Morgunblaðið - 20.03.1987, Síða 53

Morgunblaðið - 20.03.1987, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Stolt af að þekkja þessa sómakonu í sjónvarpsþættinum í Takt við tímann miðvikudaginn 4. mars sl. var viðtal við dugnaðarkonu frá Bolungarvík, Línu Dalrós Gísladótt- ur, og kom þar fram að hún væri sú núlifandi kona sem ætti flesta afkomendur, eða 162 talsins. Þegar ég horfði á þáttinn varð ég stolt af að þekkja þessa sóma- konu, og af því hvað hún stóð sig vel, það var hreint eins og hún hafi ekki gert annað um dagana en að sitja fyrir svörum í sjón- varpssal. En það er öðru nær með hana Línu Dalrós, hún hefur alla tíð unnið hörðum höndum. Ég man að faðir minn sagði að hún væri ein af þeim duglegustu og ósér- hlífnustu, sem hann hafi haft í vinnu enda kom það glögglega í ljós í umræddum sjónvarpsþætti að henni fellur sjaldan verk úr hendi. En hvað afkomendafjölda varðar, þá kemur upp í manni örlítið stolt gagnvart eigin fjölskyldu. Amma mín, María Rögnvalds- dóttir, er orðin 96 ára gömul og efast ég um að við sem yngri erum höfum jafn gott minni og hún. Amma eignaðist 15 böm, þar af 6 sinnum tvíbura. Bamabömin eru orðin 61 og langömmubömin 94 að síðustu em langalangömmu- bömin orðin 4 og samtals em afkomendur 174 talsins og em 168 á lífi. Árið 1981 var gefíð út niðja- tal í tilefni af 90 ára afmæli afa og ömmu og vom afkomendur þá orðnir 141, og síðan em 6 ár og 33 böm fædd áfram heldur hjólið að snúast og amma fylgist ennþá með fæðingum afkomenda sinna. Sólveig Halldórsdóttir Þessir hringdu . . Takk fyrir há- markshitann Lesandi hringdi: Ég vil þakka Stöð 2 fyrir að setja hámarkshitastig inn á veður- kortin og yfírleitt lágmarkshita- stig líka. Þetta er mikil bót frá því sem var. Blekkingar- frétt hjá ríkissj ón varpinu Althí hringdi: Síðastliðin laugardag kom blekkingarfrétt í ríkissjónvarpinu. í fréttinni var sagt að tími diskó- tónlistar væri liðinn undir lok og vegna þessa væri skemmtistaður- inn Hollywood hættur sem diskó- tek. Ég vil benda á vinsældalista um heim allan, þar á meðal á ís- landi þar sem diskótónlist er í miklum meirihluta. Þó svo að Hollywood hafí ekki gengið sem diskótek þá er alltaf yfirfullt í diskótekinu Evrópu og fleiri di- skótekum í bænum. Er ég hissa á RÚV að láta svona frétt frá sér fara án þess að hafa staðfestingu fyrir henni. Þetta var blekkingar- frétt gagnvart almenningi. Frakki tekinn í misgripum Guðbjört hringdi: Herrafrakki var tekinn í mis- gripum við jarðaför í Áskirkju 11. mars sl. Annar var skilinn eftir merktur með skildi — Bjami S. Líklegt er að hinn sé merktur með stöfunum G.B.F. Frakkans er hægt að vitja í Áskirkju eða fá upplýsingar í síma 31363. Gullhálsfesti fannst Kona hringdi: Gullhálsfesti fannst í Vestur- bænum sl. föstudag. Eigandi getur fengið nánari upplýsingar í síma 28347. Fann seðlaveski R.H. hringdi: Seðlaveski fannst á Reynimeln- um vestan