Morgunblaðið - 25.03.1987, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 25.03.1987, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 59 •VELVAKANDI SVARAR i SÍMA ,691100 KL. 13-14 , FRÁ MÁNUDEGI iTIL FÖSTUDAGS H •fMmtPlVIIWl.V1 Baráttuaðferð „Kvenna gegn klámi“ með öllu óréttmæt Athugull skrifar: Kæri Velvakandi. Tilefni þess að ég rita þetta bréf er það að Morgunblaðið hefur að undanf- örnu birt fréttir þess efnis, að nú standi yfir herferð nokkurra kvenna hér í Reykjavík gegn klámi. En hópur þessi nefnir sig „Konur gegn klámi“. Sagt var frá því hinn 10. marz síðastliðinn í blaðinu að baráttuaðferð kvenn- anna væri sú, að ganga í bóka- verslanir og benda forráðamönn- um þeirra á að tiltekin söluvara í versluninni væri ólögleg sam- kvæmt „lögum um klám“, svo vitnað sé í orð bóksala hjá Máli & menningu. í öðru lagi var sam- kvæmt áðurgreindri frétt beitt þeirri röksemd af hálfu kvenna- hópsins, að ótvírætt væri og löngu sannað að orsakasamband væri milli kláms og kynferðisglæpa. Án þess ég telji mig vera tals- mann þess að klám sé æsilegur hlutur, vil ég gera athugasemdir við baráttuaðferðir „Kvenna gegn klámi“ og þá sér í lagi þau tvö atriði sem nefnd voru að ofan, þ.e. að sala ákveðinna tímarita sé brot á því ákvæði hegningarlag- anna sem bannar sölu og út- breiðslu kláms annars vegar og að sala á þessum sömu tímaritum stuðli að kynferðisglæpum hins vegar. A. 210. grein almennra hegn- ingarlaga hljóðar svo: „Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðslu- skyni, selja, útbýta éða dreifa á annan hátt út klámritum, klám- myndum eða öðrum slíkum hlut- um, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósið- legur á sama hátt. Það varðar enn fremur sömu refsingu, að láta af hendi við ungl- inga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti.“ Umræddur kvennahópur hefur bent forráðamönnum bókaversl- ana á þessa grein og sagt að þeir væru, með sölu tiltekinna tímarita, að bijóta gegn lagagreininni. Hugtakið „klám“, sem er hið refsiverða samkvæmt lagagrein- inni, er hvorki skýrgreint í almennum hegningarlögum né í öðrum lögum. En við skýringu á 210. gr. almennra hegningarlaga hafa dómstólar stuðst við álit fræðimanna á sviði refsiréttar annars vegar og við venjubundna skýringu dómstóla á ákvæðinu hins vegar. Með stoð í þessum tveimur heimildum má fá nokkuð skýra mynd af því sem hugtakið klám nær yfír. í fýrsta lagi er ljóst, að birting mynda af nöktu fólki ein sér verður ekki talin klám án þess að meira komi til. Auk nektar þarf að koma til kynferðis- legir tilburðir þess sem nakinn er á mynd. Norski refsiréttarfræði- maðurinn J.P. Buhl hefur orðað skilyrði um kynræna tilburði svo, að til þess að myndbirting teljist „klám“, þurfi að sjást kynfæri tveggja aðila í samfarastellingum. Þessi afmörkun á hugtakinu „klám“ hefur hlotið viðurkenningu hjá Hæstarétti. Jafnframt er til dómafordæmi Hæstaréttar um það að myndir sem sýna mis- þyrmingu á kynfærum manna eru klám í merkingu áðurnefndrar 210. greinar. Þótt hugtakið klám sé nokkuð loðið og teygjanlegt, verður að telja fráleitt að undir það falli birting mynda af nöktu fólki án þess að meira komi til, samanber þau rök sem að ofan voru nefnd. Til eru að vísu í skuggahverfum erlendra stór- borga rit sem gætu fallið undir hugtakið klám eins og það var skýrt hér að framan. Hins vegar eru þau rit sem eru á boðstólum hérlendis og konurnar beijast gegn, flest með myndum af nöktu fólki, án þess að frekari tilfæring- ar séu á myndunum. Samkvæmt þessu hafa „Konur gegn klámi", á fölskum forsendum talið bóksöl- um trú um það að sala þessara myndarita væri lögbrot af þeirra hálfu. Ekki er hér þó ætlunin að segja að kvennahópnum sé fyrirmunað að beijast gegn þessu hugðarefni sínu, en á það er bent, að sú bar- áttuaðferð, að bera upp á bóksala að þeir séu að bijóta lög og hóta kæru ef kröfum þeirra verði ekki sinnt, er með öllu óréttmæt. Kvennahópnum er samt eftir sem áður fær sú leið að höfða til sið- ferðisvitundar bóksalanna í þeim tilgangi að