Morgunblaðið - 25.03.1987, Side 34

Morgunblaðið - 25.03.1987, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ Seyðisfjörður: Frumsýning á gam- anleiknum „Síldin kemur og sfldin fer“ SeyðisfirðL LEIKFÉLAG Seyðisfjarðar frumsýndi gamanleikinn „Sildin kemur og sUdin fer“ eftir systurnar Iðunni og Kristinu Steinsdætur fyrir fullu húsi í Félagsheimilinu Herðubreið síðastliðinn föstudag við mikinn fögnuð áhorfenda. Báðir höfundarnir voru viðstaddir sýning- una og voru þeir og leikaramir ákaft hylltir í lok sýningarinnar. Leikstjóra og höfundum vom færð blóm og Jóhann Sveinbjömsson bæjargjaldkeri færði Leikfélaginu blóm í tilefni 30 ára afmælisins og flutti við það tækifæri kveðju og áraaðaróskir til Leikfélagsins frá Seyðisfjarðarkaupstað. Leikarar eru 24. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Aðalheiður Borg-þórsdóttir og Hermann Guð- mundsson aðstoðuðu við söng og texta meðferð. Undirleikari er Helgi Eyjólfsson frá Borgarfirði eystra. Guðrún K. Ámadóttir og Ljósbrá Guðmundsdóttir hönnuðu búninga, en Guðlaug Vigfúsdóttir sá um að sauma þá. Leikmynd gerðu Þóra Guðmundsdóttir, Oddný Stefáns- dóttir, Ingiríður Harðardóttir og Hlín Agnarsdóttir, en Einar Harð- arson og Magnús Einarsson smíð- uðu leiksviðið. Um förðun sér Auðbjörg Guðmundsdóttir og hár- greiðslu Margrét Gunnlaugsdóttir. Leikskrá ritstýrði Emil Emilsson og ljósameistarar eru Pétur Kristjáns- son og Emil Guðmundsson. Hvíslar- ar eru Ásdís Guðmundsdóttir og Hólmfríður Guðjónsdóttir. „Síldin kemur og síldin fer“ er léttur gam- anieikur með söngvum, sem gerist að mestu ieyti á sídarplani á árun- um 1960—1965. í þessari upp- færslu er leikurinn látinn gerast hér á Seyðisfírði og ýmsum staðamöfn- um breytt frá handritinu til samræmis við það, en það mun hafa verið gert með leyfi höfunda. Leikurinn fjallar um líf fólksins, sem starfaði á söltunarplönum á síldarárunum. Hann hefst á því að fólk frá ýmsum stöðum á landinu er á leið í sfld til Seyðisfjarðar, meðal annars saklausar sveitastúlk- ur af Jökuldalnum. Þetta fólk lendir svo í ýmsum uppákonum í sfldinni, þar sem lífið snýst einungis um að vinna og skemmta sér. Sumar sfldarstúlkumar verða ófrískar og ýmis vandamál koma upp. Það kynnist ýmsu fólki, bæði fólki sem býr á staðnum og fólki sem kemur að, svo sem aflaskipstjórum, norsk- um dátum, finnskum sjómönnum, rússneskum sfldarkaupmönnum og svo auðvitað íslensku sfldarsjó- mönnunum. Þetta leikrit sýnir mjög vel hvemig lífið var hér á Seyðis- firði og annars staðar í síldarpláss- um á þessum ámm. Seyðfirðingar muna vel eftir landlegum, böllum og slagsmálum, sérstaklega við finnsku sjómennina, og sprúttsölu, sem var vegna þess að ríkinu var oft lokað í Iandlegum. Frammistaða leikaranna var með miklum ágæt- um og má það teljast mikið þrek- Morgunblaðið/Haraldur Már Leikarar í „SUdin kemur og sUdin fer“. Frá vmstn: Sigrún Þorbjömsdóttir í hlutverki Guðríðar, Sigriður Lámsdóttir i hlutverki Lóu, Oddný Stefánsdóttir i hlutverki Jöklu, Jón Guðmundsson í hlutverki Sprengs, Guðr- ún Kjartansdóttir í hlutverki Hullu, Guðlaug Erla Gunnars- dóttir i hlutverki Villu og Sigþóru. virki að setja upp svona fjölmenna og viðamikla sýningu, þar sem mik- ið er af ungu fólki og mikið um söng. Eftir frumsýningu hitti fréttarit- ari Morgunblaðsins höfundana, þær systur Iðunni og Kristínu Steins- dætur, að