Morgunblaðið - 25.03.1987, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ
Stærsta
kakaí
heimi
Síðasta hönd
var lögð á
stærstu köku
í heimi á
mánudag.
Hún er laginu
eins og kirkj-
an í Arras í
Frakklandi
og gerð úr
6.120 eggj-
um, 150
kílóum af
hveiti og
sykri og 200
lítrum af
rjóma. Hópur
ungmenna
lagði fram
500 vinnu-
stundir við
gerð kökunn-
Reuter.
Ítálía;
Var Giorgieri á dauða-
lista Action directe
mánuðum saman?
Frá Brynju Tomer, fréttaritara Morgunblaðsins.
RAUÐU herdeildirnar reyndu að myrða ítalska hershöfðingjann
Licio Giorgieri í Róm fyrir tveimur mánuðum og er talið að hann
hafi verið á dauðalista frönsku hryðjuverkasamtakanna Action
directe frá því í upphafi þessa árs.
Ónafngreindur hermaður hefur
sagt við yfirheyrslur að í janúar
síðastliðnum hafi tveir menn á vél-
hjóli miðað skammbyssu á Licio
Giorgieri, ítalska hershöfðingjann,
sem skotinn var til bana í síðustu
viku. Hermaðurinn var einn þeirra
sem stöðvuðu mennina tvo í janúar
og kom þannig í veg fyrir að þeir
myrtu hershöfðingjann. Frásögn af
vitnisburðinum kom fram í dag-
blaðinu La Stampa í gær, þar sem
ennfremur er gefið í skyn að nafn
Giorgieris hafi verið ofarlega á
„dauðalista“ Action direct, sem
fannst I Orléans í febrúar síðastliðn-
um, er fjórir meðlimir frönsku
hryðjuverkasamtakanna voru hand-
teknir.
Auk tilræðisins í janúar mun
hafa verið gerð önnur tilraun til að
ráða Giorgieri af dögum í febrúar,
er ökumaður Pandab-bifreiðar
reyndi að stöðva bifreið hershöfð-
ingjans með því að flauta og gefa
einkabílstjóra Giorgieris merki um
að stöðva bifreiðina.
Sagt er að hershöfðinginn hafi
ekki tekið tilræði þessi alvarlega
og var fjölskyldu hans til dæmis
ókunnugt um þau. Þessar fréttir
hafa enn ekki verið staðfestar, en
dagblaðið La Stampa sagði í for-
síðufrétt í gær: „Ef þetta er rétt,
hvernig stendur á því að ábyrgðar-
manni flughernaðardeildarinnar var
ekki gert viðvart og af hverju voru
viðeigandi varúðarráðstáfanir ekki
gerðar?"
Itölsk yfirvöld hafa neitað að
staðfesta fréttina um að Giorgieri
hafi verið á áðurnefndum „dauða-
lista“, en umræður um þetta mál
fóru fram í ítalska þinginu í gær.
í fréttabréfi rauðu herdeildanna
sem kom út í gær segir um ástæð-
una fyrir morðinu á Giorgieri að
hann hafi verið myrtur vegna
ábyrgðar á þátttöku ítala í „stjörnu-
stríðsáætluninni og til heiðurs
Wilmu Monaco", en hún lét lífið í
skotbardaga sem átti sér stað í kjöl-
far árásar á fjármálaráðunautinn
Antonio Da Empoli fyrir ári.
Portúgal:
Stj óniarkieppa yfirvofandi?
Lissabon, AP.
TALSMAÐUR Lýðræðislega
endursköpunarflokksins í Port-
úgal, Herminio Martinho lýsti því
yfir í dag, að flokkurinn ætlaði
að leggja fram vantrauststillögu
á stjórn Anibal Cavacou Silva I
næstu viku, og vonandi næði hún
fram að ganga og stjórnin væri
Reuter
þá tilneydd að fara frá.Tillagan
verður tekin til umræðu í næstu
viku.
Ef svo fer verður Mario Soares
forseti að velja nýjan mann til að
mynda ríkisstjórn. Cavacou Silva
hefur verið í forsvari minnihluta-
stjórnar Sósialdemókrata í sautján
mánuði. Amóta vantrauststillögur
hafa leitt til falls 15 ríkisstjórna frá
því lýðræði var endurreist í landinu
árið 1974.
Lýðræðislegi endursköpunar-
flokkurinn, sem oft er kallaður
Eanistaflokkurinn, hefur 45 sæti á
portúgalska þinginu. Einatt hefur
flokkurinn varið stjórnina falli í
atkvæðagreiðslum síðan hún tók
við völdum. Það hefur vakið nokkra
furðu, að vantrauststillagan skuli
vera lögð fram einmitt nú,þegar
Mario Soares forseti, er að leggja
upp í tólf daga opinbera heimsókn
til Brazilíu. Vitor Constancio, form-
aður Sósialistaflokksins, en sá
flokkur hefur 57 sæti á þinginu,
vildi ekki, að svo stöddu tjá sig um,
hvernig þingmenn flokks hans
myndu greiða atkvæði. Fengju Sós-
ialdemókratar stuðning Sósialista
og Miðdemókrata myndi stjórnin
halda velli.
