Morgunblaðið - 25.03.1987, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ
Borg í Miklaholtshreppi.
AÐALFUNDUR Félags kúa-
bænda á sunnanverðu Snæfells-
nesi (FKSS), sem nýlega var
haldinn, samþykkti nokkrar
ályktanir. Meðal annars er hvatt
til þess að tekin verði upp virk
framleiðslustjórnun á alla kjöt-
framleiðslu. Eftirfarandi var
samþykkt:
Varðandi úthlutun á fullvirðis-
rétti: Aðalfundur FKSS beinir því
til aðalfundar Búnaðarsambands
Snæfellinga að skipuð verði 7
manna nefnd til að úthluta fullvirð-
isrétti á svæði Búnaðarsambands
Snæfellinga. Fjórir menn verði
kjömir á aðalfundi BSS, einn til-
nefndur af Félagi kúabænda á
sunnanverðu Snæfellsnesi, einn til-
nefndur af kúabændum á norðan-
verðu Snæfellsnesi og einn
tilnefndur af Félagi sauðfjárbænda
á Snæfellsnesi. Og hér eftir verði
ætíð úthlutað samtímis fullvirðis-
rétti í sauðfé og mjólk ef unnt er.
Varðandi framleiðslustjómun á
kjöti: Aðalfundur FKSS beinir því
til aðalfundar Landssambands kúa-
bænda að hvetja landbúnaðarráð-
herra til að taka sem fyrst og eigi
síðar en í byrjun næsta verðlags-
árs, upp virka framleiðslustjómun
á alla kjötframleiðslu. Telur fundur-
inn það einu færu leiðina til að ná
jafnvægi á kjötmarkaðnum.
Varðandi fullvirðisrétt: Aðal-
fundur FKSS samþykkir að skora
á stjóm Búnaðarsambands Snæfell-
inga að úthluta ekki fullvirðisrétti
í mjólk umfram búmark hjá bænd-
um nema í algerum undantekning-
artilfellum. Einnig að gæta þess
vandlega að fullt samræmi sé á
milli tilfærslna á milli búgreina.
I stjóm kúabændafélagsins eru:
Magnús Guðjónsson Hrútsholti,
formaður, Hallsteinn Haraldsson
Gröf, ritari, Sigurður Helgason
Hraunholtum gjaldkeri og Bjami
Alexandersson Stakkhamri og
Sveinn Guðjónsson Stekkjarvöllum
meðstjórnendur. Páll
Aðstandendur tónleikanna á Lækjartorgi á blaðamannafundinum.
Krafan um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd:
Popptónleikar á Lækjar-
torgi vegna fundar utanrík-
isráðherra Norðurlanda
„VIÐ erum hópur fólks sem vill
ekki láta fund utanríkisráðherra
Norðurlandanna hér á landi
fram hjá sér fara án þess að láta
rödd okkar heyrast. Við segjum
já við lífinu, nei við dauðanum
og teljum að þjóðin standi að
baki okkar,“ sagði Þorlákur
Viðurkenning stórveldanna er
forsenda kjamorkufriðlýsingar
- segir Erik Alfs-
en talsmaður
norskra samtaka
gegn kjarnorku-
vopnum
ERIK Alfsen, einn af forystu-
mönnum samtakanna Nei til
Atomvápen í Noregi, segir, að
mikill áhugi sé fyrir á því á Norð-
urlöndum að Island eigi aðild að
samnorrænu samstarfi um kjarn-
orkufriðlýsingu Norðurlanda.
Alfsen er einn ræðumanna á úti-
fundi á Lækjartorgi í dag, sem
samtök nokkurra friðarhreyf-
inga hér á landi hafa boðað til.
Erik Alfsen sagði í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins í gær,
að hugmyndin um kjamorkufriðlýs-
ingu Norðurlanda gengi út á það,
að þau gerðu með sér samkomulag
um að banna staðsetningu, flutning
og notkun kjamorkuvopna innan
landamæra sinna jafnt á styijaldar-
sem friðartímum. Samhliða slíku
samkomulagi yrði að gera samning
við kjamorkuveldin um, að þau
virtu samkomulagið. An slíks samn-
ings við kjamorkuveldin væri yfír-
lýsing um Norðurlöndin sem
kjamorkuvopnalaust svæði einskis
virði.
Alfsen sagði, að um leið og unn-
ið væri að því að koma þessu tvennu
í höfn, samkomulagi Norðurland-
anna og samningi þeirra við kjam-
orkuveldin, yrði reynt að fá
kjamorkuvopn á landi og í sjó í
nágrenni Norðurlandanna flutt
brott. Slíkur brottflutningur kjam-
orkuvopna þyrfti þó ekki að vera
skilyrði kjamorkufriðlýsingar Norð-
urlanda.
Alfsen lagði áherslu á, að kjam-
orkufriðlýsingin yrði norrænt
framtak; yfírlýsing norrænna ríkis-
stjóma um það, hvemig þær vildu
standa að málum á landssvæðum,
sem þær réðu yfír. Af þessum sök-
um m.a. taldi hann ekki rétt, að
gera það að skilyrði að kjamorku-
friðlýsingin næði einnig til Sov-
étríkjanna, eins og gert er ráð fyrir
í ályktun Alþingis um afvopnunar-
mál frá 1985.