máli. Sögðust þær vera mjög ánægðar með þær móttökur, sem leikurinn og þær hefðu fengið eftir frumsýningu hér á Seyðisfírði. Þær sögðu að frammistaða leikar- anna hefði verið mjög jafngóð, þetta væri mikið af ungu fólki og væri ánægjulegt að sjá hvað leikstjóran- Kristjana Bergsdóttir í hlutverki um hefði tekist vel til. Það væri mjög gaman fyrir þær að fá þetta verk sett upp á Seyðisfírði, sem væri þeirra fæðingarbær. Stemmn- ingin á frumsýningunni hefði verið góð og Seyðfírðingar greinilega uppiifað þetta eins og þeir ættu hlut í þessu með þeim. Þær sögðust hafa lifað sitt sfldarævintýri hér á Seyðisfirði og þess vegna verið með þennan stað í huga þegar þær sömdu verkið, en það væri hins vegar ekki beint skrifað upp á Seyð- firðinga. Þær hefðu reynt að taka ýmis atriði frá fleiri stöðum svo að þetta gæti orðið sfldarævintýri sem flestra. Seyðfirðingar hefðu hins- vegar fengið leyfí til að breyta staðamöfnum. í handriti væri talað um Fagrafjörð og Fjalladal, en hér héti þetta Seyðisfjörður og Jökul- dalur. Nú væri búið að setja þetta verk upp á þremur stöðum og hefðu þær séð allar uppfærslumar, um þtjár ólíkar sýningar að ræða. Leik- stjóramir hefðu greinilega ekkert borið sig saman. Þær sögðu að það væri mjög spennandi og þetta væri eins og að sjá alltaf nýtt og nýtt leikrit. Það væri greinilegt að leik- stjóramir og leikaramir upplifðu persónumar ekki á sama hátt og fólkið á þessum stöðum hefði greini- lega upplifað sídarævintýrið á mismunandi vegu, sögðu þær systur að lokum. — Garðar Rúnar Leikfélag Seyðisfjarðar þrjátíu ára: Bjartsýnn á framtíð félagsins upp sýningar í samkomuhúsinu sem oftast var kallað Leikhús Seyðis- íjarðar. Síðan var stofnað „skemmtifélag" árið 1908, sem Bjólfur hét og iagði það stund á leiklist. Einnig hefur verkalýðsfé- lagið verið með leiksýningar um miðjan annan áratug aldarinnar og svo aftur á fjórða áratugnum. En kvenfélagið Kvikk hefur lengst af starfað við leiklist eða þangað til þetta leikfélag var stofnað, en það var í kjölfar þess að Félagsheimilið Herðubreið var tekið í notkun og fyrsti formaður leikfélagsins var Ástvaldur Kristófersson. Fyrsta verkefni félagsins var Gimbill eftir Yðar einlægan og leikstjóri var Ragnhildur Steingrímsdóttir. Og nú er félagið að setja upp tuttugustu og fímmtu uppfærslu sína „Sfldin kemur og sfldin fer“ eftir systumar Iðunni og Kristínu Steinsdætur." Næst var Emil spurður um hvaða þýðingu leikfélag hefði fyrir bæjar- félag eins og Seyðisfjörð. Hann sagðist telja að það hefði töluverða þýðingu, ekki einungis fyrir þetta litla samfélag okkar, heldur einnig fyrir leiklistina í heild. Auk þess þyrftu Seyðfirðingar að njóta menn- ingar eins og aðrir. „Og á þessu sviði menningar verðum við að gera þetta sjálf," sagði Emil, „vegna þess að ferðir Þjóðleikhússins eru famar að stijálast svo hingað aust- ur og ekki hafa allir tök á því að fara til Reykjavíkur þegar þá lang- ar í leikhús." Að lokum var Emil spurður hvort hann væri bjartsýnn á framtíð leik- félagsins. Hann sagðist ekki sjá ástæðu til annars en að vera bjart- sýnn. „Það er mikið af nýju og ungu fólki sem nú er að taka við leikfélaginu og þetta verkefni nún? lofar góðu hjá þessu fólki," sagði Emil að lokum. — Garðar Rúnar - segir Emil Emilsson Seyðisfjörður: Höfundarnir hafa náð vel hugsunarhætti alþýðunnar - segir Hlín Agnarsdóttir leikstjóri Seyðisfirði. LEIKSTJÓRINN, sem setti „Síldin kemur og síldin fer“ á svið á Seyðis- firði, heitir Hlín Agnarsdóttir. Hún lauk fil. cand.