingu. Fengi maður slíkt tækifæri gæti maður gert miklu meiri kröfur til sín og verkefnis- ins. í slíkri stöðu gæti maður leitað til manna sem hafa mikla reynslu og átt við þá samstarf,“ sagði Ketill. Slíkt samstarf hefur honum reyndar verið boðið af mönnum erlendis sem hann þekk- ir. „Jú, jú, ég tími alveg að selja orgelið og auðvitað er það falt. Ég sé ekkert eftir því, svoleiðis. Þá fer maður bara strax að huga að öðrum verkefnum," sagði Ket- ill. Hann sagðist hiklaust fullyrða að hljóðfærið entist í 100 ár. „Ég spilaði á orgel úti í Frakklandi sem var frá 1784 og það var alveg dýrðlegt hljóðfæri," sagði Ketill Siguijónsson orgelsmiður. Hann á ekki langt að sækja það að takast á við óþekkt verk. Faðir hans, Siguijón Kristjánsson, er kunnur hagleiksmaður, bróðir hans, Ólaf- ur, setti upp pípuorgel úr Landa- kirkju í bflskúmum hjá sér og Albert bróðir hans smíðaði vind- myllu til að hita upp vatn. Draumastaðan að fá smíðasamníng —segir Ketill Sigurjónsson sem hefur smíðað og hannað 10 radda orgel Selfossi. „Ég byijaði á smíðinni í árs- byrjun 1984 og var frekar bráðlátur í fyrstu að spreyta mig á þessu. Það hefði kannski verið gott að geta smíðað prufustykki í fyrstu en mér fannst ég ekki geta slíkt og hvert stykki varð að gilda. Mér hefur, held ég, gengið vel og hef ekki lent i neinum töfum og ekki þurft að henda neinum hlut,“ sagði Ketill Siguijónsson frá Forsæti í Villingaholts- hreppi, sem í gær fékk heið- urslaun hjá Brunabótafélagi íslands til að ljúka við 10 radda pípuorgel sem hann hefur að öllu leyti hannað og er með í smíðum aleinn. Ketill segir hljóðfærið frekar lítið. Það er 10 radda með tvö hljómborð og pedala og hæðin er 2,50 metrar. Aætlað að það taki einn mann 3.500 klukkustundir að smíða hljóðfæri sem þetta en Ketill segist hafa eytt eitthvað meiri tíma í orgelið. I því er mik- ið af smáhlutum og hann hefur smíðað hvern hlut sjálfur en pípumar hefur hann fengið frá Þýskalandi. Hljóðfæri svipað þessu sem kejipt er frá Danmörku kostar ekki undir tveimur og Ketill reynir hljómburðinn í orgelinu. Morgunbiaðið/sígurðurJónsson hálfri milljón króna. Þegar litið var inn á vinnustofuna til Ketils í Forsæti vann hann við að skera upp pípur í orgelið og stilla tóninn sem er mjög seinlegt verk. Ketill segist alltaf hafa haft áhuga á hljóðfærasmíði og eftir að hafa kannað möguleika á námi í orgelsmíði fór hann til borgar- innar Angers í Frakklandi ogvann hjá ungum manni sem rak org- elsmíðaverkstæði. Þar var smíðinni þannig háttað að hver maður fékk ákveðið verkefni í hljóðfærinu og þurfti að hanna og smíða allt sjálfur. „Ég sá strax í hendi minni að ég gat sett svona hljóðfæri saman eins og þessir menn í Frakklandi. Það sem mig vantaði var fræðileg þekking og reynsla. Þess fyrr- nefnda mátti afla sér en reynslan varð að koma með tímanum. Ég byijaði að teikna þetta á meðan ég var úti og sótti hugmyndimar í það sem ég sá í kringum mig.“ Teikningunum lauk Ketill 1983 og síðan í ársbyijun 1985 hefur hann unnið eingöngu við smíði orgelsins en áður vann hann við húsasmíði milli þess sem hann var í námi. Hann sagðist álíta svona þriggja mánaða vinnu eftir. „Það má segja að þetta sé ákveðin til- raunastarfsemi, maður veit ekki um framhaldið. Draumastaðan er sú að einhveijir komi til mín og biðji mig að smíða svona hljóð- færi. Þannig fengi maður smíða- samning eins og útlendingar fá. Það er langur afgreiðslufrestur á svona hljóðfærum, 1-3 ár. Greiðsl- Jón Helgason dómsmálaráðherra: Legg áherslu á að