Morgunblaðið - 25.03.1987, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ
Systir hans, Regína, var leikkona,
bróðursonur hans, Pétur Friðrik,
listmálari, og mágur hans, Sigurður
Demens, söngkennari.
Það voru Skúla ljúfar stundir er
hann hafði tíma til að njóta þessara
lista.
Það var engum dulið, sem þekkti
Skúla Þórðarson, hann var trúaður
maður. Hann var þess fullviss að
eftir veruna hér á jörðu væri ekki
tilgangi lífsins náð, við tæki fram-
hald. Hans Guð var honum mikils
virði, stundum á erfiðum lífsvegi,
vegna veikinda.
Skúli var tvíkvæntur. Með fyrri
konu sinni eignaðist hann tvo syni,
þá Hendrik og Þórð. Seinni kona
hans er Erla Valdimarsdóttir og
eignuðust þau þrjú börn, dæturnar
Hansínu Guðrúnu og Hrafnhildi og
soninn Skúla Hauk.
Ég og mín kona eigum í huga
okkar margar ánægju- og gleði-
stundir, frá því við vorum sam-
starfsfólk og nágrannar Skúla og
Erlu, ásamt börnum þeirra, hér á
Vistheimilinu í Gunnarsholti. Við
minnumst þessa tíma, sérstaklega
nú, er við kveðjum hinsta sinni vin
okkar, Skúla Þórðarson.
Við vottum Erlu, börnunum og
öðrum aðstandendum okkar dýpstu
samúð.
Erla og Hörður Valdimarsson
Hina fjölmörgu vini Skúla Þórð-
arsonar setti hljóða er þeir fréttu
hið skyndilega fráfall hans. Þeim
sem fylgdust með honum daglega
duldist ekki að síðustu mánuðina
hafði heilsu hans hrakað, en hjálp-
semi Skúla, hlýja og æðruleysi
drógu athyglina frá vaxandi sjúk-
dómseinkennum. Fráfall hans kom
því á óvart, en ekki óvænt.
Skúli var á sjötugasta aldursári
er hann lést hinn 16. mars sl. Fædd-
ur var hann í Reykjavík 10. sept-
ember 1917, sonur merkishjónanna
Þórðar Bjarnasonar kaupmanns og
Hansínu Linnet.
kúfiskinn upp úr botnleðjunni, þar
sem hann fékkst. Þeim fer nú að
fækka Arnfirðingunum og reyndar
landsmönnum, sem stunduðu út-
ræði frá verstöð að fyrri tíma
hætti. Var Einar einn úr þeim fá-
menna hópi.
í Austmannsdal dvaldist á þess-
um árum ljósmóðir hreppsins,
Vigdís Andrésdóttir. Hún var af
breiðfirskum ættum, en alin upp í
Sauðlauksdal hjá sæmdarhjónunum
séra Þorvaldi Jakobssyni og konu
hans Magdalenu Jónasdóttur.
Þau Einar og Vigdís felldu hugi
saman og giftu sig í maí 1928.
Einkason sinn, Sigurjón, nú sóknar-
prestur á Kirkjubæjarklaustri,
eignuðust þau í ágúst 1928.
Árið 1929 fluttust þau hjónin frá
Austmannsdal og byrjuðu búskap,
fyrst á Öskubrekku, en frá árinu
1934 á Fífustöðum. Bjuggu þau þar
til ársins 1944, er þau fluttu að
Bakka í sömu sveit. Bjuggu þau á
Bakka til ársins 1948, að þau hættu
búskap og fluttu til Bíldudals.
Við búskapinn voru þau hjónin
samhent eins og reyndar endranær.
Var sambúð þeirra með ágætum
allatíð, en Vigdís dó í mars 1986.
Á fjórða áratug aldarinnar var
mikil kreppa og afkoma almennt
slæm. íbúar Ketildalahrepps tóku
þá höndum saman og stofnuðu til
félagsverslunar, sem var á Bakka
og nefndist Samvinnufélag Dala-
hrepps. Félagið var stofnað árið
1931 og annaðist það jafnt afurða-
sölu sem innkaup og dreifingu á
almennum verslunarvörum. Lögðu
félagsmenn fram allmikla sjálf-
boðavinnu við að koma upp nauð-
synlegustu aðstöðu og húsakosti til
verslunarreksturs, slátrunar og
birgðageymslu.