ná fram baráttumáli sínu. B. Hitt atriði í baráttuaðferð kvennanna, sem ég tel athuga- vert, er sú fullyrðing að bein orsakatengsl séu á milli kláms annars vegar og kynferðisglæpa hins vegar. Um þetta atriði vil ég vitna til ritsins „Sociology" eftir Ian Robertson (Worth Publ. Inc., New York, 1977). En á bls. 198—199 er fjallað um hugsanlegt samband á milli kláms (porno- graphy) og kynferðisglæpa. Bókarhöfundur kemst að gagn- stæðri niðurstöðu. Hann segir að klám geti þjónað þeim tilgangi að vera farvegur fyrir útrás hjá fólki sem að öðrum kosti leitaði full- nægju á annan miður æskilegan hátt. Bókarhöfundur vísar til nið- urstöðu forsetaskipaðrar nefndar, sem falið var að fjalla um hugsan- leg skaðleg áhrif kláms í Banda- ríkjunum. Nefndin byggði niðurstöður sínar á fjöldarann- sóknum og öðrum sönnunargögn- um. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að engar sannanir væru fyrir því, að þeir sem væru neytendur kláms yrðu af þeim sökum afbrigðilegir í hegðun, hvort sem um væri að ræða ung- menni eða fullorðna. Nefndin hafnaði sérstaklega þeirri skoðun, að klámfengið efni hefði skaðleg áhrif á siðferði, kynlífshugmyndir eða viðhorf æskufólks. Þessi könn- un var gerð af hlutlausum aðilum. Hins vegar er ekki að loku fyrir það skotið að finna megi niður- stöðu um hið gagnstæða, ef könnun fer ekki fram af hálfu hlut- lausra aðila og markmiðið er það eitt að niðurstaðan sýni tengsl milli kláms og kynferðisglæpa. Ef slík vinnubrögð eru viðhöfð, þjónar rannsókn því einu að réttlæta áróðursmálflutning. En það er annað mál. Skipstjórnarmenn: Verið ávallt minnugir ábyrgðar ykkar á öryggi skipveija. Sjáið um að öll öryggistæki séu í lagi og að hver einast skipveiji kunni með- ferð þeirra og viti hvernig og hvað hann eigi að gerá á neyðarstundu. Prófarkalesarar stóðu dyggan vörð um tunguna Kæra Elín. Þakka þér fyrir svar við athuga- semd minni. Vöður verða móður, eins og til stóð. En samt er ekki öll sagan sögð. Fyrirsögnin á svari þín sannar það: belja rauðar fossa- móður. — Við skulum alveg sleppa fossunum en setja í staðinn blossa móður í tveim orðum. Þetta mun skáldið hafa séð í anda, þegar hann orti: blossa móður — elda fljót. Þar að auki heimtar bragar- hátturinn b en ekki f. Ekki tjáir að amast við hinni nýju tækni í þessu fremur en öðru. Verst er hvað söknuðurinn er sár eftir þá góðu, gömlu stétt, pró- farkalesara, sem lengi stóðu dyggan vörð um tunguna. Getur þú ekki stuðlað að því að þeir verði endurreistir? Við höfum nýlega séð á bak ein- um besta manninum úr björgunar- sveit íslenskunnar, Bjarna Vilhjálmssyni, yfír móðuna miklu. Vinir hans og samheijar gerðu honum bók þegar hann varð sjö- tugur. Þeir báðu hann að skíra bókina. Hún heitir „Orð eins og forðum", sótt í annað dýrindis kvæði eftir Jónas. Svo látum við slitið þessu tali. Með kærri kveðju, Þorsteinn O. Stephensen Égkýs Sjálfstæðis flokkinn Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri, Grindavík: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess, að ég treysti honum til að framfylgja skyn- samlegri efnahagsstefnu með áherslu á minnkandi verðbólgu, næga atvinnu og framþróun í atvinnumálum. Einnig vegna þess, að ég treysti honum til að halda áfram skynsamlegri stjórnun fiskveiða með einfölduðu kvótakerfi, koma í veg fyrir stækkun fiskiskipaflotans og stuðla að sérstöku átaki í endurreisn sjávarútvegs á Suðurnesjum." X-D mmREYKjANEsmm ÁRtrmiBÐ (gntinenlal® Betri barðar allt árið Hjólbarðaverkstæði Vesturbæjar Ægissíðu, sími 23470. meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 flísaefni verkfæri Komið í sýningarsal okkar og skoðið möguleikana á notkun Höganás flísa í húsið. Veljiðsíðan Höganás fyrirmynd ' annarraflísa = HÉÐINN = SEUAVEGJ 2, REYKJAVÍK <%\0< Bjóðum nánast allar stærðir rafmótora frá EOF í Danmörku. EOF rafmótorar eru í háum gæðaflokki og á hagkvæmu verði. Ræðið við okkur um rafmótora. = HEÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 24260
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.