Morgunblaðið - 25.03.1987, Side 22

Morgunblaðið - 25.03.1987, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ Dagar í Oman: Háskóli er lífæð sjálfstæðrar þjóðar EINN góðan veðurdag í Óman, nánar tiltekið á afmælisdegi súltans- ins, sem jafnframt er þjóðhátíðardagur, þann 18.nóvember 1980 sagði Bin Quaboos þegnum sínum frá því, að það væri orðið tíma- bært, að reisa háskóla í landinu. Hann sagðist hafa ákveðið, að háskólinn tæki til starfa að liðnum sex árum frá viðkomandi degi. Víst hafði verið gert stórmikið átak í skóla- og menntunarmálum þau tíu ár, sem súltaninn hafði stjórnað. En honum fannst ótækt, að nemendur yrðu síðan að fara til útlanda til framhaldsnáms. Og það var ekki beðið boðanna, undirbúningsnefnd var sett á laggirnar og hafizt handa við að skipuleggja einhvern metnaðarfyllsta há- skóla, í öllum skilningi, sem er að finna. Háskólahverfinu var valinn stað- ur í um 40 km fjarlægð frá Múskat og undir það lagt 11 ferkílómetra- svæði . Samningar um hönnun og byggingu voru gerðir við ýms erlend stórfyrirtæki og þegar stjórnvöld höfðu lagt blessun sína yfir áætlan- ir um það bil ári seinna var allt sett á fullt. Háskólinn er ætlaður fyrir um þrjú þúsund nemendur, og á öllu svæðinu gert ráð fyrir að um tíu þúsund manns hafí aðsetur. Við þetta má auka síðar meir. A svæð- inu var einnig reist glæsileg moska og nú er í byggingu háskólasjúkra- hús, sem verður að mér skilst mjög fullkomið. Þegar ég kom einn sólardaginn í háskóla Bin Quaboos, leiðbeindi Talil Omar, sem sér um útbreiðslu- og kynningu um skólann gagnvart gestum, mér um hverfið. Hann sagði mér, að fjórar deildir hefðu þegar hafið starfrækslu. Því að auðvitað stóðst áætlunin: súltaninn opnaði háskólann við hátíðlega at- höfn á síðasta þjóðhátíðardegi. Deildirnar ijórar eru landbúnaðar- deild til að mennta í búvísindum og fiskifræði, verkfræðideild, vísindadeild, þar sem lögð er meg- ináherzla á stærðfræði, tölvufræði, efna- og eðlisfræði og loks er kenn- aradeildin, sem undirbýr nemendur til að taka að sér kennslu í grunn- skólum og á fyrstu stigum fram- haldsnáms. I fávísi minni spurði ég herra Talil, hvernig á því stæði, að engin laga- eða viðskiptadeild væri við skólann. Því var fljótsvarað. „Við þurfum ekki á lögfræðingum eða viðskiptafræðingum að halda. Að minnsta kosti bráðliggur okkur ekki á þeim,“ sagði Talil.„Þetta er allt þaulhugsað. Forgang hafði að koma upp kennslu í þeim deildum, þar sem fólkið getur komið að sem mestu liði við uppbyggingu þjóð- félagsins." Hann bætti við, að á næsta hausti væri meiningin að koma upp listadeild og súltaninn hefði áhuga á, að sem fyrst yrði við þá deild tekin upp kennsla í tónlist, enda sjálfur, að sögn, mik- ill unnandi klassiskrar tónlistar. Víst var það eftirminnilegt að ganga um háskólann og sjá, að þar er bókstaflega allt til alls. Fyrst og fremst vekur þó athygli, hve allt virðist vandað og vel úr garði gert. Aðbúnaður stúdentanna mun vera til fyrirmyndar, karlar og konur búa í aðskildum hverfum, þar er einnig aðstaða til alls konar íþróttaiðkana og tómstundastarfa. Þar sem skólinn er svona spánn- nýr er starfíð enn í burðarliðnum. Eftir þeim upplýsingum sem Talil gaf mér var nemendaskiptingin á fyrstu önninni á þá leið að 249 stunda nám í kennslufræðideild, þar af 119 karlar og 130 konur. I verk- fræðideild eru 87 piltar við nám og 11 stúlkur. Þijátíu og fjórar stúlkur eru í vísindadeild og 47 piltar. í landbúnaðardeildinni 72 piltar og aðeins 7 stúlkur, en í læknisfræði er fjöldinn svipaður, 21 piltur og 20 stúlkur. Talil sagði, að mjög strang- ar kröfur væru gerðar til nemenda og aðeins úrvalsnemendur teknir inn, og þá skiptir engu, hvort um er að ræða stúlkur eða pilta. Hann sagði, að eindregið væri stefnt að því að háskólinn yrði ekki bara að byggingu og skipulagi sá fullkomn- asti sem völ væri á, engu minna kapp yrði lagt á að taka inn í skól- ann aðeins framúrskarandi nem- endur. Ég spurði, hvað yrði þá um miðlungsjónana, sem næðu ekki nógu góðum árangri.