Morgunblaðið - 25.03.1987, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ
Verkalýðsfélag Borgarness og Neytendafélag Borgarfjarðar:
Fundur um lifskjör
á landsbyggðinni
Borgarnesi.
FYRRI fundur Verkalýðsfélags Borgarness og Neytendafélags Borg-
arfjarðar um „Lífskjör á landsbyggðinni“ var haldinn á Hótel
Borgamesi miðvikudaginn 18. mars. Þar kynntu fulltrúar Sjálfstæðis-
flokks, Alþýðuflokks, Samtök um kvennalista og Flokks mannsins
stefnu sína. Síðan vom almennar umræður og fyrirspurnir frá fundar-
mönnum sem vom rúmlega eitt hundrað talsins. Seinni fundurinn
verður haldinn í dag, miðvikudaginn 25. mars, og þá mæta fulltrúar
frá Alþýðubandalagi, Framsóknarflokki, Þjóðarflokki og Bandalagi
. jafnaðarmanna.
mannsson sagði á fundi á Akranesi
fyrir nokkrum árum, þegar Sverrir var
iðnaðarráðherra: „Vandamál hitavei-
tunnar hér verða ekki leyst nema með
Frá fundinum sem haldinn var i Hótel Borgarnesi.
í setningarávarpi fundarins sagði
Jón Agnar Eggertsson, formaður
Verkalýðsfélags Borgamess, m.a.:
„Fólksflótti af landsbyggðinni til
Reykjavíkursvæðisins veldur áhyggj-
um. I Borgarfirði skapar samdráttur
í landbúnaði alvarlegt ástand. í því
sambandi hvetur Verkalýðsfélag
Borgamess til aukins samstarfs
bænda og launþega og eru þegar hafn-
ar viðræður um hvemig því verður
best komið á.“
Fyrir hönd Samtaka um Kvenna-
lista voru þær Danfríður Skarphéðins-
dóttir, sem skipar 1. sæti Kvennalist-
ans á Vesturlandi, og Brit Bieltvedt,
nýráðinn félagsmálastjóri í Borgar-
nesi. Frummælendur Alþýðuflokksins
voru þeir Eiður Guðnason sem skipar
1. sæti listans á Vesturlandi og Sveinn
G. Hálfdánarson, sem skipar 2. sæti
A-listans á Vesturlandi. Frummælend-
ur Sjálfstéeðisflokksins voru þeir
Sturla Böðvarsson sem skipar 3. sæti
D-listans á Vesturlandi, og Vilhjálmur
Egilsson, formaður Sambands ungra
sjálfstæðismanna. Fyrir Flokk manns-
ins mættu þau Helga Gísladóttir, sem
skipar 1. sæti á lista Flokks mannsins
á Vesturlandi, og Pétur Guðjónsson,
formaður flokksins.
Eftir að frummælendur höfðu kynnt
helstu stefnumál sinna stjómmála-
flokka voru leyfðar fyrirspumir. Fjöldi
fyrirspuma barst til frummælend-
anna.
Samtök um Kvennalista
Brit Bieltvedt, félagsmálafulltrúi,
önnur frummælenda af Kvennalista,
svaraði spumingum varðandi málefni
fatlaðra á þá leið að lögunum ætti að
framfylgja. Það ætti ekki að skerða
lögbundin framlög til fatlaðra. Það
væri stefna Kvennalistans. Varðandi
nám og störf fatlaðra sagði Brit að
stefna Kvennalistans væri sú að fatlað
fólk gæti áfram búið í sínu heimahér-
aði og fengi þar eins mikla þjónustu
sem mögulegt væri. Auðvitað væri
þetta dýrt en á það bæri að líta að
stofnanavistun væri miklu dýrari en
heimavistun. Ennfremur sagði Brit að
ef hún ætti að velja á milli einhvers
vegarspottans með bundnu slitlagi og
aðstoðar við fatlaða þá hikaði hún
ekki við að velja mannlega kostinn.
