Morgunblaðið - 25.03.1987, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ
49
tekið á móti sjö manns í einu, en
vilji helst ekki hafa svo marga á
sama tíma.
Við gengum um íbúðina og
Camma sýndi mér herbergin. Þau
eru á allan hátt hlýlegri og per-
sónulegri en hótelherbergi og í
hvetju þeirra er að finna kæliskáp,
brauðrist og ketil sem fólk getur
notað að vild. „Ég útvega morgun-
verðinn en svo getur fólk keypt sér
það sem það vill til að eiga í
ísskápnum," segir Camma. Hvort
henni finnist aldrei þreytandi að
hafa gesti búandi í íbúðinni allan
ársins hring svarar hún: „Nei,
þetta er ekkert bindandi. Þetta er
mitt starf og það er ánægjulegt
starf.“
Ódýrara en þriðja
flokks hótel
Camma segist bjóða gestunum
afnot af þvottavél og straujárni en
hún sér um að búa um rúmin á
hveijum morgni og þvo sængurföt-
in. — Nær hún að kynnast fólkinu.?
„Já, flestum kynnist ég vel,“
segir hún. „Fólkið talar mikið við
mig og ef ég finn að einhver er
einmana býð ég honum gjarnan
að borða með mér.“ Hún segir það
þó ekki algengt þó aðstandendur
megi dvelja á sjúkrahúsunum fram
til klukkan níu og tíu á kvöldin
og flestir kjósa að vera hjá sjúkl-
ingnum eins lengi og kostur er.
Allir fá lykla að húsinu og íbúðinni
sem að sjálfsögðu er læst jafnt
daga sem nætur og á nóttinni eru
einnig öryggislæsingar fyrir öllu.
Camma segir íslendinga aðal-
lega fara á fjögur sjúkrahús í
London; Brompton og St. Thom-
as’s — þangað ganga strætisvagn-
ar alveg upp að dyrum frá heimili
Cömmu og Guys og Harley Street
Clinic sem eru aðeins lengra frá.
Við höfum þó fengið staðfest að
jafnvel þótt teknir séu leigubílar
frá heimili Cömmu á sjúkrahúsin
bæði kvölds og morgna þá spari
fólk á því að leigja sér svona her-
bergi miðað við verð á þriðja flokks
hóteli nálægt sjúkrahúsunum.
Camma segir engan mun vera á
eftirspum eftir árstíma, enda verði
sjúklingar að taka sjúkrahúsplás-
sið þegar það býðst. Þar af leiðandi
hefur það gerst að aðstandendur
hafi dvalið á heimili Cömmu á jól-
unum og haldið jólin með henni.
Þótt bæði böm Cömmu séu far-
in að heiman og hafi stofnað sín
eigin heimili fjarri London segist
hún aldrei vera einmana og ætlar
sér að leigja út herbergi meðan
heilsan leyfir. Dóttirin Shelagh er
lærður gull- og silfursmiður og rak
um tíma þekkta skartgripaverslun
í Portobello, þangað kom m.a.
Karl Bretaprins og þess má geta
að mynd af þeim birtist í Morgun-
blaðinu fyrir tveimur ámm. Núna
býr Shelagh í Sommerseth og rek-
ur þar verkstæði auk þess sem hún
hefiir nýlega gert Cömmu að
ömmu. Sonurinn Stephen er prest-
ur í Vancouver í Kanada og hefur
búið þar í tólf ár.
Það er ljóst að hlýr hugur fýlgir
Cömmu frá þeim fjölmörgu íslend-
ingum sem gist hafa heimili
hennar. Gestabókin er að verða
full og þar skrifar fólk ekki aðeins
nöfn sín heldur einnig þakkar-
kveðjur. Þeir eru margir sem
þakka Cömmu hlýja viðmótið
hennar, góðan aðbúnað og marg-
sinnis er skrifað um hversu
heimilislegt það hafi verið að búa
hjá henni. Enda hlýtur það að vera
notalegt að koma inn á heimili í
stað hótelherbergis þegar komið
er úr erfiðri ferð. Camma setur sig
vel inn í líðan gesta sinna og þeg-
ar ég spyr hvort hún vaki eftir
þeim gestum sem koma með kvöld-
flugi frá íslandi svarar hún: „Já,
ég bíð alltaf eftir gestunum mínum
þótt þeir komi seint að kvöldi. Ég
hef ljós í íbúðinni og kaffí á könn-
unni svo fólki finnist það vera að
„koma heim“.“
Það er notalegt að vita af
Cömmu á þessu hlýlega heimili.
Að minnsta kosti þyrfti ég ekki
langan umhugsunarfrest til að
ákveða hvar ég vildi búa ef sjúkra-
ferð til London væri í vændum.
