Morgunblaðið - 25.03.1987, Side 18

Morgunblaðið - 25.03.1987, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ I umboði hverra taka þeir ákvarðanir? eftir Guðrúnu Agnarsdóttur Hugmyndir um sameiginlegt og sjálfstætt frumkvæði Norðurlanda- þjóða í friðar- og afvopnunarmálum hafa lengi vakað í hugum fólks á Norðurlöndum. Er það ekki síst vegna þess sem Matthías Mathiesen utanríkisráð- herra orðar svo vel í skýrslu sinni um utanríkismál sem nýlega var rædd á Alþingi: „Hið margslungna og nána starf Norðurlandanna er á alþjóðlegum vettvangi oft nefnt sem dæmi um hvernig nágrannasam- skipti ríkja geta best orðið. Til þess er gjarnan vitnað sem hvatningar til þjóða um að búa saman í sátt og samlyndi." Hið mikilvæga hlutverk smáþjóða Það frumkvæði sem Norðurlönd- in geta sýnt í afvopnunarmálum er ekki síst mikilvægt vegna þeirrar virðingar sem þau njóta á alþjóða- vettvangi sem hópur náskyldra velferðarríkja og brautryðjenda á mörgum sviðum. Þjóðum sem eiga sameiginlega sögu, svipuð viðhorf og menningu ætti að reynast auð- veldara að ná samstöðu um mál en mörgum öðrum. íbúar Norðurlandanna eru að verða sífellt betur meðvitaðir um varhugaverða stöðu sína í heimi kjarnorkunnar og mikil umræða hefur orðið um afvopnunar- og frið- armál á sl. árum. Menn vita sem er að þeim er engin vörn búin í ógn kjarnorku- sprengjunnar og hótun um notkun slíkra vopna er marklítil, v.þ.a. sá sem skýtur kjamorkusprengju að öðrum hittir um leið sjálfan sig. Slík eru mengunar- og veðurfarsleg áhrif kjarnorkusprengjunnar. Ein þeirra hugmynda sem hefur verið til umræðu er hugmyndin um að Norðurlönd verði yfirlýst kjarn- orkuvopnalaust svæði. Skoðanakannanir meðal fólks á Norðurlöndum hafa lýst eindregirini andstöðu gegn kjamorkuvopnum og vaxandi fylgi við hugmyndir um kjarnorkuvopnalaus svæði. Þannig voru 86% íslendinga fylgjandi slíkum hugmyndum í skoðanakönn- un Ólafs Þ. Harðarsonar sem gerð var sumarið 1983. Nýlega gerði svo Félagsvísinda- stofnun könnun á því hvort menn væru hlynntir því að ísland gerðist aðili að norrænu samstarfi um að lýsa Norðurlöndin kjarnorkuvopna- laus svæði og vom 89,6% hlynntir því. I samræmi við vilja þjóðarinnar Það er því í samræmi við þennan þjóðarvilja sem stjómmálamenn hérlendis og á öðmm Norðurlöndum hafa rætt hvort og hvernig væri hægt að lýsa Norðurlönd kjarnorku- vopnalaust svæði. Slík yfirlýsing er að sjálfsögðu ekki annað en stað- festing á ríkjandi ástandi, því að ekkert Norðurlandanna hefur nú (að því er best er vitað) kjarnorku- vopn á yfirráðasvæði sínu og öll iöndin hafa með aðild að samning- unum um að dreifa ekki kjarnorku- vopnum (Non-Proliferation Treaty) skuldbundið sig til þess að taka ekki við né framleiða slík vopn. Hins vegar er slík yfirlýsing ein af mörgum leiðum sem reyna þarf til að draga úr vígbúnaði og spennu milli stórveldanna og aldrei má gleyma því mikilvæga hlutverki sem friðsamar smáþjóðir geta haft til að þrýsta á stórveldin og gefa for- dæmi um afvopnun. Samstarf norrænna þingmanna Þann 29.—30. nóvember 1985 var haldin ráðstefna í Kaupmanna- höfn þar sem þingmenn flestra flokka og samtaka sem sæti eiga á norrænum þjóðþingum hittust til að ræða hugmyndina um kjam- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum. Þar kom fram greinilegur stuðningur við hugmyndina og vilji til að vinna að henni. Guðrún Agnarsdóttir „Ef utanríkisráðherra beitir sér gegii skipun embættismannanef nd- ar til að fjalla um kj arnorku vopnalaus Norðurlönd er hann jafnframt að vinna gegn vilja 83,4% stuðn- ingsmanna f lokks síns og gegn vilja 89,6% ís- lendinga.“ Þennan fund sóttu fulltrúar allra íslenskra stjórnmálaflokka og -sam- taka sem sæti áttu á Alþingi. Að lokinni ráðstefnunni var mynduð nefnd norrænna þingmanna sem hefur það hlutverk að halda áfram umræðu um málið, athuga og kanna möguleikana á því að koma á kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum. Ennfremur að kanna og meta afstöðu kjarnorku- veldanna til þessa máls. Sautján flokkar og samtök eiga aðild að þingmannanefndinni, tveir flokkar eiga áheymaraðild og Fær- eyjar og Alandseyjar hafa átt hvort sinn fulltrúa í nefndinni. Nefndin hefur nú hist 4 sinnum og rætt málin og leggur það til að skipuð verði nefnd embættismanna sem hafi það hlutverk að vinna frek- ar að hugmyndinni um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum. Forsætisráðherrar Norðurland- anna hafa mælt með skipun slíkrar embættismannanefndar og nýtur skipun hennar meirihlutafylgis á þjóðþingum hinna Norðurlandanna. Að sjálfsögðu er vinnu embættis- mannanefndarinnar ætlað að verða samhliða og jafnframt starfi þing- mannanefndarinnar og er henni ætlað að starfa á svipaðan hátt og aðrar embættismannanefndir gera í Norðurlandasamvinnu við upplýs- ingaöflun og undirbúningsvinnu, til stuðnings vinnu þingmannanefnd- arinnar. Hvers vegna stendur hnífur í kúnni? Þótt undarlegt megi virðast eru ekki allir á eitt sáttir um þessi mál. