Morgunblaðið - 25.03.1987, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ
Framhaidsskólanemendur mótmæla ástandinu í skólum vegna kennaraverkfallsins:
Ef þetta gengiir mikið leng-
ur fell ég í flestum fögunum
- sagðieinn
nemandinn, sem
styður samt verk-
fall kennara
NEMENDUR í framhaldsskólum
á höfuðborgarsvæðinu vöktu
með ýmsum hætti athygli á því
í gær að þeim þætti sú staða sem
skólastarf er í vegna verkfalls
háskólamenntaðara kennara
vera orðin illþolandi. Talsverður
hópur nemenda settist að á
göngum fjármálaráðuneytisins
um hádegisbilið og hluti hópsins
dvaldi þar i nótt. Klukkan 15
þeyttu framhaldsskólanemendur
síðan bílflautur víðsvegar um
Reykjavík í mótmælaskyni.
I tilkynningu sem nemendur
dreifðu í fjármálaráðuneytinu sagði
meðal annars að þjóð sem ætlar að
flytja út hugvit í framtíðinni hefði
ekki efni á að svelta fræðara sína.
Framhaldsskólanemendur hefðu of
lengi verið þjófsnautar í kjararáni
ríkisvaldsins á kennurum. Við það
verði ekki unað lengur og því ætli
nemendur að gista fjármálaráðu-
neytið þar til ríkisstjómin hefur
Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra ávarpaði framhaldsskólanemendur sem búið höfðu um sig á göngum
fjármálaráðuneytisins. Geir Haarde aðstoðarmaður fjármálaráðherra fór síðan yfir helstu atriði samn-
ingaviðræðnanna við kennara með sendinefnd nemenda.
ákveðið einhveija menntastefnu.
„Við erum að vekja athygli á
því ófermdarástandi sem hefur
skapast vegna þess að kennarar fá
ekki mannsæmandi laun,“ sagði
Margrét Helga Hjartardóttir nem-
andi í Menntaskólanum við
Hamrahlíð í samtali við Morgun-
blaðið, en Margrét var einn þeirra
nemenda sem settust að í fjármála-
ráðuneytinu. „Við styðjum kennara
og stöndum með þeim í þessari
baráttu og það er mjög slæmt að
það virðist ekki ganga í neina sam-
komulagsátt. Önnin fer auðvitað
að verða ónýt ef þessu heldur svona
áfram,“ sagði Margrét.
Margrét sagðist telja að samn-
inganefnd ríkisins hefði verið of
ósveigjanleg í samningaviðræðun-
un. Þar hefði lítið gerst og tilboð
ríkisins virtust aðeins vera mismun-
andi útgáfur af fyrsta tilboðinu sem
ekkert hefði verið hækkað.
Margrét sagði að kennsla lægi
að mestu niðri í Hamrahlíðarskólan-
um. Sumir nemendur væru að reyna
að lesa áfram og það væri hægt í
sumum fögum, „...en maður veit
ekkert hvemig verður í vor og það
er erfitt að vinna markvisst þegar
ekki er vitað hvert stefnir,“ sagði
Margrét Helga.
Sigurlaug Siguijónsdóttir nem-
andi í MH tók í sama streng: „I
Hamrahlíðinni er talsvert af fögum
þar sem vinna á önninni kemurí
staðinn fyrir próf. Ég á að útskrif-
ast í vor þar sem einn áfanginn í
íslensku er þannig byggður upp og
ég get ekki útskrifast nema að
hafa lokið þeim áfanga,“ sagði Sig-
urlaug.
Þegar Sigurlaug var spurð hvað
henni fyndist um það ástand sem
MIKLABRAUT-
Öskjuhlíð
FYRIRHUGAÐUR
VEGUR
LOÐIRNAR
SEM SHELL
HEFUR SÓTT UM
Núverandi
aðstaða SHELL
Morgunblaðið/ GÓI
MÁVAHLÍЗ
—DRÁPUHLÍЗ
L BLÖNDUHLÍÐ-
Skelj ungur v ill færa
sig um set í Öskjuhlíð
OLÍUFÉLAGIÐ Skeljungur
hefur sótt um lóð til borgar-
ráðs undir tvær bensínstöðvar
í Oskjuhlíð. Samkvæmt nýjum
skipulagstillögum verður Suð-
urhlíð þar sem bensínstöð
fyrirtækisins er nú blindgata.