Það er heldur engin tilviljun að
þeir sem eitt sinn hafa búið hjá
Cömmu koma þangað aftur í næstu
ferð. Hlýlegt viðmót húsráðanda,
vistleg herbergi og góður aðbúnað-
ur er nokkuð sem maður grípur
ekki upp af götunni.
Texti og myndir: Anna
Kristine Magnúsdóttir
Varaflugvöllur
viö Sauðárkrók
Greinargerð frá bæjarstjórn
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi greinargerð frá
bæjarstjórn Sauðárkróks:
„Vegna skrifa Kristmundar
Bjamasonar um lengingu Sauðár-
króksflugvallar telur bæjarstjóm
Sauðárkróks rétt að óska birtingar
á meðfylgjandi greinargerð, sem
dreift var á fundi með eigendum
og umráðamönnum lands á frið-
landi Miklavatns og Skóga þann
2. febrúar sl.
Rétt er að taka fram, að bæjar-
stjóm stóð einhuga að greinargerð-
inni.
Greinargerð
Vegna yfirlýsingar, sem bæjar-
stjóm Sauðárkróks hefur borist frá
eigendum og umráðamönnum lands
í friðlandi Miklavatns og Skóga,
telur bæjarstjóm rétt að eftirfar-
andi komi fram.
Nú um nokkurra ára skeið hefur
umræða um nauðsyn á byggingu
varaflugvalla hér á landi verið í
gangi. Hefur áhugi flugmálayfir-
valda beinst að byggingu varaflug-
vallar við Sauðárkrók, fremur en
öðmm stöðum sem athugaðir hafa
verið.
Bæjarstjóm Sauðárkróks hefur
verið því algerlega sammála, að
stuðla að því eftir fremsta megni,
að umræddum varaflugvelli yrði
valinn staður við Sauðárkrók.
Þessi afstaða byggist m.a. á því,
að með byggingu og rekstri slíks
flugvallar sköpuðust hér ný at-
vinnutækifæri vegna starfa við
flugvöllinn og einnig opnuðust
möguleikar fyrir aðra atvinnustarf-
semi í beinum tengslum við flugvöll-
inn, s.s. útflutning á ferskum fiski
héðan af Norðurlandi, laxaseiðum
og öðmm afurðum laxeldisstöðva
o.fl. Einnig má benda á, að í fram-
tíðinni gæti skapast möguleiki á að
koma hér upp tollfijálsu iðnaðar-
svæði. Með tilliti til atvinnuástands
Tove Strand Gerhardsen félags-
málaráðherra.
um fjölgaði og þegar „hinir
eðlilegu" af báðum kynjum bættust
í áhættuhópinn þá breyttust for-
dómamir og hatrið í hreina hræðslu.
Fólk er sem sagt varað við fijálsum
ástum og framhjáhaldi, svo og
fíkniefnaneytendum, sem sprauta
sig, því þeir eiga það til að skilja
eftir sig sprauturnar „hist og her“
þar sem óvitar fínna þær og nota
þær í læknisleik eða ógna fólki með
þeim. Óvitar em jú á öllum aldri.
Lögreglan í Þrándheimi lýsti eftir
ungum manni um daginn, sem hafði
reynt að ræna bensínstöð og ógnað
afgreiðslumönnum með sprautu
sem hann sagði að væri með eyðni-
vímsi í. Sú saga gengur líka fjöllun-
um hærra, að fíkniefnaneytendur,
oft smitberar, eigi það til að stinga
sprautum sínum á kaf í salemis-
pappír á almenningssalernum til að
hreinsa þær. Enda hefur notkun
salema, hvort sem um er að ræða
á jámbrautarstöðvum, veitingahús-
um, bíóhúsum eða leikhúsum, farið
minnkandi. Fólk fer bara heim til
sín þegar því verður mál og það
er stór spuming hvort þetta fari
ekki illa með „bisnessinn" þegar
fram í sækir. Verst þykir manni
þó að þurfa að dröslast með heila
klósettrúllu í veskinu þegar maður
er bara að fara á bókasafnið eða í
heilsuræktina.
Fólk er logandi hrætt við spraut-
ur og blóð og tekur enga áhættu.
Nú er svo komið að ef nemandi fær
skrámu á skólavellinum þá setur
hjúkmnarfræðingurinn upp hanska
áður en plásturinn er settur á.
Krökkunum fínnst þetta stórmerki-
legt og meiðsli hafa aukist. Lögregl-
an hefur fengið sérstök hlífðarföt,
sem hún bregður sér í þegar hún
þarf að fjarlægja náunga sem liggja
einhvers staðar í reiðileysi, því þeir
gætu verið eyðni-smitaðir fíkni-
efnaneytendur. Manni finnst það
voða skrýtið að sjá norsku lögregl-
una svona eins og bandaríska
geimfara á miðjum Karl Jóhann.