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mættu ásamt fulltrúum annarra íslenskra stjómmálaafla á ráðstefn- una í Kaupmannahöfn 29,—30. nóvember 1985. Þeir hafa þó ekki tekið þátt í starfi þingmannanefnd- arinnar, einir íslenskra stjómmála- flokka, og hefur utanríkisráðherra verið því andsnúinn að skipa emb- Stykkishólmur: Miklar hafnarfram- kvæmdir fyrirhugaðar Stykkishólmi. Bræðumir Bergsveinn og Kristinn B. Gíslasynir sátu meðal ann- arra fundinn. Ellert Kristinsson, oddviti, Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri, og Pétur Ágústsson, formaður hafnarsljórnar. MIKLAR hafnarframkvæmdir hafa verið undirbúnar í Stykk- ishólmi. Hönnun' mannvirkja hefir staðið yfir að undanförnu og em uppi tillögur um mjög miklar breytingar á höfninni við Stykkið með því að hug- myndir og tillögur em uppi um að loka sundinu milli lands og Súgandiseyjar sem er við hafn- armynnið. Vegna mikillar stækkunar bátaflotans í Stykk- ishólmi og grósku í smábátaút- gerð hefir á vegum hreppsins verið hugað að leiðum til þess að auka viðlegu og löndunar- pláss fyrir bátaflotann. Árið 1975 var byggður nýr við- legu- og löndunarkantur í Stykk- inu sem mest hefir verið notaður af bátaflotanum. Um og eftir 1981 var gerð ný höfn við skip- asmíðastöðina í Skipavík sem þjónar einnig bátaflotanum ásamt vöruhöfn. Með tilkomu þeirrar hafnar gerbreyttist öll aðstaða flotans sem er enn að stækka. Þessi mál hafa verið þaulrædd bæði í sveitarstjórn og hafnar- nefnd. Sunnudaginn 15. mars sl. boð- aði hafnarstjóm Stykkishólms til fundar um fyrirhugaðar hafnar- framkvæmdir. Framsögu höfðu þeir Pétur Ágústsson, formaður hafnarstjómar, og Sturla Böð- varsson, sveitarstjóri. Pétur Ágústsson gerði grein fyrir áætlunum og samþykktum hafnarstjómar sem miða að því að skapa fullnægjandi aðstöðu fyrir vaxandi bátaflota, trillubáta og Breiðafjarðarfetju sem innan tíðar þarf á betri aðstöðu að halda en flóabáturinn Baldur hefír núna. Pétur gerði glögga grein fyrir sjónarmiðum sjómanna og þeim vandkvæðum sem eru vegna þrengsla í höfninni og lagði áherslu á að ekki mætti þrengja að bátaflotanum með aðstöðu fyr- ir ferjuna, sem samt sem áður verður að fá fullkomna aðstöðu í höfninni. Sturla Böðvarsson gerði grein fyrir valkostum sem kannaðir höfðu verið og skýrði fram- kvæmdaáform og kostnað við mismunandi valkosti. Skýrði hann tillögur með myndum sem sýndu glögglega þá kosti sem til umræðu eru. Hann lagði ríka áherslu á nauðsyn þess að vanda fram- kvæmdir í gömlu höfninni, sem í hugum margra er ein fegursta höfn á landinu. Til þess að vanda allan undirbúning hefir verið fenginn arkitekt til þess að vinna með hönnuðum Hafnarmálastofn- unar að gerð mannvirkja og mun það vera nýlunda við hafnargerð. Þá gerði Sturla grein fyrir þeim framkvæmdum sem eru og ákveðnar á þessu ári, en þær eru að endurbyggja gömlu Hafskipa- bryggjuna og koma upp flot- bryggju fyrir smábáta. Þessar framkvæmdir eru brýnar og fagna sjómenn þeim mjög. Þá lagði hann fram og sýndi kostnaðaráætlanir við hveija framkvæmd. Voru framsöguræður mjög ítarlegar og áhugaverðar. Að loknum framsöguerindum voru almennar umræður og svöruðu frummælendur margvíslegum fyrirspumum fundarmanna sem voru rúmlega sextíu og tóku margir þeirra til máls. Margar ábendingar komu fram á fundin- um svo sem vænta mátti um svo viðamikil framkvæmdaáform sem kynnt voru. Fundurinn var hinn gagniegasti og til stuðnings fyrir sveitar- stjómarmenn sem þurfa að taka afstöðu til framkvæmda. Voru menn einróma um að fundurinn hefði verið mjög til gagns og ber að þakka hann. Er þess að vænta að umræður fund- arins leiði til endanlegrar niður- stöðu svo framkvæmdir geti hafist og þær geti orðið samkvæmt fyr- irframgerðri áætlun til langs tíma. Fundur þessi var haldinn í Hót- el Stykkishólmi og eins og áður var hann vel sóttur af áhuga- mönnum. Fundinum stýrði Ellert Kristinsson, oddviti Stykkis- hólmshrepps. — Árni Morgunblaðið/Ámi Frá fundinum sem haldinn var í Hótel Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.