Framhald Bústaðarvegar
verður aðalumferðaræðin og
er gert ráð fyrir að hann verði
ofar í hlíðinni.
í bréfi Skeljungs til borgarráðs
segir að bensínstöðin við Suð-
urhlíð sé stærsti útsölustaður
fyrirtækisins í Reykjavík og að
hann muni slitna úr tengslum
við umferðina þegar af framleng-
ingu Bústaðarvegar að Mikla-
torgi verður. Gert er ráð fyrir
bensinstöð norðaustan við nýja
Bústaðarveginn en félagið sækir
um leyfi fyrir bensínsölu beggja
vegna vegarins.
Umsókninni var vísað til skrif-
stofustjóra borgarverkfræðings.
Lífeyrissjóðirnir 1986:
Raunvirði veittra lána
lækkaði um 24,2%
RAUNVIRÐI veittra lána
lífeyrissjóðanna til sjóðsfélaga
Leiðrétting
Vakin hefur verið athygli á því
að í ljóðið Elska, sem birtist með
fréttum frá Kosningavöku fatlaðra
í blaðinu í gær, vantaði eina línu
fyrra erindið, þegar það var flutt.
Rétt er það svona:
Ég elska fuglana
fuglarnir geta flogið
ég get ekki flogið
fuglarnir geta sungið
ég get sungið
fuglamir syngja
með mér.
Höfundurinn er Ásdís Jenna
Ástráðsdóttir og birtist þetta ljóð
hennar fyrst í Lesbók Morgunblaðs-
ins í desember 1986.
á Iiðnu ári lækkaði um 24,2%
frá árinu 1985. Lífeyrissjóð-
irnir veittu 4.857 lán, alls að
fjárhæð 1.486 milljónir króna
1986 og fækkaði lánum um
29,7% á milli ára. Meðalupp-
hæð lána á síðasta ári var 306
þúsund krónur, sem er 15,5%
hærra að raunvirði en 1985.
Þessar upplýsingar koma fram
í fréttabréfi Sambands almennra
lífeyrissjóða, (SAL), sem nýlega
kom út, en SAL gerði könnun
meðal lífeyrissjóðanna. Þar kem-
ur fram að raunvirði veittra lána
á árinu 1985 hafi lækkað um
40% miðað við fyrra ár. Og fjöldi
veittra lána 1985 hafi verið
6.913, á móti 10.443 árið 1984.
Hrafn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri SAL, sagði að
ástæður minnkandi eftirspumar
sjóðsfélaga eftir lánum, væru
annars vegar þær að Húsnæðis-
stofnun hefði stóraukið lánveit-
ingar og hins vegar þær að
raunvextir væm hærri. Algeng-
ast er að vextir lífeyrissjóðslána
séu 6,5-6,75% auk verðtrygging-
Könnun SAL náði til 67 lífeyr-
issjóða, þ.á.m. vom allir stærstu
sjóðirnir.
INNLEN'T
Sérstakir
saumadagar
NÚ er verið að taka upp nýju
vor- og sumartískuna í efnum
og af því tilefni hafa vefnað-
arvörukaupmenn um land allt
tekið höndum saman um
saumadaga 23.- 31. mars. Á,
saumadögunum eru sniða- og
saumanámskeið í mörgum
verslunum og alls konar tilboð
í gangi, afsláttur af efnum og
tilleggi, auk leiðbeininga með
saum og snið. Félag vefnaðar-
vörukaupmanna hefur vakið
athygli á því hvað hægt er að
spara heimilispeningana með
heimasaum og bent á að í
mörgum tilfellum fáist þijár
flíkur fyrir verð einnar tilbú-
innar.