Morgunblaðið - 25.03.1987, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 25.03.1987, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ Skýrsla um hernaðaruppbyggingu Sovétmanna: Gífurleg aukning á velflestum sviðum Washington, AP. Reuter Dean Paul Martin (t.v.) ásamt fyrri konu sinni, brezku leikkonunni Olivia Hussey, og föður sínum, Dean Martin, leikaranum heims- kunna. Myndin var tekin árið 1971 að loknu brúðkaupi Martin og Hussey. Sonur Dean Martin fórst með orrustuþotu Washington, AP. SOVETMENN styrktu herafla sinn verulega á siðasta ári og komu fyrir háþróuðum vopna- búnaði sem dregur verulega úr möguleikum Vesturlanda til að afstýra átökum. Þetta eru helstu niðurstöður skýrslu bandaríska varnarmálaráðuneytisins, sem birt var í gær. Þetta er í sjötta skipti sem varn- armálaráðuneytið birtir skýrslu um herafla Sovétmanna. Skýrslan er 159 síður að þessu sinni. Segir í henn að 15 til 17 prósent af vergri þjóðarframleiðslu Sovétríkjanna renni til hermála, samanborið við Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADOLLAR hækk- aði á ný síðdegis í gær, eftir að hafa snarlækkað fyrr um morg- unin og komist neðar gagnvart japanska jeninu en nokkru sinni eftir stríð. Talið er, að seðla- banki Japans hafi komið dollarn- um til hjálpar og keypt 1,5-2 milljarða dollara. Síðdegis í gær kostaði sterlings- pundið 1,6125 dollara (1,6155) og hafði því lækkað gagnvart dollam- um frá því daginn áður. Annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 1,8215 vestur-þýzk mörk (1,8220), 1,52175 svissneskir frankar (1,5242), 6,0645 franskir frankar (6,0600), 2,0530 hollenzk gyllini (2,0565), 1.294,00 ítalskar lírur (1.294,875), 1,30745 kanadí- skir dollarar (1,3065) og 149,255 jen (150,20). Verð á gulli lækkaði í London og var 408,10 dollarar hver únsa (408,30). sex prósent af framleiðslu Banda- ríkjamanna. I skýrslunni segir að Sovétstjórn- in hafi aukið kjarnorkuherafla sinn og fjölgað kafbátum og þyrlum „langt umfram það sem telja má eðlilegt". Þá veija Sovétmenn meiri fjármunum til þróunar og smíði geimvopna en Bandaríkjamenn og segir í skýrslunni að sovéskum vísindamönnum hafi tekist að skjóta leysigeislum að skotmörkum í lofti og á jörðu niðri. Fullyrt er að leysi- geislum hafi verið beint að far- þegaflugvélum og að þeir kunni að hafa skaðað sjón viðkomandi flug- manna. Sovétmenn ráða nú yfir rúmlega 100 langdrægum kjamorkuflaug- um af gerðinni SS-25 sem búnar eru einum kjamaoddi og er þessum flaugum beint að Bandaríkjunum. Þá verður brátt komið fyrir færan- legum SS-X-24 flaugum. Þær draga um 10.000 kílómetra og get- ur hver þeira borið tíu kjarnaodda. Ennfremur hafa vísindamenn unnið að smíði nýrrar SS-18 flaugar. Slíkar flaugar bera að minnsta kosti tíu kjarnaodda. Þær eru langdræg- ar og jafnframt öflugustu kjarn- orkuflaugar sem sovéski heraflinn ræður yfir. I skýrslunni segir að tilraunir með nýju SS-18 flaugina hafi ekki gengið sem skyldi. Einnig er unnið að því að bæta nákvæmni meðaldrægra SS-20 flauga í Evr- öpu. „Unnið er að smíði nýrrar og fullkomnari SS-20 flaugar og er hugsanlegt að því verki verði lokið á næsta ári,“ segir í skýrslu vamar- málaráðuneytisins. Fullyrt er að Sovétmenn hafi að undanfömu unnið að því að bæta varnir umhverfis Moskvu með því að þróa nýja gerð flugskeytis sem gengur undir nafninu „Gazelle". Flugskeyti þetta er sagt mjög hrað- fleygt og