Danfríður Skarphéðinsdóttir, sem
skipar 1. sæti Kvennalistans á Vestur-
landi, sagði meðal annars um orkumál-
in að það væri stefna Kvennalistans
að ylræktarbændur ættu að fá raf-
magn á sama verði og það væri selt
til erlendrar stóriðju. Rökin fyrir þessu
væru þau að erlendis færi allskonar
mengun vaxandi sem hefði bein og
óbein áhrif á matvæli sem síðan væru
flutt tjl íslands. Nauðsynlegt væri því
fýrir íslendinga að vera sjálfum sér
nógir varðandi framleiðslu matvæla.
Alþýðuflokkur
Eiður Guðnason, sem skipar 1.
sæti A-listans á Vesturlandi, sagði
meðal annars um samgöngumálin:
„Það hefur verið sett til hliðar 1 millj-
ón til þess að rannsaka brúar- og
jarðgangnagerð yfir Hvalijörð og ég
spái því að innan 10 ára verði komin
annaðhvort brú yfir Hvalfjörð eða
göng undir hann. Það er óhjákvæmi-
legt að þetta verði næsta stórfram-
kvæmd okkar í samgöngumálum."
Um orkumálin sagði Eiður: „Það verð-
ur að jafna orkukostnaðinn í landinu,
svo einfalt er það.“ Varðandi vanda-
mál Hitaveitu Akraness og Borgar-
fjarðar sagði Eiður að hann væri í því
máli sammála því sem Sverrir Her-
Morgunblaðið/Theodór
Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness, i
ræðustól, frummælendur silja við borðið.
framlagi úr ríkissjóði." Þetta framlag,
sagði Eiður að þyrfti að nema um 200
milljónum króna. Þá sagði Eiður:
„Ríkið hvatti til þessara framkvæmda
á sínum tíma og það ber því vissa
ábyrgð á þeim.“
Varðandi umræðu um Fram-
kvæmdasjóð fatlaðra sagði Eiður
meðal annars: „Jóhanna Sigurðardótt-
ir, þingmaður Alþýðuflokksins, hefur
barist ötullega fýrir þessum málum á
alþingi en hún hefur því miður ekki
haft árangur sem erfiði. Og það segi
ég ykkur hér að hún Jóhanna Sigurð-
ardóttir hefur gert meira á alþingi
fyrir konur, böm og þá sem minna
mega sín í þessu þjóðfélagi en allur
Kvennalistinn eins og hann leggur sig
og þetta er staðreynd." Um fijálsan
innflutning á landbúnaðarvörum sagði
Eiður: „Alþýðuflokkurinn mun aldrei
gefa innflutning á landbúnaðarvörum
fijálsan. Það væri sama og að leggja
landbúnaðinn niður." Sveinn G. Hálf-
dánarson, sem skipar 2. sæti A-listans
á Vesturlandi, sagði m.a. um land-
búnaðarmálin að auka þyrfti úrvinnslu
landbúnaðarvara frekar en gert væri
og sú vinnsla ætti að fara fram úti á
landi, en ekki í Reykjavík. Dæmi um
Afmæliskveðja:
Guðmundur Gísla-
son brúarsmiður
Guðmundur, sem er áttræður í
dag, er fæddur 25. mars 1907 á
Klömbrum í Vesturhópi og voru
foreldrar hans Gísli Guðmundsson
og Halldóra Pétursdóttir. Guð-
mundur varð mjög ungur, vegna
erfiðra heimilsaðstæðna, að fara að
vinna fyrir sér, einkum sem vinnu-
maður við bústörf. Skólamenntun
varð líka af sömu ástæðu mjög tak-
mörkuð.
Frá árinu 1928 varð starfsvett-
vangur hans í þágu Vegagerðar
ríkisins sem brúasmiður og verk-
stjóri í hartnær 50 ár. Starfssvæðið
spannaði Dali, Barðaströnd, Djúp,
Strandir, Norðurland vestra og
Eyjafjörð. Vinna að vori hófst í
maí—júní og unnið var fram í snjóa
að hausti. Aðbúnaður var oft kulda-
legur þegar legið var í tjöldum og
gjörólíur því sem nú gerist með vel
einangraða og upphitaða vinnu-
skúra. Þegar Guðmundur byijaði
hjá Vegagerðinni var einungis um
sumarvinnu að ræða. Vetrarvinna
var á þeim árum takmörkuð á
Hvammstanga.
