Morgunblaðið - 25.03.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.03.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 19 ættismannanefnd til að vinna með þingmannanefndinni. Fulltrúar Alþýðuflokksins hafa tekið þátt í störfum þingmanna- nefndarinnar en virðast einnig ósköp kvíðnir og tregir við að hleypa embættismönnum nálægt málinu. Fulltrúar beggja þessara flokka hafa lýst sig andvíga yfírlýsingu um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum nema það nái jafn- framt yfir alla Norður-Evrópu frá Grænlandi til Úralijalla. Þetta er undarleg afstaða forkólfa flokk- anna, þegar litið er til hundraðs- talna úr síðustu skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar kemur í ljós að 91,7% aðspurðra sem kjósa Al- þýðuflokk em hlynntir norrænu samstarfí um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd og 83,4% aðspurðra sem kjósa Sjálfstæðisflokk. Er með ólíkindum hvemig þessi skoðun skilar sér í stefnumótun og afstöðu viðkomandi flokka og vekur stórar og áleitnar spurningar um það hvemig stefnumótun fer fram innan þessara flokka og í umboði hverra þeir taka ákvarðanir. Aðrir flokkar og samtök hafa átt aðild að starfí þingmannanefndar- innar og styðja skipun embættis- nefndarinnar. íslendingar mega ekki vera útundan Mikilvægt er að íslendingar eigi fulla aðild að þessum viðræðum á öllum stigum málsins því þannig getum við best komið hugmyndum okkar og tillögum á framfæri. Það væri mjög misráðið ef Islend- ingar yrðu einir viðskila við hinar Norðurlandaþjóðimar í svo mikil- vægum umræðum um utanríkis- og afvopnunarmál. Til að tryggja að svo verði ekki flutti ég svohljóðandi tillögu til þingsályktunar ásamt Haraldi Ól- afssyni og Svavari Gestssyni á nýafstöðnu þingi: „Um leið og Alþingi áréttar þá stefnu íslenskra stjómvalda að kjamorkuvopn skuli aldrei leyfð í íslenskri lögsögu felur það utanrík- isráðherra að beita sér fyrir því á fundi utanríkisráðherra Norður- landa að sett verði á laggirnar embættismannanefnd á vegum Norðurlanda sem kanni möguleika á og geri tillögur um kjamorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum.“ Þessi tillaga var ekki samþykkt. Spurning- dagsins, svar ráðherra I dag, 25. mars, er haldinn fund- ur utanríkisráðherra Norðurland- anna í Reykjavík, bessari borg afdrifaríkra stefnumóta. Þar á að taka ákvörðun um skipun embættis- mannanefndar til að fjalla um kjamorkuvopnalaust svæði á Norð- urlöndum. Ef íslendingar beita sér gegn skipun embættismannanefndarinn- ar og dragast út úr þessum umræðum getur ísland orðið eina svæðið á Norðurlöndum þar sem hægt yrði fyrir Atlantshafsbanda- lagið að koma fyrir kjamorkuvopn- um ef þurfa þætti. Það yrðu ill örlög fyrir ísland að verða viðskila við frændþjóðir sínar í þessu mikilvæga máli. Ef utanríkisráðherra beitir sér gegn skipun embættismannanefnd- ar til að fjalla um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd er hann jafnframt að vinna gegn vilja 83,4% stuðn- ingsmanna flokks síns og gegn vilja 89,6% íslendinga. Höfundur er þingkona Kvenna• lista Rás 2 í breyttum búningi: Jákvæð viðbrögð áheyrenda - segir Bogi Agústsson, full- trúi framkvæmdastjóra RUV „VIÐ erum þokkalega ánægðir með útkomuna siðan rás 2 breytt- ist í 24 tima útvarp. Það kemur hins vegar alltaf upp eitthvað sem þarf að slipa örlítið til, svip- að og þegar maður fær sér nýjan bíl, það þarf að herða hann upp eftir smákeyrslu," sagði Bogi Ágústsson, fulltrúi fram- kvæmdastjóra RUV, í samtali við blm. Morgunblaðsins. „Viðbrögð áheyrenda koma til með að hafa áhrif á dagskrá rásar 2 og höfum við fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessa breyttu mynd rásar 2. Ef þættir fá ekki hljóm- grunn á meðal fólks hættum við að sjálfsögðu með þá og breytum og bætum eftir megni. Dagskráin er alls ekki geirnegld niður fram til aldamóta. Þetta er lifandi út- varp,“ sagði Bogi. „Ný rás 2 þarf vissulega að vinna sér hylli áheyrenda og festa sig í sessi,“ sagði Bogi. „Ég held að al- menningur hafi verið forvitnari þegar Bylgjan byijaði fyrst en nú, þegar skipulagsbreytingar verða á rás 2. í fyrsta lagi er rás 2 ekki ný og ekki fyrsta breytingin sem verður og í öðru lagi var Bylgjan fýrsta einkastöðin sem hóf starf- semi sína hér og því ákveðið nýjabrum sem fylgdi í kjölfarið. Ég held að hlutur rásar 2 muni réttast á næstu dögum og koma muni nátt- úrulegt jafnvægi á þetta ef miðað er við þá vönduðu dagskrá, sem við erum nú með.“ • • TOLVUR meðgreiðslukjörum —tiu2mámða— m /ZYlftprrfirfa SKÚLAGATA 51 105 REYKJAVÍK - SÍMI 621163 < E E cv a) 0] Electrolux Ryksugu- tilboð D-740 ELECTRONIK. 2-165 750 WÖTT. Aðeins 1 .500 kr. út og eftirstöðvar til allt að 6 mánaða. Vörumarkaöurinn ht. Eíðistorgi 11 - simi 622200 MEÐEINU SÍMTALI Eftir þaft verða______ áskriftargjöldin skuld- færð á viðkomandi greiðslukortareikning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.