er því ætlað að granda þeim kjamorkuflaugum sem Bandaríkjamenn myndu hugsan- lega skjóta að höfuðborginni á átakatímum. A síðasta ári var fjórða kaf- bátnum af gerðinni „Delta IV“ hleypt af stokkunum. Bátar þessar- ar gerðar bera 16 langdrægar SS-N-23 flaugar , sem draga 8.300 kílómetra. Ennfremur ræður sov- éski flotinn nú yfir fimm kafbátum af gerðinni „Typhoon" en þeir em búnir 20 langdrægum SS-N-20 flaugum, sem unnt er að skjóta að skotmörkum í Bandaríkjunum úr djúpum sjávar i nágrenni við Sov- étríkin. Flugher Sovétmanna hefur nú á að skipa 55 langdrægum sprengju- flugvélum af gerðinni „Bear“ í stað 40 áður. Vélar þessar hafa verið búnar AS-15 stýriflaugum. Á síðasta ári var áfram unnið að til- raunum með „Blackjack" sprengju- vélina, sem talin er hraðfleygari en BlB-vélin, nýjasta sprengjuflugvél Bandaríkjamanna. í skýrslunni er einnig fjallað um nýjar og öflugri þyrlur sovéska flughersins. Margra þeirra vopna sem hér hafa verið nefnd hefur verið getið í fyrri skýrslum varnarmálaráðui- neytsins. „Tækniþekkingu Sovét- manna fleygir fram með hveiju árinu. Bæði hefur þeim tekist að komast yfír vestræna þekkingu auk þess sem tæknikunnátta þeirra hef- ur tekið stórstígum framförum,“ segir í skýrslunni. „Yfirburðum okkar (þ.e. Bandaríkjamanna) á sviði tækniþekkingar er ógnað. Greinilegt er að Sovétmenn geta samtímis ógnað öryggishagsmun- um okkar víða um heim,“ segja höfundar skýrslunnar. DEAN Paul Martin, 35 ára sonur samnefnds leikara, beið bana í flugslysi í Kaliforníu sl. laugar- dag, samkvæmt áreiðanlegum heimildum í varnarmálaráðu- neytinu í Washington. Martin flaug orrustuþotu af gerð- inni Phantom F4-C í bandaríska þjóðvarðliðinu. Hann var við flu- gæfingar við San Bernardino-fjöllin austur af Los Angeles þegar þotan hvarf skyndilega af ratsjám. Leit að flakinu hefur engan árangur borið ennþá vegna veðurs og erfiðra aðstæðna. Hins vegar er talið úti- lokað að Martin og aðstoðarmaður hans hafi komizt lífs af og að ákveð- ið hefði verið að telja þá af. Martin er fyrrverandi söngvari í popphljómsveit. Hann lætur eftir sig 13 ára son, Alexander, sem hann átti með fyrri konu sinni, brezku leikkonunni Olivia Hussey. Alexander fór með föður sínum til March-flugstöðvarinnar og fylgdist með er hann flaug af stað í æfinga- flugið örlagaríka. Eftir skilnaðinn við Hussey gekk Martin að eiga bandarísku skautadrottninguna Dorothy Hamill en þau skildu einn- 'g- Indland: Misheppnað geimskot Nýju Dehlí, AP, Reuter. INDVERJAR skutu gelmflaug á loft í gær en tókst ekki betur til en svo að bilun kom upp eftir tvær mínútur og steyptist hún niður í Indlandshaf og sökk. Eldflaugin er fyrsta langdræga flaugin, sem Indvetjar skjóta á loft. Átti hún að koma gervihnetti á braut en það mistókst einnig. Alexander Haig vill verða forsetaefni repúblikana: Olíklegur til að vinna slaginn innan f lokksins Hefur mikla reynslu en hefur ekki nógu góða ímynd í hugum f ólks Alexander Haig tilkynnir, að hann hyggist sækjast eftir útnefn- ingu Repúblikanaflokksins sem forsetaefni hans í forsetakosning- unum á næsta ári. Washington. Reuter, AP. ALEXANDER Haig, fyrrum utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem frambjóðandi repúblikana i forsetakosning- unum á næsta ári. Skýrði hann frá þessu á fréttamannafundi í New York í gær og lagði áherslu á störf sín í þágu þjóð- arinnar og fyrrverandi forseta. Haig