Guðmundur kom sér upp lítilli
smiðju, þar sem hann vann að ýmiss
konar járnsmíði, enda maðurinn
hagur jafnt á járn sem tré. Einkum
voru það skeifur og brennimerki
sem hann smíðaði. Hugur hans stóð
þá mjög til jámsmíðanáms, sem
ekkert gat þó orðið úr. Sagt er að
- smiðjan hafí verið nokkurs konar
félagsmiðstöð þessa atvinnuleysis-
vetrar, þar í hlýjunni hafí menn
hist og rætt bæjar- og þjóðmálin.
Seinna, þegar Vegagerðin hafði
komið sér upp húsnæði á Hvamms-
tanga, vann Guðmundur við að
smíða nýja íbúðar- og eldhússkúra,
ásamt ýmsum viðhaldsstörfum.
Guðmundur reyndist farsæll
verkstjóri og naut mikils trausts og
álits yfírboðara sinna. Hann hélt
mönnum sínum vel að verki án þess
að sýna ofríki eða hroka, enda
maðurinn hið mesta ljúfmenni.
Margir ungir námsmenn, nokkrir
síðar landsþekktir borgarar, hafa
unnið í brúarflokki Guðmundar og
allir bera þeir verkstjóra sínum vel
söguna, bæði sem stjórnanda og
ekki síður sem félaga. Alls smíðaði
Guðmundur á annað hundrað brýr.
Á erfiðum árum kreppunnar og
fram yfir stríðsárin hafði Guðmund-
ur eina kú og nokkrar kindur sér
og sínum til búdrýginda, og alveg
fram á þennan dag hefur hann
haft fáeinar ær til að sýsla við sér
til ánægju og afþreyingar, enda
sérlega natinn við skepnur. Vegna
langra fjarvista að heiman gat Guð-
mundur lítið sinnt félagsmálum þó
áhuginn væri mikill, einkum -á
verkalýðs- og samvinnumálum
ásamt annarri vinstri pólitík. Áhug-
inn á þjóðmálum er síst minni nú
þó aldur færist yfir, enda er Guð-
mundur með afbrigðum vel ern.
Guðmundur kvæntist 29.10.
1932 Valgerði Þorsteinsdóttur, f.
31.12. 1910, frá Gröf á Vatnsnesi,
og byggðu þau sér heimili á
Hvammstanga og hafa búið þar
síðan. Valgerður hefur reynst Guð-
mundi stoð og stytta í þeirra
hjúskap. í tæp 30 ár var hún mat-
ráðskona í brúarvinnuflokki
Guðmundar við miklar vinsældir,
bæði vinnuflokksins og ekki síður
manna á vegum Vegagerðarinnar,
sem áttu erindi við Guðmund.
Guðmundur og Valgerður eign-
uðust 3 dætur: Ásu, sem gift er
Sigurði Sigurðssyni lögreglumanni
á Hvammstanga; Þorgerði, sem gift
er Kristjáni Björnssyni verslunar-
manni á Hvammstanga, og Hall-
dóru, sem gift er Sigurði P.
Bjömssyni verslunarmanni í
Reykjavík. Guðmundur verður að
heiman í dag.
K.B.
ranga stefnu í þessum málum nefndi
Sveinn Mjólkurstöðina í Reykjavík.