Martinho sagði, að ástæðan fyr-
ir vantrauststillögunni væri alvar-
legur trúnaðarbrestur, sem væri
kominn upp milli þings og stjómar.
Málavextir eru þeir, að portúgölsk
þingmannanefnd var fyrir skömmu
í heimsókn í Sovétríkjunum. Portú-
galska ríkisstjómin sendi nefndinni
fyrirmæli um, að fara ekki til Eist-
lands í ferðinni, eins og var á
dagskrá gestgjafanna. Nefndin af-
lýsti Eistlandsferðinni, eins og fyrír
hana hafði verið lagt. Stjórnarand-
staðan er gröm yfir því, að stjómin
skyldi ekki hafa samráð við hana
zum málið, áður en nefndinni voru
send þessi fyrirmæli.
Sjónvarpstrúboðinn Oral Roberts (t.v.) heilsar bandaríska milljóna-
mæringnum Jerry Collins. Myndin var tekin þegar sá síðarnefndi
færði trúboðanum ávísun að upphæð 1,3 milljónir dollara sem fram-
lag í söfnun.
V-Þýzkaland:
Náðu heró
ini fyrir
milljarð
Dortmund, AP.
VESTUR-þýzka lögreglan
lagði fyrir nokkrum dögum,
hald á 51 kíló af heróini, sem
að söluverðmæti hefði verið
um milljarður ísl. króna. Frá
þessu var skýrt í dag. Eitrið
hafði verið falið undir ávax-
tafarmi í tyrkneskum vöru-
flutningabíl. Þetta er mesta
magn heróins, sem lögreglan
í Vestur-Þýzkalandi hefur
nokkru sinni komið höndum
yfir.
Allmargir þeirra sem eru
grunaðir um að eiga aðild að
þessum mikla heróinflutningi
eru taldir vera í felum í Amst-
erdam. Sjö hafa verið hand-
teknir og er búizt við að
lögreglu takist að grípa fleiri á
næstunni. Bílstjórinn hefur
sömuleiðis verið fangelsaður.
Hann er ekki talinn höfuð-
paurinn í málinu, heldur hafí
honum verið greitt há fjárupp-
hæð fyrir að leyfa að heróinið
væri sett undir ávextina.
Afangastaður bifreiðarinnar
var Amsterdam.
Heitir 52 milljónum • • i i |
á sjónvarpstrúboða gOYÍg reyndllSt Vel
Milljónamæringur hefur heitið
1,3 miljónum dollara, eða 52
millj. ísl. kr., á sjónvarpstrúboða,
sem segir að Guð muni drepa sig
ef hann ljúki ekki ákveðinni fjár-
söfnun fyrir mánaðamótin.
Milljónamæringurinn, hinn 79
ára Jerry Collins, sagðist hafa feng-
ið samúð með sjónvarpstrúboðanum
Oral Roberts, sem setti sér það tak-
mark að safna átta milljónum
dollara til greiðslu skólastyrkja við
læknaskóla, sem hann stofnaði.
Roberts sagði að Guð hefði gefíð
sér frest til að ljúka söfnuninni fyr-
ir marzlok. „Hann mun kalla mig
heim ef ég klára ekki dæmið fyrir
þann tíma,“ sagði Roberts í einni
sjónvarpsræðu sinni. Collins sagði
augljóst að trúboðinn þyrfti á að-
stoð geðlækna að halda.
Collins er fyrrverandi lögreglu-
þjónn og varð hann miljónamæring-
ur á því að kaupa og selja
veðhlaupabrautir.
London, AP.
FYRSTU körtumar í skóginum við þorpið Hambleden vöknuðu af
dvala í fyrradag og lögðu þegar af stað í átt til nærliggjandi vatns
til að verpa eggjum sínum. Fóru þær flestar um sérstök göng, sem
dýravinir höfðu grafið undir veg, sem körtumar þurfa að fara yfir
á leiðinni til vatnsins.
Félagar í samtökum, sem láta
verndun dýra- og jurtaríkisins til
dalltsín taka, voru mættir á staðinn
til mlisað fylgjast með körtunum,
en þær fyrstu fóru á stjá. Fögnuður
þeirra var innilegur þegar fyrstu
körturnar fóru í gegnum göngin í
stað þess stofna lífi sínu í hættu
með því að æða út á veginn.
Alls vöknuðu um 800 körtur af
dvala og fóru þær yfir á vatnið frá
sólarlagi í fyrradag þar til roðaði á
himni í gær. Talið er að margfalt
fleiri körtur séu enn í dvala í skógin-
um við Hambleden, sem er lítið
þorp við Tempsána, um 55 kíló-
metra vestur af London.
Þótt flestar körturnar færu í
gegnum gönginn fannst mörgum
þeirra helzt til kalt í þeim og sneru
til baka. Viðstaddir dýravinir sviptu
þeim samstundist upp í fötur og
báru þær þannig á leiðarenda.