hefur að því leyti sérstöðu meðal þeirra, sem sækjast eftir að verða forsetaefni Repúblik- anaflokksins, að hann er sá eini, sem gagnrýnt hefur Reag- an forseta. Á blaðamannafundinum viður- kenndi Haig, að á þessari stundu væri hann ekki manna líklegastur til að vinna slaginn innan flokks- ins en sagði, að hann vildi og teldi sig hafa hæfileika til að veita bandarísku þjóðinni forystu. „Æðsta hlutverk forsetans er að vera leiðtogi og til þess að vera fær um það þarf hann að eiga sér hugsjón, vera viss um, að hann beijist hinni góðu baráttu í þágu allrar þjóðarinnar," sagði Haig. Haig, sem er 62 ára að aldri, hefur verið hershöfðingi í land- hernum, yfirmaður Atlantshafs- bandalagsins og starfsmanna- stjóri í Hvíta húsinu var hann á hinum dimmu dögum Watergate- hneykslisins. Haig skoraði nýlega á landa sína að fylkja sér um for- setann þrátt fyrir vopnasölumálið og sagði, að Reagan hefði „endur- vakið hinn ameríska anda“. Hefur hann sjálfur tekið þannig til orða, að hann sé „einlægur stuðnings- maðUr Reagans - en ekki gagn- rýnislaus“. Gagnrýni hans hefur m.a. falist á ásökunum um, að stjómin hafi klúðrað málum í sambandi við fangelsun bandaríska blaða- mannsins Nicholas Daniloff og glutrað niður gullnu tækifæri á Reykjavíkurfundinum. Hann hef- ur einnig farið hörðum orðum um fjárlagahallann, sem hefur tvö- faldast í tíð Reagans. Gagnrýni af þessu tagi er varasöm fyrir hvern repúblikana því að þótt vin- sældir Reagans hafí minnkað vegna vopnasölumálsins nýtur hann enn mikils stuðnings meðal þjóðarinnar og ekki síst innan síns eigin flokks. Haig var utanríkisráðherra fyrsta hálfa annað árið af forseta- tíð Reagans og hafði gengið á ýmsu milli þeirra áður en hann sagði af sér í júní árið 1982. Var hann ekki sammála Reagan um utanríkisstefnuna í einstökum at- riðum, vildi t.d. ekki setja sig upp á móti því, að Evrópuþjóðimar seldu Sovétmönnum ýmsan búnað vegna gasleiðslunnar frá Síberíu. Haig er annar repúblikaninn, sem hefur ákveðið að sækjast eft- ir útnefningu flokksins sem forsetaefni en hinn er Pierre du Pont, fyrrum ríkisstjóri í Delaw- are. I skoðanakönnunum innan flokksins kemur hins vegar fram, að George Bush, varaforseti, nýt- ur mests fylgis þótt hann hafí ekki formlega tilkynnt framboð sitt. Aðeins 5% repúblikana hafa hingað til nefnt Alexander Haig. Haig hefur ýmislegt á móti sér í þeim slag, sem nú tekur við hjá honum, einkanlega sína eigin ímynd í hugum fólks. Hann hafði einu sinni orð á sér fyrir að vera kaldur og rólegur og láta sér hvergi bregða þótt á móti blési en honum brást heldur betur bogalistin í þessum efnum eftir banatilræðið við Reagan í mars árið 1981. Þá kom hann á hlaup- um inn í fréttamannaherbergið í Hvíta húsinu og tilkynnti allri þjóðinni skjálfandi röddu, að „hér eftir verð ég við stjómvölinn". Reiddust margir þessu frumhlaupi hans. Annað, sem vinnur gegn Haig, er það málfar, sem hann hefur tamið sér, skringilegt orðalag og oft orðaruglingur, einhvers konar kansellistíll, sem fréttamenn kalla „Haigmál". Hann kann þó að slá á létta strengi og gerir stundum óspart grín að sjálfum sér. Á blaðamannafundinum sagði hann t.d., að hann hefði ákveðið að sækjast eftir forsetaembættinu þegar hann sá auglýsingu í at- vinnudálkum New York Times þar sem auglýst var eftir manni vegna starfs, sem yrði laust á árinu 1988.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.