Einar gekk fljótlega í félagið eft-
ir stofnun þess og var í stjórn þess
um árabil, en síðan í stjórn Kaup-
félags Arnfirðinga eftir að félögin
voru sameinuð árið 1944.
Mér vitanlega hefur ekkert verið
skrifað um þessa einlægu tilraun
íbúa hreppsins til að standa og
vinna saman á erfiðum tímum, en
ég hugsa að margt mætti læra af
henni í dag á tímum svokallaðrar
fijálshyggju og einkaframtaks. Eft-
Hann var meiður af sterkum
breiðfirskum og hafnfirskum stofn-
um og fékk því í vöggugjöf marga
góða eðlisþætti, sem mikil en stund-
um ströng lífsreynsla efldi og óf
saman í styrka skapgerð og sterka
en mjúka lífsvoð.
Föðurafi Skúla var Bjarni Þórð-
arson stórbóndi á höfuðbólinu
Reykhólum, sveitarhöfðingi, mikill
dugnaðar- og merkismaður.
Móðurætt Skúla var frá Hafnar-
firði. Langafi hans var H.A. Linnet
kaupmaður og eigandi Jacobæus-
verslunarinnar þar.
Ursmíði er iðn sem gjarnan teng-
ist hagleik, nákvæmni og listfengi.
Alla þessa eiginleika átti Skúli til
að bera í ríkum mæli. Hann nam
úrsmíði og lauk sveinsprófi í þeirri
iðn 1940. Næstu 10 árin vann hann
á úrsmíðastofum Magnúsar Benja-
mínssonar og Carls Bartels í
Reykjavík. Sjálfstæða úrsmíðastofu
setti hann á stofn 1950 og rak
hana næstu sex árin. Þá réðst hann
til Rafmagnsveitu Reykjavíkur og
starfaði þar á mælaverkstæði, aðal-
lega að viðgerðum og viðhaldi á
stöðumælum.
Þáttaskil urðu í starfi og lífi
Skúla er hann, árið 1960, réðst
framkvæmdastjóri til félagasam-
takanna Verndar. Mannkostir hans,
hjálpsemi, hlýja, skapstyrkur,
þrautseigja og ró ásamt virðingu
fyrir öllu lífi nutu sín vel, efldust
og þroskuðust í störfum hans þar
við fangahjálp og síðar við endur-
hæfingu áfengissjúklinga er hann,
1964, gerðist forstöðumaður Gunn-
arsholtshælisins á Rangárvöllum.
Því starfi gegndi hann til ársloka
1981 er hann lét af störfum sökum
vanheilsu.
Skúli hafði sem ungur maður
sýkst af lungnaberklum og þurfti
af þeim sökum að gangast undir
hættulegar og erfiðar aðgerðir.
Baráttu hans við afleiðingar þessa
sjúkdóms lauk aldrei, en hún bug-
aði hann ekki heldur efldi og
ir að fólksfækkun varð umtalsverð
í hreppnum var tekið það ráð að
sameina félagið Kaupfélagi Arn-
firðinga á Bíldudal, eins og áður
segir.
Einar var í mörg ár hreppstjóri
í Ketildalahreppi og allt þangað til
hann flutti þangað. Eftir að hann
kom til Bíldudals var hann fljótlega
kosinn í hreppsnefnd þar svo segja
má að hann hafi notið trausts sam-
ferðamanna.
Á Fífustöðum var blómaskeið
búskapar þeirra hjóna en þar hafði
áður búið mikill ræktunarfrömuður
og dugnaðarmaður, Gísli Gíslason,
og kona hans Þórunn Jónasdóttir.
Gísli var hugsjónamaður í búháttum
og langt á undan sinni samtíð. Var
það mikill mannskaði þegar hann
dó á besta aldri.
Gott var að setjast í bú á Fífu-
stöðum og búskapurinn stundaður
af dugnaði og verklagni, en það
voru kostir sem Einar var ríkulega
gæddur.
Á síðari búskaparárum þeirra var
sjósókn stærri þáttur í afkomunni,
en Einar var jafnvígur dugnaðar-
maður hvort heldur var til sjós eða
lands.
Til Bíldudals fluttu þau hjónin
árið 1948 er þau hættu búskap á
Bakka og keyptu sér íbúð í
Glaumbæ, kunnu húsi sem Pétur
Thorsteinsson byggði á sínum tíma.
