Morgunblaðið - 25.03.1987, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 25.03.1987, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 47 AF ERLENDUM VETTVANGI - eftir Halldóru J. Rafnar Er raunverulegt trúfrelsi á döf inni í Sovétríkjunum? TRÚFRELSI á að ríkja í Sovétríkjunum samkvæmt stjómar- skránni, en frá því kommúnistar komust þar til valda hafa stjómvöld markvisst unnið að því að uppræta trúarbrögð og ef það hefur ekki tekist, þá að ná tangarhaldi á viðkomandi trúar- hreyfingu og nota hana síðan málstað sínum til framdráttar. Fyrir skömmu var Konstantin Kharchev, yfirmaður trúmála í Sovétríkjunum, á ferð í Bandarikjunum og gaf þar í skyn, án þess að skýra frekar hvað hann meinti, að á næstunni yrði slakað á klónni varðandi trúmál. Hvort um er að ræða þátt í breytingum þeim er Mikhail Gorbachev, aðalritari sovéska kommúnistaflokks- ins, segist ætla að beita sér fyrir í frjálsræðisátt, er ekki gott að segja á þessu stigi, því lítil merki hafa sést um sinnaskipti hjá stjórnvöldum. En hvernig er málum háttað hjá hinum ýmsu trúarhreyfingum í Sovétríkjunum? Rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unni er leyfð takmörkuð starfsemi gegn því að hún lýsi yfir stuðningi við stefnu sovéskra stjómvalda í innan- og utanríkis- málum, þar með talið innrásina í Afganistan. Milli 30 og 50 milljón- ir manna eru taldar tilheyra þessari kirkju. Fyrir byltingu Bolsévika árið 1917 er talið að guðshús kirkjunnar hafi verið 54.174, en nú eru þau um 7.000. Flest klaustur hafa verið lögð nið- ur og eru nú starfandi 6 klaustur fyrir munka og 10 fyrir nunnur, en þau voru mörg hundruð fyrir árið 1917. Þrátt fyrir harðýðgi stjómvalda gagnvart trúuðum virðist unga fólkið hafa mikinn trúaráhuga og á það við um öll trúarbrögð. I ræðu í júní 1983 deildi Konstant- in Chemenko, á þennan áhuga og var það í fyrsta skipti í langan tíma sem háttsettur embættis- maður hafði rætt um slíkt. Vladimir, erkibiskup af Dmitrov, segir að fjórir til fimm umsækj- endur séu um hvert sæti í presta- skóla rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar. Útgáfustarfsemi á vegum kirkjunnar hefur aukigt lítillega að undanfömu, en þeir sem til þekkja segja að ritskoðun sé mjög ströng. Ymsir kirkjunnar menn hafa reynt að koma á framfæri upplýsingum um brot á ákvæðum um trúfrelsi, en yfírleitt hefur umsvifalaust verið þaggað niður í þeim. Skortur er á biblíum og hafa margir guðfræðistúdentar ekki getað orðið sér úti um ein- tök. Talið er að á síðustu 30 ámm hafí tæplega hálf milljón eintaka af Biblíunni verið prentuð. Múhameðstrú Múhameðstrúarmenn em taldir mynda næst fjölmennustu trúar- hreyfínguna í Sovétríkjunum. Ekki er vitað hversu margir þeir em, en á svæðum þeim er þeir byggja, aðallega í Mið-Asíu, Kákasus, Bashkiria og Kazan, er giskað á að búi um 45 milljónir manna. Fyrir 1917 vom moskur um 25.000 talsins, en em nú tald- ar milli 400 og 500. Sovésk stjómvöld reyna að hafa vemleg áhrif á hreyfinguna, er hinum trúuðu skipt eftir búsetu og er sérstök stjóm yfir hveiju svæði. Ákveðnum fjölda nemenda er leyft að stunda guðfræðinám og útskrifast á ári hvetju. Eitt opinbert trúarrit fyrir múhameðs- trúarmenn er gefíð út í ríkinu og mega aðrir sem reyna útgáfu búast við því að verða handteknir. Miklar hræringar em nú meðal múhameðstrúarmanna víða um heim og gætir aukins trúarhita. Óttast yfirvöld í Sovétríkjunum að ólgu kunni því að gæta innan- lands vegna áhrifa frá nágranna- löndunum, t.d. Afganistan og Iran. Múhameðstrúarmönnum fjölgar mun hraðar en Slövum og er talið að mishá fæðingartíðni meðal Sovétlýðveldanna 15 kunni að leiða til óstöðugleika innan valdakerfísins