Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.03.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 l||0 „Vert þú ekki með neirv andmæU Vi& þreyttan sölunnann — 'ejC/ Kef a.tt erfiöan ckxg ■" s* Ást er ... c? <? ?-l<) ... hin rétta efna- blanda. TM Reg U.S. Pat. Otl.-all rlflhts (tserved CWe>lorMg»l«» Timaa Syndlcate Minna vatn út í viskýið. Ég: hef ákveðið að minnka drykkjuna! blessuðu kvenfólkinu. Kon- an mín sagði við mig fyrir nokkru að sig langaði að sjá heiminn. Eg gaf henni hnattlíkan. Það lá við að hún keyrði það í höfuðið á mér! HÖGNI HREKKVÍSI „ HANH /VIÆLlf? MBp fVI TIL A& HAF/i HE’MlL- 'a /HAXARUVSTIMMI." Bílasímar auka slysahættu Einn i umferðinni hríngdi: Mér fínnst notkun bílasíma vera orð- in hrikaleg hérlendis. Maður sér oft stóra bíla á fullri ferð þar sem bflstjór- amir eru malandi í símana rétt eins og þeir væru heima í stofunni hjá sér. Oft eiga þeir í erfiðleikum með að ná beygjum þar sem þeir eru ein- ungis með aðra höndina á stýrinu. Götumar hér fylgja ekki heldur þeirri miklu fjölgun bfla sem orðið hefur á þessu ári og jafnvel leggjast heilu sveitarfélögin gegn umbótum í umferðarmálum, sbr. Fossvogsbraut- ina. Ég áttaði mig eiginlega fyrst á því hvílíkur frumsógur þetta er orðin héma núna um daginn þegar ég lenti í árekstri og þar sem umferðarmálin eru nú til umfjöllunar á Alþingi fínnst mér að koma verði inn á þetta síma- vandamál. Það er verið að stórauka slysahættu með þessari notkun á tækjunum sem nú tíðkast. Einum í umferðinni finnst umferðin hérlendis vera farin að líkjast frumskógi og telur óhóflega notkun bílasíma stórauka slysahættu. Sjómenn: Meðferð gúmbjörgunarbáta er einföld og fljótlærð. Þó geta mi- stök og vanþekking á meðferð þeirra valdið fjörtjóni allra á skipinu á neyðarstundu. Lærið því meðferð þessara þýðingarmiklu björg- unartækja. Hjálpist að því að hafa björgunartækin í góðu ástandi og ávallt tiltækanleg. Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í dálkum Velvakanda 17. mars sl. að söngvarinn Dietriech Fischer Diskau var ranglega nefndur Biskau. Diskau kom hingað fyrst 1953 og lék þá Ámi Kristjánsson undir við söng hans í Vetrarferðinni eftir Schubert. Diskau hélt aðra tónleika í Reykjavík í þessari ferð og söng þá lög við ljóð eftir Goethe. Ámi Kristjánsson lék einnig undir á þeim tónleikum. Vevlvakandi biður hlutaðeig- andi velvirðingar á þessum mistökum. Víkverji skrifar Reyklaus dagur 27. marz er markmið RIS 2000 og tóbaks- vamarnefndar. Með þessum degi er ekki aðeins reynt að fá fólk til að hætta að reykja þennan eina dag. Ekki síður er hugmyndin að nota tækifærið þennan dag til að koma á framfæri upplýsingum og fróðleik um skaðsemi reykinga. Áróður og fræðsla skilar ömgglega árangri. Mikið og gott starf hefur verið unnið í þessum efnum undanfarin ár, en betur má ef duga skal. Vísindarannsóknir sýna stöðugt fleiri þætti sem sanna skaðsemi reykinga. Má í því sambandi nefna áhrif þeirra á annan aðila, áhrif reykinga á fóstur á meðgöngutíma og skaðsemi þeirra á böm, sem umgangast reykingafólk. Hjarta- og lungnasjúkdómar eru fylgifiskar reykinga. Stóra takmarkið er reyklaust Is- land árið tvö þúsund og að því starfar hópurinn RÍS 2000. Sannar- lega háleitt markmið. Varla er við því að búast að það takist fullkom- lega, en hver einn sem hættir er ákveðinn sigur. XXX Víkverji heyrði á dögunum snarpna orðasennu milli tveggja manna um lokun allra bamaheimila borgarinnar á sama tíma í sumar. Annar þeirra setti sig í spor Davíðs borgarstjóra, hinn í spor starfsmannastjóra hjá stóru fyrirtæki. Kvað hann útilokað að uppfylla óskir starfsmannanna, en meirihluti þeirra óskaði eftir sumar- leyfí á þeim tíma sem bamaheimilin væm lokuð. Rök „Davíðs" voru einkum þau að þetta fýrirkomulag væri hentug- ast og ódýrast fyrir borgina, starfs- fólkið á bamaheimilunum vissi að hveiju það gengi og sömuleiðis for- eldramir. Þjónustan við borgarana væri að vísu í lágmarki á þessu sviði þennan tíma og það væri mið- ur, en starfsfólk dagheimilanna ætti ekki minni rétt á leyfum yfír hásumarið en aðrir. Auk þess væri þessi tími hentugastur fyrir stærst- an hóp foreldra, sem sjálfír væru þá í fríi og hefðu væntanlega ekk- ert á móti því að bömin væru hjá þeim. Síðast en ekki sízt væri það ekki hlutverk borgarinnar að leysa starfsmannavandamál einstakra fyrirtækja. „Starfsmannastjórinn" rökstuddi mál sitt með því að vísa til vand- ræða í fjölmörgum fyrirtækjum vegna þessa. Sagði hann að borgin leysti sín mál á einfaldasta hátt án þess að hugsa til skattborgaranna, sem í raun rækju þessar stofnanir. Vandamálunum væri varpað yfír til fyrirtækjanna, þau ættu að veita þjónustu, en borgin gerði þeim það illmögulegt. Sagði hann ekki hægt að bera Reykjavíkurborg saman við sveitarfélög úti á landi þar sem öll starfsemi lamast í ákveðnar vikur vegna sumarleyfa. Borgin hefði aðrar og meiri skyldur en önnur sveitarfélög. Fyrirtæki, sem hugs- uðu um þjónustu við viðskiptavini sína lokuðu ekki yfir sumarleyfís- tímann, heldur reyndu að skipa svo leyfúnum, að öll starfsemin gæti gengið sinn vanagang. Þannig hugsaði Reykjavíkurborggreinilega ekki og gerði meira en það — hún setti stein í götu þeirra fyrirtækja, sem leituðust við að halda uppi þjón- ustu allt árið. Þessir félagar héldu lengi áfram að karpa, lausn fundu þeir enga. Greinilegt að þau eru mörg vanda- málin í henni veröld. xxx Stefán Einarsson, útvegsbóndi og vitavörður á Siglunesi, vill leggja veg heim að bæ sínum. Hann er tilbúinn að standa sjálfur straum af þessum framkvæmdum. Hefur hann viðað að sér stórvirkum vinnu- vélum og aflað sér leyfis nánast allra landeigenda, 50 að tölu. Þó er hugmyndin að leggja veginn á óskiptu landi, sem þeir eiga allir tilkall til. Víkveiji hafði ætlað að ekkert væri einfaldara en að byija. Kerfíð lætur þó ekki að sér hæða í þessum efnum frekar en svo mörg- um öðrum. Málið er að velkjast í nefndum á Siglufirði og þaðan fer það til Skipulags ríkisins og Nátt- úruvemdarráðs. Er þetta ekki einum of flókið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.