Morgunblaðið - 25.03.1987, Side 64
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Albert Guðmundsson baðst lausnar í gær:
Framboðslistinn í
Reykj avík óbreyttur
Þau sár yrðu lengi að gróa, segir Albert um hugsanlegt sérframboð
FORSETI íslands, Vigdis Finn-
bogadóttir veitti Albert Guð-
mundssyni lausn frá embætti
iðnaðarráðherra í gærkveldi og
skipaði Þorstein Pálsson fjár-
málaráðherra til þess að vera
iðnaðarráðherra í ríkisstjórn ís-
lands. Albert skýrði þingflokki
Sjálfstæðisflokksins frá ákvörð-
un sinni um að biðjast lausnar
'•'Td. 16 í gær. Stjórn fulltrúaráðs
Sjálfstæðisflokksins kom saman
til fundar í Valhöll kl. 18 i gær
og niðurstaða þess fundar varð
sú að ekki verður kallaður saman
almennur fundur í fulltrúaráð-
inu til þess að fjalla á ný um
framboðslista flokksins í
Reykjavík.I gær lagði hópur
manna, sem kallar sig Borgara-
flokkinn fram umsókn í dóms-
málaráðuneytinu um listabók-
stafinn S. Það var Hreggviður
Jónsson, framkvæmdastjóri, sem
lagði umsóknina fram og fylgdu
henni nöfn 62 einstaklinga. Er
talið að með þessari umsókn hafi
stuðningsmenn Alberts Guð-
mundssonar viljað undirbúa
hugsanlegt sérframboð af hans
hálfu.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, sagði í viðtali við
Morgunblaðið í gær, að hann legði
ekki mat á afsögnina, enda væri
hún ákvörðunarefni Sjálfstæðis-
flokksins, hins vegar þætti sér leitt,
að ríkisstjómin sæti ekki óbreytt
út lqörtímabilið.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær: „Albert
Guðmundsson hefur í dag axlað
pólitíska ábyrgð, með því að taka
sjálfur ákvörðun um að segja af sér
ráðherraembætti af þessum sök-
um.“
Albert Guðmundsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að hann
stæði á örlagaríkum vegamótum,
þar sem annars vegar blasti við
eldur og ólga, en hins vegar mögu-
leikinn á því að það yrði friður og
ólguna gæti lægt. „Ef ég verð
neyddur út í sérframboð, getur
Sjálfstæðisflokkurinn særst þannig
sárum, að þau grói ekki í langan
tíma,“ sagði Albert. Albert útilokar
þó ekki sérframboð, en segist vita
það af löngum starfsferli, að það
sé ekki alltaf rétti leikurinn „að
kjaftshöggva til baka.“
Sveinn H. Skúlason, formaður
stjómarinnar sagði í samtali við
Morgunblaðið, að loknum fundi full-
trúaráðsins að umræður hefðu verið
hreinskiptnar en niðurstaða fundar-
ins verið einróma.Þorsteinn Pálsson
sagði aðspurður í gær, að Albert
Guðmundsson yrði ekki ráðherra í
nýrri ríkisstjóm. I tilefni af þeim
orðum sagði Albert Guðmundsson
í ríkissjónvarpinu, að Þorsteinn
gæti ekki talað svona, hann væri
ekki einráður.
Sjá frásagnir og ritsljómar-
grein í miðopnu og frétt um
Borgaraflokkinn á bls. 2.
Morgunblaðið/Rax
Frá fundi þeirra Alberts Guðmundssonar, Ólafs G. Einarssonar og Þorsteins Pálssonar með fréttamönnum í gær, skömmu eftir að þing-
flokkur Sjálfstæðisflokksins hafði fallist á lausnarbeiðni Alberts Guðmundssonar.
Eimskip fær varnarliðsflutningana
Frá Jóni Ásgeirí Sigurðssyni, fréttaritara
Eimskipafélag íslands hf.
gerði lægsta tilboð í vömflutn-
inga á vegum bandaríska flotans
og fær því 65 prósent varnarliðs-
flutninga milli Bandaríkjanna og
íslands í sinn hlut. Óstaðfestar
fregnir herma að bandaríska
skipafélagið Rainbow Navigati-
on hljóti 35 prósent flutning-
anna, en ekki er vitað hvort
önnur bandarísk skipafélög
gerðu tilboð í flutningana.
„Við gemm ekki ráð fyrir miklum
flárhagslegum ávinningi af þessum
flutningum og ætlum að nota þetta
tólf mánaða samningstímabil til að
'•tneta framhaldið. Við reiknuðum
[orgunblaðsins í Bandaríkjunum.
dæmið í gegn og ákváðum að bjóða
eins og við gerðum, en við ætlum
okkur á hinn bóginn alls ekki að
tapa á þessu,“ sagði Hörður Sigur-
gestsson, forstjóri Eimskipafélags
Islands, er fréttaritari Morgun-
blaðsins náði tali af honum í
gærkvöldi.
