Morgunblaðið - 20.03.1987, Side 11

Morgunblaðið - 20.03.1987, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 11 Leitað til Noregs eftir bát í stað Barðans GK „ÞAÐ var auðvitað tilfinnanlegt tjón að missa Barðann en jafn- framt ánægjulegt að engin slys urðu á mönnum. Við erum nú að leita eftir bát í hans stað frá Noregi en á meðan er ætlunin að leigja loðnuskip til að taka kvóta Barðans fyrir okkur,“ sagði Gunnar Guðmundsson, út- gerðarmaður, í samtali við Morgunblaðið. Barðinn GK fórst á laugardag við Dritvík. gerðinni síðastliðið haust. Báturinn var tryggður fyrir 40 milljónir króna, en Gunnar segir að nýtt skip í hans stað muni að minnsta kosti kosta 120 milljónir króna. í tilfellum sem þessum eru trygg- ingafélög bótaskyld, þó niðurstaða sjóprófa bendi til mannlegra mis- taka. Á hin bóginn geta þau átt endurkröfurétt, en ekki tíðkast að nýta þá heimild. Barðinn á strandstað Siglingamálastj óri: Skipsljórum skylt að halda skipum haffærum Gunnar sagði, að fyrir nokkru hefði hann byijað að leita eftir nýj- um bát fyrir annan í eigu fyrirtæk- isins, Mumma GK, en nú myndi leitin snúast um bát í stað Barð- ans. Á meðan væri verið að ganga frá leigu á Keflvíkingi KE eða Hörpu RE til að taka þau 700 tonn, sem eftir væru af kvóta Barðans. Barðinn var keyptur af Lands- bankanum fyrir þremur árum, en þá var báturinn í niðumýðslu í Reykkjavíkurhöfn. Barðinn var síðan endurbyggður og lauk við- Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! „SKIP eru aðeins skoðuð einu sinni á ári, en þess á milli hvilir sú ábyrgð á herðum skipstjóra, að lögboðin siglingatæki séu í lagi. Ennfremur kveða lög svo á, að ætíð skuli vera maður i brú skipsins, þegar það er úti á sjó,“ sagði Magnús Jóhannesson, sigl- ingamálastjóri, í samtali við Morgunblaðið. Magnús sagði ennfremur, að engin ákvæði í lögum um eftirlit með skipum bönnuðu að farið væri á sjó með biluð siglingatæki, hins vegar væri það skylda skipstjóra að halda skipinu haffæru milli ár- legra skoðana. Hann sagðist ekki vilja tjá sig sérstaklega um málsat- vik við strand Barðans GK. Það mál hefði að loknum sjóprófum ver- ið sent ríkissaksóknara og sam- kvæmt lögum bæri embætti hans að leita umsagnar Siglingamála- stofnunar. Vegna þeirra stöðu vildi hann ekki ræða þetta einstaka mál sérstaklega. Náttúruskoðunar- ferð austur fyrir Fjall Á morgun, laugardag, fer Áhugahópur um byggingu nátt- úrufræðihúss kynnisferð um Ámessýslu til að gefa fólki kost á að skoða þar nokkra áhugaverða staði sem stuðla að náttúru- fræðslu. Þessi ferð er farin til að minna á þann þátt fyrirhugaðs náttúrufræðihúss sem snýr að kynningu og stuðningi við ýmsa fræðslustarfsemi utan þess. Farið verður frá Norræna húsinu kl. 9.00, frá Náttúrugripasafninu, Hverfisgötu 116 (gegnt lögreglu- stöðinni) kl. 9.15 og Arbæjarsafni kl. 9.30. Komið verður til baka kl. 18.00. Allir eru velkomnir. Fargjald verður 700 kr. en frítt fyrir böm 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Eins og í fyrri ferðum áhugahópsins mun margt koma þátttakendum skemmtilega á óvart. Leiðsögumenn verða þeir Frey- steinn Sigurðsson jarðfræðingur, Jóhann Guðjónsson líffræðingur og fleiri leggja sitt til að ferðin takist sem allra best. Ifyrsti áfangastaðurinn verður Garð- yrkjuskóli ríkisins í Hveragerði. Þar mun Garðar Ámason kennari sýna uppeldi á grænmeti, hitabelt- isgróður í fullum skrúða og ýmsar fágætar plöntur svo eitthvað sé nefnt af því sem er að sjá á þess- um skemmtilega stað. Næst verður umhverfísfræðslusetrið að Alviðra skoðað, en jörðin Alviðra er eign Ámessýslu og Landvemd- ar. Þar er öllum almenningi frjálst að skoða náttúrana umhverfis og auka þekkingu sína á henni. Sig- urður Sigursveinsson landfræð- ingur sýnir staðinn. Þaðan yerður farið í Náttúragripasafn Ámes- sýslu í Safnahúsinu á Selfossi. Þar er til dæmis hægt að sjá flest íslensku spendýrin og fuglana. Pétur Sigurðsson verður leiðsögu- maður hópsins um safnið. Á Selfossi geta menn fengið sér snarl eða borðað nestið. Frá Selfossi verður farið um kl. 13.30 í heimsókn í Tilrauna- stöðvar Búnaðarsambands Suður- lands á Laugardælum og á Stóra-Ármóti. Þar verður í „opn- um húsum“ litið inn í gripahús og hlöður og fræðst um samspil manna, dýra og náttúra. Að lokum verður ekið til Þor- lákshafnar og litið inn í Bóka- og minjasafnið í Egilsbúð og skoðað merkilegt skelja- og kuðungasafn. Skráð hefur verið háplöntuflóra gömlu Þorlákshafnaijarðarinnar og reyndist hún vera um 120 teg- undir. Gunnar Markússon safn- vörður tekur á móti hópnum. Til Reykjavíkur verður komið um kl. 18.00. (Frá Áhugahópi um byggingu náttúrufræðihúss.) esjamenn að er „lítil“ et á her- r á gang- r-sex“ • • ... þá endar leitin í JÁRN & SKIP - ekki bara af gömlum vana, heldur einfaldlega að þar er verð hagstætt, ótrúlegt úrval og lipur þjónusta. Skemmtileg staðreynd. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Járn & Skip ^,.,.^,, j V/VÍKURBRAUT - 230 KEFLAVÍK - SÍMI 92-1505 að yersla V' Hrehl&tCIVÖrur ^ T*ppi on ? Ur Porfcet 9 drealar v' Mottuf. V’ Dúfeor ^ Sn,ovör0r -^lmorg, «6ira. UMBROT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.