Morgunblaðið - 25.03.1987, Síða 39

Morgunblaðið - 25.03.1987, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 39 Sigríður Arnbjarnardóttir „En ákafinn er svo mik- ill að seilast ofan í vasa almenningfs að þeir sjást ekki fyrir. Enda telja þeir sig náttúrleg-a vita betur en þú hvern- ig þínum peningum er best varið.“ ráðstöfunarfé sitt er í augum Jóns einkaneysla og kjörinn skattstofn. Hver vill stuðla að því að Jón Sigurðsson komist í valdaaðstöðu til þess að hækka aftur verð á bílum og bensíni? Höfundur skipar 13. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ferðaáæthm Útivist- ar með 210 ferðum - sérstök kynning- á gömlum þjóðleiðum FERÐAÁÆTLUN Útivistar 1987 er nýlega komin út með samtals 210 ferðum, sem skiptast í dags-, kvöld-, helg- ar- og sumarleyfisferðir. í fréttatilkynningu frá Útivist segir að í dags- og kvöldferðun- um sé að þessu sinni lögð áhersla á að kynna gamlar þjóðleiðir og er í hverjum mánuði ferð sem kallast þjóðleið mánaðarins. Einnig er mikið lagt upp úr íjöruferðum, t.d. kræklin- gatínslu og fjöruskoðun, og dæmi um slíka ferð er stór- straumsfjöruferð og krækl- ingatínsla í Hvalfirði 29. mars. Reykjavíkurganga Útivistar verður 10. maí og þann 15. og 16. ágúst verður þjóðleiðin frá Þingvöllum til Reykjavíkur gengin. Kvöldferðir eru áætlað- ar í eyjamar við Reykjavík, Viðey, Engey og Þerney. Dags- ferðir verða alla sunnudaga í Þórsmörk yfir sumarmánuðina og á miðvikudögum í júlí og ágúst. Helgarferðir verða í Þórsmörk um hverja helgi og á ýmsa aðra staði í byggð og óbyggðum. Af þeim má nefna páskaferðir í Óræfi, Esjufjöll og á Snæfells- nes. Fjölskylduhelgi verður í Þórsmörk 7.-9. ágúst. Útivistarskálarnir í Básum. Flestar sumarleyfisferðir eru á Homstrandir eða alls 6 og heíjast tvær þær fyrstu þann 9. júlí. Önnur þeirra er dvöl í Hornvík, en hin er gönguferð frá Hesteyri um Aðalvík til Horn- víkur. Meðal nýjunga í sumar- leyfisferðum em t.d. bakpokaf- erð frá Hítardal yfir í Norðurárdal þann 13.-17. júní og sólstöðuferð á Vestfirði og Strandir þann 17.-21. júlí. Ný ferð er á Tröllaskaga 9.-15. ágúst og Ingjaldssand 18.-23. ágúst. Útivist leggur_mikið upp úr því að nýta gistiaðstöðu sína í tveimur skálum í Básum í Þórs- mörk og er þar boðið upp á sumardvöl, t.d. í heila eða hálfa viku. Gefst ferðafólki með því góður tími til að upplifa nátt- úmfegurð og friðsæld Þórs- merkur á þægilegan máta. Fararstjórar em í öllum ferð- um félagsins, en farþegar leggja sjálfir til fæði og viðeigandi ferðaútbúnað. Við Hjallaveg í Njarðvík mynd- uðust stórir snjóskaflar eins og sjá má. Skafrenn- ingur olli víða umferð- artöfum Ytri-Njarðvík. TALSVERÐUR skafrenningur var alltaf öðru hvoru alla síðustu viku, viða dró í stóra skafla og áttu menn sumstaðar í erfiðleik- um með að komast leiðar sinnar. Lögreglan varð að aðstoða öku- menn á Reykjanesbraut, Sand- gerðisvegi og víðar. Við Hjallaveg í Njarðvík urðu snjómðningstæki að vera stöðugt að um tíma til að halda í horfinu þegar mest gekk á. Víða em nú stórir snjóskaflar líkt og eftir stórhríð. - BB UTSALA A SKÍÐAVÖRUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.