Ef einhver er fölur og gugginn
þá er hann strax grunaður um að
vera annaðhvort fíkniefnaneytandi
eða eyðnisjúklingur, enda hefur
verið góð sala á kinnalit að undan-
fömu.
Sem betur fer er þó til fólk, sem
tekur þessu með himneskri ró, jafn-
vel þótt það gæti sín ekki síður en
hinir. Kennslukona nokkur, sem ég
kannast við, kenndi einhvers slens
í eyðni-vikunni. Hún varð logandi
hrædd þótt hún vissi ekki upp á sig
neina sök í kynlífsmálum og fór til
læknis síns. Sá var gamall, geðstirð-
ur og forhertur, búinn að upplifa
hungur, dauða og heimsstyijöld og
löngu hættur að hlusta á kjaftæði.
Hann tók þó af henni þvag- og blóð-
prufu, sagði henni svo að koma sér
heim, það væri ekkert að henni.
Kennslukonan var nú ekki ánægð
með framkomu og áhugaleysi lækn-
isins og sagði að hún væri nú héma
af fleiri ástæðum, til dæmis svæfi
hún illa um nætur. Hver sefur ekki
illa nú til dags, sagði sá gamli og
vildi ekki meira um náttmál tala.
En ég hef líka verið að drepast í
bakinu, hélt kennslukonan áfram.
Já, ég er það líka, ansaði hann stutt-
ur í spuna. Þá reyndi hún síðasta
spilið, teygði fram fætuma og sýndi
honum nokkra æðahnúta sem hún
fyndi oft til í. Hvað er þetta mann-
eskja, sagði hann ergilegur, það em
fleiri en þú með æðahnúta, sjáðu
bara mig! Og svo slengdi hann öðr-
um fætinum upp á borðið, reif upp
buxnaskálmina og sýndi henni æða-
hnútana sína. Hún fór sumsé
reseptslaus heim.
Höfundur er húsmóðir, kennari
ognemií Kristiansand.
„Bæjarstjórn Sauðár-
króks hefur talið að
með því að beita sér
fyrir þvi, að varaflug-
velli yrði valinn staður
við Sauðárkrók væri
hún að þjóna hagsmun-
um Skagf irðinga allra.
Hætt er við að þungt
verði fyrir fæti með að
sækja á um þetta mál
þegar í ljós kemur, að
næstu nágrannar leggj-
ast eindregið gegn
byggingu flugvallarins
hér.“
í landbúnaði og þess samdráttar,
sem fyrirsjáanlegur er í þéttbýlinu,
sem byggir afkomu sína að vem-
legu leyti á úrvinnslu landbúnaðar-
afurða og þjónustu við sveitimar,
hlýtur að verða að leita allra leiða
til að skapa ný atvinnutækifæri.
Það er rétt að fram komi, að
sýslunefnd Skagafjarðarsýslu hefur
lýst eindregnum stuðningi við hug-
myndina um byggingu varaflugvall-
ar.
Vegna áhuga bæjaryfirvalda á
Sauðárkróki á því, að varaflugvelli
verði valinn staður við Sauðárkrók
og einnig með tilliti til þess að Sauð-
árkróksbær hafði milligöngu um
kaup á landi því, sem fór undir
núverandi flugvöll, samþykkti bæj-
arstjóm Sauðárkróks snemma árs
1985 að leita nú þegar eftir kaupum
á landi vegna lengingar vallarins.
Jafnframt samþykkti bæjarstjóm
að það land yrði afhent Flugmála-
stjóm til fullra nota.
Þá þegar var farið að leíta hóf-
anna hjá eigendum Sjávarborgar
um kaup á því landi, sem undir
væntanlegan flugvöll þyrfti, miðað
við hugmyndir um lengingu til suð-
urs um 900—1000 m, yfir víkina
og inn í Skógana. Það land, sem
þama er um að ræða, er í óskiptri
sameign eigenda Sjávarborgar.
Af viðræðum við eigendur töldu
bæjaryfírvöld á Sauðárkróki að
líkur væru á að samkomulag næðist
um kaup á því landi, sem til þyrfti.
Þegar kom fram á vor 1986 kom
hins vegar í ljós, að eigendum að
helmingi hins óskipta lands virtist
hafa snúist hugur.
Þá hefur bæjaiyfírvöldum ekki
tekist að koma á formlegum fundi
landeigenda og bæjarstjómar Sauð-
árkróks, þrátt fyrir margítrekaðar
tilraunir, bæði munnlega og skrif-
lega.
Rétt er að taka fram, að Harald-
ur Ámason, sem er eigandi að
helmingi þess lands sem ráðgert er
að fari undir völlinn, hefur lýst sig
reiðubúinn til viðræðna hvenær sem
er.