Einar stundaði þar aðallega sjó-
mennsku, ýmist á eigin fari eða
með öðrum.
Þar áttu þau hjónin heima til
ársins 1956, en þá fluttu þau til
Reykjavíkur. Eftir komuna til
Reykjavíkur fór Einar fljótlega að
vinna hjá Kassagerð Reykjavíkur
og vann þar uns hann hætti störfum
vegna aldurs. Þegar þau fluttu að
vestan seldu þau jörð sína, Bakka,
og íbúðina á Bíldudal. Þessi afrakst-
ur bestu ára þeirra hjóna dugði
rétt fyrir fokheldri íbúð í fjölbýlis-
húsi að Hvassaleiti 20, sem þau
byggðu og bjuggu í til ársíns 1979,
að þau fluttu á Hrafnistu í
Reykjavík, þar sem þau dvöldu til
æviloka.
Ég, sem þessar línur skrifa, hafði
komið kornabarn í fóstur til Vigdís-
ar sem var móðursystir mín.
þroskaði eðlisþætti skapgerðar
hans. Hún veitti honum reynslu og
innsæi í heim þeirra sem þjáðir eru
og sjúkir og varð honum ómetanleg
í störfum hans að fangahjálp,
umönnun og endurhæfíngu
drykkjusjúkra.
Eftir að Skúli lét af starfi for-
stöðumanns Gunnarsholtshælisins
hóf hann störf á göngudeild áfeng-
issjúklinga við Geðdeild Landspítal-
ans. Þar starfaði hann síðan allt til
þess dags er hin kalda hönd dauð:
ans leysti hann svo sviplega frá
störfum einn morgun í mars þegar
veturinn tók að herða tökin eftir
langan góðviðriskafla.
Kynni okkar Skúla hófust á árinu
1974, en þá varð ég læknir hælisins
um tíma í veikindaforföllum Þórðar
heitins Möller yfirlæknis. Ég þurfti
ekki langan tíma til þess að átta
mig á því hvern mann Skúli Þórðar-
son hafði að geyma. Brátt tókust
með okkur góð kynni og vinátta,
sem aldrei bar skugga á.
Skúli var góður stjórnandi og
stjórnaði með fordæmi sínu. Hann
var höfðingi í sér, en yfirlætislaus
og frábitinn sýndarmennsku. Hann
var listhneigður eins og hann átti
kyn til. Hann unni tónlist og naut
þess að slaka á og hlýða á fögur
tónverk. Hann var fyrsti formaður
Tónlistarfélags Rangæinga. Fegurð
landsins og náttúrunnar höfðaði
sterkt til hans og meðan heilsan
leyfði fór hann oft ferðir inn í
óbyggðir landsins til þess að njóta
hennar.
Skúli var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans hét Anna Einarsdóttir kola-
kaupmanns Tómassonar og áttu
þau tvo syni, Hendrik og Þórð.
Seinni kona hans frá 1955 var Erla
Valdimarsdóttir múrara í Reykjavík
Stefánssonar. Þeirra börn eru
Hansína Guðrún, Hrafnhildur og
Skúli Haukur.
Starfsfólkið á áfengisdeild Geð-
deildar Landspítalans og Gunnars-
holtshælisins á Rangárvöllum sér
Fylgdi ég með fóstru minni er
þau Einar giftu sig. Var það ekki
sérlega fýsilegt fyrir ungan mann
að fá strákstaula á 7. ári til fram-
færslu með eiginkonunni. Aldrei
galt ég þess, en naut hlýju og vin-
semdar Einars alla tíð.
Ég var reyndar ekki einn um að
njóta uppeldis hjá þeim hjónum, því
jafnframt því að hafa börn og ungl-
inga af og til á heimili sínu, ólu þau
upp að mestu tvær stúlkur.
Rut Salómonsdóttir kom til
þeirra kornabarn, f. 30. júlí 1936.
Dvaldi hún hjá þeim ásamt móður
sinni, Guðbjörgu Elíasdóttur, sem
fórst með ms. Þormóði árið 1943.
Var Rut með þeim hjónum eftir
það, þar til hún stofnaði eigið heim-
ili.
Petrína Gunnarsdóttir kom til
þeirra hjóna 5 ára gömul eftir að
móðir hennar, Kristjana Krist-
mundsdóttir, dó snögglega og
óvænt frá þrem ungum börnum.