Sjóflutningadeild bandaríska flot-
ans skýrði í gær frá veitingu 65
prósenta flutninganna til Eimskips,
en mun að sinni ekki skýra frá því
hvaða bandarískt skipafélag hlýtur
35 prósentin sem eftir standa.
„Okkur þykja það forvitnileg vinnu-
brögð að við fáum ekki að vita
hvað aðrir buðu,“ sagði Hörður Sig-
urgestsson. Talsmenn sjóflutninga-
deildarinnar hafa varist allra frétta
af öðrum tilboðum og þvertóku í
gær fyrir að skýra frá því hveijir
hefðu gert tilboð aðrir en Eimskip.
Gert er ráð fyrir að alls verði
flutt um 44.000 tonn af vamingi,
aðallega í gámum, frá austurströnd
Bandaríkjanna til íslands á ári
hveiju. Flutningamagnið frá íslandi
til Bandaríkjanna verður að líkind-
um um 17.000 tonn. í fréttatilkynn-
ingu sjófiutningadeildar flotans,
sem gefin var út í gær, segir að
Eimskip muni flytja í það minnsta
32.650 tonn á samningstímanum.
Jafnframt er tekið fram að magnið
sem Eimskip flytji gæti orðið meira
en 65 prósent af flutningunum og
því meira en áðumefnt magn.
Gert er ráð fyrir að sjóflutninga-
deildin geti tekið bandarísk skip
sem annast flutningana á leigu í
önnur verkefni. Þessi ákvæði sem
fulltrúum sumra bandarískra skipa-
félaga þóttu ámælisverð, eiga ekki
við þann hluta flutninganna sem
fellur íslenskum aðilum í skaut.
Uppi voru raddir meðal bandarískra
aðila að leggja fram formleg mót-
mæli áður en tilboðsfresti lyki, en
ekkert varð úr slíku.
Bílflautur
þeyttar
NEMENDUR í grunnskólum og
framhaldsskólum, sem nú fá ekki
kennslu vegna verkfalls kennara
í HÍK, þeyttu í gær bílflautur til
að lýsa óánægju sinni með seina-
gang í samningamálum, og þótti
öðrum vegfarendum nokkuð um,
eins og þessi mynd ber með sér.
í gær settust nokkrir nemendur
að á stigagöngum fjármálaráðu-
neytisins og þegar Morgunblaðið
hafði síðast spurnir af í gærkveldi
voru um 20 nemendur enn í ráðu-
neytinu.
Sjá frásögn á bls. 26 og 27.
Bátur slitnaði
frá bryggju
Siglufjörður.
SNARPAR vindhviður voru á
Siglufirði í gær og í einni slíkri
slitnaði vélbáturinn Týr frá
Sauðárkróki frá bryggju og rak
upp á svokallaðar Leirur um
3-400 metra innar í firðinum.
Þetta varð um kl. 22.40 í gær-
kveldi. Bátsveijar á Tý, sem er um
40 tonna bátur, voru um borð og
kölluðu eftir aðstoð. Vélbáturinn
Hafdís frá Hofsósi fór á véttvang
og tókst að draga Tý á flot og að
bryggju aftur. Ekki er vitað hve
miklar skemmdir urðu á Tý.
Fréttaritari
Sjúkraþjálf-
arar boðað-
ir á fund
ENGIR fundir hafa verið boðaðir
í deilum Hins íslenska kennarafé-
lags og Félags háskólamennt-
aðra hjúkrunarfræðinga við
ríkið. Félag islenskra sjúkra-
þjálfara hefur hins vegar verið
boðað á fund kl. 9 i dag, sam-
kvæmt upplýsingum rikissátta-
semjara.
Samninganefnd ríkisins fundaði
í gær með Félagi íslenskra náttúru-
fræðinga og Matvæla- og næringar-
fræðingafélagi Islands en þessi
félög hafa boðað verkföll 31. mars
og 1. apríl. Þá voru einnig fundir
vinnuveitenda með Félagi leiðsögu-
manna sem hefur boðað verkfall frá
miðnætti í nótt.
Enginn fundur hefur verið boðað-
ur í deilu Sálfræðingafélags Islands
o g ríksins en verkfali félagsins hófst
á miðnætti aðfaranótt þriðjudags.
í dag kl. 17 verður fundur með
byggingarmönnum í húsnæði sátta-
semjara og í Borgartúni 6 fundir
kl. 14 með félagsráðgjöfum og kl.
15 með símamönnum.