Alfsen benti á, að norrænu ríkin,
Erik Alfsen Morgunblaðið/Bjami
sem ættu aðild að Atlantshafs-
bandalaginu, þ.e. Island, Noregur
og Danmörk, hefðu þegar gefið um
það yfírlýsingar, að þau leyfðu ekki
staðsetningu kjamorkuvopna á frið-
artímum. Slíkar yfirlýsingar hefðu
verið gefnar án samkomulags eða
samráðs við bandalagið. Hins vegar
sagði hann að samtökin Nei til
Atomvápen berðust ekki gegn aðild
að Atlantshafsbandalaginu, heldur
eingöngu gegn kjarnorkuvopna-
stefnu þess.
Erik Alfsen kvaðst ekkert geta
fullyrt um viðbrögð lq'amorkuveld-
anna við yfirlýsingu Norðurland-
anna um kjarnorkufriðlýsingu.
Hann benti þó á, að Sovétmenn
hefðu tekið jákvætt í hugmyndina
en Bandaríkjamenn lagst gegn
henni. Þau viðhorf gætu hins vegar
breyst og það væri verkefni norr-
ænna stjómmálamanna, að afla
hugmyndinni fylgis meðal kjarn-
orkuveldanna.
Kristinsson listmálari á fundi
með fréttamönnum sem boðað
var til á mánudag. Þar voru
kynntir tónleikar sem hópur
hljómlistarmanna hyggst halda á
Lækjartorgi á miðvikudag undir
kjörorðinu „Aldrei kjarnavopn á
íslandi". Að þeim loknum verður
efnt til göngu frá torginu að
Rúgbrauðsgerðinni við Borgart-
ún J)ar sem ráðherramir þinga.
A fundinum var afhent áskomn
undirrituð af hópi listamanna og
fulltrúa úr klerkastétt. Þar em allir
landsmenn hvar í flokki sem þeir
standa hvattir til að árétta vilja
íslendinga um kjamorkuvopnalaus
Norðurlönd með því að fylkja sér
undir merki göngumanna.
Ragnhildur Gísladóttir og Bubbi
Morthens töluðu fyrir munn tónlist-
armanna á fundinum. Þau sögðust
vona að obbi þeirra sem fást við
dægurtónlist komi fram á tónleik-
unum. „Við „Ragga" verðum þar,
þá koma hinir líka,“ sagði Bubbi.
Að sögn Margrétar S. Bjöms-
dóttur hafa fundarboðendur með
sér óformleg samtök. Markmið
þeirra er fyrst og fremst að vekja
athygli á ráðherrafundinum sem
þau telja að hafi ekki verið nægi-
lega kynntur hér á landi. Hvort
framhald verður á starfseminni er
óvíst en ýmsar hugmyndir em uppi
um frekari baráttu fyrir þessu mál-
efni.
Aætlað er að tónleikamir hefjist
kl. 16.30 á miðvikudag, en gangan
leggji af stað kl. 17.00. Lúðrasveit-
in Svanur mun fara fyrir göngu-
mönnum.
INNLENT
Arshátíð Gríkklandsvina
Grikklandsvinafélagið Hellas
boðar til aðalfundar á Hótel Esju
föstudaginn 27. mars kl. 19.30. í
frétt frá félaginu segir að þar
fari fram hefðbundin aðalfund-
arstörf en að aðalfundi loknum
verði efnt til árshátíðar félagsins
á sama stað og hefst hún um kl.
20.30.
Á árshátíðinni verður boðið upp
á gríska máltíð, en meðal skemmti-
átriða má nefna atriði úr gaman-
leiknum Friðinum eftir Aristófanes
í þýðingu Kristjáns Ámasonar, sem
flutt verður af Róbert Amfinnssyni
og nemendum fjórða bekkjar í Leik-
listarskóla íslands, þeim Halldóri
Björnssyni, Hjálmari Hjálmarssyni,
Ingrid Jónsdóttur, Ólafíu Hrönn
Jónsdóttur, Stefáni Sturlu Sigur-
jónssyni, Valgeiri Skagfjörð,
Þóramir Eyíjörð og Þórdísi Arn-
ljótsdóttur. Leikstjóri er Sveinn
Einarsson.
Seinna um kvöldið syngur Sif
Ragnhildardóttir nokkur lög eftir
Mikis Þeódórakis við undirleik
Hilmars J. Haukssonar og milli
skemmtiatriða og undir borðhaldi
verður leikin grísk tónlist af snæld-
um og í lokin er ætlunin að sýna
kynningarkvikmynd um Grikkland
af myndbandi. Á árshátíðinni verð-
ur einnig rædd fyrirhuguð menn-
ingarferð til Grikklands 5.-27. júní
næstkomandi.
Leikarar í leikhóp Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki sem taka þátt í uppfærslu á „Landabrugg og ást“.
„Landabrugg og ást“ frumsýnt á Sauðárkróki
LEIKHÓPUR Fjölbrautaskól-
ans á Sauðárkróki hefur að
undanförnu æft leikritið
„Landabrugg og ást“ eftir Rie-
mann og Schumarts. Frumsýn-
ing á leikritinu verður
fimmtudaginn 26. mars á Sauð-
árkróki.
Æfíngar á leikritinu hófust um
mánaðarmótin janúar-febrúar.
Leikarar em 10 en alls taka þátt
í sýningunni um 15 manns. Leik-
stjóri er Knútur Hafsteinsson
kennari við skólann.
Öll leiktjöld, leikmundir og bún-
ingar vom fengnir að láni hjá
Leikfélagi Sauðárkróks.
Auk sýningarinnar á fímmtu-
daginn verður leikritið sýnt tvisv-
ar í Sæluvikunni.
Félag' kúabænda á sunnanverðu Snæ-
fellsnesi:
Framleiðslustjórn-
un verði komið á
alla kjötframleiðslu