„Þeir verða bara að fara áfram í háskólann í Kairó.." sagði Talil snaggaralegur. Auk þess er ekki meiningin, að erlendir námsmenn fái aðgang að sem er kannski hversdagslegt í annarra augum. Mér fannst nýstár- legt, að koma í „kalt“ gróðurhús á Sólarbænum, sem er ekki ýkja langt frá bænum Sohar i norðurhluta Ómans. Því má svo skjóta inn í, að Sindbað heitinn sæfari var fædd- ur og alinn upp í þeim ljúfa bæ, Sohar og þaðan lagði hann upp í svaðilfarir sínar í þann tíð. Á Sól- arbæ er verið að gera athyglisverð- ar tilraunir í landbúnaði og mér skilst að miklar vonir séu við það bundnar. Enda er það í samræmi við áhuga Ómana að auka fjöl- breytni atvinnulífsins, svo að ekki verði treyst á olíugróðann einan og sér. Á Sólarbæ er meðal annars verið að rækta gras. Það þætti okkur kannski ekki tíðindurn sæta, en í loftslaginu sem er í Óman horfir það öðruvísi við. En nú er búið að Frá háskóla Bin Quaboos háskólanum. Það verður kannski síðar. „Okkur liggur svo á að mennta okkar fólk, að við getum ekki verið að hleypa útlendingum inn, þótt við fegnir vildum," sagði hann. Eins og gefur að skilja eru allir háskólakennararnir útlendingar, margir eru brezkir, enda hafa Ómanir mikið dálæti á öllu því sem brezkt er. Allmargir eru frá Kanada, nokkrir frá Bandaríkjun- um og allmargir frá Japan, svo að nokkurra sé getið. Talil sagðist búast við, að nokkrir ómanskir kennarar yrðu á næstu önn, ef þeir uppfylltu kröfur og skilyrði. Ég lét í ljós undrun og hrifningu á því, hversu allt væri stórfenglegt varð- andi skólann. Og hann komst þá svo að orði, eins og fleiri Ómanir, og mér finnst reyndar vera hálfgild- ings slagorð þeirra:„Hér gerist allt mjög hratt.“ Orð að sönnu. Talil sagði, að þá mætti ekki gleyma því, hvað það væri mikilvægur þátt- ur fyrir sjálfstæði einnar þjóðar að hafa háskóla. Hann sagðist efast um, að nokkur önnur þjóð í heimin- um, sem væri aðeins ein og hálf milljón hefði getað sett háskóla á stofn. Hann spurði mig hvort við hefðum háskóla á Islandi. Égjánk- aði því vitanlega. En hann spurði ekki, hvað íslendingar væru margir og ég sá enga ástæðu til að vera að fara út í þá sálma. * Ur háskólanum á Sól- arbæinn Það getur orðið einum ævintýri, Laile A1 Junaybi Frá Sólarbæ rækta upp 250 hektara af graslendi og 400 til viðbótar eru í ræktun. Vatni er veitt yfir graslendið í sér hönnuðum pípum, sem eru nokkra metra fyrir ofan jörðu. Þetta vatn er leitt langa vegu ofan úr fjöllunum og magnið er greinilega drjúgt.það vökvar 150 ekrur á tólf klukku- stundum. Á Sólarbæ vinna á annað hundrað manns. Þar eru nýbyijaðar tilraunir með íjórtán grænmetisteg- undir sem ekki hefur tekizt að koma til áður. Að sögn bústjórans Mo- hammed Qureshi, sem er ættaður frá Indlandi, virðast flestar tilraun- imar ætla að heppnast. Til að gefa hugmynd um að þarna fer margt fram mætti geta, að verið er að rækta alls 19 tegundir af appelssín- um. Síðan verða þær beztu valdar úr og þær ræktaðar áfram. I köldu gróðurhúsunum er sellulósi notaður í einangrun og vatn látið renna á hann allan sólarhringinn til að halda réttu raka- og hitastigi.Kælingin er sjálfvirk og lagar sig eftir hita- stiginu. Eftir á að hyggja hefur hitinn í köldu gróðurhúsunum kannski verið svipaður og hér, hit- inn úti gerði að verkum, að manni fannst svalandi og að koma þar inn. Ástæðan fyrir því að þessi gróðurhús em notuð, er að tómatar og agúrkur þola ekki útihitann. Þarna er líka nautgriparæktun í blóma, nú um 400 kýr og von bráð- ar bætast við 300. Flestar keyptar frá Bandaríkjun um. Fóðurtilraunir handa kúnum hafa gengið vel, og þær sem nythæstar em gefa 40 lítra á dag. Qureshi sagði, að Sólarbær hefði verið rekinn í rúm tíu ár og er það landbúnaðarráðuneytið sem fylgist með og ber ábyrgð á honum. Um- svifin aukizt jafnt og þétt. { fyrstu var þetta eingöngu tilraunabúskap- ur, en hefur gefíð það góða raun, að nú er búgarðurinn rekinn með hagnaði. Það er í sjálfu sér ekki svo lítið afrek.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.