Sjálfstæðisflokkur
Vilhjálmur Egilsson, formaður
Sambands ungra sjálfstæðismanna,
svaraði m.a. þeirri fyrirspum hvort
„Byggðastefna unga fólksins væri
kosningastefna stuttbuxnadeildarinn-
ar í Sjálfstæðisflokknum“. Sagði
Vilhjálmur að svarið við þessari spum-
ingu væri já. „Þetta er okkar kosn-
ingastefna og okkar framtíðarstefna
og ekki bara okkar stefna í þessum
kosningum, heldur í öllum kosningum
hér á eftir og við ætlum að koma
þessari stefnu í framkvæmd. Þetta er
það sem framtíðin byggir á, að unga
fólkið sem elst upp á landsbyggðinni
fái tækifæri til að menntast, fari að
heiman, öðlist reynslu, þekkingu,
víðsýni og umburðarlyndi og að það
eigi síðan tækifæri, raunhæf tæki-
færi, til að koma til baka í sín
heimahéruð. Þetta er sú stefna sem
við verðum að koma í framkvæmd."
Ennfremur sagði Vilhjálmur:
„Byggðastefna unga fólksins byggir á
því að leggja áherslu á sérhæfðar
menntastofnanir út á land. Að fram-
haldsnám eigi fyrst og fremst að
byggjast upp á því að byggja upp
gæðaskóla, fyrsta flokks skóla, sem
eru sérhæfðir á einstökum sviðum."
Sem dæmi um þróun í sérhæfingarátt
nefndi Vilhjálmur Bændaskólann á
Hvanneyri og Fjölbrautaskólann á
Akranesi. Varðandi spumingar um
hvort hann væri hlynntur fijálsum
innflutningi landbúnaðarvara sagði
Vilhjálmur: „Ég er ekki fylgjandi
fijálsum innflutningi á landbúnaðar-
vörum og það sem hefur verið borið
upp á mig í þeim efnum er lygi, ég
hef ekki lagt það til á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins né annars staðar."
Sturla Böðvarsson, sem skipar 3.
sæti D-listans á Vesturlandi, sagði
m.a. um orkumálin að honum væri
það undrunarefni hvemig Hitaveita
Akraness og Borgarfjarðar væri stödd
fjárhagslega í dag. í upphafí hefðu
verið bundnar miklar vonir við þetta
fyrirtæki og hefði engan órað þá fyrir
þessari stöðu sem upp væri komin í
dag. Taldi Sturla að mál HAB væri
þannig vaxið að þar þyrfti ríkissjóður
að koma til með beinum fjárframliig-
um. En einnig þyrftu heimamenn að
taka til hendi og bæta reksturinn ef
hægt væri. Einnig þyrfti að kanna
möguleika á aukinni heitavatnssölu til
arðbærrar framleiðslu. Þá sagði Sturla
að formaður Sjálfstæðisflokksins hefði
lýst því yfír að hann mundi gera það
sem hægt væri til að leysa vandamál
HAB.
Um spumingar varðandi stjómar-
samstarf við Alþýðuflokk eftir kosn-
ingar sagði Sturla m.a.: „Ég held að
kratar verði að fara í pólitíska endur-
hæfingu eigi þeir að vera liðtækir,
ekki síst í skattamálum." Sagði Sturla
það vera furðulegt að Alþýðuflokkur-
inn hafi með öllum ráðum reynt að
þvælast fyrir í skattamálinu á alþingi.
Lagði Sturla síðan áherslu á þýðingu
staðgreiðslukerfis skatta fyrir fólkið á
landsbyggðinni, ekki síst þar sem það
byggi að mestu við sveiflukennda at-
vinnuvegi svo sem landbúnað og
sjávarútveg.
Þá ræddi Sturla um yfirstandandi
kjaradeilur og sagði m.a.: „Við verðum
með öllum tiltækum ráðum að leysa
þann vanda sem ríkið er komið í gagn-
vart sínum starfsmönnum og ég tek
undir það að t.d. kennarar hafa alltof
lág laun.