áður en langt um líður. Reyndar hafa stjómvöld þegar gripið til aðgerða til að stemma stigu við hárri fæðingar- tíðni í Asíulíðveldinu Tadzhikistan og bera því við að efnahagskerfíð megni ekki að skapa nægilega mörg störf fyrir allt þetta fólk. Ýmsir kristnir söfnuðir Kaþólska kirkjan er talin hafa hátt í 10 milljónir áhangenda í Sovétríkjunum. Sterkust er hún í Lettlandi, Litháen, Hvíta-Rúss- landi og Úkrainu. Ekki hefur hún reynst jafn samstarfsfús við yfír- völd og rússneska rétttrúnaðar- kirkjan og hefur því mátt þola miklar ofsóknir. Síðan 1983 hefur kirkjan í Úkraínu barist hart fyrir rétti sínum til guðsdýrkunar. Stofnaður var sérstakur hópur til vamar þessum réttindum og sendi forsvarsmaður hópsins, Iosyf Ter- elya, bréf til miðstjómar úkraínska kommúnistaflokksins, þar sem segir að ofsóknir hafi styrkt úkraínska kaþólikka í trúnni og „það er ekkert stórkost- legra en að deyja sem kaþólikki í fangelsi kommúnista". Terelya var þegar í stað handtekinn. Slík eru venjulega örlög andófsmanna þar í landi. í Úkraínu hefur útgáfustarf- semi kaþólskra verið blómleg þó hún hafí að mestu verið í blóra við vilja yfírvalda. Eitt blaðanna sem gefíð er út birti bréf er sent var til Lech Walesa, þar sem lýst var yfír stuðningi við hann og hin bönnuðu samtök verkalýðsfélaga, Samstöðu. I Lettlandi hefur kirkjan einnig reynst ótrúlega lífseig sé miðað við þær ofsóknir er hún hefur orðið fyrir og er talið að í landinu séu 574 guðshús. í Eistlandi, Lettlandi og Lithá- en á mótmælendatrú nokkuð sterk ítök enn, þrátt fyrir harðar að- gerðir yfírvalda, m.a. nauðunga- flutninga á trúuðu fólki. Baptistar em sennilega fjöl- mennastir af mótmælendum, jafnvel nokkrar milljónir. Nokkur ágreiningur hefur verið innan þeirra raða m.a. varðandi sam- vinnu við stjómvöld og hafa þeir sem verið hafa samningaliprir fengið smávægilegt fijálsræði. Þeir hafa fengið að starfrækja kirkjur, prenta biblíur o.fl. Gyðingar Um 3 milljónir gyðinga búa í Sovétríkjunum og hafa trúarof- sóknir gegn þeim staðið linnulítið frá því kommúnistar komust til valda. Aðeins 69 samkunduhús eru nú opin, en voru 5.000 árið 1917. Skólum þeirra hefur verið lokað og að frátöldum nokkrum bókum er út komu árið 1956 hafa engin trúarrit verið gefín út frá 1917. Bannað er að kenna hebr- esku og fjöldi gyðinga situr í fangelsi fyrir þá sök eina að vilja iðka trú sína. Hér hefur verið stiklað á stóm varðandi trúarhrejrfíngar í Sov- étríkjunum og fátt eitt nefnt, en ljóst er að langur vegur er frá því að trúfrelsi sé í þessu víðlenda ríki. Vesturlandabúar eiga erfítt með að gera sér í hugarlund hvílíkt helsi það er að mega ekki iðka sína trú, en þeir munu án efa fylgjast grannt með þeim breytingum sem boðaðar em og vonandi færa almenningi í Sov- étríkjunum það sem við álítum sjálfsögð mannréttindi, þar á með- al trúfrelsi. Stuðst víð: Liberiy, The Europa Year Book 1986 o.fl. Blaðburðarfólk óskast! AUSTURBÆR GRAFARVOGUR Þingholtsstræti o.fl. Sóleyjargata Laufásvegur 2-57 Hverfisgata 4-62 o.fl. Gerðhamrar Dverghamrar Krosshamrar Hesthamrar Camp-let Luxus gerðin GLX kemur á 13 tommu dekkjum. Við óskum ykkur góðrar ferðar og vitum að vagninn bregst ykkur ekki. Verðið á herlegheitunum er kr. 188.000.- með fortjaldi og eldhúsi. Gísli Jónsson og Co. hf Sundaborg 11, simi 686644. Það tekur 3 mínútur að reisa þennan 17 fermetra tjaldvagn með fortjaldi. MEB EINU SIMTALI er hægt að breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir það verða áskrift- argjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslukortareikn SÍMINNER 691140 691141 fRofjjuttbfaíiií)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.