Kristjana hafði verið hjá þeim Ein-
ari og Vigdísi frá fermingaraldri
þar til hún giftist.
Olst nú Petrína upp hjá fósturfor-
eldrum mínum á Bíldudal og síðar
í Reykjavík. Voru þau hjónin þá
komin á fullorðinsaldur, svo segja
má að barnauppeldi hafi verið um-
talsverður þáttur í lífi þeirra, þó
þau ættu ekki saman nema eitt
barn. En lífið er stundum ráðgáta.
Petrína dó snögg og óvænt í blóma
lífsins frá kornungum syni og eigin-
manni.
Einar var traustur maður og
vandaður, dagfarsprúður og skipti
sjaldan skapi. Hann naut trausts
samferðamanna sinna og ég veit
að flestir þeirra sem eftir lifa hugsa
hlýtt til hans á kveðjustund.
Á búskaparárum þeirra Einars
og Vigdísar var gestkvæmt á heim-
ili þeirra, enda í þjóðbraut. Þau
voru bæði gestrisin vel og höfðu
gaman af félagsskap annars fólks.
Sjálfur vil ég þekka Einari og
þeim hjónum báðum langa og góða
samferð. Mæli ég það einnig fyrir
hönd konu minnar og barna. Öll
nutum við þeirra góðu kynna, sem
við minnumst með hlýjum huga.
Megi Einar fóstri minn hvíla í friði.
Stefán Thoroddsen
nú á bak góðum vini og starfsfé-
laga. Eftir stendur minning, sem
seint mun fyrnast, um góðan dreng
og mætan mann. Samstarfsfólk
Skúla sendir konu hans, börnum
og ljölskyldu allri innilegustu sam-
úðarkveðjur og biður þeim blessun-
ar á sorgarstund.
Jóhannes Bergsveinsson
yfirlæknir
Árið 1952 var ég sendur á Vífils-
staðahæli í 5 mánaða meðalakúr
eftir 6 ára tilgangslausa baráttu
við útvortis berkla í hægri úlnlið
og þá kom loksins að því að ég
fékk fullan bata. Það var þar sem
ég kynntist fyrst Skúla Þórðarsyni
sem nú er fallinn frá og einnig eftir-
lifandi konu hans Erlu Valdimars-
dóttur.
Síðan skildu leiðir í bili og næst
hitti ég þau hjónin aftur austur á
Akurhóli árið 1964. Þágerðist Skúli
heitinn forstöðumaður vinnuhælis-
ins. Ég var þar nokkra mánuði eftir
að hann kom þangað en ég var
búinn að vera þar frá ársbyijun
1963. Síðar var ég aftur um þriggja
mánaða tímabil að ég held árið
1966, en síðan hef ég ekki verið
þar meira. Nú síðastliðin ár sá ég
Skúla oft á áfengisdeild Landspítal-
ans en þar starfaði hann til síðasta
dags. Skúli Þórðarson var að mínu
mati drengur góður. Hann hélt
ætíð hugrænu jafnvægi sem margir
eiga erfitt með, en vissulega gat
hann stundum reiðst smávægilega
en það gerðist ekki nema sérstakt
tilefni væri til.
Eftirlifandi kona hans, Erla,
hafði og hefur svipaða eiginleika.
Ég vil taka það fram að Skúli heit-
inn var lærður úrsmiður.
Nú er komið að endalokum hins
jarðneska ævidags en minningin um
Skúla Þórðarson mun lifa í björtu
ljósi. Ég votta öllu hans eftirlifandi
skyldfólki, Erlu konu hans og börn-
um þeirra mína dýpstu samúð.
Blessuð verið minning Skúla Þórð-
arsonar
Þorgeir Kr. Magnússon
Skúli fæddist og ólst upp í
Reykjavík. Hann lærði úrsmíði sem
hann vann við fyrstu árin á eftir
og síðar störf skyld úrsmíði. I sex
ár var hann frá vinnu vegna veik-
inda, en það varð hlutskipti hans
að liðsinna illa stöddum meðbræðr-
um sínum er stundir liðu fram.