-prófi í leikhúsfræðum frá Stokkhólmsháskóla 1979 og stundaði síðan nám í leiklist og leik- stjóra við háskólann í Uppsölum til 1981. Eftir að hún lauk námi hefur hún fengist við að kenna leiklist á menntaskólastigi, setja upp leiksýn- ingar með skólafólki og áhugaleikhúsum, unnið hjá Iðnó, sem sýningar- stjóri og aðstoðarleikstjóri. Auk þess hefur hún skrifað fyrir leikhús, m.a. „Láttu ekki deigan síga Guðmundur". Þetta er í fyrsta skipti sem hún leikstýrir úti á landi. Fréttaritari Morgunblaðsins ræddi við Hlín fyrir frumsýninguna. Hún sagði að þetta værin eins og allir vissu nýskrifaður gamanleikur eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur, sem hún vildi kalla alþýðlegan gamanleik eða „folkkomedia", sem ekki væri mjög mikið tii af eftir íslenska höf- unda. Þetta væri góð lýsing á lífí fólks, sem er í vinnu og er að skemmta sér þegar það er ekki að vinna og lendir í ýmsum uppákomum í lífinu. „Leikurinn er kryddaðar söngvum, þannig að þetta verður nokkurs konar söngleikur," sagði Hlín. „En það sem mér fínnst vera það besta við þetta leikrit er hvað tungutak fólksins er lipurt og hvað höfundamir hafa náð vel hugsunar- hætti alþýðunnar, sem vann við sfldarsöltunina. Og ekki síst hafa þeir náð í þessu leikriti að draga upp góða mynd af plássinu, sem leikurinn gerist í og það er mjög skemmtilegur andi, sem næst þegar það síðan er sett á svið.“ Hlín sagði að búið væri að æfa leikritið í sex til sjö vikur. Þetta væri stór hópur og flókin sýn- ing, mikið af söngvum, miklar hreyfingar og skiptingar á sviði. Um <se>t Hlín Agnarsdóttir helmingur af fólkinu væri að stíga sín fyrstu spor á leiksviði og það þyrfti mikla þjálfun. En svo væru þarna líka vanir leikarar. Mikið væri af hæfileikariku fólki og jafnvel ein- staklingar, sem myndu sóma sér vel í hvaða atvinnuleikhúsi sem væri. Morgunblaðið/Haraldur Már Emil Emilsson í uppfærslu Leikfélags Seyðisfjarðar á „Stalín er ekki hér“ árið 1981. Með honum á myndinni er María Björg Klemens- dóttir. Seyðisfirði. I MARSMÁNUÐI 1957 var stofnað Leikfélag Seyðisfjarðar, það sem nú er starfandi og á það þvi þijátíu ára afmæli um þessar mundir. Sá maður sem hvað mest hefur unnið að leiklistarmálum hér á Seyð- isfírði undanfarin ár er Emil Hauksson kennari. Hann var formaður félagsins til ársins 1986 er Snorri sonur hans tók við. Auk þess hefur Emil tekið þátt í flestum uppfærslum leikfélagsins á undan- föraum árum og leikið flest hlutverk til þessa hjá félaginu. í tilefni þessara tímamóta hjá félaginu fór fréttaritari Morgunblaðsins og hafði tal af Emil Emilssyni. Fyrst var hann spurður um hvað leiklist á Seyðisfírði ætti sér langa sögu. Hann sagði það vera rúm hundrað ár. „Fyrsta opinbera leik- sýningin var 14. janúar 1883 í skólanum sem þá var í byggingu," sagði Emil. „En þá var ekkert leik- félag starfandi en sýnilega verið áhugi fyrir leiklist og sýningar ver- ið næstu ár á eftir í hinum og þessum húsum. Árið 1894 byggði Bindindisfélagið hér samkomuhús og í framhaldi af því var stofnað leikfélag, sem hét sama nafni og núverandi félag og hefur það lifað fram á aldamótin. Þetta félag setti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.