góð tækí fáíst tíl Gæslunnar góð tæki fengjust til flugsins og mun á meðan ég hef áhrif í þessum kostur hefur verið,“ sagði Jón, „og málum, halda því áfram." Land rís á Kröflusvæðinu: Búast má við eldsumbrotum á næstunni - segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingnr Morgunbl aðið/I ngólfur Bjarni Hávarðsson, formaður Hjálparsveitar skáta, sýnir notkun Boss-flotbúnings. Eskifjörður; Sextán stofnfélagar í Hjálparsveit skáta JÓN Helgason dómsmálaráð- herra segist vera mjög ánægður með að reynslan hafi staðfest, að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa þyrlu til Landhelgis- gæslunnar, þó að vissulega kunni eitthvað að vanta upp á, hvað varðar tæknilegan útbúnað. Þetta sagði dómsmálaráðherra er blaðamaður Morgunblaðsins bar undir hann ummæli Páls Halldórssonar, flugstjóra TF-Sif, þess efnis að þyrlur með afising- artækjum væru nauðsynlegar fyrir Landhelgisgæsluna. Ráðherra kvaðst ekki vera nógu vel að sér í tæknilegum atriðum, hvað varðar útbúnað þyrlna, til þess að geta lagt mat á hvort afís- unartæki væru nauðsynleg, en auðvitað bæri að taka fullt tillit til mats þeirra manna sem væru flug- menn hjá Landhelgisgæslunni. Þeir væru best dómbærir um hvað til þyrfti. „Ég hef lagt áherslu á að eins LAND á Kröflusvæðinu hefur nú risið í svipaða hæð eða jafn- vel hærra en þegar eldgos varð síðast á svæðinu árið 1984. Landris hófst þar aftur síðastlið- inn nóvember eftir talsvert hlé og virðast vonir manna, um að eldsumbrotum á svæðinu væri lokið, því ekki hafa ræst. í samtali við Morgunblaðið sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að landrisið orsakaðist af vaxandi þrýstingi í kvikuhólfum undir Kröflu. Samkvæmt fyrri reynslu mætti því búast við eldsumbrota- hrinu á næstunni á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Herði Sigurbjamarsyni í Kröflu hafa mælingar þar sýnt að land hefur ekki risið síðastliðna viku. Páll Einarsson sagði að í byijun ársins 1985 hefði landris hætt og því væri ekki útilokað að landrisið nú hætti á svipaðan hátt og þá án eldsumbrota. Jón Hlíðberg sveitarstjóri Skútu- staðahrepps sagði að almanna- vamanefiidin á staðnum hefði ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir vegna landsigsins nú en starfsmenn Kísiliðjunnar og Kröfluvirkjunar væm við öllu búnir. Eskifirði. HJÁLPARSVEIT skáta á Eski- firði hélt stofnfund sinn nýlega. Stofnfundurinn, sem haldinn var á Hótel Öskju, var allvel sóttur og gengu 16 manns í félagið á fundinum og gerðust þar með stofnfélagar. Á fundinn mættu fulltrúar frá Hjálparsveit skáta í Fljótsdalshéraði og færðu hinu nýja systurfélagi sinu gjafír frá hjálparsveitinni á Héraði og frá Landssambandi hjálparsveit- anna. Á fundinum var kosin stjóm Eskifjarðardeildar hjálparsveit- anna, en hana skipa, auk Bjama Hávarðssonar formanns, þau Þór- arinn Hávarðsson, Brynjar Runólfs- son, Sigurmundur Ragnarsson og Lára Thorarensen. Stjóm hins nýja félags hefur þegar tekið til starfa og hefur aug- lýst bingóskemmtun sem haldin verður í fjáröflunarskyni fyrir félag- ið. Þá stóð stjómin fyrir kynningu á Boss-flotbúningum og sýndi notk- un þeirra í Eskifjarðarhöfn, en flotbúningar þessir era fluttir inn af Landssambandi hjálparsveita skáta og hafa þegar hlotið viður- kenningu yfírvalda hérlendis. - Ingólfur -MEISTARAHUS- TIMBURHÚS í PÖKKUM! Nýr valkostur fyrir húsbyggjendur, sem verter að kanna. Upplýsinga-og söluskrifstofa: IÐNVERKHF Hátúni 6a, Simi 25930.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.