Hann byijaði með að vinna fyrir
AA-samtökin, en frá árinu 1960
var hann ráðinn hjá félagasamtök-
unum Vernd sem framkvæmda-
stjóri. Var starfið aðallega við
fangahjálp. Voru það bæði heim-
sóknir og ýmis erindi fyrir fangana
og síðar meir aðstoð til þess að
þeir gætu staðið á eigin fótum í
lífsbaráttunni. Hefur það verið
53
brýnt að í þessu starfi væri jafn
hæfur maður og Skúli var.
Frá 1. október 1964 starfaði
hann sem forstöðumaður við
Gæsluvistarhælið í Gunnarsholti í
Rangárvallasýslu. Að lokinni með-
ferð og rannsókn á áfengisdeild
Kleppsspítala fengu vistmenn þar
hæli gegn ákveðnum skilmálum.
Dvöldu þar 40—45 vistmenn í einu
og gengu allir þeir sem gátu til
vinnu. Sumir unnu við heimilisstörf
og var því tiltölulega fátt annað
starfslið, cn aðrir unnu við fram-
leiðslustörf eða hvað annað sem til
féll og fengu allir laun fyrir vinnu
sína. Oft hefur verið í mörgu að
snúast. Þarna var meðal annars
selt mikið af steypuvörum sem
framleiddar voru á staðnum. Allt
þurfti að skrá í reikning hvers vist-
manns, bæði úttekt og tekjur, og
síðan var gert upp við brottför.
Við þessi störf vann Skúli sam-
fellt til ársloka 1981 eða rúmlega
16 ár. Þessi ár átti ég sem bókari
vistheimilisins mjög ánægjulegt
samstarf við Skúla. Hann var afar
vandvirkur við alla skráningu, Ijúf-
ur í viðmóti og gerði miklar kröfur
til sjálfs sín. Hann var tillögugóður
og hafði gott lag á hlutunum. Hann
bar mikla persónu og var mann-
vinur og hefur það komið sér vel
þar sem til hans lágu leiðir svo
margra sem voru illa farnir og
þurftu á hjálp að halda.
Ekki stóð Skúli þó einn við svo
margvísleg störf. Auk annarra
ágætra samstarfsmanna var þar í
starfi kona hans, Erla Valdemars-
dóttir, mikil mannkostamanneskja
sem studdi hann í einu og öllu.
Áttu þau tvær dætur og son og
taldi öll fjölskyldan ásamt öðru
starfsliði vistmennina vera vini sína
sem þyrfti að styrkja og styðja sem
allra best. Skúli átti auk þess tvo
syni frá fyrra hjónabandi og voru
þeir ásamt konum sínum og börnum
mjög handgengir Skúla, Erlu og
börnum þeirra og var fjölskyldan
mjög samhent.
Oft var erfitt að búa þarna að
vetrarlagi enda heilsa Skúla tekin
að. bila og þegar honum bauðst
staða fulltrúa við Göngudeild áfeng-
issjúklinga á Landspítala til þess
að vinna fyrir samskonar hóp og
áður tók hann því og flutti á höfuð-
borgarsvæðið. Þarna starfaði hann
frá 1. janúar 1982 og þar til yfir
lauk. Vil ég nú þakka þá alúð og
vináttu sem þau hjóna Skúli og
Erla hafa sýnt mér gegnum árin.
Fjölskyldu Skúla votta ég innilega
samúð.
Það er trú mín að í tilverunni sé
víðast hvar þörf fyrir þá sem kjósa
að hlúa að öðrum og styrkja þá sem
eru illa haldnir og muni Skúla nú
verða tekið opnum örmum til nýrra
verkefna.
Þórdís Aðalbjörnsdóttir
t
Litli drengurinn okkar,
EINAR BIRKIR GUÐBERGSSON,
lést af slysförum síðla dags þann 23. mars.
Anna Grétarsdóttir, Guðbergur Gr. Birkisson,
og aðrir vandamenn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og vináttu við andlát og útför
GUNNARS SIGURÐSSONAR,
Hrafnistu, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfóiki Hrafnistu fyrir góða að-
hlynningu í veikindum hans.
Vigdfs Grímsdóttir,
börn hins látna og aðrir ástvinir.
t
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
FRIDA Z. SNÆBJÖRNSSON.
Jarðarförin fór fram 23. mars i kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Elsa Ágústsdóttir, Baldur Sigfússon,
Snæbjörn Ágústsson, Sigurbjörg Ögmundsdóttir,
Agúst Agústsson, Sigríður Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.