Hofsvallagötu. Upplýs- ingar í síma 22858. Vitlaus frakki tekinn Móses Aðalsteinsson hringdi: Ég var í veislu í félagsheimili í Sfðumúla um síðustu helgi og annaðhvort hef ég eða einhver annar tekið vitlausan frakka þeg- ar út var haldið . í vasanum á frakkanum sem ég er með undir höndum er tveggja ára gamall miði á fótboltaleik í Frankfurt. Ef einhver kannast við þetta get- ur hann haft samband við mig í síma 74877 (heima)eða 688899 (vinna). Amma spyr DV Amma hringdi: Hvers vegna gefur DV ekki afslátt af áskriftargjaldi fyrir aldraða eins og hin blöðin? Stend- ur það til bóta? Svar óskast. Hálsin á honum Svana Nanna hringdi: Fyrir nokkrum dögum síðan var í Velvakanda fyrirspum frá göml- um manni um vísu sem hann mundi brot af. Þegar ég var lítil lærði ég þessa vísu sem líklega er sú sem hann á við: Srínafætur, hænsnafætur, hálsinn & honum Svana. Sá sem kyssir stúikumar, hefur Ijótan vana. Meiri viðbrögð við leikritinu Ásdís Helgadóttir hringdi: Mér finnst merkilegt að það voru sterkari viðbrögð við leikriti Nínu Bjarkar Ámadóttur sl. ný- ársdag, t.d. í Velvakanda, en við því sem leitfyvar fram í dagsljósið í þættinum í eldlínunni á Stöð 2 nýlega. Það er eins og fólk stein- þegi gagnvart bláköldum vem- leikanum. 53 Félagsvist kl. 9.00 Gömlu dansarnir kl. 10.30 Hljomsveitin I iglur ikr Miðasala opnar Jd. 8.30 ★ Góð kvöldverðlaun it- Stuð og stemmning á Gúttðgleði S.G.T._____________________ Templarahöllin Eiriksgötu 5 - Simi 20010 Staður aJIra sem vilja skemmta sér án áfengis. Notaðir bílar til sölu Sýnishorn úr söluskrá: MAZDA 626 GLX, 2 dyra Coupé, árg. '85, ekinn 28 þús. Verð 500 þús. MAZDA 929 station, árg. '84, ekinn 49 þús. Verð 450 þús. MAZDA 323 GT Sport, 4 MAZDA 626 1.6 I, 4 dyra, dyra, árg. '85, ekinn 5 þús. árg. '82, ekinn 59 þús. Verð Verð 440 þús. 255 þús. MAZDA E 2000, sendibill, árg. '84, ekinn 50 þús. Verð 450 þús. MAZDA 323 1.3 L, 5 dyra, sj.sk., árg. '82, ekinn 78 þús. Verð 230 þús. MAZDA 323 GLX, 1.5 I m/ sóllúgu, árg. '86, ekinn 15 þús. Verð 420 þús. DAIHATSU Charade, 5 dyra, árg. '80, ekinn 96 þús. Verð 120 þús. MAZDA 626 GLX, 2.0 I, 5 dyra, sj.sk., árg. '85, ekinn 32 þús. Verð 470 þús. MAZDA 929 GLX, 4 dyra, Hardtop m. öllu, árg. '84, ekinn 41 þús. Verð 550 þús. ENNFREMUR: TOYOTA Tercel, 5 dyra, sj.sk., árg. '84, ekinn 45 þús. Verð 360 þús. MAZDA 626 2.0 I, 4 dyra, árg. '82, ekinn 54 þús. Verð 260 þús. MAZDA 929 station, árg. '85, ekinn 53 þús. Verð 530 þús. MAZDA 929 2.0 I, 4 dyra, árg. '82, ekinn 54 þús. Verð 340 þús. MAZDA 323 1.3 I, 3 dyra, árg. '82, ekinn 94 þús. Verð 220 þús. MAZDA 626 2.0, 2 dyra, árg. '79, ekinn 96 þús. Verð 150 þús. SUZUKI bitabox, árg. '85, ekinn 17 þús. Verð 300 þús. HONDA Civic, 3 dyra, sj.sk., árg. '83, ekinn 54 þús. Verð 250 þús. Opið laugardaga frá kl. 1— 5 mazoa BÍLABORG HF SMIÐSHÖFÐA 23, SIMI 68-12-99

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.