Morgunblaðið - 20.03.1987, Page 54

Morgunblaðið - 20.03.1987, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1987 Morgunblaöið/Steinþór Guðbjartsson • Phil Thompson fyrir leikinn gegn Spurs í október sem Liverpool tapaði 1:0. Knattspyrna: Meistaratitillinn er í okkarhöndum - segir Phil Thomson, þjálfari hjá Liverpool „LÍFIÐ gengur sinn vanagang hérna á Anfield. Við erum með þœgilega forystu í deildinni, þeg- ar við eigum níu leiki eftir og fátt virðist geta komið í veg fyrir að við verðum enn einu sinni meist- arar,“ sagði Phil Thompson, þjálfari hjá Liverpooi, við Morg- unblaðið í gœr. Liverpool er með 67 stig, Ever- ton 58 og Arsenal 55, en Everton og Arsenal eiga tvo leiki til góða. „Við höfum ekki áhyggjur af því hvað hin liðin gera — það sem skiptir máli er að við höldum okkar striki, meistaratitillinn er í okkar höndum. Þrír leikmenn eru meidd- ir og verða ekki meira með á þessu tímabili, en engu að síður hefur okkur gengið vel. Ég hef trú á að úrslitin í deildinni ráðist 25. apríl, en þá fáum við Everton í heimsókn. Hvað úrslitaleikinn í deidarbikar- keppninni varðar, þá virðist Arsenal vera að fatast flugið, en svona er knattspyrnan. Við förum ávallt í hvern leik með því hugar- fari að sigra, en það er óvarlegt að spá í úrslit, einkum og sér í lagi á Wembley," sagði Thomson. Hvorki Liverpool né Everton eru á getraunaseðlinum, en meistar- arnir leika gegn Tottenham á White Hart Lane á sunnudaginn og Charlton fer til Liverpool og leikur við Everton. Spurs, sem lók á Anfield 11. október og vann 1:0, er 17 stigum á eftir Liverpool, en á fimm leiki til góða. „Það er alltaf betra að hafa stigin en eiga leikina eftir. En leikurinn gegn Tottenham verður erfiður eins og allir leikir, þetta eru í sjálfu sér allt úrslitaleik- ir," sagði Thompson. ’ Þrjú lið berjast um Evrópusæti 1. deild íhandbolta: • Árni Indriðason, þjálfari Vfkings, hefur margsannað þjálfarahæfi- leika sína. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af deildarkeppninni og getur einbeitt sér að bikarnum. ÞEGAR þrjár umferðir eru eftir f 1. deild karla í handboita hefur -“••Víkingur tryggt sór íslandsmeist- aratitilinn, en þrjú lið berjast um annað sætið, sem jafnframt veitir rétt til þátt í Evrópukeppni. Val- ur, Breiðablik og FH eru í bar- áttunni, en möguleikar Stjörn- unnar og KA eru óraunhæfir og langsóttir. Sá möguleiki er einnig fy.ir hendi að þriðja sætið gefi Evrópu- sæti, en það gerist ef Víkingur verður bikarmeistari og sigrar næst efsta liðið í deildinni í úrslit- um. Valsmönnum hefur ekki gengið sem skyldi lengst af, en þeir hafa rétt úr kútnum að undanförnu og eru í 2. sæti. Þeir eru með 20 stig og eiga eftir að leika við Ármann, Breiðablik og Stjörnuna. Breiðablik er einnig með 20 stig og hefur heldur betur komið á óvart, en liðið leikur nú í fyrsta skipti í 1. deild. UBK var í fyrsta sæti lengi vel, en hefur misst móð- inn í síðustu leikjum. Liðið á eftir leiki gegn KR, Val og Ármanni. FH er með 19 stig og er með sterkt lið á pappírnum eins og Valur, en stöðugleikann hefur vantað. Hafnfirðingarnir eiga eftir Víking og Fram í Firðinum og Fram í Laugardalshöll. 1X2 •o '■5 <0 JQ C 3 O) o 5 > O Tíminn c c ■> 1 S* Dagur s Q. k- • 1 M £ 0c Bylgjan Sunday Mirror Sunday People News of the World Sunday Express Sunday Telegraph SAMTALS 1 2 4 Chelsea — West Ham 1 1 1 1 1 2 1 — — — — — 6 0 1 Man. C. — Newcastle 1 i 1 1 1 1 1 — — — — — 7 0 0 Norwich — Luton X 1 2 i 1 1 1 — — — — — 5 1 1 Sheff. Wed. - Man. Utd. 2 2 X 2 X X 2 — — — — — 0 3 4 Southampton — Aston Villa 1 1 1 1 1 1 1 — — — — — 7 0 0 Watford — Arsenal 1 2 1 2 1 1 1 — — — — — 5 0 2 Wimbledon — QPR 1 1 X 1 1 1 X — - — — - 5 2 0 Birmingham — Portsmouth 2 2 X 2 2 2 1 — — — — — 1 1 5 Crystal Palace — Leeds 2 X 1 1 X 1 1 — — — — 4 2 1 Huddersfield — Stoke X X 1 X 1 X 2 — — — — — 2 4 1 Hull — Derby 1 2 2 2 X 2 1 — — — — — 2 1 4 Sunderland — Oldham X 1 1 X 1 1 1 - - - - 5 2 0 OLÍS sigraði OLÍS sigraði í Góumóti Skallagríms f innanhúss knattspyrnu í Borgarnesi sem fram fór fyrir stuttu. Tólf lið tóku þátt f mótinu og var keppt f þremur riðlum. OLÍS, Bananasalan og héraðslögregl- an í Borgarfirði léku til úrslita. OLIS vann alla leiki sfna og sigraði með yfirburðum og hlaut þvf Góubikarinn. Á myndinni er sigurlið OLÍS. Frá vinstri: Sævar Leifsson, Þórhallur Sverrisson, Þorkell Gíslason, Styrkár Jóhannsson og Gestur Gestsson. Ljósmynd/Björn Hallbeck Góumótið íinnanhúss knattspyrnu: Nýir búningar Nýlega fékk minniboltalið körfu- I búningana en í minniboltanum knattleiksdeildar Vals nýja hjá Val eru nú um 50 strákar og æfingaboli. Það var fyrirtækið starfið mjög blómlegt. Magnús Th. S. Blöndahl sem gaf I Fimleikar: Islandsmótið um helgina íslandsmótið í fimleikum karla og kvenna fer fram í Laugardals- höil um næstu helgi. Mótið hefst á föstudagskvöld kl. 19.00 með keppni í skylduæf- ingum. Á laugardaginn verður keppt í frjálsum æfingum og á sunnudaginn í áhöldum. Óhætt er að fullyrða að þetta verður spennandi keppni, og þá sérstaklega hjá stúlkunum, en allt getur gerst og enginn veit hver hreppir íslandsmeistaratitilinn sem fæst fyrir hæstu samanlagða einkunn á öllum áhöldum, bæði frjálsar og skyldu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.