Flokkur mannsins
Helga Gísladóttir, sem skipar 1.
sæti á lista Flokks mannsins á Vestur-
landi, ræddi um málefni fatlaðra og
kvaðst ekki skilja af hveiju ekki væri
staðið við lög varðandi framlög til
fatlaðra. Þá sagði Helga að brýnt
væri að búa til löggjöf um fullorðins-
fræðslu fatlaðra. Einnigþyrfti að huga
vel að skammtímavistun fatlaðra til
að gera foreldrum kleift að hafa fotluð
böm sín lengur heima. Pétur Guðjóns-
son, formaður Flokks mannsins, ræddi
m.a. byggðastefnu Flokks mannsins,
aðalforsendu þeirrar stefnu sagði Pét-
ur vera að minnka fjármagnskostnað-
inn og helsta ráðið til þess væri að
banna ríkisfjárhallann. Tók Pétur sem
dæmi að á bandaríska þinginu hefði
verið umræða um að banna ríkisfjár-
halla þar með því að setja ákvæði um
slíkt inn í stjómarskrána. „Það að ríkið
sé með halla á fjárlögum er hagfræði-
leg heimska," sagði Pétur.
Ennfremur sagði Pétur að þing-
menn og ráðherrar væru sífellt að
plata og ljúga að fólki. Sem dæmi um
þetta sagði Pétur að verðbólgan væri
í dag 24% en ekki 10% eins og haldið
væri fram. Pétur sagði það stefnu
Flokks mannsins að flytja bæri fjár-
magn út til landsbyggðarinnar frá
Reykjavík. „Lífeyrissjóðimir eiga að
vera í höndum verkalýðsfélaganna á
hveijum stað, þetta eru laun fólks-
ins,“ sagði Pétur. Þá ræddi Pétur um
launamál. Sagði hann að nauðsynlegt
væri að hækka laun í landinu. Þá sagði
Pétur að Vilhjálmur Egilsson ætti sem
fulltrúi Vinnuveitendasambandsins að
skammast sín fyrir að borga fólki
lúsarlaun. Þá kvaðst Pétur vilja af-
nema tekjuskattinn enda væri hann
ekki nema innan við 10% af tekjum
ríkisins. Þá kvaðst Pétur vilja auka
skatta á bönkum og tryggingarfélög-
um. Um stefnu Flokks mannsins í
landbúnaðarmálum sagði Pétur „Ég
og minn flokkur stöndum upp fyrir
bændum og þeirra réttindum og þeirra
tilverurétti, hvar sem er, þó svo að
það muni kosta mig hvert einasta at-
kvæði, vegna þess einfaldlega að mér
fínnst farið með mjög óréttlátt mál
gagnvart bændum."
Hugmynd brytans
á Bændaskólanum
á Hvanneyri
Um eitt mál voru frummælendur
og aðrir fundarmenn sammála. Það
var hugmynd Gunnars Páls Ingólfs-
sonar bryta á Hvanneyri um að skylda
þingmenn til að koma á opna fundi í
sínum kjördæmum þrisvar á hveiju
kjörtímabili og gefa þar skýrslu til
kjósenda um störf og stöðu mála.
I lok fundarins flutti Bjami Skarp-
héðinsson, formaður Neytendafélags
Borgarfjarðar, ávarp. Þar vitnaði
Bjami í nýjársávarp Kristjáns Eldjáms
forseta íslands árið 1970:
„Vér verðum að hafa efni á að eiga
nokkuð stóra höfuðborg sem er mið-
stöð alls þjóðlífs og þjónar þar með
landsmönnum öllum, en jafnframt
verðum við vissulega að byggja landið,
ekki af óraunhæfri rómantík eða sögu-
legri tilfinningu, þó að slíkar kenndir
séu skiljanlegar. Heldur til þess að
nytja lífsskilyrðin skynsamlega og efla
möguleika til lífs og búsetu og auka
ijölbreytni í athöfnum og mannlífi.
Byggðir landsins eru einingar hver í
sínu lagi og verða að huga að sínu
en mynda þó allar eina heild sem er
hið fslenska þjóðfélag." Síðan þakkaði
Bjami frummælendum og fundar-
mönnum komuna og minnti að lokum
á seinni fundinn um „Lífskjör á lands-
byggðinni" sem haldinn yrði næstkom-
andi miðvikudag á Hótel Borgamesi.
- TKÞ.