Harma ber, að ekki hefur tekist
að koma á fundi landeigenda og
bæjarstjómar. Um það verður bæj-
arstjóm hins vegar ekki kennt, því
eins og fram er komið hefur margít-
rekað verið eftir því leitað.
Skógar voru friðlýstir árið 1977.
Ef yrði af lengingu flugvallarins til
suðurs mundi hann því lenda inn á
friðlýsta svæðinu.
Bæjarstjóm Sauðárkróks skrif-
aði Náttúruvemdarráði bréf 31.
maí 1985, þar sem ráðinu vom
kynntar formlega hugmyndir um
lengingu vallarins inn á friðlandið.
Áður hafði Náttúruvemdarráði ver-
ið gerð grein fyrir málinu munn-
lega. í bréfi bæjarstjómar til
Náttúruvemdarráðs var m.a. farið
fram á umsögn ráðsins. Var þetta
gert þrátt fyrir að það væri í raun
ekki mál Bæjarstjómar Sauðár-
króks, þar sem það yrðu flugmála-
yfirvöld, sem byggðu völlinn og
önnuðust alla undirbúningsvinnu.
Ástæða þess var m.a. sú að bæjar-
stjórn taldi að rannsaka þyrfti
svæðið að nýju, þar eð vitað er að
verulegar breytingar hafa orðið t.d.
á fuglalífi. Þetta gerði Náttúm-
verndarráð ekki. Þess í stað fær
það Ævar Petersen til að semja
skýrslu um svæðið og byggir af-
stöðu sína á niðurstöðum þeirrar
skýrslu.
Ekki verður annað séð en Ævar
byggi skýrslu sína á 15—20 ára
gömlum rannsóknum. í skýrslu
Ævars kemur fram í niðurlagsorð-
um, að ekki sé hægt annað en vera
mótfallinn lengingu til suðurs. í
skýrslunni bendir hann þó á, að
flugvellir hafi oft aðdráttarafl fyrir
fugla og þar sé gjarnan friður fýrir
verpandi fugla.
Rétt er að fram komi, að hönnun •
mannvirkja hefur alls ekki farið
fram. Ekki einu sinni hafist. Aðeins
hafa verið dregin á blað mörk hugs-
anlegrar flugbrautar og öryggis-
svæða.
í ljósi þessa hefði það verið eðli-
legra að Náttúmvemdarráð hefði
lagt til að nýjar rannsóknir færa
fram á svæðinu (og hefði þeim
rannsóknum átt að vera lokið) en
að leggjast alfarið á móti fram-
kvæmdum.
Að ýmsir opinberir aðilar leggi
allt kapp á að spilla friðunarstarfí
á Skógum, án þess að fyrir liggi
nokkrar sannanir um að nauðsyn-
legt reynist sökum lengingar
flugbrautar, eins og fram kemur í
yfirlýsingu eigenda og umráða-
manna lands á friðlandi Miklavatns
og Skóga, er ekki svaravert.
Bæjarstjóm Sauðárkróks hefur
talið að með því að beita sér fyrir
því, að varaflugvelli yrði valinn
staður við Sauðárkrók væri hún að
þjóna hgasmunum Skagfirðinga
allra.
Hætt er við að þungt verði fyrir
fæti með að sækja á um þetta mál
þegar í ljós kemur, að næstu ná-
grannar leggjast eindregið gegn
byggingu flugvallarins hér.
Ef um ágreining er að ræða á
að leysa hann í kyrrþey milli aðila
en ekki hlaupa í blöð með hvað-
eina, sem fólki kann að mislíka."
Eðlisfræði-
félag Islands:
Fyrirlestur
um ofurhljóð
FYRIRLESTUR á vegum Eðlis-
fræðifélags íslands verður hald-
inn fimmtudaginn 26. mars kl.
17.15 í stofu 157 í VR-11 í húsi
Verkfræði- og raunvísindadeildar
Háskólans við Hjarðarhaga.
Dr. Ragnheiður Guðmundsdóttir
flytur erindi sem hún nefnir Ofur-
hljóð.
Ragnheiður lauk B.Sc. prófi í eðlis-
fræði frá Háskóla íslands árið 1978.
Hún hefur dvalist í Svíþjóð undanfar-
in ár, og lauk doktorsprófi í fræði-
legri eðlisfræði frá Gautaborgar-
háskóla síðastliðið haust. Ritgerð
sína nefnir hún: „Some Aspects of
Quantum Field Theory and Statistic-
al Physics".
Eitt af þeim viðfangsefnum sem
ritgerðin fjallar um er fyrirbæri, sem
hefur verið nefnt ofurhljóð. Ofur-
hljóði svipar að nokkm til hljóðeinda.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.