Morgunblaðið - 25.03.1987, Side 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ
Körfubolti:
KR-ingar
íslands-
meistarar
íslandsmeistarar KR í körfu-
knattleik kvenna 1987 eftir að
þeim hafði verið færð sigrlaunin
eftir síðasta leik þeirra gegn
UMFG í Grindavík á föstudags-
kvöld.
Á myndinni eru talið frá vinstr
í fremri röð: Dýrleif Guðjóns-
dóttir, Emilía Sigurðardóttir,
Cora Barker, Hrönn Sigurðar-
dóttir og Erna Jónsdóttir. Aftari
röð frá vinstri: Ágúst Líndal, þjálf-
ari, Sigríður Baldursdóttir,
Guðrún Kr. Sigurðardóttir, Guðr-
ún Gestsdóttir, Björg Björgvins-
dóttir, Kristjana Hrafnkelsdóttir,
Linda Jónsdóttir og Gunnar Jóak-
imsson, formaður körfuknatt-
leiksdeildar KR.
Morgunblaöiö/Kr. Ben.
I * * 1 Stí, ’j ,'Jt ! m isSr 1 f jMrl œsŒ:\ ia»'' 4L /rT 1 | * v wl
5 Æ ' -í' !■ ce; í'WroÍ h \:! 11 11'étá Hí ' m
11 - áp -.m ■J/lj yr'!' 'imj ll H rrm ■■uim l Ullí i í i&IVi; JP r w :
: m f I BBshl j mMtflwrK ft/ ' r, mk '" ■, m l m li
Einar kjörinn
íþróttamaður ársins
^ Egilsstöðum.
Á ÁRLEGUM íþróttadegi I Egilsstöðum var hinn þjóð-
íþróttafélagsins Hattar á | kunni íþróttamaður, Einar
Flest verðlaun
til TBR
Ljómamótið 1987 i badminton
fór fram á Akranesi um sl. laugar-
dag og mættu til leiks þrjátíu
keppendur frá TBR, Víkingi, KR
og ÍA. Liðsmenn TBR urðu sigur-
sælir, en úrslit voru sem hér
segir.
I einliðaleik karla sigraði Broddi
Kristjánsson (TBR) Þorstein
Hængsson (TBR) með 5-15,
15-12 og 17-16. í einliðaleik
kvenna sigraði Þórdís Edwald
(TBR) Elísabetu Þórðardóttur
(TBR) með 11 -4 og 12-10. Keppni
í tvíliðaleik karla lauk með sigri
Guðmundar Adolfssonar og Arn-
þórs Hallgrímssonar (TBR) á
Brodda Kristjánssyni og Þorsteini
Hængssyni (TBR) og urðu úrslit
15-5 og 15-12. í tvíliðaleik kvenna
sigruðu TBR-konurnar Þórdís Ed-
wald og Elísabet Þórðardóttir þær
Hafdísi Böðvarsdóttur og Guðrúnu
Gísladóttur úr ÍA með 15-2 og
15-10.
Úrslit í tvenndarleik urðu svo
þau að Árni Þór Hallgrímsson og
Elísabet Þórðardóttír sigruðu Þor-
stein Hængsson og Guðrúnu
Júlíusdóttur, en þau eru öll úrTBR.
Vilhjálmsson, kjörinn íþrótta-
maður Hattar 1986.
Einar er nú á förum til Banda-
ríkjanna til æfinga og gat því
ekki verið viðstaddur athöfnina.
Auk Einars voru fimm ungmenni
heiðruð fyrir frækilega frammi-
stöðu á síðasta ári. Þau eru
Andri Sigurjónsson, Hörður
Guðmundsson, Jóhanna Einars-
dóttir, Kári Hrafnkelsson og
Hilmar Gunnlaugsson.
Á þessum Hattardegi var
boðið upp á sýnishorn af öllum
þeim íþróttagreinum, sem félag-
ið er með á sinni könnu, auk
þess sem Skólahljómsveit Egils-
staðaskóla lék og kynntur var
nýr æfingagalli félagsins. Fjöl-
menni var á þessum Hattardegi
og kunnu gestir vel að meta það
sem upp á var boðið.
- Björn
• Einar Vilhjálmsson var kjörinn íþróttamaður Hattar á Egilsstöðum
1986.
Handknattleikur:
ÍR-ingar
sigruðu
í 2. deild
ÍR-ingar hafa nú þegar tryggt
sér sigur í 2. deild karla í hand-
knattleik og munu leika í 1. deild
næsta keppnistimabil.
ÍR-ingar hafa haft nokkra yfir-
burði í 2. deildinni og tryggðu sér
efsta sætið þótt öllum leikjum
sé ekki enn lokið. Á myndinni eru
talið frá vinstri í aftari röð: Guð-
mundur Þórðarson, þjálfari og
leikmaður, Ólafur Gylfason,
Steinþór Baldursson, Magnús
Ólafsson, Þorsteinn Guðmunds-
son, Bjarni Bessason og Magnús
Paul Kortop. Fremri röð frá
vinstri: Þórir Sanholt, liðsstjóri,
Vigfús Þorsteinsson, Hrafn Mar-
geirsson, Frosti Guðlaugsson og
Matthías Matthíasson.
Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson