Morgunblaðið - 25.03.1987, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ
félk í
fréttum
Ljósm.: Björn Ingvarsson.
Hér sýnir Magni Óskarsson, 2. stýrimaður, hvernig neyðar-
talstöðvar þær, sem eru um borð í gúmbjörgunarbátum,
virka, en myndin er tekin inni í þyrluskýli v/s Óðins.
Varðskipsmenn voru
látnir stökkva ofan af
þyrluþilfari, þar sem
maðurinn stendur, niður
í gúmbjörgunarbátinn
fyrir neðan. Skammt frá
bíða aðrir átekta í venju-
legum gúmbáti, en í
sjónum eru tveir skip-
veijar í björgunarbún-
ingum.
mr
I
aur
og
ledju
Þessir skólapiltar í Taipei á Formósu láta það
ekki á sig fá þó að þeir vaði aurinn og ieðj-
una upp að öklum. Þeir eru að burðast við að
leika íþróttina „rugby“, en í henni tíðkast tals-
verð átök um knöttinn. Varla bætir eðjan úr
skák, en að undanförnu hefur rignt mikið á Form-
ósu þannig að völlurinn er eitt svað. íslenskir
knattspyrnuáhugamenn kvarta gjarnan undan
því að grasvellirnir hérlendis séu stundum þann-
ig útleiknir af votviðri og sparki að á þeim sé
ekki keppandi. Af þessari mynd má þó vera öld-
ungis glögglega augljóst að lengi getur vont
versnað.
Vor- og sumartískan
Bj örgunaræfing
um borð í v/s Oðni
■“ yrir nokkru var haldin björuna-
ræfing um borð í varðskipinu
Oðni og tók Bjöm Ingvarsson, vél-
stjóri meðfylgjandi myndir við það
tækifæri.
Landhelgisgæzlan sinnir björg-
unarstörfum úmhverfís landið og
því mikilvægt að Gæzlumenn séu
vel þjálfaðir í öllu sem að slíku lýt-
ur. Hvað eigin öryggi áhrærir eiga
að vera einnota björgunarbúningar
fyrir hvem áhafnarmeðlim um borð,
en varðskipsmenn hafa um langt
skeið notað björgunarbúninga, sem
unnt er að vinna í, í öllum ferðum
milli skipa og þegar skjóta þarf út
báti.
Reuter
Vor í Leningrad
Ú vorar á norðurhveli jarðar. Þessir Leningradbúar hafa tek-
ið forskot á sumarsæluna og sóla sig í síðdegissólskininu þó
kalt sé í veðri. Ef til vill tekst þeim að fá á sig örlitla brúnku
með þessum hætti eftir langan vetur og strangan.
Að undanfömu hefur tíska
næsta hausts og vetrar verið
ítarlega kynnt hér á síðunni. Hins
vegar hefur minna farið fyrir þeirri
tísku, sem allsráðandi á að vera í
Þessiföt eru ljósbieik. Jakkinn
og bolurinn úrsilki, en pilsið
er úr blöndu af silki ogkasmír-
ull. Donna Karan hannaði.
í ár hefur gætt ákveðins aftur-
hvarfs á sumum sviðum. Mini-
tískan hefur rutt sér til rúms á
ný, mitti eru mjórri, slaufur vin-
sælt skraut og kvenleiki almennt
í fyrirrúmi. Hér er ágætt dæmi
um ofanskráð. Þessi bómullar-
kjóll frá Katherine Hamnett er
hvtur og við eru skórnir, sem eru
eins og sjá má með slaufu í stíl
við þá sem er um mittið. Við
þennan kjól er tilvalið að nota
hatt, en þessi stúlka ætti ekki að
eiga í vandræðum með að finna
sér einhvern við hæfi. Hattar
hafa einnig átt auknum vinsæld-
um að fagna og er þar um enn
eitt afturhvarfið að ræða.
Rúskinnið ætlar að reynast langlíft í
tískuheiminum. Louis Dell’Olio hann-
aði þessa flík fyrir Anne Klein, en
það er skærrautt og krókódílabeltið
sömuleiðis.
vor og sumar. Verður því snarlega
úr því bætt og fylgja nokkur sýnis-
horn frá Bandaríkjunum, en tísku-
straumar hafa í auknum mæli
komið þaðan hin síðari ár.